Vísir - 21.11.1914, Blaðsíða 2

Vísir - 21.11.1914, Blaðsíða 2
VÍSIR Smávegis frá ófriðnum. Hryðjuverka-rógur. Einhver hrottalegasta sagan, sem fór af grimdarverkum Þjóðverja í Belgíu var um enska kenslukonu, Hume að nafni, er verið hafði hjúkr- unarKona í Belgíu. Áttu að hafa verið skorin af henni bæði brjóstin o, s, frv. og hún aðeins getað gefið skýrsiu um misþyrmingarnar, áður hún lést. Var skýrsla sú staðfest af tveim andlegrar stéttar mönnum í Belgíu, En er málið var rann- sakað í Englandi, kom það upp úr kafinu, að systir þessarar stúlku, sem varla var með öllum mjalla, hefði falsað alt saman, Skýr- ir Times frá því, að henni hafi verið dæmd refsing fyrir þetta. En þýsk blöð bæta aftan við þessa fregn: »Lygin var breidd út um allan heim, en mundi nú s a n n- 1 e i k u r i n n verða látinn komast svo langt?* Meðferð Breta á föngum. Þýsk blöð hafa eftir blaðinu »Globe« í New York lýsingu frá tíðindamanni þess á meðferð á þýskum föngum í Aldershot. Eru þar að sögn 6,000 fangar í vír- girðingu, og er veitt sterkum raf- magnsstraumi eftir vírnum, til þess að fangarnir passi sig að eiga ekk- ert við hann. Þeir búa í tjöldum með fjalagólfi, og segja Bretar að þeim séu lagðar til ábreiður, skyrt- ur og skór, og yfirhöfn þeim, sem enga eiga, en kalt kvað þeim þó vera, og hvílurúm engin. Maturinn mjög óbrotinn og þeir látnir mat- reiða sjálfir og enginn munur gerð- ur yfirmanna og óbreyttra liðs- manna. Þykir Þjóðverjum þetta ill meðferð. Eugenia gamla. Eins og mörgum er kunnugt, er Eugenia, ekkja Napóleons keis- ara þriðja, enn á lífi. En muna má hún tvær ævirnar. Áður var hún keisaradroltmngin glæsilega, sem lýst er í Heljarslóðarorustu, mesta glæsi- kvendi heimsins. Nú býr hún í Farnborough Hamshire á Englandi, fjörgömul og landflótta, við leiði manns síns og sonar. Nú, er stríð- ið hófst, brá gamla konan við og breytti heimili sínu í sjúkrahús handa særðum hermönnum og er nú við það vakin og sofin, að hjúkra þeim. Það er að vonum, að hún muni styrjöldina milli Frakka og Þjóðverja 1870, er hún átti svo mikinn þátt í og sem svifti hana öllu því, er henni var dýrmætast. Árásir á Churchill. Þjóðverjum verður skrafdrjúgt um þaö, að enska blaðið »Morning Post« hafi ráðist á Churchill ráð- herra fyrir það, að hann hafi ráðið því, er sent var hjálparlið, tit ónýt- is þó, til Antwerpen, og þar með komið í veg fyrir þaö, að borgin gæfist upp, sein sjálfsagt hefði ver- ið úr því sem komið var, til þess að afstýra blóðsúthellingum og stór- tjóni. Kallar blaðið ráðherrann hættu- og áhyggjuefni fyrir þjóðina. >Morning Post« hefir eigi bor- YETRARFRAKXAR (IILSTESAK), á fullorðna og ungljnga. Stört úrval kom nú með s.s. ,POLLUX’, Sturla Jóussou. kaupir ennþá velverkaðar sauðargærur fyrir kr. 1,40 pr kíló og góða haustull fyrir kr 2,20 pr kíló ist »Vísi«, og í engu ensku blaði, er vér höfum séð, hefir ChurchiII verið brigslað um þetta, svo að ekki virðist vera mikið á þessu að byggja. Þjóðverjaóttlnn í Englandl. Þess er getið í enskum blöðum, að fundist hafi nálægt Kirkcaldy stöð til að senda og taka á móti þráðlausum skeytum. Stöð þessi var í húsi, er lá fremur afskekt, hér um bil hálfa mílu fyrir austan