Morgunblaðið - 01.10.1914, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1914, Blaðsíða 1
Firntudag 1. argangr 1. okt. 1914 MORGUNBLADID 327. tðlublad Ritstjórnarsími nr. 500 | Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. 1 ísafoldarprentsmiðja J Afgreiðslusimi nr. 140 Biografteater Reykjavíkur. Tals. 475 Drengskaparorð. Stór þýzkur fyrirliða-ástar- sjónleikur í 3 þáttum. Snildarlega vel leikinn. [ Bio-Kafé er bezt. [ Sími 349. HartYig Nielsen. ' Nýja verzlunin — Hverfiagötn 34 (áðnr 4 B) — Flestalt (ntast og inst) til kvenfatnaðar og barna og margt fleira. Góðar vörur! — Odýrar vörur! Kjölasaumastofa byrjaði 1. sept. Hið margeftirspurða Zephyr Mlstau er nú komið aftur í Iðnskólinn I Reykjavík verður settur fimtudaginn 1. október n. k. kl. 8 siðd. Þeir, sem óska inngöngu i skólann, gefi sig fram við undirritaðan i Miðstræti 7, kl. 7—8 siðd. Að minsta kosti helmingur skólaqjctldsins (5 krónur) verður að borgast fyrirýram. Eins og að undanförnu verður, ef nægilega margir sækja, sérstök kensla i frihendisteikningu (kennari Þór. B. Þorláksson) og i teikningu fyrir húsgagnasmiði (kennari Jón Halldórsson). » tJlsgair tTcrfascn. Erlendar símfregnir London 29. sept. kl. 6 síðd. Fréttastofa brezku stjórnarinnar kunngerir að óvinirnir hafi síðastliðinn sunnudag ráðist á fylkingar bandamanna með jafnvel meiri áfergju en áður, en eigi meiri árangri. Þjóðverjar komust eigi feti framar, en Frakkaher þokaðist áfram hingað og þangað. Snörp orusta stóð við Ltideritzbay og var komið að Þjóðverjum að óvörum. Féllu af þeim 5 menn en 2 særðust. Hinir komust undan. Af Bretum féllu 3 menn og 4 særðust. Þjóðverjar hafa skotið á Alost og Malines og gert talsvert tjón, einkum í Malines, þar sem dómkirkjan varð á ný fyrir skemdum. Sagt er að Þýzkalandskeisara og krónprinsi haii orðið sundur- orða. Keisarinn telur herferðina hneisu. Tilkynning frá Parísarborg kveður aðstöðuna vinstra megin enn sem fyr hagstæða. Liðið hefir með góðum árangri staðist nýjar, mjög ákafar árásir. Bandamönnum þokar litið eitt áfram. Aðstaðan í Meusefylkinu er óbreytt. R eu ter. NÝJA BÍÓ Leyndarmálið í hraðlestinni eða Máttur dáleiðslunnar. Stórkostlegur sjónleikur í 4 þátt., leikinn af ágætis leikurum. í aðalhlutverkunum m. a. V. Psilander, Sv. Aqgerholm o. fl. Geysilega spennanai mynd I Atvinna Ungur, reglusamur maður óskar eftir atvinnu við verzlun eða önnur störf nú þegar. Nánari uppl. hjá Morgunbl. Aukafundur í Knattspyrnufélaginu „Fram“ verður haldinn á laugardagskvöldið kl. 9 í Bárunni (uppi). Stjórnin. Yöruhúsið. Hjörtur H,jartar8on yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima 12V2—2 og 4—5*/a. Skrifsfofa Eimskipaféíags ísfands Landsbankanum (uppi). Opin kl. 5—7. Tals. 409. Notið sendisvein frá Sendisvelnastöðinni (Söluturninum). Sími 444. svissneska át-chokolade er eingöngu búið til úr finasta cacao, sykri og mjólk. Sérstaklega skal mælt með tegundunum >Mocca<, >Berna«, >Amanda<, >Milk<, >Gala Peter«, >Cailler«, >Kohler< suðu- og át- chokolade er ódýrt en ljúffengt. hollenzka cacao, kanpa allir sem einn sinni hafa reynt. Það er nærandi og bragðhetra en