Morgunblaðið - 23.11.1914, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.1914, Blaðsíða 1
Mánudag 23. nóv. 1914 HORGDNBLADID 2. áisrange 23. tölublad Ritstjórnarsími nr. 500 | Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. | Isafoldarprentsmiðja | Afgreiðslusimi nr. 140 — r— ' ■ '■ ■■ ■■ "■ ----- Sleði með háu sæti ósk- ast, — Ritstjóri vísar á. Skrifsfofa Eimshipaféíags íslands Landsbankanum (uppi). Opin kl. 5—7. Tals. 409. Nýja verzlunin — Hverfisgötu 34 — Flestalt (utast og inst) til kvenfatnaðar og barna og margt fleira. GóÐar vörur! — Odýrar vörur! Hjólasaumastofa. Notið eingöngo: »Nigrinc og »Fuchs« V^UDia ágætu skósvertu og skóáburð í öllum litum, Bauer feitisvertu, Pascha fægiefni, Kosak ofnsvertu, Sápuduftið »Goldperle«, »Schneekönig< »A« »B« og »BS«. í heildsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eirikss, Reykjavik. tt. sígepir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. Pimm áhlaup á tveimur tímum. London, 22. nóv., kl. 11.10 árd. Opinber frönsk tilkynning, send ^ * R*rkvöldi, hljóðar svo : L^agurinn hefir verið mjög róleg- ur- Ekkert að frétta neinstaðar að, nema frá Epargues i Woevrehéraði. ar gerðu Þjóðverjar 5 stór fylk- lögaáhlaup 4 tveim klukkustundum, etl þeim var öllum hruudið af stór- 'skotaliði 1 voru. Frá Rússum. London, 22. nóv., kl. 11.20 árd. Eftirfarandi opinber tilkynninghefir verið send frá Petrograd: — Orustan heldur áfram milli Weichsel og Warta og á svæðinu frá Czestochowo til Kraká. — Aðeins smáorustur urðu í Austur- Prússlandi í gær. í Vestur-Galiciu heldur framsókn Rússa áfram. Tilraunir Þjóðverja að vinna sér samúð eru árangurslausar. London 22. nóv. kl. 12.31 e. h. Þýzku blöðin eru nú farin að sjá að barátta sín sé gagnslaus. »Ber- liner Tageblattc og einnig »Cologne Gazette* virðast skilja það, að þýzka baráttan geri ekki annað en fæla frá þeim samúð hinna hlutlausu ríkja. Bretar banna útflutning á te. Brezka stjórnin hefir ákveðið að banna útflutning á te. Hreysti Breta. í sérstakri tilkynningu, sem Sir John French yfirhershöfðingi hefir gefið út, getur hann ekki nógsam- lega dáðst að ágæti brezku hersveit- anna og þrautseigju þeirra. Sérstak- lega segir hann að ómögulegt sé að lofa eins og skyldi hugrekki þeirra og þol í hinum ógurlegu stórskota- hríðum, og það sé heiður að vera með slíkum her. Þýzk hryðjuverk i Belgiu. Belgíska rannsóknarnefndin birtir skýrslu um hryðjuverk Þjóðverja í Ardenne-þorpi, þar sem hér um bil 300 íbúar voru myrtir á þrælslegan hátt, 300 hús brend en þau rænd, sem eftir stóðu. Það er sannað að borgararnir sýndu sig ekki í neinum fjandskap við Þjóðverja. Reuter-skeyti (til Isafoldar og Morgunblaðsins). London 21. nóv, kl. 3,40 e.h. Viðureignin að vestanverðu hefir yfirleitt verið hæg og er það að mestu leyti því að kenna að nú er þar vetrarveðrátta og hörkur miklar. Hefir bæði snjóað og vötn lagt allstaðar. Fótgönguliðsáhlaup hafa næstum algerlega hætt. Stórskotahríðin held- ur áfram með köflum. Horfurnar eru alveg óbreyttar. Aðal áhugi manna beinist nú ein- göngu að hinni miklu orustu, sem geisar í Póllandi. Þjóðverjar eiga aftur skamt ófarið til Warschau. Þessu er tekið með jafnaðargeði af Rússum, sem halda stöðugt áfram inn í Austur-Prússland og Galiziu. R e u t e r. Slysið við bæjarbryggjuna. Einn bátsmanna druknaði. Því miður reyndist það rétt, sem ver gegndi, að eigi komust allir mennirnir af, þeir er voru á bátnum sem hvolfdi við