Morgunblaðið - 21.08.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 1339 Falskir gullpeningar. Sviksamleg blekking. í fyrrakvöld kom sjómaður inn á rakarastofu Eyólfs fónssonar f Aust- urstræti og bað hann gjöra svo vel að skifta fyrir sig 20 króna gull- peningi. Eyólfur var önnum kafinn við starfa sinn, en þar eð maðurinn var viðskiftavinur Eyólfs, þó eigi vissi hann nafn mannsins, varð hann þegar við bón hans. Taldi hann ór peningakassanum, en í honum voru að eins 15 kr. Tjáði Eyólfur mann- inum þetta og kvaðst því miður eigi geta skift peningnum. »Það gerir ekkert til«, sagði mað- urinn. »Eg ætla til Þingvalla á morgun og get mér að skaðlausu átt þessar 5 kr. hjá yður þangað til eg kem aftur til bæjarins*. — Það varð ór, að maðurinn fekk 15 krónurnar og fór, en Eyólfur vafði peninginn í pappir og geymdi í veski sínu. í gærmorgun, er Eyólfur fór að athuga peninginn, varð hann þess fljótt var, að »20 krónurnar« manns- ins voru ekki ór gulli, heldur vana- legur spilapeningur, þó með annari gerð og betur ótbóinn en hér tíðk- ast. Varð nó Eyólfur gramur mjög og gekk til Þorvaldar yfirlögreglu- þjóns og sagði sínar farir eigi sléttar. Um hádegisbilið i gær hitti Ey- ólfur manninn af tilviljun í Banka- stræti. Tjáði hann honum að »gull- peningurinn« væri falskur, en sjó- maðurinn kvaðst í fyrstu eigi hafa skift neinum gullpeningi hjá Eyólfi. Það hlyti alt að vera misskilningur. Gengu þeir svo saman niður i Hafn- arstræti, mættu þar Þorvaldi lög- reglumanni og þá játaði maðurinn undir eins og borgaði Eyólfi fé sitt aftur. Kvaðst hann hafa gefið Eyólfi peninginn í ógáti einu. Eyólfur rakari, sem skýrði oss frá þessu í gær, tók það fram, að mað- urinn hefði verið töluvert drukkinn. Ekkert hefði þótt athugavert við þetta, ef ekki hefði komist upp að maðurinn, á nokkrum öðrum stöð- um í bænum, hefði reynt að borga vörur með spilapeningum. Kl. var rómlega 6 þegar hann kom til Ey- ólfs. En um kl. 7 keypti hann rommflösku hjá Th. Thorsteinsson í Ingólfshvoli og borgaði hana með spilapening. Fekk hann 13 kr. til baka, en verzlunarþjónninn uppgöt- vaði misskilninginn mjög brátt og náði í manninn á götunni; bað hann fyrirgefningar á þessu ógáti — og hvarf á brott. K'. 7 x/2 kom hann inn á Hótel Reykjavík, keypti sér þar glas af áfengi og gerði tilraun til þess að borga það með spilapening. En það mishepnaðist. Aðra tilraun gerði hann og í sama stað seinna um kvöldið, sem og einnig mis- hepnaðist. A peningunum, sem eru jafnstór- lr 20 kr. gullpeningum, er mynd af Friðriki danakonungi og drotningu hans öðru megin, en Kristjáni X. hinumegin. 