Vísir - 01.04.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 01.04.1915, Blaðsíða 2
VISIB Ýmislegt frá ófriðnum. Þjóðverjar í Belgíu. Þjóðverjar gera alt, er í þeirra valdi stetidur, til þess að verjast bví. að Englendingar komist á land ■ Belgíu. Setuhðið í Knoche hefir nýlega verið aukið um tvær þús. manna. í Heyst er setuliðið 4—5 þúsundir. Miki'l liðsauki hefir nýskeð korrt- ið til Bruges, líklega í því skyni, að hefja nýjar árásir í áttina til Calais. Þýskir verkamenn, er unnið hafa að víggirðingum, hafa fengið sk'panir um, að undirbúa sig til þess, að geta komið til framstöðva hersins, úr miðjum þessum mánuði. Skýrsla frá Tyrkjum. 8. þ. m. — Þrjú herskip óvin- anna skutu í þrjár stundir á kastal- ana við Smyrna, en varð ekkert á- gengt. Daginn eftir hófu þau aftur skothríð, en alt fór á sömu leið. — Þann sama dag skutu fjögur ensk herskip á ytri virkin við Dardan- nella-sund. Þeim vanst ekkert á, og sneru til Tenedos. í Sarosflóanum var skotið tveim sprengikúlum á varðbergssnekkju eina. Bæðí skotin hittu. Er Englendingar reyndu á ný að komast upp eftir ánni Karun (í Ira"k), biðu þeir aftur algerðan ósigur. — Þrjár liðsveitir ensks fótgönguliðs réðust á sveitir vorar í Ahwaz. Sveitir vorar veittu snarpt viðnám. Er 400 af liöi Englendinga hafði fallið, og margir verið *teknir til fanga, lögöu hinir á flótta niður eftir ánni, í áttina til skipa sinna, er lágu við' akkeri neðar á fljótinu. Meðal þeirra, er féllu, af liöi Englendinga, var einn yfirforiugi og fjórir undirforingjar. Vér náðum þrem fallbyssum, 500 riflum, 200 hestum o. fl. Tjón vort var hverf- andj. Meira um »Tangistau«. Maðurinn sem komst af, er »Tan- gistau« sökk, er ungur maður og heitir James O’ Toole. Hann segir, að auk kapteinsins hafi 16 manns af skipshöfninni (er var alls 38) verið hvítir menn; hinir Arab- ar. Þegar sprengirígin varð, þutu allir upp á þiljur, og sáu óðar að j skipið var tekið að sökkva. James O’ Toole setti undir eins j á si& björgunarbelti og fqr svo að j bisa við að setja bát út. Báturinn 1 hafði naumast snert vatnsflötínn, er I Tangistau kiptist við og sökk. Eng- inn bátanna hafði komist frá skip- : inu og sukku því allir með því. j O’ Toole hélt sér í kaðal um leið og skipið sökk, dróst þvf með nið- ur í vatnið, en þar sem hann sleþti óðara takiuu, skaut honum upp,- Hann náði sér brátt í flak, er fyriv honum varð; nokkrir Arabar náðu sér einnig í einhverja viðarbúta. Tvö skip sáu þeir fara fram hjá. Arab- arnir kölluðu til þeirra, en þau voru of langí frá til þess, að köllin heyrð- ust. Þegar »Woodville« kom þar að, voru Arabarnir horfnir, og O’ Toole því einum bjargað. Hann j bætir því við, að »Tangistau« hafi þess eru mörg dæmi frá styrjaldatímum mannkynssög- unnar, að þurft hefir að láta herskip, eða jafnvel heilar flotadelldir, fylgja kaupskipum og verja þau árásum. Siglir þá einatt fjöldi skipa samflota. þessi aðferð hefir nú verið tekin upp, síðan stríðið tók að harðna, einkum síðan kafnökkva árásirnar hófust, og er myndin hér að ofan af slíku ferðalagi. sokkið eftir 4 mínútur. Skipið var smíðað 1906, og var eign Messrs Frank Etrick & Co., London. Hver er greifinn? ' Allan morguninn hafði eg setið á ritstjórnarskrifslofunni. »Hver er greifinn ?« Alt af fult af fólki og alt af þessi sama spurning. . Svipþungir, goð- umlíkir grákollar bæjarins, þeir er broddar kallast, ganga hljóðlega inn gólfið. Skelfing og forvitni skín út úr andlitum þeirra, rennur saman í eina* heild, og gerir þá að misstór- um, marglitum, öfugum upphróp- unarmerkjum. »Hamingjan hjálpi vesalings ís- landi! Hver er greifinn ? Nýr njósnari ? Ha!« stynja beir upp, hver í kapp við annan. »Hefi sent Central News fyrir- spurn. Veit ekki. Adieu*. »Vei þjóð og þingi, vei sjálf- stæðisflokknum, en svei heimastjórn- armönnum«, tauta þeir í kampinn og fara. Oullhærðar. glitklæddar, engil- fættar yngismeyjar svífa glansandi gleðifáðar inn úr dyrunum og hvísla hughrifnar í moll : »Hver skyldi ungi greifinn vera ?