Morgunblaðið - 21.12.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1914, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Bretar andmæla tilkynningu Þjóðverja. Flotamálastjórnin mótmælir hinni opinberu tilkynningu Þjóðverja um það, að enskum sprengileyðum hafi verið sökt í síðustu viðureigninni i Norðursjó. Engu brezku skipi af neinni tegund var sökt. Manntjón Breta voru 5 menn dauðir og 15 sárir. Siglingar Breta. Stjórnin hefir séð sér fært, vegna þess hve vel flotinn stendur að vígi, að lækka ófriðarvátryggingu á flutn- ingi á sjó úr tveim guineum niður í 1 x/2 og á skipum úr 20 sh. niður i 15 sh. fyrir eina ferð og fyrir 3 mánaða ferð úr 40 sh. niður í 30 shillings. Smálestatal brezkra skipa, sem komu til hafna í brezka ríkinu í nóvembermánuði var yfir 2J/2 milj. og er sú tala tæpum fjórðungi lægri en samsvarandi upphæð í fyrra. Reuter-skeyti (til Isafoldar og Morgunblaðsins). London 19. des. kl. 4.35. - Nú er fullyrt, að 103 menn hafi farist og 444 særst i Hartlepool. Bretastjórn hefir útnefnt prins Hussein, frænda khedivans fyrir Khediva i Egyptalandi, og ber hann soldánstitil. Rússnesk tilkynning, þó eigi opin- ber, hæðist að þeirri fullyrðingu Þjóð- verja, að þeir hafi unnið stórsigur i Póllandi. Þýzka skýrslan er án efa fram úr hófi orðum aukin, en sumstaðar hafa þó Rússar verið hraktir aftur á bak í áttina til Warschau. Austurríkismenn hafa einnig sótt fram margar milur í Galizíu vestan- verðri. Síðasta opinber tilkynning Rússa segir, að næstum hafi orðið hlé á viðureigninni á vestri bakka Weichsel- fljóts, eftir að síðustu áhlaupum Þjóð- verja hafði öllum verið hrundið. Rússar hafa neyðst til þess að láta suma heri sína hafa hægt um sig í samræmi við framsókn nokkurs nluta liðsins í áttina til Bzura-fljótsins og stöðugrar liðsaukingar Austurríkis- manna í Karpatafjöllum. R e u t e r. G a s i ð. í tilefni af því, að »Morgunbl.« kvartar í dag yfir þvi, að gasið í bænum sé mjög slæmt þessa dag- ana, leyfi eg mér að geta þess, að bæjarstjórnin lætur daglega rannsaka gasið í efnaransóknarstofu landsins og að ekki hafa frá því í október- mánuði til þessa dags fundist í því skaðleg efni, sérstaklega hefir ekki orðið vart við brennisteinsvatnsefni í gasinu. Dagana frá 7. til 13. nóv. var gasþrýstingurinn nokkuð lítill og ekki jafn, en síðan hefir gasþrýst- ingurinn stöðugt verið jafn og hefir sérstaklega síðustu dagana, frá 13. •<} m., haldist óbreyttur um 50 mm. Gasið er því einmitt þessa dagana svo gott, sem frekast getur orðið, og umkvörtunin í Morgunblaðinu bygg- ist á einhverjum misskilningi. Þar sem þér, herra ritstjóri, hafið í blaði yðar látið í ljós, að bæjar- stjórnin þyrfti að hafa afskifti af því, að gasið, sem látið er i té frá gas- stöðinni sé gott, vænti eg að yður sé einnig ljúft að birta í blaði yðar þetta bréf, sem sýnir að bæjarstjórn- in hefir daglega gætur á gasinu, bæði hvað samsetningu og þrýsting snertir. 