Morgunblaðið - 20.08.1914, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1914, Blaðsíða 1
Fimtudag 1. argangr 20. ágúst 1914 H0R6UNBLADIB 285. tölublaO Ritstjórnarsimi nr. 500[ Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusimi nr. 140 Bio R Biograftoater |Din eykjavlknr. | PIU Tals. 475 Alt kyrt í Hilleröd. A glötunarvegi. Ágætur sjónleikur. Prófessorinn ástfanginn. Gamanmynd. ----«-----»1 [ Bio-Kaíé er bezt. ] [ Sími 349. Hartvig Nielsen. ] Skrifsíofa Eimskipaféíags Ísíands Landsbankanum (uppi). Opin kl. 5—7. Tals. 409. Karlmannssokkar á 22 aura, 5 pör á 1 krónu. Kvensokkar, stærst úrval í Vöruhúsinu. Notið sendisvein frá Send is velnastöðinnl (Söluturninum). Sími 444. Jón Kristjánsson læknir Amtmannsstíg 2. Talsimi 171, Massage, sjiíkraleikfimi, rafmagn. böð. — Heima kl. 10—12. Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima 12V2—2 og 4— Oína, eldavólar og alt sem þar til heyrir selur enginn ódýrar og vandaðra en Kristján I»orgrímsson. Bifbáturinn HERA fer á morgnn til Stykkishólms ef nægnr flntningnr býðst. — Hún kemnr við á Arnarstapa, Sandi, Olafs- vík og örnndarfirði ef ástæðnr leyfa. Allar sendingar óskast tafarlaust tilkyntar G. Gísíason & Jlatj. Eríendar símfregnir London, 19. ág. kl. 5 síðd. Bandaríkin óttast ráðabrugg Japana. Vilhjálmur keisari er kominn til aðalherstöðvanna í Maintz. Þórshöfn, Færeyjum 19. ág. kl. 6 siðd. Sjóorusta virðist i aðsigi í Norðursjónum; fleiri og fleiri herskip sjást í nánd við Færeyjar. Sólmyrkvinn og hættur sem af honum stafa. »21. ágúst er sólmyrkvi sem sézt á íslandi. í Reykjavík stendur hann yfir frá kl. 9.33 til kl. 11.46 f. h. Er hann mestur kl. 10.39: s/4 af þvermæli sólhvelsins. Myrkvinn sézt í norðausturhluta Ameriku og um alla Norðurálfu«. — Svo segir Þjóðvinafélagsalmanakið um sólmyrkva þann sem verður hér á morgun. Það eru að eins liði’n rúm 2 ár síðan sólmyrkvi sást hér síðast. Þ. 17. apríl 1912 þakti tunglið nær helming sólhvelsins og stóð myrkvi sá yfir um I1/^ stundu. Oss er eigi kunnugt um hvort nokkuð slys hefir hlotist hér á landi af sólmyrkvanum 1912, en í Danmörku og Þýzka- landi, þar sem læknar sérstaklega hafa rannsakað það, hefir sannast að fjöldi fólks hefir mist sjónina með þeim hætti að horfa of lengi í sól- ina, án þess að nota hlíf fyrir aug- unum. — Það sætir undrum hve fólk al- ment er skeytingarlaust í þessu efni. Þegar frá fyrstu tímum hefir það verið alkunnugt, að blinda getur or- sakast af sólarljósinu. Sagnir frá Sýrakus segja harðstjórann Denus hafa blindað glæpamenn með því að skera augnalokin af þeim og láta síðan sólina skína beint á augun. Kartagoborgarmenn blinduðu her- stjórann Attilus Requlus með þeim hætti og jafnvel á 19. öldinni var það algengt í Indlandi að fangar voru blindaðir með sólarljósi til þess að þeir eigi strykju úr varðhaldinu. Að mönnum er sérstök hætta við blindnu þegar sólmyrkvar koma fyrir stafar af því, að þá horfa menn meira og lengur í sólina en venju- lega. Mannsaugað er eins og nokkurs- konar ljósmyndavél, þar sem net- himnan er ljósmyndaplatan. Horfi maður í sólina, þá þekur sólarmynd- in hluta