Vísir - 30.01.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 30.01.1915, Blaðsíða 1
'.W B!4 V I S I R Stærsta, besta og Ödýrasta blað á íslenska tun'^u. Um 500 tölublöð utr. árið. Verð innanlands: binstök blöð 3 au. Mánuður 6Cau Arsíj.kr.1,75. Arg.kr.7.oo. Erl. kr. 9,oo eða 2l/2 doll. Laugardaginn 30. janúar I9t5. V I S I R kemur út kl. 12 á hádegi hvern virkan dag.- Skrit- stofa og afgreiðsla Austur- str.14. Opín kl. 7 árd. til 8 síðd. Simi 400.—Ritatjóri: GunnarSigurÖ88on(fráSela- læk). Til viðt venjul. kl.2-3 8Í0d. íöxeWÆ .Satútas’ tjáSenaa shvon og fcawyauw. S\mv Gamla Bíó Síðustu dagar Pompe i. Stórkostieg kvikmynd frá forn- öld í 400 atriðum, ínngangur og 6 þættir, verður sýnd laugardaginn 8l/8—H t^síðasta^sinn ÖU í einu lagi. Þar eð sýningin stendur yfir í 2V2 kl.st. hefst hún kl 8’la en ekki eins og venjulega kl. 9. Aðeins tölusett sæti seld. Betri sæti kosta l,oo Alrn. — — 0,70 • antið aðgöngum. í síma 475. Danskur fáni -- íslenskur fáni. Það sætir undrum, hvel.tlu máli síðustu afdrif fánamáls vors viröast skifta stjórnmálablöð vor. Engin sjálfstæð grein hefir sést um þaö mál, en að eins hefir stðku sinnum brytt á máttlausu óánægjumögli yfir brigðum konungsvaldsms innan um stjórnmálagreinar um annað efni. Þaö er alkunuugt og hefir oft verið tekið fram, að það er fjarri nokkrum sanni, að danska þjóðin og íslenska þjóðin geti gengið undir sama fána. Til þess er saga land- auna, mál, menning og staðliæitir alt of fjarskylt. Þvf fer einnig mjög fjarri, að saga danska fánans helgi fylgi íslendinga .við hann. Hann hefir aidrei verið lögleiddur hér; hann hefir ávalt verið íslendingum óvelkominn vágestui, enda lítt þekt- ur nema í stærstu kauptunum. Hann var fyr á öldum gunnfáni danskrar kúgunar og verslunareinokunar, sem að eins blakti á skipum danskra kaupmanga’-a og á húsum danskra verslunarstjóra og danskra eða dansk- íslenskra leiguþjóna. Þetta er grund- völlurinn, sem íslenskir kaupmenn, sem notað hafa danska fánann, hafa bygt á, þetta er venjan, sem þeir hafa hald ð við. En latum nú svo vera. Þeir höfðu nokkrar málsbætur, meðan ís- lenska þjóðin var ekki ö!I samhtiga > því, að fá sérstakan fána. Fyrir skömmu var svo öll þjóðin, allir stjórnmálaflokkar samhuga og sam- mála í því, að nauðsynlegt væri að fá sérstakan fána. Þingið snýr sér til konungs og hann lofar sérstök- um fána með úrskurði, með því fororði, að hann ákvæði síðar gerð- ina eftir tillögum þingsins. Þingið gerir ákveðna tillögu um að taka eina gerö, en til samkomulagssam- þykkir það aðra tillögu til vara. En hvað gerir svo konungur? Hann gengur á bak orða sinna, stingur úrskuröinum undir stól og samþykkir hvoruga fánagerðina. Og hverju svara íslendingar þess- um brigðum? Blöðin þegja að mestu, og það sem er furðulegast og hneykslanlegast að menn halda áfrain að draga danska fáttann á stöng. Hvaða þjóð mundi leika slíkt nema íslendingar. Hafa þeir enga tilfinningu fyrir því, hvernig þeir eru leiknir? Er nú svo mik- il furða á því, þótt danskir hat- ursmenn íslensks þjóðernis veifi þvf, að íslendingar kæri sig sjálfir ekki um annan fána en »Dannebrog«. Menn verða að gæta þess, að fánamálið er ekki flokksmál leugur, aðeins hefir verið flokkadeila um gerðina, og þeir sem ekki geta sætt sig við að flagga með bláfánanum, setn vitanlega er eðlilegast að nota, þar sem hann er elsta