19/12. K. Zimsen. Oss er það ekki nerr.a ánægja að birta þessa leiðréttingu borgarstjóra, en vér verðum þó að spyrja: Hvern- ig stendur á því að gasljósin loga misjafnt, þó gasþrýstingurinn sé alt af hinn sami og gasið hið sama að gæðum? Mun það ekki því að kenna að gasþrýstingurinn sé of lltill þegar látið er loga á öllum gaslömp- um og ljóskerum bæjarins í senn? Núna fyrir jólin er gaseiðslan auð- vitað langmest. Og þarf því gas- þrýstingurinn að vera meiri en ella, eða er ekki svo ? Viðgerðin á dómkirkjunni. í gær var messað í dómkirkjunni fyrsta sinni eftir að viðgerðin á henni var á enda. — Um mitt sumar var byrjað að gera við kirkjuna og hefir verið unnið að breytingum og aðgerðum í sí- fellu þangað til í miðri síðustu viku. Hverju hefir verið breytt og hvað hefir verið gert í kirkjunni? Fyrir nokkru veittu menn því eft- irtekt, að gólfið í kirkjunni, sem var úr tré, var farið að síga töluvert og gefa sig. Bekkir nokkrir voru orðn- ir skakkir og viðgerð á þessu var nauðsynleg. Trégólfið var rifið út og nýtt steingólf, þakið »linotol« (korkkendum pappa) lagt. Stólum öllum hefir verið breytt. Bökin á stólunum halla nú dálítið aftur, en undir hverjum bekk er bil, svo nú þarf enginn lengur að sitja með krefta fætur í dómkirkjunni. — Skrúðhúsinu, sunnanverðu við kirkjuna, hefir og verið breytt dálít- ið. Dyr hafa verið gerðar mót suðri, en sitt hvoru megin við dyrnar eru tvö smáherbergi, ætluð prestinum til afnota — fyrir og eftir mesu. — Þá hafa verið gerðar tvær mjóar dyr sín hvoru megin við aðaldyrnar að vestanverðu. Verður nú gengið beint inn um þær dyr upp tröppurnar, og verður það til þess að minka þrengsli í anddyrinu, sem oft hafa verið mjög tilfinnanleg við hátíðar og giftingar. Eins og menn muna, voru i kirkj- unni tveir stórir, gamlir og kolsvart- ir ofnar. Nú eru þeir horfnir og í þeirra stað komin miðstöðvarhita- tæki. Hefir þessu verið komið fyr- ir í kjallara undjr kórnum og eru þannig útbúin, að kirkjan verður öll heit á mjög skömmum tíma. Heitu lofti er veitt upp um grindur í kórn- um og út i hvert horn i kirkjunni. Loks hefir mestur hluti kirkjunnar verið málaður og yfirleitt hefir útlit hennar stórbatnað við þær breyting- ar, sem gerðar hafa verið. Frá Indverjum. Ýmsar sögur eru sagðar um af- reksverk indverskra hermanna, sem berjast nú með Bretum i Frakklandi og Belgíu. Þetta er ein þeirra: Dag nokkurn hafði Ghurka sveit orðið fyrir ákafri skothríð frá þýzkri skotgröf í eitthvað 200 metra fjar- lægð. Þegar dimma tók sendu Ghurkar 4 menn úr skotgryfju sinni og skriðu þeir út í myrkrið. 3 stund- ir liðu og ekkert heyrðist. En rétt fyrir aftureldingu heyrðust mikil hræðsluóp og köll úr skotgryfjum Þjóðverja. Eftir eitthvað einnar mín- útu viðureign í myrkrinu flýðu Þjóð- verjar, sem fætur toguðu. Þeir höfðu orðið hræddir er þeir urðu fyrir höggum og lögum frá mönnum, sem þeir ekki sáu. Ghurkarnir fjór- ir komust aftur til sinna manna ósærðir og höfðu þá lagt að velli 15 Þjóðverja og stökt hinum úr skot- gryfjunni. Ein sagan er á þessa leið: Tveimur indverskum hermönnum