Vísir - 26.11.1914, Blaðsíða 1

Vísir - 26.11.1914, Blaðsíða 1
1242 V I S I R Stærsta, besta og ódýrasta blað á íslenska tungu. Um 500 tölublöð um árið. Verð innanlands: Einstök blöð3au. MánuðuróCau Ársfj.kr.1,75. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 2VS doll. 17Í W mm Fimtudaginn i26. nóvember 1914; V I S I R kemur út kl. 12 á hádegi hvern virkan dag.- Skrit- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opin kl. 7 árd. til 8 síðd. Sími 400.—Ritstjófi: GunnarSigurðsson(fráSela- læk). Til viðt venjul. kl.2-3siðd. Kaupmannahöfn á tíma heimsstyrjaldarinnar. Aaukamynd. Bræðurnir. Spæjarasaga í 2 þáttum. " Aðalhlutverkin Ieika: CLARA WI£TH, CARLO WIETH og GUNN- AR TOLNÆS frá þjóðleikhúsinu í Kristjaníu, sem menn muna frá hinni fögru mynd »Ástareldur«, sem nýlega var sýnd í Gam'a Bíó. Carlo og Clara Wieth þekkja allir, sem í Bíó koma, og þessi mynd er sérstaklega góð, eins og allar þær myndir eru, sem þau leika í. BÆJAnFRETTlR Háflæði í dag. Árdegis háflæði kl. 12,14 Síðdegis háflæði kl. 12,48. Veðrið f dag: Vm. loftv. 715 sv. kul h. 2,5 Rv. " 714 n. gola “ 1,6 íf. “ 723 n. rok “ -3,3 Ak. « 714 n.nv. kul.“ 0,0 Gr. “ 678 s.sv.kul.“ -2,5 Sf. 711 logn “ 0,9 Þh. “ 727 sv. strm. “ 7,3 Afmæli á morgun. Steingrímur Steingrímsson, skipstj. Á samskotalistann til ekkju Rúts sál. Sigurðssonar komu inn í gærdag um 100 kr. »Vísir« veitir með ánægju fleiri gjöfum viðtöku. Skilagrein verður birt síðar. General Gordon kom til Hull í gær. Fór héðan síðastliðinn fösludag. aj tandv Frá Siglufirði var »Vísi« símað í gærkvölcj', að rafmagnsstöðin þar væri biluð í annað sinn á þessum vetri. Verða Siglfirði.igar að senda rafaflgjafan i (dynnmo) til Noregs nú með Ceres til viðgerðar, sökum þess, að ekki er unt að gjöra við hann hér. Kemur þetta sér mjög baga- lega. — Síldarverksmiðjurnar þar nyrðra eru nú að hætta að starfa í ár, og hefir Siglufjarðarverksmiðjan ein unmð fóðurmjöl úr 30 þúsund tunnum af síld. — Tíðarfar er ágætt og heilbrigði góð, nema að barna- veiki er lítið eitt að stinga sér niður. Frá Blönduósi er líka sögð ágæt tíð og góð heilbrigðí. Þar þyk- ir það helst tíðindum sæta, að stjórn- Arráðiö hefir lagt svo fyrir eftir til- lögum verðlagsnefndar, að kaffibætir SlMSEBTTI London 25. nóv.j kl. 1041 f. h. Bresk herskip hafa skofið í ákafa á alla þá staði við Zeebrugge, sem hafa hernaðarþýðingu. Niðurlenskir fregnritarar segja, að|nokkrir þýsk- ir neðansjávarbátar liggi á ströndinni eyðilagðir. París: Þjóðverjar hafa gert áköf áhlaup í Argonne, sem öllum hefir verið hrundið. Aðstöður óbreyttar. Petrograd: Rússar hafa tekið 6000 fanga milll Kraká og Czenstochowa. Öll áhlaup Þjóðverja hafa orðið árangurslaus. Central News. skuli þar seldur á kr. 1.10 kílóið, en áður var hann seldur á kr. 1.20 kílóiö. Eeimleikinn 1 Helli. Eftir tilmælum Vísis sendi eg honum stutt ágrip af reimleikasög- unum fjölræddu frá Helli, eftir bestu heimildum, sem eg gat fengið, til þess að eyða missögnum og öfg- um um þetta efni. í Helli hefir Þórður Gíslason búið á þriðjungnum af jörðinni síð- an vorið 1907, að eg flutti baðan, þangað til nú í sumar í sláttarbyrj- un, að hann flutti þaðan, vegna veikinda Katrínar konu hans. Bær- inn var því mannlaus um sláttinn, en eftir sláttinn flutti Þórður þang- að aftur sein húsmaður. Litlu eftir fór fyrst að bera á óvanalegum fyrirbrigðum, Þau lýstu sér helst svo, að smá- högg heyrðust í þilin fyrir ofan rúmin og víðar, líkt og barið væri með einum fingri. Höggin voru ýmist eitt í einu eða tvö og tvö með millibili og fleiri breytingum. Stundum fylgdi þeim annað hljóð, líkt klóri og þruski. Undir gólf- inu virtust höggin stundum og kom þá fyrir að