Vísir - 05.07.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 05.07.1915, Blaðsíða 1
GAMLA RiO Tveir bræður. (Pathé-Film). Áhrifamikill sjónl. í 3 þáttum. jj Snildarlega vel leikinn. Mjög spennandi og efnisríkur. Fjölmennið! því myndin er afbragðs góð. Simskeyti frá fréttaritara Vísis. Kliöfn 3 júií. Sjóorrusfa sióð við Gotlandsstrendur í gær. Rússar eltu Þjóðverja inn í sænska Sandhelgi, og rak á grunn sprengiduflaskútu þýska Þjóðverjar sækja á með afli í Suður>Póliandi. WYJA SiO Loksins einsömul Mjög skemtilegur gamanleikur, sem ómögulegt er annað en að hlœgja að. Aðalhlutv. leika: Rasmus Christensen og fröken Luzzi Werrei . P ó I i t í k. Þaö er að vísu svo, að Vísir ætl- ar sér að vera hlutlaus í stjörnmál- um, en það er ekki ætlun hans, að Játa landsmál að öllu Ieyti afskifta- laus Hann lítur svo á, sem það hljóti að vera aðal-ætlunarverk hvers blaðs, og þá ekki síst dagblaða, að fjalla um stjórnmál. — En hlutlaus verður hann eigi að síður í stjórn- málum þeim, sem nú skifta flokk- um í Jandinu, og hlutlaus í öllum landsmálum að því leyti, að hann vill flytja greinar um landsmál frá öllum hliðum — ekki síður frá \ þeim mönnum, sem kunna að vera ritstjóra ósammála, en hinum. '/ísir vill sérstaklega benda mönn- | urn á það, að eigi að ræða Iands- mál málanna vegna, þá er einmitt j heppilegast að þau séu rökrædd frá báðum híiðum í sama blaðinu, því að annars vill gjarnast fara svo, að fæstir landsmenn kynnast nema einni skoðun, og menn skipast í flokka um niálin eftir því, hvert blaðið þeir Iesa, en tninna eftir mála- vöxtum. \ Nú eru að líkindum tímamót í stjórnmálasögu vorri. — Þræfan um ríkisráðssetu ráðherra vors er vænl- anlega senn á enda kljáð og sam- bandsmálið lagt á hilluna að sinni, og því ailar líkur til þess, að flokk- ar þeir, sem nú eru uppi í landinu, ryðlist meira eða minna fyrr eða síðar. — Enda er mál til þess komið, j að landsmenn fari að snúa sér að öðrum efnum. Framvegis verða menn af alvöru að fara að fást við innanlandsmál. — Það má svo að orði kveða, aö ekkert nýtiiegt hafi verið gert nú um langan túna, annað en stofnun Eimskipafélags Islands. En það er vonandi, að stofnun Heilbrigðisfulltrúinn. t I fjarveru minni veitir hr. verkstjóri Magnús Yigfússon, Kirkjubóli, heíibrigðísfulitrúasíörfum mínum forstöðu, og bið eg menn því að snúa sér tii hans. Reykjavíkf 5. júlí 1915. Árni Elnarsson. Eimskipafélagsins sé fyrirboði rnargra og mikilvægra framfara í landinu. Vér erum lítil þjóð, og auðmenn fáir meðal vor. Vér getum ekki vænst þess, að einstaklingarnir af eigin rammleik geti komið í fram- kvæmd öllu því, sem brýn nauð- syn er á að gert verði sem fyrst. Þjóðfélagið f heild sinni verður að lyfta Grettistökunum. Stofnun Eimskipafélagsins bendir tii þess, að mönnum sé farið að skiljast þetta. — Það er ekki Iangt síðan það var af mörgum talin fjar- stæða, að landið legði í fyrirtæki eins og skipaútgerð. — En þó er nú svo komið, að það mun vera einróma skoðun landsmanna, að þátttaka landsins í stofnun þessa fyrirtækis hafi verið sjálfsögð. En það er ekki nóg, að þjóðfél- agið leggi lítinn skerf til stóríyrir- tækjanna, þegar einstaklingarnir eru búnir að hrytida þeim í framkvæmd. Stjórn þjóðfélagsins verður að beita sér fyrir framkvæmdunum. Okkar pólitík heíir alt of núkið verið fólgin í því, að búa til fánýt lög, að rífast um breytingar á þeim fram og aftur, byggja upp og rífa niður það, sem einu mætti gilda, þótt aldrei lieíði verið vikið orði að. Og það höfutn við komist lengst í nytsamri pólitík, að við höfurn reynt að »vaka yfir vellinuitR og »siga úr túninu«. Þegar landið vantai peninga, þá eru lagðir á landsmenn nýir íollar og þegar landið vantar meiri pen- inga, þá eru tollarnir hækkaðir. — En aldrei getur löggjöfunum hug- kvæmst, ai) Iandið geti aflað sér fjár á neinn hátt annan, en að taka það úr vasa einstakiingsins. — Þeii eru Góðan mótorista og fjórar duglegar s t ú I k u r til fiskvinnu, vantar R. Johansen kaupmann á Reyðarfirði. Hátt kaup! Semjið við Björn Guðmundsson Aðalstræti 18. Bogi Brynjólfs^on yfirrjettarmálaflutningsinaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frá kl. 5—6lj2 e. m. Talsími 250! því svo fráhverfir, að heldur kjósa þeir að útlend félög raki hér sam- an fé, beint úr vösum landsmanna, en að láta landið taka að sér rekst- ur fyrirtækja, sem ekki eru með- færi einstaklinganna hér á landi, þótt áreiðanleg gróðafyrirtæki séu. Það kveður svo ramt aö þessu, að nærri liggur, að mann furði á því, að ekki skuli hafa verið fengið eitthvert útlent félag til þess að annast að öllu leyti póstmál vor. Vísir hefir nú í hyggju að taka til íhugunar ýms mál, sem hann telur sjálfsagt, að landstjórnin — þ i n g og stjórn — taki að sér — ýms fyrirtæki, sem landið á að reka vegna þess, að þau eru nauðsynleg landinu, en þeini þannig varið, að þau hljóta um ófyrirsjáanlegan tínia að verða í höndum útiendinga að öðruin kosti, og sum þeirra þá einnig ugglaus gróðafyrirtæki, sem gætu leitt þaö af sér, að unt væri að létta af tollinum á nauðsynleg- ustu matvörunni. Ennfremur mun Vísir við tæki- færi * reyna að taka til rækilegrar íhugunar toll - og skattamál lands- ins og sýna fram á hversu fráleit stefna sú er, í þeim málum, sem hér hefir verið fylgt og réttnefnd væri — blóðsugustefnan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.