Vísir - 31.07.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 31.07.1915, Blaðsíða 1
Utgeiaadi: hlutafelag. Ritstj. JAKOB MÖLLER SÍMI 400. VISI Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel Island. SIMI 400. 5. á r g Laugardaginn 31. júlí ISl5. 231. tbl. GAMLA BIO Úveflrakrákan. Spæjarasaga f 4 þáttum um stjórnbyltingamenn í Rússlandi Aðalhlutverkið leikur: Frk. Lilli Beck. Síðasta sinn í kveld! Ókeypis nafna- skrá. Lykill að verslunar* samböndum Bretlands og Norðurlanda. (Key to Scandiavian&British trade). Úr hörðustu átt. Vertcmannablaöið nýja fluttiígær þessa athugasemd : »Alþýðustéttir landsins mega ekki láta embættis- og kaup- mannavaldið siga sér hver á móti annari. Sveitamenn og kaupstaðar- búar mega ekki láta sér verða að ágreiningsefni verðlag á landbúnað- arafurðum. Verðið hlýtur að ákvarö- ast af erlenda markaðinum. Ódýrar geta kaupstaðarbúar ekki með sann- girni heimtað vöruna, og dýrara mega sveitamenn ekki undir nokkr- um kringumstæðum selja hana«. Þessi orð finst Vísi að komi úr hörðustu ált frá málsvara verka- manna. Og ekki finst oss þau held- ur vel samrýmanleg við stefnu blaðs- ins í verðhækkunarskatla-málinu. Blaðið fylgir fram þeirri stefnu, að leggja verðhækkunarskatt á allar jarðir og lóðir á landinu. Skattur þessi á að leggjast á þá verðhækk- un, sem ekki stafar af aðgerðum eigandans, heldur af almennum fram- förum, og af því, að landafurðir hækka í verði. Nú hafa landafurðir hækkað af- skaplega í verði, og langt fram yfir sannvirði. En þó verður ekki séð, að Verkmannablaðið vilji loggi3 neinn verðhækkunarskatt á þær. Tilgangur verðhækkunarskattsins er sá, að gróðinn af verðhækkun- inni Iendi ekki allur hjá einstökum mönnum, sem ekki hafa neitt sér- staklega til hennar unnið öðrum landsmönnum fremur. — En hafa þá bændur eða aðrir framleiðetidur í landinu gert nokkuð sérstakt, sem hafi leitt af sér þá verðhækkun, sem orðin er á afurðum landsins? — Nei. — En er þá nokkur »sann- girni« í því, að gróðinn lendi all- ur í vösum framleiðendanna ? (Vísir Bók með þessu nafni er gert ráð fyrir að komi út nieð haust- inu og hefir inni að halda nöfn og heimili hinna stærri verslun- arhúsa í ofangreindum löndum, og þar á meðal ÍSLANDI, Bókaversiun W. M. S m i t h London, gefur bókina út og hef- ir Matthías Þórðarson, erindreki Fiskifélagsins heitið aðstoð sinni við röðun og niðurskipun á ís- lenskum framleiðendum og versl- unarhúsum, er kunna að óska upptöku í bók þessa. Félög, verslunarhús, eða ein- stakir íslenskir menn, er óska að fá nafn sitt og atvinnurekstur prentað í bókinni greiði kr. 1,50 ef prentað er með smáletri, en 1 kr. að auki, ef stærra letur er umbeðið. Bók þessi inniheldur, auk þess sem að ofan er talið, stutt yfir- lit yfir hið helsta er snertir versl- un hvers lands fyrir sig. — Bókin er send ókeypis tii allra er hafa skráð nafn sitt i hana. Gert er ráð fyrir að útgáfan verði 50—75000 Ex. og verður send til allra þeirra Ianda er að ofan greinir og einnig til Ameríku. Auglýslngar verða líka tekn- ar í bóklna. Sendið hið fyrsta nafn ykkar, heimili og atvinnu til Stefáns Steíánssonar, Hverlísgötu 32 B, Reykjavík, er einnig veitir allar frekari upplýsingar. langar til að segja »kapitalistanna«i). Þau atvik, sem leitt hafa til þessar- ar verðhækkunar afurðanna, hafa einnig leitt til afskaplegrar