Morgunblaðið - 29.01.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Times um ósigurinn hjá Soissons. Síðan Bretar unnu sigurinn hjá Marne og Þjóðverjar urðu að hrökl- ast norður yfir Aisne snemma í september, hefir lítil breyting orðið á norðan við Soissons. Frá Soissons liggur járnbrautin tií Laon næstum í hánorður. Hún liggur um þoipið Crouy og þaðan um dal á milli tveggja hnjúka. Hnúkurinn vestan við járnbrautina er nefndur »132 hæðin«. Hnúkurinn að austanverðu skagar út úr hásléttunni umhverfis Vregny, og dalurinn á milli þeirra er tæplega míla á breidd, og er ekki nema rúmar 2 mílur þaðan til Sois- sons. Föstudaginn 8. jan. tóku Frakkar »132 hæðina*, og farast þeim svo orð um það, þótt eigi séu þeir gjarn- ir á að hrósa sér sjálfir, að það væri ágætt hreystiverk. Þeir náðu þar þreföldum skotgryfjum Þjóðverja. Þrisvar sinnum gerðu Þjóðverjar gagnáhlaup, sem þá reyndust árang- urslaus, og í bræði sinni skutu þeir þá á Soissons og kveiktu í dóms- málahöllinni. Laugardaginn þ. 9. jan. gerðu Þjóðverjar aftur árangurs- lausar tilraunir til þess að ná því svæði, er þeir höfðu mist. Á sunnu- daginn tóku Frakkar enn 250 faðma af skotgryfjum Þjóðverja, og náðu þá, eftir þvi sem þeir sögðu, full- komnum yfirráðum yfir »132 hæð- inni«. Á mánudaginn hóf Von Kluck hershöfðingi sókn að nýju, og er það álitið að hann hafi fengið liðsaukningu með járnbrautum. Gerðu Þjóðverjar þá áköf áhlaup bæði á »132 hæðina« og hnjúkinn hinum- megin við dalinn, sem bandamenn höfðu þá um nokkurn tíma haft á sínu valdi. A þriðjudaginn var það auðsætt að Þjóðverjum hafði veitt drjúgum betur. Frakkar viðurkendu þá að þeir héldu aðeins hlíðunum á »132 hæðinnic, og um kveldið voru þeir reknir burtu af hnjúknum hinum- megin. Aukalið frá Crouy, sem liggur í dalnum, gat ekki komið fé- lögum sinum til hjálpar. Þjóðverjar segja að á þriðjudagskvöldið hafi þeir unnið algeran sigur á Frökkum, rek- ið þá burtu af hæðunum, tekið 1700 fanga, 4 fallbyssur og margar vél- byssur. Skýrsla, sem nú er birt i París, virðist sýna það, að Frakkar hafi verið reknir af báðum hæðunum og hafi hörfað aftur suður fyrir Aisne á þriggja mílna löngu svæði milli Crouy og Missy. Þeir halda Sois- sons ennþá og brúarsporðum, þar sem áin hefir ekki sópað brúnum á brott. Sem stendur verður maður að skoða þetta sem stundarsigur fyr- ir óvinina, og þeim hafi tekist að hrekja bandamenn á einum stað, en ekki að rjúfa herlínu þeirra. Ann- ars má kalla svo, að nú sé sótt aft- ur í sama horfið á þessum stað og var fyrir hálfum mánuði. r——1 DAGBÓRIN. (=3 Afmæli í dag: Johanne M. J. Havsteen, húsfrú. Þyri Helga Benediktsdóttir, jungfrú. GuSrún Halldórsdóttir, verzlunarstúlka. Pótur Þorsteinsson, verkstjóri. Ólafur Jónatansson, verzlunarmaður. VeSriS í gær: Vm. logn, snjór, frost 0.5. R.v. s.a. andvari, regn, hiti 0,7. ísaf. a. snarpur vindur, hiti 1.2. Ak. s.a. kaldi hiti 0.0. Gr. a. kaldi, frost 4.0. Sf. n.a. kui, snjór, frost 0.9, Þh., F. logn, hiti 3.5. Talsímaslit töluverS urSu hér í bænum í fyrrinótt. Snjókoma var mikil og hafa þræSirnir