og vinsæl- asta gerðin, hafa ttóg önnur merki; þeir hafa þrílita fánann, þeir hafa fáikann. Það hefir ávalt verið vanvirða fýrir íslendinga, aö ganga undir fölsku þjóðernismerki, en sérstaklega þó nú, eftir brigöur konungs. Þeir sem draga danska fánann nú á stöng, telja sig ekki aðeins til dansks þjóðernis, heldur nota fána Dana einnig sem skýlu og skjöld fyrir brigður konungs við þjóöina ís- lensku. Tökum nú höndum saman, allir frjálsbornir Frónvejar, og drögum »Dannebiog« aldrei á stöng fram- ar hér á landi. Danskir menn bú- settir hér eru þeir einu, sem hafa rétt til þess, þar sem það vitanlega er sjálfsögð sanngirniskrafa, að þeim sé heimilt að sýna þjóðernismerki sínu trygð og samúð. -- ■■ "" “ ■ ' n tt BÆJAíTRETTIR Afmæli á niorgun: Bjarni Þorkelsson, trésm. Hafliði Hafliðason, næturv. Bjarni Jóhannesson, prentari. Arent Claessen, verslunarm. Björn Jónsson, póstur. Halldóia Blöndai, frú. Veðrið í dag: Vm. loftv. 751 logn h. 1,5 Rv. 752 nv. kaldi“ 0,2 íf. «« 756 na. st. «« -1,2 Ak. (( 751 logn «( -1,3 Gr. (< 715 logn (( -7,5 Sf. «( 752 logn « -1,3 Þh. <« 754 logn « -0,2 SAMIN ENSK VERSLUNAR- BRÉF, AFRITAÐIR SAMNINO- AR O. FL. — FÆST HVORT HELDUR VILL SKRIFAÐ EÐA VÉLRITAÐ. LEIFUR SIQURÐSSON. LAUGAVEG 1. TIL VIÐTALS KL. 4-10 E. H Lesið auglýsingarnar í Vísi og verslið við þá sem í honum augiýsa. Þar fátð þið bestu kaupin. N Ý J A B I O Nýti prógram k v e I d . Sjá gðtuaugl. Kveldskemtun heldur taflfélagið á morgun í Oood-Templarahúsinu. Grímudansleik heldur Iðnaðarmannafél. í kveld í Iðnó. Vetrarskemtun Knattspyrnufél. »Fram«, verður haldin í kveld á Hótel Reykjavík. Galdra-Loftur verður leikinn í siðasta sinn, í vetur, annað kveld. S.s. »Esbjerg fór í morgun til útlanda. S.s. »Vesta« fer í kveld til útlanda. Franskur togari, | hinn fyrsti á þessu ári, kom f ! gær. £r í ráði, að allmargt frakk- neskra fiskiskipa stundi hér fiskveið- ar á þessu ári. Messað á morgun í Fríkirkjunni í Rvík kl. 5 e. m. Ól. Ól. Fermingarbörn Fríkirkjusafnaðarins eiga að koma í Fríkirkjuna á mánudaginn kl. 4l/2 e. m. »Kong Helge* kom í nótt með kol til versl. Bj. Guðmundssonar. Með »Esbjerg fóru til útlanda: Jón i Brynjólfsson kaupm. og frk. Lára Blöndal. Messur á morgun: kl. 12 á. h. sr. Jóh. Þorkelsson kl. 5 e. m. sr. Bjarni Jónsson, Kolaskip kom í gær til H.f. Kveldúlfur, X&afcafcftate « Galdra-Loftur Sunnudaginn 31. jan. kl. 8 síðdegis í IÐNÓ f síðasta sinn! Aðgöngumiða má panta í bókaverslun ísafoldar. Munið að öll félögin: Iðunn, Reykjavíkur og Kennaraskólans ferðast upp aö Grafarholti á morgun. Heimsækja U. M. F. »Afturelding«. Lagt af staö frá Rauðará kl. 9l/t árdegis. Félögin k e p p a um að fjöimenna! Bókafélagið »Vaggan« æskir eftir að oókum, sem í út- láni eru, sé skilað fyrir 5. febr. Kvikmyndir. Það kemur ekki örsjaldan fyrir, að kvikmyndahúsin sýni myndir, sem um leiö og þær skemta mönn- um, veita þeim fróðleik. Sú mynd, sem nú er sýnd á Gamla Bt'ó, gerir hvorttveggja. Auk þess, sem mörg leiksvið í myndinni eru einkarfög- ur, gefur hún mönnum svo góöa hugmynd um siöi og háttu Róm- verja, aö betra er aö sjá myndina en lesa langa Rómverjasögu. Ráðherra hélt veislu allmikla í gærkveldi, var það hin fyrsta er hann hefir haldið sfðan hann tók við embætti. Boðnirvoru embættismenn og stjórn- málarnenn bæjarins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.