Vísir - 26.10.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 26.10.1914, Blaðsíða 1
1211 VISIR m ; V 1 S 1 R Stærsta, besta og ódýrasta blað á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um árið. Verð innanlands: Einstök blöð 3 au. MánuðuröCau Ársfj.kr.1,75. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 2V2 doll. VISIR kemur út kl. 8V* árdegls hvern virkan dag. Skrif- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opin kl. 7 árd. til 8 síðd. Sími 400.—Ritstjóri: GunnarSigurðsson(fráSela- læk). Til viðt venjul. kl.2-3siðd. Mánud. 26. okt. 1914: Háflóð árd. kl. 11,20' síðd. kl. 11,40. Afmæli á morgun: Ólafur Sveinsson, gullsm. Sigurður Jónsson, járnsmiður. Gamla Bió Yið dauðans dyr Afar hrífandi leikrit í 3 þátt- um, leikinn af þektum dönsk- um leikurum, í aðalhlutverkinu frú EUen Price, dansmær við konungl. leikhús- lð í K.höfn. (Fögur og unaðs- leg mynd.) y sjtt4i kaupir hæsta veröi gegn peninga- borgun. en Olgeir Friðgeirsson Afgreiðslan á skrifstofunni í Miðstræti 10 verður fyrst um sinn opin frá kl. 117i—3. A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Eldsvoðaábyrgð hvergi ódýrari. Sæábyrgðarfél. Kgl. oktr. Skrifstofutími 10—11 og 12—1. Grerlarannsóknarstofa Gisla Guðmundssonar Lækjargötu 4 B (uppi á lofti) er venjulega opin 11—3 virkadaga. &t\6sts^b\xt margskonar, þar á meðal MENTHOL sykur, ómissandi gegn hæsi og brjóst-kvefi, ávalt fyrirliggjandi í Lækjarg. 6 B. Magnús Th. S. Blöndahi. IÐUNAR-TAU fást á Laugaveg 1. JÓN HALLGRÍMSSON. SÍMSKEYTI London 24. okt. kl. 7,50 e. h. Sagt er, að 600 þús. manna liðsstyrkur sé kominn iil Þjóðverja á Frakklandi. Opinber fregn segir, að bresk flotadeild haldi áfram að skjóta á vesturarm Þjóðverjahers og vinni fjandmönnum stórtjón. Oplnber fregn frá París segir að fjandmönnum hafi miðað áfram norður af Dixmuiden, en bandaher hefir unnið á fyrir austan Nleuport og í áttina til Lille og sömuleiðis í Woevrefylki. Central News. \)\$\)ell\tuxm. Vetraráhyggjur Frakka. Nýkomin þysk blöð hafa það eftir hlutlausum fregnritara að Frakkar bíði vetrarins með mik- illi áhyggju, veturinn verði þjóð- inni miklu skæðari að tiltölu en þjóðverjainnrásin. — „Við stríðið í norðausturhéruðum landsins hafa 15 miljónir íbúa landsins verið hraktir á ringulreið og eiga hvergi höfði sínu að að halla“ — skrifar fregnritarinn. „Merkur franskur liðsforingi sagði við mig,að í þessu stríði mundi falla enn þá fleira af sjálfum landslýðnum upp og nið- ur heldur en at hermönnum, því að þetta flökkulíf þyldi fólkið ekki yfir veturinn. Enda hefði hann í grend við ‘bæina Melun, Nogent Sezanne og Montmirail á vikutíma séð jarðaðar þúsundir og aftur þúsundir af fólki, er dáið hafði af bjargarskorti og vosbúð. En stjórnin heldur þessu öllu leyndu í lengstu lög af skiljanlegum á- stæðum. Einnig herinn er að mörgu leyti illa búinn og óvið- búinn að mæta vetrinum, en þó á hann tiltölulega miKlu betra en fólkið sem hrakið hefir verið frá heimilum sínum á því svæði sem herirnir sópa ýfir. Víggrafir Þjóðverja, þar sem þjóðverjar hafa búið sér fasta aðstöðu, eins og t. d. við Aisne-fljótið, hafa þeir grafið víggrafir afarmiklar og holað út langa og marggreinda ranghala neðanjarðar. Víggrafirnar eru venjulega í þremur deildum. Fremst eru grafir framvarðanna, um 200 m. aftar koma aðal víg- grafirnar og eru þær að nokkru leyti steinsteyptar og víða með þökum yfir til þess að flugvélar eigi erfiðara með að finna þær. þar fyrir aftan kemur þriðja deild- in og er ekki eiginlegar víggrafir, heldur stórir og langir neðanjarð- ar-hellar eða jarðhús, og eru þar geymd hergögn öll og vistaforði. Einnig eru þar svefnklefar miklir. í stuttu máli er þetta heil neðan- jarðarborg með göngum og rang- hölum þvert og endilangt og nær yfir 10 km. svæði eftir Aisne-daln- um og austur til Argonne. þarna er fólgið lið svo skiftir mörgum tugum þúsunda og það svo ræki- lega, að úr 100 m. fjarlægð er ómögulegt að sjá nein ummerki. ÐÆJARFRETTIR -g Copland og Laxdal eru nú að setja á stofu hér í ; bænum gosdrykkja og saftgerðarverk- smiðju. Vélarnar í verksmiðjuna komu með Botníu, ásamt enskum manni er sér uni niðursetning þeirra. Er gert ráð fyrir að verksmiðjan geti tekið til starfa fyrir jól í vetur- "\Xtatv a$ \awd\. Fyrsta steinkirkjan á Suðurlandsundirlendinu var vígð í gær. Hafa !Þykkvabæjar- menn reist hana. Á eftir héldu j sóknarbörn séra Ólafs í Kálfholti í og konu hans samsæti og fluttu honum kvæöi það sem prentaö er hér í blaðinu. ijrirspurn Hvað líður störfum mannanafna- nefndarinnar sem kosin var á al- þingi 1913? Viljið þér grenslast eftir því hr. ritstj. N. N. Svar: Nefndarmenn kveðast hafa verið að undirbúa sig undir störf sín, meðal annars bíður hún eftir manntalsskrá frá hagstofunni. Ann- ars kvaðst nefndin bráðlega taka til starfa. Nýja Bíó Frúin í æfmtýraleit Bráðfjörugur óg skemtilegur gamanleikur, leikinn af hinum alkunnu leikurum Else Frölich og C. Lauritzen og eftirlætis- goði Kaupmannahafnar - búa gamanleikaranum Carl Alstrup. Hollur er hláturifin hverjum manni, og svikalaust munu þeir skemta sér sem koina á Nýja Bíó í kvöld. Hér með tilkyhnist vinum og vandamönnum að sonur okkar, Sveinn, andaðist að heimili okkar þ. 18. þ. m. og er jarðarförin á- kveðin miðvikud. 28. Húskveðjan byrjar kl. 111/2. Bakkastíg 3. Sigrún Rögnvaldsdóttir. Jóhannes Sveinsson. Leiðrétting. í kvæðinu «Fanginn» í blaðinu í gær, hefir misprentast í fyrsta er- indi fjórðu línu, dreginn, átti að vera d r e n g i n n. Maísmél ódýrast í Kaupangi. Verð: Pokinn 63 kgr. (126 pd.) kr. 12,35. Mtval aj tammaUstum hjá EYV. ÁRNASYNI, Laufásveg 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.