slitnaS undir þyngslunum. í Hafnarstræti voru allir þræSirnir milli tveggja staura slitnir. Talsímaslit hafa orSiS allmörg upp á síðkastiS. Hafa því allir nýir þræSir veriS grafnir í jörSu — og er þaS mlkil bót. Eggert Ólafsson kom úr fisk- söluferS frá Bsetlandi í gær. V e s t a kom frá VestfjörSum í gær. SkipiS skipaSi hór aS eins farþegum og pósti á land og hólt svo til Hafnar- fjarSar. Farþegar aS vestan voru P. A. Ólafsson konsúll, Björn Olsen kaup- maSur og Þorkell Clausen, sem dvaliS hefir viS kolagröft í Dufansdal. Hlutafélag er nýmyndaS hór í bænum til þess aS gefa út bók meS myndum og lýsiugum á listaverkum Einars myndhéggvara Jónssonar. Slík- ar bækur tíSkast mjög erlendis og er þaS vel fariS aS bráSlega er von á slíkri bók um Einar Jónsson. Stefán Björnsson cand. theol., sem áSur var ritstjóri Lögbergs, er aS mynda nýjan fríkirkjusöfnuS í FáskrúSsfirSi. S t e r 1 i n g fór til BreiSafjarSar í gær. MeSal farþega voru Einar Vigfús- son bakari, Oskar Clausen bókhaldari, Hjálmar SigurSsson og Árni P. Jóns- son kaupm., allir til Stykkishólms. F i s k u r var seldur hór í bænum í gær fyrir 8 aura pundiS. B o t n í a kemur viS í Leith í næstu ferS hingaS. SkipiS fer frá Kaup- mannahöfn 30. þ. m. Fangaskifti, Fréttaritari ítalska blaðsins »Messa- gero* segir, að þýzka stjórnin hafi skýrt Bandaríkjunum frá þvi, að hún sé fús til þess að skiftast á 5000 föngum við Breta. Alt eru það ör- kumla menn, sem ekki eru framar hæfir til herþjónustu. Þjóðverjar í herteknu landi. Franskur maður, sem á einhvern hátt slapp úr greipum Þjóðverja, hefir skýrt »Le Temps« írá því hvernig Þjóðverjar fari fram í hér- uðum þeim, er þeir hafa hertekið. Fyrst og fremst hugsa þeir um að ná sér í sem mest af matvælum, en sjá þó jafnframt um, að lands- búar líði ekki hungur. Þeir leita sér nákvæmra upplýsinga um það hve íbúarnir eigi mikið kvikfé, hve raikil uppskeran hafi verið og iðnaðar- framleiðslan og jafnframt athuga þeir það, hve mikinn herskatt megi leggja á ibúana, sem eftir hafa verið í landinu. Til að koma í veg fyrir hungurs- neyð er hverjum manni gefið eitt pund mjöls á dag. Víða hefir þó verið brauðskortur og fyrst skorti einnig sykur, kaffi, salt eldspítur og tóbak, en nú er þegar ráðin mikil bót á þessu, því þýzkir kaupmenn koma þangað unnvörpum í bifreið- um. Verð á nauðsynjavöru hefir hækkað allmjög. Bannað er alger- lega að selja nokkurt áfengi. Fransk- ar póstferðir hafa alveg lagst niður og Þjóðverjar nota járnbrautirnar einir til hernaðar þarfa. Á öllum götuhornum og vegamótum eru settir leiðarvísirar á þýzku og þýzk klukka er notuð í landinu. Skólarnir hafa verið opnaðir aftur og frönsku kennararnir kenna þar það sem þeirr. sýnist. Þjóðverjar gera alt sem í þeirra valdi stendur til þess að hæna að sér landslýðinn. Sérstaklega reyna þeir að telja hon- um trú um, að Frakkar og Þjóð- verjar mundu stórgræða á því, að gera með sér bandalag. Frakkar væru akuryrkjuþjóð, Þjóðverjar iðnaðar- þjóð — þeir ætta að sameinast gegn “Sretum. Allar brýr og vegir er endur- bætt eða