« Þær höfðu snögglega snarast úr vetrarhamnum, þrátt fyrir hafísinn og hækkun á hýalíni. »Prrr — Halló — Vísir — Rit- stjórinn, já. Ha, greifinn ? Óvíst enn. Getið reynt að spyrja stjórn- arráðið eða Manga Vjkk«. »Hver er greifinn ?« spyrja blóma- i rósirnar aftur í nokkuð hærri tón- I : tegund. j »Bitte. Þið gætuö reynt að Ieita | véfrétta í Kaplaskjóli«. | »Hvert er erindið, frú mín góð?« spyr eg aldraða konu um leið og hún veltir mér út af stólnum. »Ah-ha,-ah,-ha gre-e-ifinn. Skyldi hann ekki vera hættulegur, eg meina svona eins og þeir á Fálkanum, fyrir . . . . eg meina . . .« »Býst alveg við því, chevalier grand. — Prrr — Halló — Þing- vellir? Greifinn, ha? Selja Þing- völl ? Einar, spámaður? Jú, mun telja sig það, nú orðið. Jón Krukk? Já, alveg samskonar. Nei, veit ekk- ert um greifann ennþá«. Símskeyti. Vísir. • Hefi haft nauð- synlegan vígbúnað. Vígið tilbúið. 11 byssur. Er hann lagður á stað ? Markús í Vík. Klukkan orðin 3. Central News hefir ekki svarað. Eg verð að ná tali af greifanum, hvað sem það kostar. Uppstrokinn a la diner »þríf eg hatt minn og staf«, því eg á ekki fremur staf en ritstjóri Morgunblaðsins. Hikandi drep eg á dyr hjá greif- anum. Dyrnar opnast. Vinnu- kona ein allmiki! birtist f gættinni, með uppbr«ttar ermar og skörung mikinn f hendi. »Gr-e-e-ifinn«, stamaði eg. »Hann hefir nú ekki skreiðst á lappir enn þá«. »Lappir? Uss, ekki svonahátt«! »Hvað er þetta maður? Inn með yður ef þér ætlið«, svarar hún og skellir hurðinni upp á gátt. »Pardon, votre excellence«! stundi eg upp í dauðans angist. Greifinn stóð þarna fyrir spegli, á línklæð- unum, með pípuhatt og einglymu, og gerði honnör fyrir spegilgreif- anum. Greifinn leit við og eg féll á hné. »Sælir nú Gunnar«. Eg stóð höggdofa og kom engu orði upp. Vinnukonan rauf þögnina bak við mig: Farðu nú að snáfa úr bælinu, svo eg geti hreiðrað um þig. »Já, svona bráðum* svaraði greifinn og ók sér. »Parlez vous — Talar yðar — hátign íslensku líka, interview, yðar auðmjúkur* stama eg á stangli. »Hvaða andskotans hortittir eru þetta, drengur? Auðvitað er þér velkomið að inferviewa mig«. Eg fekk aðsvifsaðkenningu. »Bja ... ! Gamall skólabróðir. Hamingjunni sé lof. íslandi er þá borgið, að sinni«, sagði eg frá mér numinn og hljóp niður á skrifstofu. Eg vona að mér fyrirgefist, þó að eg hlypi nokkrar vinnukonur og forvitnar frúr um koll, því að nú var eg á leiðinni til þess að síma þá gleöifrétt, til kongs og stjórnar- ráðs, að íslandi stafaðl engin ný hætta af óboðnum, erlendum njósn- ardindlum, og að þessi nýtísku Jörgensen væri engu hættulegri en aðrir stúdentar, jafnvel þótt hann gengi með pípuhatt og einglyrnu. Að endingu skal eg taka það fram, að eftirprentun á fregn þessari er stranglega bönnuð, og má jafnvel ekki síma prentvillur þær, sem kunna að vera í henni, til fréttaritara Morg- unblaðsins, í London. Moi. Einkennileg nætuiför. Aðfaranótt föstudags 26. þ. m. kom kona héðan úr bænum sunn- an úr Hafnarfirði og voru tveir menn í för með henni héðan úr bænum. Klukkan var um tólf, er þau lögðu af stað. Tunglskin var og veður gott, en töluvert frost. Þegar þau komu suður undir Kópa- vog, gekk kona fram á þau og kast- aði á þau kveðju. Hún fór því næst fram úr þeim, en er hún kem- ur að brúnni á Kópavogsá, gengur hún niður með ánni alt niður að voginum. Því næst veður hún út í sjóinn alt að hnédýpi, að því er þeim virtist, en sneri í land aftur. Aftur leggur hún út í á öðrum stað, en snýr aflur í land. í þriðja sinn leggur hún enn út í, og er hún er komin út í viðlíka dýpi og 5 áður, beygir hún sig niöur og legg-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.