Vísir - 31.01.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 31.01.1915, Blaðsíða 4
j.........n'" ' ' —- f Frá Slgrfður AsmundsdótHr, kona Jóakims Jóakimssonar tré- smíöfmeistara á ísafirði, dó 29. þ m. Húp var systir Edvaras kaupm. sem dó fyrir skðmmu. Var hún mesta heiðurs og sæmdarkona. Þýskar kvikmyndir frá stríðinu. Eitt af þvf, sem ekki á sístan þátt í þv/, að stæla Þjóðverja í ó- friðinum, eru kvikmyndir þær, er nú eru sýndar þar daglega. Svo er sagt, að kvikmyndafélag eitt í Berlfn hafi fengið einkaleyfi til þess, að taka og sýna kvik- myndfr frá stríðinu, auðvitað undir yfirumsjón og eftirliti herstjórnar- innar, og séu nú 150—200 slíkar myndir á ferðinni um alt þýska ríkið, en síðan eigi að senda þær til hlutlausra þjóða, og munu þær þá vera komnar til þeirra nú. Tíðindamaður blaðsins »Daily Mail«, sem þó segist vera þegn hlutlausrar þjóðar, skiftir myndum þessum niður í fjóra flokka, cftir eöli þeirra og tilgangi. Þessir fjórir flokkar eiga að sýna: 1. Að ófriðinum hafi verið néytt upp á Þjóðverja af óvinum þeirra, einkum Rússum, er hafi vaðið upp á þá og farið um alt báli og brandi, m<skunnarhust. 2. Að þýska þjóðin og þýski herínn bafi kastað sér út í stríöið gunnreifur og fús til sjálfsvarnar og sjálfsfórnar. 3. Hve geisibyrgir Þjóðverjar séu af mðnnnm og hergögnurn og hvernlg þeir hagnýti sér þaö með meira en menskri atorku. 4. Mannúð heHlokka keisarans, emkum þó í hinni sigruðu Belgíu og hið skínandi góða skap, erþeir séu í, mitt í mannraunum sfnum og hættum. Mikið lætur greinarhöf. yfir því, hve afarsterk áhrif myndir þessar hafr haft á alla, sjálfan sig líka. »Jainvel þótt mér væri kunnugt um það«, segir hann, »að myndirnar höfðu sinn ákveðna tilgang, þótt eg vissi, að níu af hverjum tíu þeirra væru að öllum líkindum »tilbún- ingur«, þá tók eg eftir þvf, að á- horfendurnir urðu þess ekki varir«, $vo ótölulegur segir höf. að her- mannagrúinn sé, svo eðlilegar sýn- ingarnar frá hernaði Rússa á Aust- ur-Prússfandi og flótta íbúanna, að hann sé alveg stórhrifinn, hvað þá Þjóðverjamir, Svo mikið segir hann að sé sýnt af friðsamlegum og mannúðlegum störfum þýskra her- manna á vígstöðvunum, að helst mætti af þvf ráða, að þeir berðust ekki nema í hjáverkum, en annars væri aðalerindið það, að breiða út mannúð og menningu meðal þjóð anna, sem þeir eiga í höggi við. Lesið auglýsingarnar í Vísi og verslið við þá sem í honum auglýsa. P»r fáfð pio otsur kaupin. Frá Frökljup. Þeir neita að »Combet sé sokkln. Frakkar neita |3vf eindregið, að frétt sú, sem Þjóðverjar og Aust- urríkismenn hafi látið berast út að fiaggskipinu »Combet« hafi verið sökt, sé sönn. Skipið, sem kafbáturinn U 12 réðst á í lok desembermánaðar, var »Jean Bart«, er að eins skemd- ist að framan, og var svo flutt til Malta til aðgerðar. Flaggskip- ið »Combet« var enn þann 5. þ. m. með franska flotanum og hafði þá ekki orðið fyrir neinum skemdum. Það er eigi heldur rétt að segja að »Combet« og »Jean Bart« séu tvö stærstu skip- in f flota Frakka. Bryndrekarnir »France« og »Paris« eru bæði jafn stór hinum. f frönskum blöðum er þess getið þeim mönnum til leiðbein- ingsr, sem mundu vilja ferðast til Nissa eða Azurstrandarinnar (la bote d’Azur), að öll Bamgöngu- tæki séu konrin í samt lag aftur, að lífið sé þar, að undanteknum hát'ðahöldunum á götunum, al- veg eins og vanalega gerist. Með öðrum orðum: ferðamenn, sem þangað komi, geti átt þar vísa von ró og friðar, biómskrauts og sólskins. Þessa vísu kvað merkur bóndi á Norðurlandi skömmu fyrir andlát sitt. — Hann var góður drengur og höfðingi sinnar sveitar: Meinum gallaö mitt er hold, máttur allar þrotinn — eg fer að halla höfði að mold, hinir fjalla um brotin. Eyjólfu'r Ijóstollur var einhverju sinni staddur á Þingvðllum. Var hann eitthvað ilia skóaður, en grið- konur voru að fjasa um að hann væri ekki sem siölegastur. Leysti Eyjólfur þá af sér skóna og fekk einni griðkonunni þá, og lét vísu þessa fylgja: Þótt eg sé dóni að allra sið, ei sem þjónað verður, taktu skóna og tyltu við, títuprjóna Gerður. Það var á bæ einum fyrir norð- an, að þrír menn þáöu þar gist- ingu eina nótt í skammdeginu. Hét einn þeirra Baiði, annar Gísli og hinn þriðji Sigurður. Þegar leið á vðkuna, skipuðu konur þeim til sængur, og