1=3 DAGBÓfjlN. =3 Afmæli í dag: Ágústa Ólafsdóttir, verzlk. Guðrún Zoðga, úngfrú. Gyða Þorvaldsdótir, húsfrú. Ingibjörg Indriðadóttir, ungfrú. Ásm. Gíslason að Hálsi í Fnjóskadal. Guðm. Eiríkss, umboðssali. Kristofer Egilsson, járnsm. Sæm. Bjarnhóðinsson, læknir. Veðrið ígær: Vm. s.a. andvari, hiti 9,1. Rv. logn, hiti 9,6. Íf. logn, hiti 9,7. Ák. logn, hiti 9,7 Gr. logn, hiti 9,6. Sf. iogn, hiti 8,1. Þh., F. logn, hiti 9,1. Skautafélagið efnir til skemti- ferðar fyrir félagsmenn sunnudaginn 30. þ. m. Prófessor Jón Helgason hefir skrifað hingað frá Winnipeg 23. f. m. og ráðgerir að leggja af stað heimleiðis 10. þ. m. Ætlaði að fara suður um Bundaríkin frá Winnipeg og stiga á skip í New York. Þaðan fer hann að forfallalausu til Khafnar. Hann hafði ferðast suður til Dakota og pró- dikað og haldið fyrirlestra bæði á Garðar og Montain, hjá hr. Magnúsi Jónssyni og vestur í Leslie Saskatche- wan, hjá Ásmundi Guðmundssyni. Hann hafði og pródikað í Tjaldbúðarkirkju, og getur Lögberg þess, að það hafi þótt n/lunda að heyra tónað við messu- gerð þar. íslenzkir prestar i Vestur- heimi tóna aldrei. Björn Þórðarson syslumaður og ym. Iugibjörg Ólafsdóttir Briem voru gefin saman í gær. N j ö r ð u r kom i nótt frá Englandi. flutti mikinn póst. Meðal farþega, systurnar Hansína og Abelína, dætur Gunnars kaupm. Einarssonar. í g r e i n i n n i »Herafli stórveld- anna« í síðasta blaði hefir misprentast í 2. gr. 2. línu að ofan, »108 smál.« fyrir 108 þ ú s. smál. og síðar í sömu línu »18 smál.« fyrir 18 þ ú s. smál. H r i n g e k j u (Karrussel) er ein- hver danskur maður að setja á stofn á »gulllóðinni« suður við tjörnina. Kvað hún eiga að byrja á morgun. 260 hross voru send til Bret- lands á Botníu. Voru það hross sem Zöllner í Newcastle og Mauritzen í Leith hafa látið kaupa hór. H e r m o d kom til Hafnarfjarðar í gær frá Noregi. Stjórnin hefir leigt skipið til kornflutniuga frá New-York, eins og áður er frá skýrt hór í blað- inu. B o t n i a fór til útlanda í gær kl. 6 e. m. Farþegar voru: Þorvaldur Benjamínsson, M. Riis og frú, frk. Hemmert, Kristján Jónsson verzlm., Guðny Jónsdóttir og fjöldi erlendra ferðamanna. Landar í Kristjaníu. 2. ágúst komu landar í Kristjaniu saman heima hjá ungfrú Ólafiu Jó- hannsdóttur á Langgade 35, þar sem herbergi Hvita bandsins er, en hún veitir því forstöðu. Voru þar alls samankomnir 22 landar, en af þeim voru 9 ferðamenn, þar á með- al fréttaritari Morgunblaðsins Pétur Zophóniasson og þeir Herbert Sig- mundsson prentari, Pétur Halldórs- son bóksali, Helgi Sveinsson banka- stjóri, S. Á. Gíslason og A. S. Bar- dal. Auk landanna voru þar nokkr- ar norskar stúlkur aðkomandi þ. á. m. frú Björnsson r'thöfundur, dóttir skáldsins Björnstjerne Björnsson, er hún einkar vinveitt íslandi, og hefir opt ritað um það í norsk blöð. Ungfrú Ólafía lagði til að stofnað yrði íslendingafélag í Kristjaníu, og var það að ráði, og gengu allir við- staddir landar í félagið, en auk þeirra er {ar voru munu vera örfáir íslend- ingar í Kristjaníu. Félagið hlaut nafnið Landinn og heldur fundi einu sinni í mánuði hverjum. Var Ólafía kjörin formað- ur þess, en meðstjórnendur voru kosnir ungfrú Hólmfríður Óladóttir frá Höfða á Völlum og Björn Benja- mínsson trésmiður frá Ingveldarstöð- um í Hjaltadal. Hér i Kristjaníu munu vera um 20 landar, og meiri hlutinn af því kvenmenn. Það er óskandi að félag þetta megi blómgast, og koma mörgu góðu til leiðar. Þess er líka óskandi að fund- ir þess megi