Morgunblaðið - 31.07.1914, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.07.1914, Blaðsíða 1
FöstudagJ 31. íúlí 1914 ORGDNBLADIB 1. argangr 265. tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. í safoldarprentsmið j a Afgreiðslusimi nr. 140 Bio| tteBÆr“r. |8io Tals. 475 Hljómleikar Giinther Homann. I Nýja I I Dóttir kornkonungsins \ verður sýnd í kvöld í síðasta sinn. I Nýja Þeir, sem enn ekki hafa séð þessa ágætis mynd, ættu að nota tækifærið. Myndin er mjög góð og hefir hlotið almennings lof. 1 Bíó 1 Hljómleika heldur Gtinther Homann Bifreiðafél. RYíkur Vonarstræti. Bio-Rafé er bezt. ' Sími 349. Hartvig Nielsen. ’ -JE Skrifstoja Eimskipaféíags ístands Austurstræti 7 Opin kl. 5—7. Tals. 409. Notið sendisvein frá Sendisveinastöðinni (Söluturninum). Sími 444. Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima 12V2—2 og 4—sVa- Karlmarassokkar á 22 aura, 5 pör á 1 krónu. Kvensokkar, stærst úrval í Yöruhúsinu. u. m r. n. Fundur í Bárunni í kvöld kl. 9. firsæll firnasoti flytur erindi og kveður félagið. Allir ungmennafélagar mæti! Lesið Morgunblaðið. pianoleikari frá Berlin, í kvöld 31. júlí kl. 9 í Gamla Bio. Aðgöngumiðar í bókaverzlunum Ertendar símfregnir. Khöfn 30. júlí. Allar þjóðir vígbúast í kyrþey, en af kappi. Samkvæmt síðustu fregn- um þykir líklegt að Ev- rópustríði verði afstýrt. (Axel V. Tulinius yfirdómslög- maður sendi í fyrrakvöld skeyti til Hafnar og bað bróður sinn, Thor E. Tulinius, að segja sér hvernig nú væru ófriðarhorfurnar. Fékk hann svo aftur í gærmorgun ofan ritað skeyti, sem hann leyfði oss góðfúslega að birta og kunnum vér honum bestu þakkir fyrir.) ísafoldar og Sigfúsar Eymundssonar. Sig. ráðherra Eggerz kominn til Yíknr í Mýrdal. í gær milli kl. tvö og þrjú barst sú fregn hingað, að Sigurður ráðh. Eggerz væri kominn til Víkur í Mýr- dal. Hafði hann komið þar í land af botnvörpuskipi, sem flutti hann frá Englandi. Bifreið lagði af stað til að sækja hann skömmu fyrir kl. 4. Fóru þeir austur í móti ráðherra Guðm. sýslum. Eggerz, bróðir hans, og Böðvar magistir Kristjánsson„mágur hans. Þegar þetta er skrifað, seint á fimtudagskvöld, er bifreiðin ókom- in, en hennar er von skömmu eftir miðnætti. Allsherjarstyrjöld. Alt komið i bál og brand. Kaupmannahöfn 30. júlí, kl. 5,50 síðd. Austurríkisher hefir tekið Belgrad herskildi. 1000 manns hefir fallið. Orusta geysar. við Foca. Serbar hraktir. Evrópustyrj- öld óumfiýjanleg. Rússland og Austurríki hafa slitið viðskiftasam- bandi sínu. Þjóðverjar draga saman lið. Frakkar hafa dregið saman lið á landamærunum. Eystrasaltshafnir lokaðar og vitar slöktir. Herflotar ríkjanna kallaðir saman og orustubúnir: Svíafloti i Karlskrona, Norðmanna í Arendal, Þjóðverja í Kiel og Wilhelms- hafen, Englendinga í Portland, Portsmouth 0g Malta. Svartahafinu hefir verið lokað. Hollendingar kalla saman allan sinn her og búast til að sprengja járnbrautarbrýr og hleypa vatni á landið. Allir ferðamenn farnir frá Kaupmannahöfn. Almennur ótti ijii> ■-1 ■ ■m0 ■bhmmépn M WmÉffmmm Wl hefir|gripið þjóðina. Umferð á götum borgarinnar geysileg.JJ Þýzkir, franskir og austurríkskir sparisjóðir hrynja unnvörpum. Fyrst um sinn verða farnar fast- ar ferðir frá Reykjavík austur yfir fjall mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga. Lagt af stað frá Reykjavik kl. 9 f. h. Pöntunum austanfjalls verður veitt móttaka við Ölfusárbrá hjá stöðvar- stjóranum þar, en í Reykjavík á skrifstofunni. Símfregnir. Akureyri í qœr. IJk piltanna, sem druknuðu hér á Leirunni, hafa nú verið slædd upp. Lágu þau framan í marbakkanum á miðri Leirunni og skamt á milli. Flora kom hingað í fyrra kvöld og fór i gærmorgun. Með henni komu hingað til bæjarins Gunnar Hafstein bankastjóri frá Færeyjum með konu sína og börn. Dvelja þau hér 3—4 vikur. Margt fólk annað var með skipinu og hér bætt- ust margir i hópinu. Sildarafli er hér ágætur núna og tíðin hin allra bezta. Aðallega eru það þó íslenzku skipin, sem afla vel. T. d. fekk Ingólfur Arnarson 1100 tunnur í tveimur dráttum í gær. Dania, eign Tuliniusar, hefir fengið 1500 tunnur siðustu viku. Vélbátur af ísafirði er Ægir heitir er hér hafð- ur til strandvarna. Skipstjóri hans er Guðmundur Kristjánsson. Eru útlendingar svo hræddir við hann að þeir þora ekki fyrir sitt lif að veiða nærri landi og fá því lítið, vegna þess að nú er aflinn beztur skamt undan landsteinum, fram und- an Ólafsfjarðarmúla og inn á Eyja- firði. Rannsókn var hafin út af árekstri þeirra »Snorra« og Súlunnar og varð ekki annar árangur hennar en sá, að Súlumenn sóru að þeir hefðu gefið merki, en hinir sóru að þeir hefðu ekki orðið þess varir. Morten Hansen skólastj. frá Reykja- vík er hér staddur. Hann fer héðan á morgun til Ásbyrgis og Dettifoss. Nokkrir bæjarbúar verða honum samferða. Run. . ................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.