attu þeir Baröi og Gtsli að sofa saman, en Sigurður einn í rúmi gegnt þeim. Þeir háttuðu þá sinn í hvoru rúmi, Barði og Sigurður, en Gísli settist á fótskör framar í baðstofunni og kvað svo að búsbóndi mátti heyra: Sigurði vil eg sofa hjá svo eg verði kyrii, en Barða hefi eg bölvun á bæði nú og fyrri. »Sofa skaltu hjá Sigurði, Gfsli minn«. mælti bóndi, og lét Gísli t'iinli i ~ mrrrT"rrrtiiiitmrr éfcfci segja~sér það tveim sinnum. Daginn eftir áttu þeir samleið, Gfsii og Barði. Fór Barði fyrir, því ekki vildi Gfsli ganga honum sam- hliða. Átlu þeir yfir á að fara og var hún þá ný'ögð. Barði gekk | út á ísinn, og haföi reku í hendi, j Gísla dvaldist eftir á bakkanum og batt hann skó sinn. En er Gfsli leit upp, sá h?nn ekkert til Barða, en rekunrii sá hann snöggv- ast bregða fyrir upp úr vök í mlðri ánni. Lik Barða fanst aldrei, og hafa menn það fyrir satt, að Gísli hafi séð feigð á manninum kvöld- inu áður. STAKA: Valt er þetla veraldar hjól, vill oss heimur ginna, ef ekki er undir einum skjól annan stein má finna. Eigandaskifti urðu á jarpri reið- meri. Nýi eigandinn slátraði henni og át. Þá kvað hinn: Mæðan stranga mjög er skörp, mér finst langur skaðinn, Ólafur svangur étur Jörp. Ég má ganga í staðinn. Skeiti nefið af konunni sinni með tönnunum. M1 -T T innilégasta þakklæti votta eg hérmeð öllum þeim, sem á einhvem hátt hafa sýnt mér hluttekningu við fráfall og jarðarför minnar elskulegu dóttur, Quðbjargar Jónsdóttur. Sérstaklega þakka eg hinum háttvirtu prestum í Landa- koti og St. Jósefssystrunum þeirra kærleiksrfku umhyggju fyrir hinni látnu. Einnig þakka eg vökukonu þeirri, sem síðast stundaði mína hjartkæru dóttur, hennar sérstöku alúð og umhyggju. Sigríður Jónsdóttir. Brekklistíg 7. K E N S L A S t ú I k u r geta fengið að læra að taka karlmannafata-mál. Uppl. á Vesturg. 33. K e n n a r i tekur að sér að segja til byrjendum i ensku og dönsku fyrir lítið verð. Afgr. v. á. K e n n a r i tekur að sér að hjálpa börnum fyrir lítið verð. Afgr. v. á. N o k k r a r stúlkur geta fengið að læra að taka mál og sníða kjóla hjá Sigríði Ólafsdóttur, Ingólfsstr. 7. Þeir eru sumir farnir að verða hræddir um að það. fari að koma upp nýir siðir hérna. Brennvíns- gæslumaður einn, Malloy að nafni, hafði fundið eiMhvað af dropununt rauðu, þar sem þeir áttu ekki og máttu ekki vera, og tók þá til sfn. En þeir voru gimilegir, og fór hann að gfeðja sig á þeim og hressa upp á samviskmsa. Fór hánn svo kátur vel heim til konu sinnar, en út úr því varð þe m eithvað sundurorða og fóru í hár saman. Lítur út, sem bónda hafi veitt mið ur, þvr að hann tekur það úrræði, að bíta meira eða minna framan af nefi konu sinnar. Honum hefir fundist hann eiga nefið eins og konuna og geta gert við það hvað sem hann vi'.di, eð» hún hefir verið spör á kjötmu við hanu. En svo kom þetta tyrir dómar ann, sem tók ofan í við mannæ'- una og gaf honum ársvist f tukt- húsinu og skyldi hann þar að auki hýðast strax 8 vandarhöggum, en 7 þegar hann færi, Sagt er aö Malloy hyggi ekki vel til heimkomunnar. Þetta skeði f Winnipeg 3. þ. m. ÞE I R sem kynnu að vilja koma kúm til beitar f Bessastaöa- nes, á næstkomandi sumri. eru vinsamlega beðr.ir að snúa sér undirritaðs, sem fyrst. Flutning á mjólkinni og mjöltum verður þann- ig hagað að það verði hlutaðeig- endum sem ódýrast. Einnig verða hestar teknir til beitar á sama stað, og annast um sókn og flutning þeirra. &ew &tt&mut\dssot\ ■ : Suðurgötu 14, (uppi).. KAUPSKAPUR Brúkað reiöhjól óskast til kaups, með sæmilegu verði. Afgr. v. á. B r ú k u ð troliarastígvél til sölu. Afgr. v. á. L í 1 i ð brúkuö barnavagga ósk- ast til kaups. Afgr. v. á. I Fæði fæst á Laugaveg 17. L E I G A G o 11 píanó óskast til leigu f nokkra mánuði. Afgr. v. á. VI N N A OL Sendisveinar fást ávalt í Söluturninum. Opinn kl. 8—11. Sími 444. Á G r n n d a rs 11 g 5 fæst strau- að fyrir lágt verð, sömuleiðis teknir als konar saumar, tóvinna og vtð- gerð á fótum. I nnheimtumaður óskast strax. Afgr. v. á. H ú s v ö n stúlka óskast nú þeg- ar tii 14. maf á Grettisg. 38, uppi. H Ú SNÆÐI 2 — 3herbergi og eldhús eru til leigu nú þegar. Afgr. v. á. H e r b e r g i til leigu nú þegar. Afgr. v. á. Prentcroiðja Sveins Oddssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.