Morgunblaðið - 16.09.1914, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1914, Blaðsíða 1
Miðviknd. t. argangr 16. «ept. 1914 312. tölublaö Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. V GAMLA BIO % Hinn mikli Parísar gamanleikur (Damen fra Natcaféen) Maxim-stúlkan gamanleikur í 3 þáttum eftir George Frydeau. — Þessi afar-skemtilegi leikur fer fram í skemtistöðunum «Moulin Rouge* og »Maxim« í París. — Myndin var sýnd hér fyrir hálfu öðru ári og þótti þá mikið til hennar koma. Margir hafa þó ekki séð hana og margir vilja sjá hana aftur. Aukamynd: Járnnámurnar í steiersku Ertsf jöllunum. !□□□! ísafoldarprentsmiðja j Afgreiðslusimi nr. 140 V NÝ|A BÍÓ < Bráð-skemtilegur, fallegur og ágætlega leikinn sjónleikur, Til málamynda! Er um málamyndar-hjónaband, sem betur fer en á horfist. Aðalhlutverkin: Wilde, verksmiðjueigandi . . . . '. Anthon Salmson. Elsie, kona hans..............Ebba Thomsen. Halfdan Strange...............Gunnar Helsengreen. Evelyn, frænka Wildes.........Clara Wieth. Allir hafa gaman af þessari ágætu myndl !□□□! [ Bio-Rafé er bezt. [ Sími 349. Hartvig Nielsen. Shrifstofa •Eimskipaféíags Ísíands Landsbankanum (uppi). Opin kl. 5—7. Tals. 409. Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima 12‘/a—2 og 4—51/2. Notið sendisvein frá Sendlsvelnastödinni (Söluturninum). Sími 444. Hið margeftirspurða Zephyr hálstau er nú komið aftnr í Vöruhúsiö. Þrátt fyrir strfiðið hefir okkur hepnast að fá hin viðurkendu holienzku karlmanna-, unglinga- og drengjaföt, fermíngarföt, ulstera og drengja- frakka aftur; yfir 300 klæðnuðum úr að velja. Einnig nokkuð af kven-regnkápum með e.s. Pollux. Komið i tímai Asg. G. Gunnlaugsson & Go. Austurstræti 1. Nýja verzlunin — Hverfisgötu 34 (áður 4 B) — Flestalt (utast og inst) til kvenfatnaðar og barna og margt fleira. GóBar vörur! — Odýrar vörur! Kjólasanmastofa byrjaði 1. sept. Þýzkur konsúll tekinn af lífi. »Dagens Nyheter«, blað sem gefið er út í Stokkhólmi, segir að þýzki konsúllinn í Aabo á Finnlandi og þrír bræður hans hafi verið teknir fastir þ. 16. f. m. Konsúllinn hét Gedeke. Hann var ásakaður fyrir það að hafa fengið to þýzkum skip- um hafnsögumann þaðan. Og er skjöl hans voru rannsökuð, kom það f Ijós að hann hafði ekki verið hafður fyrir rangri sök. Mælt er — segir segir blaðið — að hann hafi þá þegar í stað verið tekinn af iífi. Eríendar símfregnir London 14. sept. kl. 6 síðd. Fréttir úr ýmsum stöðum sýna það, að Þjóðverjaher hafi verið stökt undan á öllu orustusvæðinu í Frakklandi. Frakkar og Bretar hafa ekki einungis unnið slgra á vinstra fylkingararmi, heldur einnig á miðfylkingu óvinanna, frá Vitry til Verdun og frá Nancy og Luneville til Belfort. Belgar gera útrás úr Antwerpen og hafa gert bandamönnum ómetanlegt gagn. Þeir hafa neytt Þjóðverja til þess að kalla aftur 2 herdeildir til Belgíu. Voru þær ætlaðar til þess að hjálpa hægra fylkingar- armi Þjóðverja, sem var nauðuglega staddur i Frakklandi. Það er sagt að Goetz marskálkur hafi komið til Antwerpen, undir öruggri leiðsögu, og hafi hann boðið Belgum kjör, sem Belga- stjórn þó ekki gat gengið að. Framhaldsfregnir frá Petrograd segja að mestur hluti austur- ríska hersins hafi gefist upp i gær. Hinsvegar er opinberlega tilkynt að sökum þess að þeir verði að draga saman miklar hersveitir í Galliciu, þá sé herafli Rússa i Austur-Prússlandi eigi nógur til þess að halda áfram innrásinni sem stendur. Reuter. Frakkar taka ián. Morgan lánar þeim 100 miijónir dala. Franska stjórnin hefir símað til ameríkska firmans J. P. Morgan & Co. og beðið það um ioo miljón dala lán. En það á ekki að greiðast i peningum heldur smám saman í matvöru og ull. Stjórnin greiðir lánið þegar í stað með ríkisskulda- bréfum, en Morgan & Co., senda skip hlaðin matvörum til Frakklands þegar þurfa þykir. Um þetta mál urðu skoðanir ær- ið skiftar á þingi Bandamanna, en að lokum var þó samþykt að leyfa Morgan & Co. að lána féð. Wilson hefir og gefið sitt samþykki vegna þess að árið 1870 lánaði Morgan Frakklandi 50 milj. dala, og áleit forsetinn því að það mundi ekki fremur nú en þá brjóta bág v:ð hlutleysisreglur Bandaríkjanna, þótt lánið væri veitt. Þýzkt skip sezt að i Kristiania. Gufuskipið »Helena« frá Flens- borg var í Gandvik á Rússlandi þeg- ar ófriðurinn hófst. Atti það að flytja þaðan hveiti og hafra til Eng- lands. Hafði það tekið við farmin- um og þaut á stað áður en Rússar gætu kyrsett það. Var það síðan lengi að velkjast með ströndum fram og átti sér alls hins versta von. En til varúðar máluðu skipverjar það upp að nýju og breyttu merkjunum á reykháf þess. Komst það svo til Kristiania í byrjun þessa mánaðar og settist þar að. Farmurinn var fluttur þar á land en skipverjar héldn heimleiðis í striðið og skildu skipið eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.