Vísir - 01.08.1915, Blaðsíða 1

Vísir - 01.08.1915, Blaðsíða 1
Utgefaadi: hlutafelag. "'tstj. jakob möller SÍMI 400. Skrifstofa og afgreiðsla í Hótel Island. SIMI 400. GAMLABIO 1 Ofriðarmyndír. —o— Indíánamyndir. —o— 2 gamanmyndir mjög hlægilegar. Frá alþingi. Neðrí deild í gœr. 1 . m á 1: Br. á 1. um bæjarstj. á ísaf. — sþ. og afgr. tii e. d. 2 . m á I: Ógilding viðsk.bréfa, sömul. sþ. og afgr. sem lög frá al- þingi, og eru það fyrstu lögin í ár. 3 . m á I: Frv. um póstsparisjóði, 1. umr. — G. H. ætlaði að mæla nieð málinu í öllu »skikkelsi« til 2, umr., en þá reis upp hver af öðr- um og varð einn hinn leiðasti elg- ur um formlega meðferð málsins. — Það gekk þó til 2. umr. 4. m á 1: Frv. um stofnun brunab.fél. íslands, 1. umr. —Flm., M. Kr., talaði um, að tilraunin frá 1907 hefði strandað á því, að útl. félögin hefðu haft tögl og hagldir vegna endurtryggingarinnar. Benti á, hve margt hefði breytst til batn- ®ðar síðan. — Nefnd: S. Egg., M. ^r., E. P., Pór. B. og Sv. B. 5. mál: Heimild'til sölu á Skarfsstöðum í Dalas. — B. J. kvað ábúanda tvisvar hafa verið ranglega synjað kaups á jörðinni. — Málinu vísað til búnaðarn. 6 . m á 1: Þ.ál.tili. um takmörk- un á eignar- og afnotarétti útlend- inga yfir fasteignum á ísl., ein umr. Till. var samþ. og afgr. til ráðh. Hún er frá landbúnaðarn. og hljóð- ar svo: Neðri deild alþingis ályktar að skora á stjórnina að leggja fyrir næsfa alþing frv. uni takmörkun á eignar- og afnotarétt’ útlendinga yfir jörðum, jarðarítökum og veiði- ám á íslandi. Efrí deild í gœr. 1 . m á 1: Br. á 1. um stýrim.- sk., 3. umr. — Sþ. og sent n. d. 2 . m á I: Viðaukar og br. á aðfl.bannsl. — Flm., B. Þorl., kvað lögin aldrei hafa verið í því horfi, sem þau ættu ?ð vera, en nú þyrfti að koma þeim það. — M. P. kvaðst ekki ljá frv. atkv. sitt til 2. umr. vegna þess, að hann væri því samþ., lieldur ælluði hann að koma sjálfur með breytingar. — Þá reis upp Sig. Stef. og kvaðst ætla að nota tækif. til að leysa ofan af skjóðunni um bannmálið í heild. Rakti síðan sögu málsins, þá hina fögru hugsjón, sem til grundvallar hefði legið og and- róðurinn. Kvaðst hafa greitt atkv. sitt með banninu til þess að iáta reynsluna skera úr, eins og komið var. En nú hat'i sú ólýgna reynsla gefiö öllum hrakspám bannfénda byr undir báða vængi. — Till. hafi komið fram í sínu kjörd. um að skerpa refsingar við banniagabrot- um, en verið feld, og því sé hann samþykkur. Að vísu sé reynslan ekki orðin löng, og því vilji hann enn ekki ganga milli bols og höf- > uðs á lögunum, en sorgleg sé þó ■ uppskeran, eða dirfist nokkur að | mótmæla því, að þeir, sem uppvíst ] ! hefir orðið um, séu að eins örlítið , brot af öllum grúanum, sem brot hafa framið ? Og auk þess hafi lögin skapað glæpi og byrlun á verra áfengiseitri, en hér hafi þekst áður. Það eina, seni nú sé nokk- ur vegur að gera, sé að bíða og vita, hvort ekki rofi til. Vitiausast af öllu sé að vera nú enn að grauta í málinu. Eða halda menn virki- lega, að Stóri dómur hafi bætt sið- ferði hér á Jandi ? — Stgr. J. kvaðst hafa búist við, að bannmenn vildu reyna að lappa upp á lögin, heist á þann hátt, að reyna að gera stjórn og lögr.valdi á einhvern hátt mögu- legt að framkvæma þau að einhverju leyti og sníða ómannúðlegustu agnú- ana af lögunum. En ekkert slíkt sé reynt hér. Þvert á móti eigi nú aö ganga enn nær persónufrelsi manna en áður. Kvað frv. þó geta lagast í nefnd. í nefnd voru kosnir: B. Þ., Jósef, G. B., K, E. og M. P. 3 . m á I: Bann gegn tilb. á- fengra drykkja. B. Þ. mælti með þvi, og var því svo vísað til sömu nefndar. 