þeim fylgdi brak- hljóð. Á þakinu heyrðist líka þrusk með brakhljóði, en ekkert brotnaði. Einnig bar við, að önnur hljóð heyrðust, helst við norðurvegg, blásturhljóð, gól, væl eða þvílíkt. Einu sinni heyrði Þórður, að slegið var í hengilampa og sá, að hann hreyfðist dálítið. ÖIl voru þessi hljóð lítil og veik, nema þegar brakhljóð fylgdi. Á næturna varð þeirra meira vart en á daginn, en þó ekki á hverri nóttu, og minna í góðu veöri. Einu sinni hélt Katrín, að hún hefði séð einhverja óljósa en liila veru eða dýr á gólfinu, sem kom að rúmstokknum til hennar; sló hún þá í stokkinn, en þá hvarf þaö. Tveir menn aðrir héidu, að þeir hefðu séð einhverja smágerva veru, en þetta var svo óljóst, að ekkert er hægt um það að segja. Hljóðin heyrðu allir, sem í bæn- um voru. Frá þeim hafa sagt mér, hjóuin í Helli, eldri börn þeirra og nokkrir menn úr nágrenninu (Vetleifsholtshverfi), er voru þar um nætur, Sjálfur var eg þar eina nótt og varð þá einskis var. Fólk- ið í Helli fór úr bænum um vet- urnætur af umgetnum orsökum. Rétt á eftir vöktu þar þrír menn í einu. Þeim ber samari um að hufa heyrt smáhögg, mest á þriðju khikicustundu. Ljós höfðu einnig sésf þar frá öðrum bæjum eft'r að fólkið var farið. Þegar bærinn var orðinn mann- ! laus. lét eg rífa hann, en bygði þó annan bæ lítinn skamt frá. Þetta hafði mér komið til hugar áður, og taldi það litlu dýrara en að halda við stærri og óhentugri bænum, sem viðgerðar þurfti. Þórður flutti svo í nýja bæinn. Fyrstu næturnar varð þar einskis vart, en síðar heyrðust smáhögg þar í þiljum fyrir ofan eitt rúmið, að því er heimafólkið segir. Algerð óvissa er um orsakir fyr- irbrigðanna, en margar getgátur. Sumir telja það hugarburð einn og hræðslu, eða af orsökum vinda tða annara n ltúruafla. Aðrir geta til, að þetta sé af mannavöldum eða dýra, og enn iðrir, að þetta sé eitt- hvaö dularíyllra og torskildara. Sumir setja þetta í samband við atvik, er eg með leyfi viðkomenda minnist hér á. í veikindum Kat- rínar fyrir sláttinn ól hún ófull- i burða og andvana fóstur. (Hún telur það þó hafa verið með lífi LSpádóm arrætast Sjónleikur frá lífi nautahirða (Cowboys). 2. Ástleitni hefnir sín. Gamanleikur, er sýnir hrekkja- brögð kvennaviðástleitinn karl- mann. Leikélag Reykjavíkur Drengurinn minn í IÐNAÐARMANNAHÚSINU sunnud. 29. nóv. kl. 8 síðd. í síðasta stnn. Aðgöngumiða má panta í bókaverslun ísafoldar. daginn fyrir fæðinguna). Það hafði verið grafið niður í Helli (inn undir nyrðri bæjarvegg). Stúlka, sem þar var frá Hrafnatóftum, kunni ekki við þetta og sagði húsbónda sín- um, en hann mér. Eg fór til sóknarprestsins og spurðist fyrir um reglur í þessu efni. Hann kvað þær engar mundu til vera. Eg hygg líka, að venjan sé breytileg. . Eftir að fór að bera á þessum reimleikum hefir verið leitað að fóstrinu, en það hefir ekki fundist. Sem sagt. Margir hafa settsögu þessa í samband við reimleikann. | Eg legg vitanlega ekkert upp úr þessu, en eftir samróma sögu all- flestra þeirra, sem orðið hafa reim- leika þessa varir, tel eg senuilegast, að hér sé um eitthvað óvenjulegt að ræða, og að hér sé efni fyrir þá, sem hafa fengist við rannsókn dularfullra fyrirbrigða, og eg tel þessi fyrirbrigði þess verð, að þau væru rannsökuð til hlítar, tel rétt, að komist sé fyrir orsökina, sem ef til vill er auðskilin. Rannsókn er öllum heimil. Selalæk 20. nóv. 1914. Sigurður Ouðmundsson. Eins og grein þessi ber með sér er dregið úr öllum öfgum og ýkj- um um reimleikasagnir þessar. Höfundur greinarinnar segist hve- nær sem er geta fengið sagnir sjónar- og heyrnarvotta að reim- leikunum staðfestar með vottum. Ritstj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.