altaf vera eins skemti- legir og stofnfundurinn var, en fé- lagið fær ekki altaf einsöngva frá Pétri Halldórssyni eða Herbert Sig- mundssyui. Hástúkuþinginu var slitið 3. ágúst kl. 2 síðdegis, eða degi fyr en ætlað var, og var stríðið orsök þess. Þjóðverjar, Danir o. fl. voru áður farnir burtu, og þá þurftu Svíar að fara. Auk þess er eg áður hefi getið af þinginu, voru þessa síðustu daga rædd fjöldamörg innan-reglumál sem eg geri ráð fyrir að lesendur Mbl. ekki alment kæri sig um. í stjórn I. O. G. T. næstu 3 árin voru kosnir: Edv. Wawrinsky ríkisdagsmaður í Sviþjóð, formaður, endurkosinn. Geo. Cotterill, borgarstjóri í Seattle, 1. varaformaður, endurkosinn. Lars O. Jensen, yfirkennari í Berg- en, 2. varaform. /. W. Hopkins, stórtemplar Eng- lendinga, stórgæzlum. ungtemplara, endurkosinn. Guy Hayler, formaður alþjóða- bannfélagsins, Englendingur, stór- gæzlum. kosninga. Totn Honeyman, stórtemplar Skota, stórritari, endurkosinn. Herman Bltime, tollyfirmaður Ham- borg, stórgjaldkeri, endurkosinn. Joseph Malius, Birmingham, fyrv. stórt., sjálfkjörinn. Næsta þing var ákveðið í Minnea- polis U. S. A. með 62 atkv., Winni- peg fekk 58 atkv. Fréttar. Morqúnbl. tXaupsKapur ^ Fæði og húsnæði, yfir lengri og skemri tíma, fæst bezt og ódýr- ast á Matsölu- og kaffihúsinu Lauga- veg 23, sími 322. JZeiga ^ Herbergi með húsgögnum ósk- ast til leigu frá 1. okt., helzt í Mið- bænum. R. v. á. ^ €2Finna Dugleg og þrifln eldliús- stúlka óskast í vist á gott heim- ili. Hátt kaup. R. v. á. Nýja verzlunin — Hverflsgötu 4 D. — Flestalt (utast og inst) til kvenfatnaðar og barna og margt fleira. Góöar vörur! — Odýrar vörur! Kjólasaumastofa byrjar 1. sept. Herbúnaður í Rínarlöndum. Englendingur, sem var að ferðast um Rínarlöndin 5. ágúst, segir svo frá: »Hér er alt á tjá og tundri vegna ófriðarins. Allar götur eru skipaðar herfylkingum, og járnbrautarlestir her- mönnum. Frá einni herdeild til ann- arar berst ómurinn af þjóðsöngnum: »Die Wacht am Rhein*, og aldrei fer svo járnbrautarlest framhjá, að ekki heyrist hljóma þar þetta fagra lag. Eg fyltist aðdáun yfir þessu, en jafnframt meðaumkun, þegar eg hugs- aði til þess, hvernig þessir hraustu menn eru dregnir á tálar með glæsi- legum vonum. Hvert blað sem eg sá flutti hinar fjarstæðustu frásagnir, sem þó var trúað eins og nýju neti. París var að brenna á fjórum stöð- um, Japanar höfðu sagt Rússum stríð á hendur og höfðu eytt öllum flota þeirra í austurhöfum o. s. frv. — Þetta voru fréttirnar, sem hermenn keisarans lásu með aðdáun. Og þó er annað enn verra. Þjóðverjar eru æðisgengnir og sjá allstaðar óvini. í gær voru 27 menn skotnir án dóms og laga, af því að þeir voru grunaðir um að vera njósnarmenn. Kona frá Bandaríkjunum var meidd og hrakin í Cologne, af því að hún var talin dularbúinn Frakki. Það er hvergi hægt að fara án þess að vera umsetinn af allskonar spæjurum. Fjárhagur landsins virðist mjög al- varlegur. Síðastliðna viku urðu 30 járnverzlanir gjaldþrota í Duisborg*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.