Vísir - 01.11.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 01.11.1914, Blaðsíða 2
V í S 1 R A fimtíu ára afmæli skáldsins Einars Benediktssonar 31. október 1914. for ættlands snjalli, íturvaxni son, er allar konur segja fagran vera, • á framtíð þjóðar festir trausta von með frjálsum hug, er sterkir vængir bera. Hann flaug svo ungur út um víðan geim og arnarvængja súgur loftið fylti. Hann vildi starfa, vinna frægð og seim. Hann vildi, að ísland frelsisröðull gylti. SIMSKEYTI London 30. okt. kl. 9 e. h. Fischer lávarður hefir verið skipaður fyrsti sjó- liðsforingi í stað prins Loufs af Battenberg. Breskt spítalaskip strandaði f ofviðri fyrir utan Yorkshire-strönd. Nokkrir drukknuðu. Opinber fregn frá París segir að vatnsflóð f Yserdalnum hafi þröngvað Pjóðverjum til að hopa aftur á bak. Breiar og Frakkar hafa haft mikilsverðan fram- gang í kringum La Bassée og víðar. Central News. Og eld og fjör hann á í hverri taug. Hann erfði mælsku. Skýrt með fögrum rómi af vörum hans mörg verðmæt hugsun flaug, ei vitund svipuð glamraranna hjómi. Að fjallabaki fól hann aldrei sig, er fyrðar hér um þjóðarréttinn glímdu. Hann barðist djarft og beinan þræddi stig. Hann brann af guðmóð þegar aðrir kýmdu. Hér fæddist skáldið fyrir hálfri öld, því fagna íslands synir og þess dætur. í óði fögrum Einar hefir völd, sem eiga djúpt í sálarlífi rætur. Hans óðardís er orðsnjöll hefðarmær, með alvarlegan gáfnasvip á hvarmi, Á hreina strengi gullnar gígju slær sú göfug dís með kraft í hvelfdum barmi. Og ísland á hans afbragðs fögru ljóð. Vér eigum Fáfnisgullið skæra, hreina, er verða mun hjá vorri kæru þjóð sem varði stór á meðal bautasteina. Jarþrúður Jónsdóttir. Herskapar-nýyrðin. í grein í »Vísi« hér á dögun- um, er fjallar um herskapartæki nú- tímans, er stungið upp á því, að láta *minet heita á íslensku »menju* og Ttorpedot *torpeitu<. Út af þessu vildi eg gera nokkrar at- hugasemdir. Á því að nota orðið »menja« um »mine* er sá slæmi galli, að orðið er áður notað í íslensku um alveg óskildan hlut. Menja er einskonar blýsamband, sem er not- að í málaralit (á dönsku Mönnie). Aö nota sama orðið um »mine« gæti valdið miklum og kátlegum misskilningi. Enda vantar oss hér alls ekki íslensk orð. Þær »miner«, sem lagðar eru í sjó, hafa lengi verið nefndar »tundurdufl* á ís- lensku, og er það gott orð, og skyldi nokkuð vera á móti því að kalla hinar, sem í jörð eiu lagðar, tundurgrafir? Eg man ekki betur en að það orð hafi verið notað, enda liggur það alveg beint við. Bæði þessi orð hafa þann mikla kost, að hver íslendingur sér strax af þeim, j hverskonar tilfæringar hér er um j að ræða. Þó að vér höfum ekki j eitt orð yfir bæði hugtökin, þá gerir það minst til. En vilji .menn endi- lega hafa það, þá væri skárra að taka upp útlenda orðið og segja »mína«. Það orð feilur vel viö íslenskuna og virðast ekki að því mikil málspell. Orðið »torpcita« er einhver allra kynlegasti nýgerfingur, sem eg mirin- ist að hafa séð á prenti. Það á aö byggjast á þvi, að »pcita« þýði í fornu máli spjót og að nokkur líking sé með spjóti og »torpedo«. En hvað þýðir »/£>/•«? Naumast getur það verið sama forskeytið, sem þekkist úr orðunum tornœmur, torveldur o. s. fr. Það verður ekki séð, að það þýði nokkurn skapað- an hlut, heldur virðisl það sett til þess eins, að líkja eftir útlenda heitinu. En slík orð eiga engan rétt á sér í íslenskunni (né neinu máli). Sýnilegt er líka, að höf. hefir ekki litist allskostar vel á orðið, því til vara genr hann þá tillögu, að láta það einungis heita »peita«. Það er þó nokkuð skaplegra! En óneitanlega kann eg þó betur við orðið »tundursendill«, sem oft hefir verið notað í ístensku, enda stend- ur það miklu nær venjulegu máli. Nú á þessum síðustu og verstu : tímum eru sum blöðin