4. ,nál: Verðlagsn., 1. umr. Gekk til 2. umr. 5 . m á I: Br. á landhelgissj.l., 1. umr. — Nefnd: K. F., Kr. D. og Sig. St. 6 . m á I: Gullforði ísl.b. o. fl., 1. umr. — Nefnd : Kr. D., K. F. og E. Br. Ókeypls nafna- skrá. Lykill að verslunar= samböndum Bretlands og Norðurlanda. (Key to Scándiavian &. British trade). Bók með þessu nafni er gert ráð fyrir að komi út með haust- inu og hefir inni að halda nöfn og heimili hinna stærri verslun- arhúsa í ofangreindum löttdum, og þar á meðal ÍSLANDI, Bókaverslun W. M. S m i t h London, gefur bókina út og hef- ir Matthías Þórðarson, erindreki Fiskifélagsins heitið aðstoð sinni við röðun og niðurskipun á ís- lenskum framleiðendum og versl- unarhúsum, er kunna að óska upptöku í bók þessa. Félög, verslunarhús, eða ein- stakir íslenskir menn, er óska að fá nafn sitt og atvinnurekstur prentað í bókinni greiði kr. 1,50 ef prentað er með smáletri, en 1 kr. að auki, ef stærra letur er umbeðið. Bók þessi inniheldur, auk þess sem að ofan er talið, stutt yfir- lit yfir hið helsta er snertir versl- un hvers lands fyrir sig. — Bókin er send ókeypis til allra er hafa skráð nafn sitt i hana. Gert er ráð fyrir að útgáfan verði 50—75000 Ex. og verður send til allra þeirra landa er að ofan greinir og einnig til Ameríku. Auglýsingar verða líka tekn- ar í bóklna. Sendið hið fyrsta nafn ykkar, heimili og atvinnu til Stefáns Stefánssonar, Hverfisgötu 32 B, Reykjavík, er einnig veitir allar frekari upplýsingar. Gassuðuvélar fást hjá Jónasi Guðmundssyni, Laugaveg 33. Sími 342. 232. tbl. NYJA BSO Ástar-kenjar. Sögulegur sjónleikur í 3 þáttum, 60 atriðum. Gerist i Frakklandi nú á dögum. Aðalhlutv. leikur hin franska leikkona Suzanne Grandais, sem annáluð er um allan heim fyrir leiklist sína Húsabyggingar. Hús eru ótrúlega mörg í smíðum hér í bænum í suniar.. f vetur og vor var hljóðið mjög dauft í húsagerðarmönnum, þeir bjuggust ekki við mikilli atvinnu þetta árið. »Nú er stríð og nú er dýrt að lifa — því nær ógerning- ur að kaupa byggingarefni«, sögðu menn. Þegar brann þá vænkaðist ráðið, þá varð belra útlit um vit’.nu því öll þarf að byggja upp aftur húsin sem brunnu, hvað sem það kostar, eða svo er mælt, að bruna- bótafélögin heimti. Nú virðist hafa rætst all-vel úr fyrir iðnaðarm. því svo er Iíka að sjá sem ali-margir hafi kjark til að ráðast í húsabyggingar hér í bæ í ár. Þótt ekki sé farið að reisa brendu húsin úr rústunum — að undan- skyldu einu — húsi Gunnars kaup- manns Gunnarssonar sem byrjað er á og fyrir utan viðgerðina á Ing- ólfshvoli, sem nú er langt komin að utan, sjást þó allmörg hús rísa upp nú þegar. Hingað hafa kornið í sumar nokkur skip með ceinent, og af því að seglskip hafa verið notuð til að flytja byggingarefnið, verður það líklega ekki eins dýrt og af var látið í fyrstu. Ttl þess að nefna mönnum dæmi um nýju húsin má minnast á hús Jóns Þorlákssonar á horninu fræga — þríiyft með stóru risi, H. Haf- stein byggir á horninu á Grundar- stíg og Skálholtsgötu, hálf tvílyft. Forberg símastjóri er byrjaður að byggja á horninu við Laufásveg og Fríkirkjustíg; við Skólastræti er ver- ið að byggja tvö hús, á H. Peter- sen annað. Pétur Ólafsson byggir suður á melum fyrir innan virkið milda; Guðm. Sveinbjörnsson er að fara af stað með eitt hús við Túngötu o. fl. Alt þetta eru steypt hús og munu fleiri slík á eftir fara, því að líkiega rísa ekki timburhjallar upp úr rústunum í miðbænum þeg- ar hafist verður handa þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.