Morgunblaðið - 25.11.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1914, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Póstkort Póstkort fleiri þúsund -■ öll ný mesta og skrautlegasta Úrval nýkomið. öll eldri Póstkort eru nú seld með hálfvirði á Laug-aveg 10 í Klæðaverzlun Guðm. Sigurðss. Reimleiki í Helli Magnaður draugagangur. Það hafði komið flugufrétt um það hingað til bæjarins að reimleika hefði orðið vart í Helli í Asahreppi, en fæstir lögðu trúnað á það. Nú hafa komið nákvæmari fregnir af þessu og er það síður en svo að alt sé með feldu þar eystra. »Ingólfur« hefir fengið skýrslu um reimleikann, frá Simoni fóns- syni bónda á Selforsi. Reimleikans var fyrst vart i sláttarlok og voru þá engir heima nema húsfreyja með tvö börn sín. Heyrði hún þá margt furðulegt að nóttu til og vakti það henni megnan ótta. Um morgun- inn fór hún til nágranna sinna og sagði söguna. Voru þá röskir menn sendir til Hellis og dvöldu þeir þar nokkra hrið og urðu margs varir. Þegar lengra leið fóru undur þessi mjög í vöxt og lauk svo að eigandi bæjarins, Sigurður bóndi á Selalæk, sá sér eigi annað fært en að rifa hann til grunna og færa úr stað ef ske kynni að þá létti af þessum ófögnuði. En eigi tók þá betra við og magn- aðist draugurinn óðum við flutn- inginn. Lætur hann nú jafnvel meira á sér bera um daga en næt- ur og gengur svo að segja ljósum logum. Fyrir fáum dögum var fólkið að matast inni í baðstofu. Tók sig þá upp skaftpottur af miðju borðinu, fiaug eins og fiðrildi yfir höfðum fólksins og rakst í gluggapóstinn af svo miklu afli að sex rúður hrukku úr glugganum út á hlað. Eigi sá- ust nein missmíði á gluggapóstinum og skaftpotturinn fell niður í glugga- kistuna. Hreppstjórinn hefir reynt að kom- ast fyrir orsakir draugagangsins, en einkis orðið vísari. Nú ættu þeir menn, sem bezt skynbragð bera á dularfull fyrir- brigði, að taka sér ferð á hendur austur eftir og vita hverju fram fer þat. Þetta er sjálfsagt of gott tæki- færi til þess að því megi sleppa. Perur Gpli Vínber bezt í Liverpool. Stjórnarskiftin í Italín, Nýja stjórnin í Ítalíu er þannig mönnum skipuð: Signor Salandra, forsætisráðherra. Baron Sonnini, utanríkisráðherra Signor Martine, nýlendúráðherra Signor Orlando, dómsmálaráðh. Signor Carcano, skattamálaráðh. Signor Daneo, fjármálaráðherra Signor Ciuffelli, atvinnumálaráðh. Signor C- vasola, landbúnaðarráðh. Signor Grippo, fræðslumálaráðh. Zuppelli hershöfðingi, hermálaráðh. Viale flotaforingi, flotamálaráðh. Signor Riccio, samgöngumálaráðh. Stjórnin þykir vel skipuð og sér- staklega bera menn mikið traust til utanríkisráðherrars, Sidney Sonnine baróns. ,Vetur‘. Hafs að munni — hátign sönn — hnígur »sunnan« bjarta slóð. Út að grunni faðmar fönn »Fjallkonunnar« hjartablóð. Veittu griðin gæðasvinn, — geisla-»Iðunn«, því sem frýs; hlýnar viður vanga þinn vorri friðar-»Paradís». Víst það hlýtur hrífa mest: hennar líta blómastund. Skrúðann hvíta ber þó bezt blessuð nýta »Móðurgrund«. J. S. H ú n f j ö r ð . Gamla Bíó hefir þessa dagana aukamynd fyrst á sýningarskránni. Er hún frá Kaup- mannahöfn fyrstu dagana eftir að ófriðurinn hófst. Eins og fyr hefir verið getið í Morgunblaðinu er ekki trútt um, að sumstaðar hafi menu verið óttaslegnir. Allir herskyldir menn eru kallaðir saman og sjálfboðaliðar koma í hópum. Aðallega er gaman fyrir þá að sjá myndina, sem hafa verið í Kaupmannahöfn. Aðalmyndin heitir »Bræðurnir« njósnarsaga í tveim þáttum leikin af hinum frægu leikurum Carlo og Clara Wieth og Gunnar Palnæs, sem bezt lék í myndinni Ásta eldur«, sem Gamla Bíó s/ndi fyrir skemstu. {---» O AGBÓFJIN. C=3 Afmæli í