Morgunblaðið - 24.10.1914, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1914, Blaðsíða 1
Laugard. 1. argangr 24. okt. 1914 MORGUNBLADID 350. töiublad Ritstjórnarsími nr. 500 [ Ritstjóri: Vilhjálmut Finsen. j ísafoldarprentsmiðja j Afgreiðslusimi nr. 140 Biografteater Reykj avíkftr. Tals. 475 Við dauðans dyr. Ákaflega áhrifamikill ejúnleikur i þrem þáttum. — Aðalhlutverkið leikur hin alkunna danska leikkona Frú Ellen Price, danskona við konunglega danssviðið i Eaupmannahöfn. Skrifstofa Eimskipaféíags íslancfs Landsbankanum (uppi). Opin kl. 5—7. Tals. 409. Jón G. Snædal Þingholtsstr. 21 kennir orgelspil. Þeir, sem vildu læra hjá honum, komi fyrir mánaða- mót. Heima kl. 5—7. Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg 10. Simi 28. Venjul. heima 12^/2—2 og 4—jVa- Nýja verzlunin — Hverfisgötu 34 (áður 4B) — Plestalt (utaBt og inst) til kvenfatnaðar og harna og margt fleira. Góðar vörurl — Odýrar vörurl Kjólasanmastofa byrjaði 1. sept. Notið eingöngu: *Ni9rin< °8 »Fuchs« V ^llDl a. ágætu skósvertu og skóáburð i öllum litum, Bauer feitisvertu, Pascha fægiefni, Kosak ofnsvertu, Sápuduftið »Goldperle«, »Schneekönig« »A« »B« og »BS«. í heildsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eiríkss, Reykjavík. * Þýzkaland og England. Þýzkur þingmaður, Naumann að nafni, hefir nýlega haldið fyrirlestur um ófriðinn og lýst yfir að enginn Þjóðverji vilji hafa stundarfrið eða vopnahlé við England. Frá fjárhags- legu sjónarmiði sé ófriðurinn Þjóð- verjum ekki eins tilfinnanlegur og Englendingum, vegna þess að Þýzka- land sé ekki nokkrum háð með mat- vælakaup. Þýzkaland hafi þvi tíma lil þess að láta England biða þang- að til þvi þykir bezt henta. 1 — Hljómleikar í Gamla Bíó, sunnudag 25. okt. kl. 4 síðd. Haraldur Sigurðsson frá Kallaðarnesi. Aðgöngnmiðar fást í bókaverzlunum ísafoldar og Sigf. Eymundssonar og við innganginn og kosta 1 kr. Sjá götuauglýsingar. Tombótu heldur Jivenfélagið ,T1 r i n g u r i n n' laugardag og sunnudag 24. og 25. þ. m. til ágóða fyrir berktaveika fátæktinga í Heijkjavíkurbæ. Tlánar á göfuaugíýsingum. Tramfundur í kvöld kl. 8V* í Templarahúsinu. Erlendar símfregnir London 22. okt. kl. 7.40 síðd. Bandamenn reka Þjóðverja smátt og srnátt af höndum sér á ströndum Belgíu, þrátl. fyrir áköf mótáhlaup þeirra. Flotamálastjórnin kunngerir, að Monitórarnir Severn, Humber og Mersey haíi nýlega tekið þátt í viðureign við Belgíu-strendur og skotið á hægra fylkingararm Þjóðverja. Vegna þess hve grunn- skreiðir þeir eru, var sigurinn mikið þeim að þakka. Þeir settu á land sveitir með Maximbvssum og hjálpuðu til að verja Nieuport og veittu þar drengilega hjálp. Af Bretum féll einn yfirmaður og 5 særðust. Aköfum árásum Þjóðverja í Frakklandi hrintu bandamenn einnig af sér. Kússar unnu mikinn sigur á Þjóðverjum hjá Warshaw, neyddu þá til að flýja og skilja eftir særða og fanga. Þetta er mikill skellur fyrir Þjóðverja. Rússar komu þeim í opna skjöldu eftir ákafa orustu, þar sem barist var með byssustingjum. Bandamenn tóku Roulers og er það álitið þeirra mesta frægðar- verk. 40 þús. Þjóðverjar höfðu áður tekið bæinn en farið þaðan til Nieuport og Dixmude og skilið eftir lítið lið að baki sér. Þá bar þar að 200 franska riddara. Þeir ráku óvinina úr borginni, hjálparlið hlóð girðingar og kom fyrir fallbyssum. Mikið lið Þjóðverja frá Ghent og Briigge skaut á borgina og neyddu Frakka til að hörfa undan 0g lagði eld í strætin til þess að opna fallbyssum sínum leið. Fjöldi bæjarbúa hefir að líkindum farist í kjöllurum. Þá komu Bretar með stórar fallbyssur og börðust alla nóttina. Bandamenn sigruðu Þjóðverja og náðu borginni á vald sitt. R e u t e r. NÝJA BÍÓ <&rogram i fivolé samRvœmt g ötuaucj lýsingum. Styrjöldin mikla. Einkabréf frá Berrie stórkaupm. til Asgeirs konsúls Sigurðssonar. Frh. Þegar stríðið hófst voru mörg þýzk beitiskip bæði i Atlanzhafi og Kyrrahafi og gerðu þar nokkurt tjón á skipum, en nú hefir lítið frézt af þeim um tíma. Það hafa komið fregnir af þvi að beitiskip okkar hafi unnið þeim eitthvað tjón, en engar opinberar skýrslur hafa komið um viðureignina. Þeir breyttu og nokkrum af stærri farþegaskipum sínum i hjálparbeitiskip, en tveimur af þeim hefir verið sökt — Kejser Wilhelm der Grosse og CapTrafalgar. Það er álitið að hin séu hingað og þangað, en það er enginn efi á því að þeim mun náð smám saman. Tvö önnur vopnuð kaupför voru tekin við vesturströnd Afriku í síð- astliðinni viku. jTvö af stærstu beitiskipum þeirra ‘og önnur minni skip hafa Japanar króað inni í Kiao- Chau og munu þau taka sín málagjöld á sinum tima. Þegar öllu er botn- inn hvolft hefir okkur veitt betur á sjónum. Við bíðum þess með þolinmæði að stóru skipin þeirra komi út á sjóinn, en þeir eru að líkindum annaðhvort hræddir eða halda að það sé hyggilegra að bíða. Eg held að biðin verði þeim ekki til neinna hagsmuna, því eftir því sem lengur líður, höfum við æ fleiri skipum á að' skipa, þvi mörg af allra stærstu og nýjustu beitiskipunum eru nú nær fullsmíðuð og mörg önnur smærri skip einnig. Þýzkaland er nú einangrað og skip þess alveg gagnslaus, en okkar skip sigla um öll höf. Nær 200 kaupför höfum við tek- ið af Þjóðverjum og talan eykst vikulega, en þau skip önnur, sem ekki eru í þýzkum höfnum, hafa farið inn á hafnir annara þjóða og komast ekki þaðan fyr en stríðið er á enda. Eg efast ekki um það að Frakkar og Rússar hafi einnig tekið mörg skip af Þjóðverjum. Það er mælt að 80—90 brezk skip hafi verið hertekin i þýzkum höfnum. Það er auðsætt að næstum allur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.