farin að taka upp hverja Reykjavíkur-am- bögu og nota slíkt sem góða og gilda íslensku. Þó Vísir sé kanske ekki alveg saklaus af þessu, þá hefir hann þó nú um hríð verið mörgu blaðinu betri í því efni. Því leiðara er, ef hann verður til þess, aö koma slíkum orðum, sem eg riú hefi nefnt, inn í íslenskuna, og eg vil enda þessar línur með þeirri ósk, að hann reyni ekki til þess framar. B. Aths. Enda þótt Vísir sé ekki sammála greinarhöfundi í aðalatriö unum þótti ekki rétt, að neita grein- inni upptöku. Það hefir verið til ómetanlegs tjóns fyrir íslenska tungu, hve langt margir þeirra manna, sem myndað hafa nýgerfinga í málinu hafa gengið í því, að þræða þýðingu útlendu orðanna. Þannig hefir myndast ara- grúi af ómunntömum, löngum og áiappalegum orðum; nefnum sem dæini orðið »yfirréttarmálaflutnings- inaður*. Það er fullkomlega réttmætt og sjáifsagt, að taka orð upp í málið, sem eru handhæg og stutt, ef þau samrýmast í beygingum. Eitt dæmi, orðið »bí!I«, sem nú er góðu heilli að festast í málinu. Það er að visu útlení orð, en samrýmist málinu al- gerlega, sbr. orðin »fíll« og »kýll«. Það kemur ekki til nokkurra mála, að héðan í frá skuli íslenskan lok- uð inni, eins og sumir vilja, og ekki framar leyft inn fyrir hennar endimörk nýjum, stuttum og fersk- um orðstofnum. Málið gæti orðið tyrfið og þungt í svifum með tim- anurn, ef slíkt viðgengist. Enda hefir ekkert tungumál mentaðra þjóða gert þetta hingað til, og eru þau komin á þennan dag með heiðri sínum óskertum. Það er að visu leiðara að oröið »menja« skuli vera notað um ann- að hugtak, en benda má á það, aö algengt er í öllum málum, að safna orð er notað um tvö og jafn- vel mörg hugtök. Aldrei er ástæða til að halda, að. þessum hugtökum verði blandað saman. Orðið »tund- urdufl«, sem þó er mörgum þýð- ingartengisorðskrípum betra er svifaþungt og ómunntamt og auk þess er að eins hægt að nota það um sjávarsprengivélar, orðið »tund- urgröf« er algerlega rangt, því gröf er a'ls ekki hægt að nota um það> sem grafið er í jörð. í staö þess- ; ara orða mætti nota sjómenja og landmenja. Vísir er samþykkur greinarhöf. í því, að betur fer á því að nota orðið »peita«, heldur en »torpeita«. Það dylst engum, að mörg af þeim nýyrðum, sem Vísir hefir tekið upp, eru munntöm og smekk- leg t. d. orðið »kafnökkvi« í stað langa þunglamalega orðsins köf- unarbátur. Annars þarf nú að fara að taka duglega í skeggið á þessum gömlu torfskurðarkörlu.n og kenna þeim að skilja, aö það þarf aö finna frjálslegra framtíðar-byggingarlag og efni í málið, og að þessar innan- fjölskyldu orðagiftingar munu ekki reynast íslenskri tungu mjög frjó- samar eða framtíðarvænlegar. Ritstj. BÆJARFRETTIft »Sterllng« fór til útlanda ígærkvöldí. Með- al farþega D. Thomsen konsúll og nokkrir aðrir. »Botnfa< kom frá Vesturlandi í gærmorg- un. Meðal farþega Pétur Oddsson kaupm. frá Bolungarvík o. fl. »Flora« var á Húsavík í gær mun hafa komið til Akureyrar í nótt sem leið. Samsætið til heiðurs Einari skáldi Bene- diktssyni var mjög fjölment (um 150 manns). Fyrir mínni heiöurs gestsins talaði dr. Guðm. Finnboga- son og fyrir minni konu hans Klemens Jónsson iandritari. Þakk- aði Einar með snöllum ræðum. Ennfremur talaði frú Bríet fyrir minni tengdamóður skáldains og jgfr. Lauf- ey Valdemarsdóttir fyrir minni eig- inkvenna allra skálda. Kvæði það sem birtist hér í blaðinu í dag söng Einar Hjaltested undir nýju lagi eftir Jón Laxdal. Hafði höf. sent Vísi kvæðið fyrir mánuði. Ennfrem- ur var sungið kvæði eftir frú Jar- ' þrúði Jónsdóttur. Birtist það einn- ' í blaðinu í dag. Að lokum mælti Einar Benediktsson fyrir minni Hann- esar Hafstein er eigi gat sótt sam- sætið sakir lasleika. Söngur og gleð- skapur fram eftir nótt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.