dag: Guðbjöm Guðmundsson trósm. Guðm. Gamalielsson bóksali. Afmæliskort fást hjá Helga Árnasyni í Safnahúsinu. Sólarupprás kl. 9.29 f. h. Sólarlag — 2.59 síðd. Háf 1 óð f dag kl. 11.38. f. h. og kl. 11.58. e. h. Augnlækning ókeypis kl. 2—3 1 Lækjargötu 2 uppi. P ó s t a r í dag : Ingólfur til Borgarness og kemur þaðan aftur á morgun. V e ð rS ð í gær: Vm. n.v. sn. vindur, hiti 1,0. Rv. n. gola, hiti 1,2. ísf. logn, frost 2,5. Ak. s. andvari, snjór, frost 2,0. Gr. n.n.v. kul, snjór, frost 2,0. Sf. logn, hiti 2,0. Þh, F. v. gola, regn, hiti 4,8. Samúel Eggertsson skraut- ritari hefir gefið út fagurt minningar- spald um Hallgrím Pótursson. Spjald þetta er prentað í Leipzig og átti að koma hingað í sumar. En vegna stríðsin8 gat það ekki komið fyr en núna. P o 11 u x kom að vestan í gærdag og fór aftur til Austfjarða og útlanda. Með Bkipinu fóru héðan erlendu lista- mennirnir, Edw. WeÍHS og Per Nielsen. E r 1 e n d u listamennirnir efndu til hljómleika fyrir sjúklinga Heilsuhælis- ins f fyrradag. Um 50 sjúklingar gátu verið viðstaddir, en nokkrir voru svo sjúkir að þeir eigi gátu verið á fótum. Því miður gátu listamennirnir eigi sungið og leikið, eins mikið og æskilegt hefði verið. Hljómleikur var ákveðinn í Gamla Bio kl. 9 og þeir báðir þreyttir eftir að hafa efnt til 5 hljómleika síðan þeir komu hingað. Áheyrendurnir á Vffilsstöðum klöppuðu þeim óspart lof í lófa, og eftir að hafa notið gestrisni yfirlæknisins, Sigurðar Mangússonar og frúar hans, óku lista- mennirnir í bifreið aftur til Reykja- víkur. Bendtsen málari færði oss heljar- stórt epli að gjöf < gær. Hafði faðir hans, sem heima á í Usseröd f Dan- mörku, sent honum ávaxtakassa og þar á meðal var eplið stóra. Það var 375 grömm að þyngd — og er að lfkind- um stærsta eplið, sem hingað hefir komið. í s 1. g 1|< m a n : Er okkar íþrótt. Lærið að glíma. Gangið f Ármann. t&Claénar patrónur cCaírónufiylfii dCvallficííur <3*úéur fl.f. P. J. Thorsteinsson & Co. í LikY« (Godthaab) Vei þér, Japan! Úr þýzkum blöðum. »Lokalanzeiger« ritar: Hin hreysti- lega vörn Kiao-Chau mun aldrei fyrnast í þýzkum lcndum og aldrei gleymast þeim, sem þar börðust. En jafnframt mun oss eigi gleymast hin ósvífna árás gulu ræningjanna o£ eigi munum vér gleyma Englandi, sem æsti þá til ódæðisins. Vér vitum það að vér getum ekki enn þá launað Japan lambið grá. Það getur vel verið að það geti í mörg ár hrósað hinu ósvífna ráni. En kemst þó hægt fari, og þótt mörg ár líði munum vér fátt um það ræða en þeim mun oftar nugsa um það, og þegar svo að lokum hinn mikli dagur hefndarinnar rennur upp mnn alt landið hrópa einum rómi: Vei þér, Japao 1 Öll þýzku blöðin dázt að hinn hrausta varnarliði Tsingtaus, sem varðist ofurefli liðs í 2^/2 tnáouð. Þau stæra sig af þeirri brennandi föðurlandsást, sem hefir lýst sér meðal setuliðsins J nýlendunni og segja að það hljóti að bera góðan árangur heima fyrir. Þjóðverjar búa sig undir veturinn. Sleðadrög og tjaldgrindur pantað i stórum stíl. Þýzka herstjórnin hefir nýlega pantað ógrynnin öll af timbursmíði hjá þýzku verksmiðjunum, og á her- inn að nota það alt í vetur. Til dæmis á að smíða 5000 sleðadrög úr sterkum rauðaviði. Eiga þau að hæfa sleðagrindum, sem þegar erú smíðaðar og verða sleðarnir hafðif til þess að aka á þeim vistum, skot- færum og öðrum nauðsynleguff1 farangri. Auk þess hafa verið pantaðir uð nýju 600,000 tjaldgrindur úr þýzk' um askviði. Eru nú timburverk- smiðjur í Köln, Essen, Hamburg; Berlin, Grandenz, Elbing, Katlsruhe og Numberg þegar teknar til starf3 við það að afgreiða pantanir þessat-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.