nethimnunnar, og birtan og sólarhitinn getur blindað þann hluta á mjög skömmum tíma. Augn- læknar kalla það á erlendri tungu »Skotom«. Lýsir sú blindni sér í fyrstu á þann hátt, að sjúklingurinn kennir sársanka og sviða í auganu, á bágt með að horfa i birtu og þykir þægilegast að hafa augað lokað. Geta þessi óþægindi horfið aftur, ef sjúklingurinn vitjar augnlæknis þegar í stað og fer að hans ráðum. En venjulegast fær sjúklingurinn aldrei fulla sjón aftur og í mörgum til- fellum verður hann blindur á þvi auga. Eftir sólmyrkvann árið 1912 gerði læknaráðið í Kaupmannahöfn þegar ráðstafanir til þess að komast fyrir hve margir hefðu fengið »Skotom« af því að horfa á sólmyrkvann. — Öllum læknum í Danmörku var skrifað og beðnir að veita þessum sjúkdómi sérstaka eftirtekt. Komu síðar svör frá alls 31 lækni og tilkyntu þeir samtals 143 sjúklinga, er hlotið höfðu sjúkdóminn, sem beina afleiðingn af sólmyrkvanum. Er rannsókn þessi í nákvæmu sam- ræmi við aðrar rannsóknir, sem þýzkir læknar gerðu á sama tima. Kom í ljós, að á Þýzkalandi hefðu alls 3500 manns orðið blindir af því að horfa í sólina meðan á myrkv- anum stóð. Af þessum 143 sjúk- lingum í Danmörku voru 99 karl- menn og 44 konur. Ekkert barn NÝJA BÍÓ Miðdegisverðurinn. Gamanl. um kjöt- og jurtafæðu. Leyndarmálið í Svaney Látlaus og vel leikinn sjón- leikur í 2 þáttum, um leyndar- mál ungrar, fríðrar konu. undir 10 ára aldri hafði hlotið mein af sólarbirtunni. Flestir sjúklinganna höfðu horft á sólina með hlíf fyrir augum, en hlífm hefir ekki verið nægileg. T. d. höfðu 12 þeirra horft í sólina milli fingranna, 3 gegnum lítið gat á pappírsspjaldi, einn gegnum strá- hattinn sinn og einn gegnum langa látúnspípu. Langflestir þessara 143 manna urðu steinblindir á öðru aug- anu, sumir á báðum, en einstaka sluppu með skemdir á sjóninni, án þess að missa hana fyrir fult og alt. Fyrir þá, sem sjá vilja sólmyrk- vann, en samt gæta allrar varúðar, er það ráðlegt að útvega sér gler- brot og reyklita það svo, að logandi lampi að eins sjáist í gegnum það, en ekkert af því sem hjá lampanum stendur. Horfi maður í sólina með slíkt glerbrot fyrir auganu, getur ekkert orðið að. Ennfremur er ljós- myndaplata, sem mynd hefir verið tekin á og hún »framkölluðc á venju- legan hátt, talin með öllu örugg, ef ekki er horft of lengi i sólina í senn. Undir engum kringumstæðum ætti nokkur að nota nema annað augað í senn og kenni maður nokkurs sársauka i auganu, ætti maður þegar í stað að hætta að horfa í sólina. Fari fólk eftir þessum reglum, telja læknar litla eða enga hættu fyrir augun að horfa á sólmyrkvann. Samskotin. Ó. St. Þ. G. Þ. O. S. Þ. N. N. S. J. E. B. Margrét N. N. St. Einarsson P. X. P. Kona Áður auglýst Úthlutað Gjafalisti. 2.00 1.00 1.00 2.00 1.00 1.00 3.00 2.00 1.00 3.00 5.00 1.00 189.70 Samtals 212.70 203.70 Eftir 9.00 Þessar ntu krónur hafa gefist síð- an vér útbýttum samskotunum. Munum vér við fyrsta tækifæri koma þeim til viðtakenda. Að lokum viljum vér færa öllum þeim kærar þakkir, sem hafa hjálpað fátæka fólk- inu þegar þvi reið mest á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.