bæjarbryggjuna. Einn þeirra druknaði. Hét sá Rútur Jósepsson og átti heima á Laugavegi. Menn héldu fyrst að allir mundu hafa komist af, en þó lék fyrst nokkur vafi á því um Rút þenna. Var sent heim til hans seint í fyrra- kvöld, til þess að vita með vissu hvort hann hefði komið heitn eður eigi. En hann var eigi heim kom- inn. Var hans þá leita farið og fanst hann örendur uppi við fjörumál. Læknis var þegar vitjað og revndi hann að lífgæ við manninn, en það kom fyrir eigi, því hann hafði legið svo lengi í sjó, enda hélt læknirinn að hann mundi hafa meiðst — lik- lega rotast — þegar bátnum hvolfdi og aldrei vaknaðjiljneðvitundar síð- an. — Slys þetta er jafn hastarlegt sem hörmulegt, þótt engum einum verði um það kent. Bátnum hvolfir við bryggjuna i bezta veðri og menn eru þar þegar við hendina til þess að bjarga. En þó vita þeir eigi fyr en löngu seinna hvort öllum hafi verið bjargað eða eigi. Það er ekki verið að hafa tölu á þeim sem af komast! Þetta er alveg einstakt skeytingarleysi! Þvi, sem aðallega verður um kent að slys þetta vildi til, er myrkrið á bryggjunni. Væri liklegt að þetta yrði til þess að bæjarstjórnin léti setja upp ljósker framarlega á bryggjunni svo bátar gætu séð til að lenda —- og væri þó betur að fyr hefði verið. Ljósker það, sem er á steinstétt- inni ofan við bryggjuna lýsir ekki nægilega langt — kolniðamyrkur er nú á hverju kvöldi niðri á sjálfri bryggjuni. Og mun hvergi tíðkast nema hér í Reykjavik, að eigi séu höfð ljós á aðal-lendingirstöðum í þorpum og borgum. Eða þarf bæjar. stjórnin að bíða eftir því að fleiri farist við bryggjuna? Vér hyggjum trauðla og væntum þess að hún iáti þegar i stað setja upp ljósker fram við bryggjusporðinn. Verður henn1 þá eigi um kent siðar þótt illa fari NÝJA BÍQ Jlýft prógram i hvöíd! .---» D A6 BóíJIN. c=a Afmæli í dag: Elín Guðmundsdóttir húsfrú. Kristín Magnúsdóttir húsfrú. Málmfr. Kr. Björnsdóttir húsfrú. Þórdís GuSmundsdóttir húsfrú. Guðbjörn Guðmundsson prentnemi. Jón Jensson yfirdómari. Afmæliskort fást hjá Helga Árnasynl í Safnahúsinu. Ý1 i r (fermánuður) hefst í dag. Sólarupprás kl. 9.23 f. h. S ó 1 a r 1 a g — 3.5 sfðd. Háfl óð í dag kl. 9.35. f. h. og kl. 10.3. e. h.' V e ð r i ð í gær: Vm. logn frost 1,0. Rv. logn, frost 3,4. ísf. n. sn. vindur, frost 0,5. Ak. s. andvari, frost 2,0. Gr. logn, frost 10,0. Sf. logn, frost 2,3. Þh. F. s. kaldi, hiti 7,1. E i n n farþegi var á Vestu hingað frá Danmörku. Er það stúlka, Jóhanna Magnúsdóttir, dóttir bæjarfógetans á ísafirði. Hefir hún dvalið í Bretlandi um tíma. Gerði hún ítrekaðar til- raunir til þess að fá leyfi yfirvaldanna til þess að hverfa heim til íslands frá Leith. En þær tilraunir mishepnuðust allar. En frá Huli gat hún farið hve- nær sem vildi. Varð hún að fara á flutningaskipi til K.hafnar og komst á Vnstu hingað. — Ungfrú Jóhanna sá hóp belgiskra flóttamanna koma til Hull. Ein telpa í hóp flóttamanna þessara, um 9 ára að aldri, var handa- laus en bundið hvítum dúk um stúf- ana. Fyrir tilmæli Morgunblaðsins hafa erlendu listamennirnir, Weiss og Nielsen, lofað að leika og syngja fyrir 8júklinga á Heilsuhælinu kl. 4r/2 í dagt Vór mæltumst til við þá, að þeir einn- ig gæfu sjóklingum hælisins kost á að njóta listar þeirra og tóku þeir þegar mjög ve| í það. Er oss það ánægju- efni að hafa komið þessu í kring og vottum listamönnunum fyrirfram þakk* læti fyrir sjúklinganna hönd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.