nokk- nrt annað cacao. í heildsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eiríkss, Reykjavik. Mentabúrið. Breytingar til batnaðar. Aðsóknin að Landsbókasafninu eykst árlega og er það stór fram- faravottur. Mun það nii láta nærri sanni að 70—80 gestir sitji þar á lesstofunni síðari hluta hvers dags. En jafnframt því sem gestum fjölg- ar þar fer og annað í vöxt, sem ekki er jafn gleðilegt, en það eru gripdeildir. Húfur, hattar, kápur, skóhlífar o. s. frv. hafa til þessa átt lítinn rétt á sér í anddyri hússins, enda er óvíða jafn auðvelt að taka í »misgripum« eins og þar. Hefir margur maðurinn farið þangað inn í spánnýrri yfirhöfn frá Thorsteins- son og skóhlífum frá Lárusi, en komið þaðan út aftur kápulaus, ber- höfðaður og »berfætturc, hafi hann þá ekki viljað sætta sig við það, sem honum var skilið eftir — eldgamalt, skitið húfupottlok sunnan af Nesj- um eða hattkúf norðan af Horn- ströndum. Við þessu hefir ekki verið gott að gera. Áð vísu hefir margur mað- urinn treyst á það að dyravörðurinn mundi gæta þess að gripdeildir ættu sér eigi stað. En með sanngirni hefir það verið ómögulegt að krefj- ast þessa af honum. Væri það mið- ur geðfeldur starfi og eigi vinsæll, ef hann ætti að spyrja hvern þann mann er út færi hvort hann ætti yfir- höfn þá eða skóhlífar er hann tæki. En nú hefir þó verið ráðin bót á þessu, að undirlagi dyravarðar. I anddyri hússins hefir verið komið fyrir klæðageymslu og er þar stúlka til þess að annast um geymsluna. Bókasafnsgestir eiga að fá henni til varðveizlu yfirhafnir sínar og skó- hlífar og stendur hún þeim skil á því aftur, er þeir fara. Fyrir þetta greiðast 5 aurar í hvert skifti. En þó það séu ekki miki! útlát drægi það sig þó saman fyrir þá sem koma oft á dag. En þá er það ráð til að kaupa sér mánaðar eða viku- miða — og er þá gjaldið 5 aurar á dag, hvort sem menn koma einu sinni eða oftar. Munu allir gestir verða þessu fegnir — sumir yfir því að eiga það ekki lengur á hættu að missa eignir sínar og aðrir yfir því að sleppa við freistinguna........ Vík. Siglingabann. Jes Zimsen ræðismaður fékk í gær símskeyti frá Bretlandi þess efnis að brezka stjórnin hefði lagt bann fyrir það að nokkur útlend botnvörpuskip leituðu hafnar á austurströnd Bret- lands. í skeytinu er eigi nefnt til hve langs tíma bann þetta nær, en ganga má út frá þvi að engin breyting verði frá þessu um hrið. Eigi er unt að vita ástæður brezku stjórnarinnar fyrir bauninu. En mjög nærri virðist liggja að sitja þessa ákvörðun stjórnarinnar í samband við þann orðróm, sem undanfarnar vikur hefir legið á þvi, að botn- vörpuskip með erlend — ekki brezk — flögg feru um Norðursjóinn og vörpuðu þar niður tundurduflum. Slys. Stúlka meiðist í „Töunni“. Það slys bar til í fyrradag i klæða- verksmiðjunni »Iðunn«, að stúlka festi hægri hendina ikembingarvélinni og :meiddist töluvert. Hét sú Sig- riður Jónsdóttir, dóttir Jóns Fljóts- hliðarskálds Þórðarsonar i Bjarnaborg. Sigriður var við vinnu á þriðju- daginn er slysið bar að. Festist þá hendin í vélinni og skaddaði mjög vöðvana i lófanum. Var hún samt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.