dýrtíðar, sem kemur langharðast niður á þeim, sem ekki framleiða — verkamönn- um og öðrum, sem lifa á föstu kaupi. — Er þá ekki einmitt sann- girni í því, að þeir fái einnig að njóta þess góða, sem leitt hefir af þessu fyrir þetta land — verðhækk- uninni á afurðum landsins? Eða réttara sagt, er nokkur sanngirni í því, að það góða sem leitt hefir af verðhækkun þessari fyrir framleið- endur b i t n i á þeim? Það viröist vera svo fráleitt, skoð- að frá sjónarmiði jafnaðarmanna, að um það verði ekki deilt. En til þess að koma í veg fyrir það, að óeðlileg verðhækkun á af- urðum Iandsins verði til bölvunar fyrir mikinn fjölda landsmanna eru tveir vegir. — Annar er sá, að leggja skatt á útfluttar afurðir landsins — verðhækkunarskatt. Þá mundi verð þeirra í landinu sjálfu verða.þeim mun Iægra. — Skatturinn, sem rynni í landsjóð, kæmi öllum landsmönn- um jafnt til góða, en verðfallið inn- an lands þeim, sem afurðirnar þurfa að kaupa hér. — Hinn vegurinn er sá, að leyfa útflutning afurðanna með því skiiyrði, að hæfilega rnikl- um hluta þeirra verði haldið eftir í landinu og þær seldar landsmönn- um til neyslu við sanngjörnu verði. Ef hér ætti að framfylgja verð- hækkuuarskatts-stefnunni, þá ætti að leggja svo háan skatt á afurðir landsins, að verðið, sem framleið- endur fengju fyrir afurðir sínar all- ar, hækkaði ekki að neinum mun — eða um 20 aura á hvert kjötpund. — Þá græddu bændur ekkert á verðhækkuninni á útlenda markað- inum, en aðrir landsmenn töpuðu þá ekki heldur neinu. Landsjóöur græddi. — En þetta fer enginn fram á. Allir eru sammála um, að bænd- ur eigi að græða á þessu. Að eins er farið fram á þaö, að verð á af- urðum landsins hækki ekki að mun í landinu sjálfu, á því sem lands- menn sjálfir þurfa. — Sá skattur, sem með þessu legðisl á framleið- endurna, yrði hverfandi Iítill í sam- anburði við verðhækkunarskattinn, ef hann yrði lagður á á sama hátt og Verkmannablaðið vill leggja hann á fasteignir. NYJA BIO Ástar-kenjar, Sögulegur sjónleikur í 3 þáttum, 60 atriðum. Gerist i Frakklandi nú á dögum. Aðalhlutv. leikur hin franska leikkona Suzanne Grandais, sem annáluð er um allan heim fyrir leiklist sína. FYRIR ljúfa samúð og hlut- tekning, er tengdaföður mínum, börnum mínum og mér sjálfum hefir sýnd verið við andlát og jarðarför konu tninnar, þakka eg hjartanlega fyrir hönd okkar allra Haraldur Nielsson. Hringurinn selur Wóm 2. ágúst Ágóðanum verður var- ið styrktar berklaveikum, eins og að venju. STJÓRNIN. BÆJARFRETTIR Afmæli á morgun. Vilborg Vigd. Jónsdóttir, húsfr. Ágústa Gunnlaugsdóttir, húsfrú. Ragnh. Helgadóttir, matsölukona. Árni Björnsson, Görðum. Guðný Ólafsdóttir, húsfrú. Ólafur Gunnlaugsson, verkam. Jón Þórðarson, prentari. Stefán Stefánsson, skólastjóri. Ingimar Þórðarson, tréstniður. Jón Björnsson, kaupm. George Copland, kaupm. Guðm. Magnússon, skósmiður. Veðrið í dag. Vm. loftv. 767 logn “ 10,1 Rv. “ 767 logn “ 11,5 íf, “ 768 logn “ 11,0 Ak. “ 767 nnv.andv. “ 7,5 Gr. “ 733 s. andv. “ 10,5 Sf. “ 767 logn “ 6,1 Þh. “ 760 n.kul “ 10,0 Messað á morgun kl. 5 síöd. í Dómkirkjunni (síra Bjarni Jónsson). en engin hádegis- messa. Upp í Borgarfjörð fara með »Ingólfi« á morgun Árni Böðvarsson rakari og Kristján Jónsson kaupm. Frakkastíg 7, og ætla þeir að dvelja þar vikutíma við veiði, Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.