var einu sinni sagt að fara og njósna um skotgryfju Þjóðverja, sem var kippkorn þaðan í burtu. Nótt var á. Þeir skriðu með jörðu 20 faðma hvor frá öðrum. Er þeir voru komnir hálfa leið, köstuðu Þjóðverjar leitar- ljósi á svæðið milli skotgryfjanna. Leitarljósið lenti ekki nema á öðrum þeirra og sá hann þegar að sér mundi eigi undankomu auðið. Stóð hann þá upp og hneigði sig að austur- lenzkum sið fyrir Þjóðverjum og gekk síðaní áttinatil skotgryfju þeirra. Þjóðverjar hættu að skjóta og lofuðu manninum að koma inn í skotgryfj- una. Þeir tóku hann síðan tali og fór það fram mest með bendingum. Þeir nefndu ýms indversk þjóðnöfn en hann hristi altaf höfuðið, þangað til Þjóðverjar nefndu »Múhameds- maður* þá kinkaði hann kolli. Litlu síðar mintust Þjóðverjar eitthvað á Breta. índverjinn brá þá hendinni á hálsinn og lét korra í sér og hafði á sér mesta fyrirlitningarsvip. Síð - an var Indverjinn þar um nóttina i góðu yfirlæti. Um morguninn gaf hann foringja Þjóðverja það í skyn með bendingum að hann mundi geta náð í 23 múhamedsmenn úr skot- gryfju sinni ef hann væri sendur þangað aftur. Foringinn trúði hon- um eins og nýju neti, gaf honum kaffi og sendi hann síðan á stað. Þegar Indverjinn kom aftur til sinna manna var honum tekið þar með miklum fögnuði, enda gat hann frætt þá um margt. Gogna Singh er fyrsti indverski hermaður, sem fengið hefir Viktoríu- krossinn. Aður fyrri voru indversk- ir hermenn aldrei sæmdir Viktoríu- krossinum, en þegar Georg konung- ur var krýndur í Delhi 1912, ákvað hann að eftirleiðis skyldu indverskir pas i^pi QBg Til þess að gera ölllum jólin selB ánægjulegust hefir verzlunin Breiðablili Lækjargðtu 10 B ákveðið að gefa 10% afslátt frá sínu vanalega lága verði, í ^ og til jóla, á eftirtöldum vöru®' Eplum, Vínberju,I,' Appelsínum, flestöllum ávðxtum í dósUII,, t Sultutau, allskonar kertum og handsápU^,!,, át- og suðu Chocolade» sem verzlunin hefir nú fengið úrval af, og öllum Barnaleikfönguii1' Þessi afsláttur verður innfærðuf' viðskiftabækur hinna föstu viðskift5 vina verzlunarinnar. Yörurnar sendar h e i $ ef óskað er * / Sími 168. Sími hermenn sæmdir þessum krossi j3^4 og aðrir þegnar hans. ^ Gogna Singh var i skotgryfju 15 mönnum er Þjóðverjar réðus£ þá. í bardaganum skaut G0#1^ Singh foringja Þjóðverja og tók honum sverðið og drap síðan í0 manns, en þá féll hann af sáfolJl' Hann liggur nú í sjúkrahúsi í $0Ú logne og hefir 5 sár; eitt áfætiu0^ annað á brjóstinu, þriðja og sitt á hvorri hendi og fimta á h° inu. ^ Tveir Sikhar voru leiðir á 3 ^ gerðaleysinu og- lögðu kvöld e1^ stað á eigin býti. Nokkru sl komu þeir til foringja síns og s°£ f »Við fundum mann með riffih h er riffillinn*. 1--■ DA6BÓ F>IN • * Afmæli í dag: Bengta K. Ándersen, jungfrú. Kristín Hendriksdóttir, húsfrú. Jóla- og nýárskort fásfc Helga Árnasyni í Safuahúsinu. W* Sólarupprás kl. 10.23 f- b Sólarlag — 2.25 sfö0' H á f 1 6 8 í dag kl. 8.22. f b' og — 8.41. e* b'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.