Kinghorn. — Heppilegri stað var ekki unt að fá. Þaðan er ágætt út- sýni yfir Forthflóann og mátti hæglega nota stöð þessa til að vera ! í stöðugu sambandi við þýsk skip | í Norðursjónum. — Maður nokk- ! ur, sem grunaður var um að gegna stöð þessari, var tekinn til fanga. Hafði ætíð borið lítiö á honum þann tíma, sem hann hafði dvaiið í þorpinu, og heldur hafði1 hann sneitt sig hjá öðrum mönnum. Siglingar ÍTorðmanna, f byrjun þessa mánaðar lýsti flotamálastjórn Breta yfir því, að Norðursjóinn bæri að skoða sem ófriðarsvæði, alla leið til Suðureyja, Færeyja og ísiands, sökum tundur- dufla, er Þjóðverjar hefðu stolist til að sá út um alt af vopnfausum skipum undir fánum hlutlausra þjóða. Þetta snertir enga þjóð jafnmikið og Norðmenn, enda tóku þeir þeg- ar að ræða máiið af miklum áhuga. — »Gula Tidend« þótti þetta að vísu hart, en þó ekki nema eðli- legt, og segir, að Þjóðverjar muni nú sjálfir skera upp ávöxt athafna sinna, er aðflutningar til Norður- landa hindrast að mun. Það er talað um að mótmæla þessu, segir blaðið, en er það vert? Hefðum við þá ekki átt að vera búnir að mótmæla fyrir löngu athæfi Þjóð- verja ? Væri ekki réttara að reyna að fá að sigla um Pentlandsfjörð framvegis undir umsjón Breta ? Mótmælum var svo hreyft bæði af hálfu Norðmanna og Svía, en árangurslaus urðu þau með öllu, og vildu jafnvel sumir kenna þeim um það, að Bretar hættu að mestu að leyfa siglingar um Pentlands- fjörð—öðrum skipum en þeim, sem á heimleið voru. Enn fremur þykir Norðmönnum varlegra að fara hægt í sakirnar vegna þess, að Bretar höfðu bæði rekist á forboðinn varning í Noregsfari einu, »Bergens- fjórd« ad nafni, og svo höfðu þeir enn fremurstaðið norskt skip,»Thor« frá Bergen, að því, að vera að kolaflutningum fyrir Þjóðverja vest- ur í Ameríku. Það skip tóku þeir að herfangi. Annað norskt skip, »Heina«, hafa Frakkar tekið í sams konar þjónustu, og þykir Norð- mönnum svo, sem ágirnd útgerö- armanna þeirra geli orðið þeim dýr. Massage-læknir (juðm. Pétursson Garðastrætl 4. Heima kl. 6—7e. h. Sími 394. margskonar, þar á meðal MENTHOL-sykur, ómissandi gegn hæsi og brjóst-kvefi, ávalt fyrirliggjandi í Lækjargötu 6B. Magnús Th. S. Blöndahl. Tóbaks-og sælgætisbúðin á Laugaveg S selur allskonar tóbak og sælgæti, best og ódýrast í bænum. tammaUstum hjá Eyv. Árnasyni, Laufásveg 2. Til sölu birkihrís í 40 punda böggum á 1 kr. Hverfisgötu 71. Skógræktarstjórinn. Skrlfstofa Elmskipafjelags fslands,, i Landsbankanutn, uppi Opin kl. 5—7. Talsími 409. Lfkkistur líkkistuskraut og líkklæði mest úrval hjá EYV. ÁRNASYNI Laufásveg2 A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Eldsvoðaábyrgð hvergl ódýrari. Sæábyrgðarfél. Kgl. oktr. Skrifstofutími 10—11 og 12—1. Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 12-1 og4-5. Austurstr.l N. B. Nielsen. Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur, á Laugaveg 31, uppl. Tennur dregnar út af lækni dag- lega kl. 11—12meðeða án deyf- ingar. Viðtalstími 10—5. Sophy Bjarnason. Bogi Brynjölfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa í Aðalstræti 6 (uppi). Venjulega heima kl. 12—1 og 4—6 síðd. Talslml 250.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.