gert að nýju, alveg eins og Þjóðverjar viti það með vissu, að þeir muni eiga landið um aldur og æfi. Wilson og Mexikó. í ræðu sem Wilson Bandaríkjafor- seti hélt í Indianapolis núna eftir nýárið, komst hann meðal annars svo að orði: Hafa ekki Norðurálfu þjóðirnar farið eins langt og þær komust, og úthelt eins miklu blóði, eins og þeim sýndist til þess að jafna mál sín. Eigum við þá að neita Mexiko um það, af því það er smáríki? Nei, segi eg. Eg stæri mig af því að tilheyra þeirri miklu þjóð, sem seg- ir: Þetta iand, sem við gætum kúg- að, skal hafa eins mikið frjálsræði í einkamálum sínum og við sjálfir. Það þykir líklegt að þessi skoðun forsetans á Mexikodeilunni, sem al- drei hefir verið verri en nú, muni lítt auka álit hans framvegis. Það hafa jafnvel heyrst raddir um f,a hvort það geti verið virðingu Banda ríkjanna samboðið, að leyfa nágrann* sínum að njóta frjálsræðis sins 0 þess að ganga glapstigu hinna verstu og villimannlegustu borgarastyrjaldafr er sögur fara af. Aga Khan f arinn til Indlands Enginn hafði heyrt getið um Aga Khan fyr eun ófriðurinn hófst- Þá drógu Englendingar hann fra01 á sjónarsviðið. Og hann er þá ekk' ert smámenni, indverskur fursti og aðalleiðtogi Múhameðsmanna í 1°^' landi. Á hann, að vera komiun > beinan karllegg af spámanniuuiU sjálfum og vilji hans ræður Þv* miklu bæði í Asíu og Afrlku alstaðar þar sem Koraninn er lesinU og Múhameðsmenn búa. Hann gerðist sjálfboðaliði skömnn3 eftir að ófriðurinn hófst og ætlaðt að berjast með löndum sínum á víg' vellinum I Frakklandi. En eigi 1& hann þó þar staðar numið, heldur gerði hann og orðsendingu trúbræðr- um sínum í Indlandi og hvatti Þ* til þess að vera holla Bretum. En eftir að Tyrkir hófust handa og hið heilaga stríð var boðað, hafa Englendingar séð það að Aga KhaO gat orðið þeim að meira liði annar- staðar en á vígvellinum. Hefir hann því farið til Indlands til þess að halda landsmönnum i skefjum með góðu og yfirleitt- öllum þeim Md' hameðsmönnum, sem hans orð meta. A leiðinni kom hann við f Egyftalandi og hafði þar tal af nýja soldáninum og mörgum helztu Md' hameðsmönnum þar í landi. Sparaði hann þá ekki að tala máli Breta og þykir líklegt að það muni hafa ein' hver áhrif haft. - ý' - - Þjóðverjar vongóðir. Brezkur blaðamaður fékk leyfi rúss- nesku herstjórnarinnar til þess að skoða sig um á vígvellinum hji Rawka. Eftir að hann hefir lýst hvernig þar er umhorfs segir hann frá því, að hann hafi hitt nokkra þýzka fanga og talað við þá. Hann segist hafa kent í brjósti um Þ^ vegna þess hvað þeir hafi verið aumingjalegir, óhreinir og illa ó* fara. Hann segir að sér hafi verið sagt að það væru aukavaraliðsmenn. sem hefðu verið kallaðir í herinn 14- ágúst og síðan átt í stöðugum of' ustum. Þeir höfðu verið teknú höndum fyrir rúmri viku á þessutn stöðvum, og það sögðu þeir, að manntjón Þjóðverja væri ægile£a mikið og féllu flestir fyrir vélbyssn' skothríð rússneska fótgönguliðsins- Hugrekki þeirra var samt sem áðuf óbilandi. Blaðamaðurinn segist hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.