Morgunblaðið - 03.03.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.1915, Blaðsíða 1
2, argangr ^iðv.dag 3. ^arz 1915 119. tðlublaö ísafoldarrrentsmiðia Afgreiðslosími nr. 499 Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. Bio Reykjavfknr Biograph-Theater Tals. 475. cTrá sjo ocj íanói. Agætur ástarsjónleikur i 4 þáttum. Aðalhlutverkið leikur hin fræga leikkona Henny Porten. “—rmiMIMIIIIII !■ ....... Áformað er að halda frú Onnu Pjetursson samsæti á 70. afiBæli hennar, laugardaginn Þann 6. þessa mánaðar í Ho- tel Reykjavik, af nemendum ^ennar og vinum. Listi, til áskriftar, liggur Lammi í Hotel Reykjavik. Skóhlifar, hinar góðfrægu „Candee“ fyrir kvenfóllt og börn eru komnar. Urus 6. Lúðvígss. Skóverzlun. Vélbátur hverfur. í fyrradag fór vélbáturinn »Haf- fari«, eign Guðm. Þórðarsonar út- vegsbónda í Gerðum i Garði, til fiskjar, ásamt mörgum öðrum vél- bátum. Veður var fremur gott þá um daginn. Um kvöldið kom bátur þessi ekki að, eins og hinir bátarnir. Eftir að myrkur var komið gerði töluverðan storm og þar eð báturinn ekki enn hefir komið fram, eru menn hálfhræddir um. að hann hafi ef til farist. »Haffari«er eign Guðmundar Þórð- atsonar, er 9Ú2 smálest að stærð og er vátrygður i Samábyrgð fs'.ands fyrir 6700 kr. \ Skipverjar voru 4 alls. Formaður fíj'órn Þorstcinsson írá Miðbúsum í Garði. Með honum voru: Jsiqur- björn Jónsson, J rygqvi Valdimarsson og Sigurður Gíslason, tveir hinir fyr- nefndu frá Gerðum, en hinn síðast- nefndi frá Útskálum. Um klukkan 7 i fyrrakvöld sáu bátar, sem voru á leið til lands, Haffara og virtist þá ekkert vera að bátnum. En þar sem hann hefir enn ekki komið fram, er víst, að honum hefir eitthvað hlekst á. Eigandi bátsins simaði hirigað til bæjarins i gær og fékk Flóabátinn Ingólf lil þess að koma á vettvang og leita bátsins. En i gær kl. 7, er vér áttum sim- tal við Guðm. Þórðarson, var Ing- ólfur kominn aftur að Sandgerði og hafði ekki fundið bátinn. Talaði Guðmundur þá um að láta leita bet- ur, í þeirri von, að aðeins hefði eitt- hvað orðið að véiinni og að menn- irnir væru enn heilir á húfi. U-D fundur í kvöld kl. 8^/g. Alhr piltar 14—17 ára velk. Hafnbannið. Þýzki sendiherrann i Kristianiu talar um siglingar til Bretlands. ,Cona(‘ kaffivélin, býr kaffið til fljótast og bragð bezt. Er alveg vanda- laus með að fara. Naumann nýtizku saumavélar, eru til gagns og prýöi & hverju heimili. aumann reiðhjélin frægu, endast bezt allra bjóla & is- lenzkum vegum. ° sttaður fyrir ísland, Gr. Eiríkss, Reykjavik. Daginn, sem Þjóðverjar senduvút tilkynningu um það, að hindra állar siglingar Breta og sökkva skipum þeirra með tundurskeytum, fór norsk- ur blaðamaður á fund þýzka sendi- herrann i Kristiania til þess að spyrja hann um hafnbannið. Sendiherranum fórust þannig orð: Þér spyrjið mig um hvað eg hyggi um þessa tilkynningu þýzku flota- stjórnarinnar. Eg hygg að sigling- um hlutlausra þjóða stafi’mikil hætta af táðstöfunum Þjóðverja. Eg álít það skyldu mina að vera berorður í þessu máli til þess að rífa niður skoðun þeirra, sem hyggja að til- kynningin sé á engu bygð — aðeins send út til þess »að sýnast«. Það er enginn efi á því, að þegar þýzka stjórnin tilkynnir heiminum eitthvað viku fyrirfram, þá veit hún hvað hún er að gera. Eg veit að hér fylgir hugur máli. Það hefir áreiðanlega ekki verið vilji þýzku stjórnarinnar að stofna siglingum hlutlausra rikja í beina hættu. En þið, norsku vinir vorir, munuð eflaust kannast við, að vér gátum ekki gert annað — vér urðum að taka þetta ráð. — Bretar hafa lyst þvi yfir að þeir ætli að eyðileggja þýzka ríkið. Þeir berjast með öllum vopn- um, ekki eingöngu mót her vor- um, heldur einnig gegn saklausum borgurum, konum og börnum, sem þeir ætla að svelta til dauða. Vér hljótum að verjast gegn slíku athæfi og vér notum til þess ný vopn og ráðumst á óvini vora þar sem þeir eru veikastir. Vér ættum að heimsækja Breta við strendur þeirra og ef til vill heima fyrir. Við streudur Bretlands er nú háð grimmileg styrjöld og ætti ekkert hlutlaust skip að koma þar uærri. Oss er eigi unt að taka að oss ábyrgð á hlutlausum skipum. Bret- ar hafa ákveðið að nota flögg hlut- lausra þjóða á skipum sínum og mála skip sín með liturn hlutlausu þjóðanna. Og þegar þessi »hlut- lausu« skip þar að auki eru vopn- uð brezkum fallbyssum, sem mundu verða notaðar gegn kafbáiunum, er þeir kæmu til að rannsaka skipin, þá munduð þér víst enn betur skilja ákvörðun þýzku stjórnarinnar. — Þá vofir og önnur mjög al- varleg hætta yfir hlutlausum skipum, sem sigla til stranda Bretlands. Það eru tundurduflin, sem vér mun- um leggja alstaðar við strendur Bretlands. Þó ekki væri um annað að ræða en þessa hættu, þá ærti hún að vera nægilega mikil til þess að öll hlutlaus skip hættu siglingum um það svæði, sem þýzka stjórnin hefir lýst yfir að væri ófriðarstöðvar. í sambandi við viðtal þetta, ber að geta þess, að þýzki sendiherrann i Washington hefir tilkynt stjórn Bandaríkjanna, að Þjóðverjnr ætli sér bráðlega að leggja tundurdufl meðfram öllum ströndum Bretlands. Danir kaupa hesta í Noregi. Það er merkileg hestagræði, sem er komin í frændur vora Dani á þessum timum. Fyrst og fremst NÝJA BÍÓ Voðanöttin. 1 1 Afarspennandi rússneskur kvik- V myndasjónleikur. MHjönamaðnr — mjólkursali. 1 I Amerískur gamanleikur, leikinn 1 af þektum leikurum. i Aðgöngumiða má panta í Bók- verzlun ísafoldar i dag. Pantaðn aðg.m. verður að sækja fyrir kl. 3, daginn sem leikið er. Nýi dansskólinn hefir æfingu í kvöld kl. 9, (ekki annað kvöld, fimtudag). kaupa þeir miklu fleiri hesta héðan frá íslandi en þeir hafa áður gert og svo nægir þeim það ekki, heldur verða þeir einnig að leita til Noregs. Nýlega keyptu danskir hesta- kaupmenn 150 hesta i Bergen og gáfu fyrir þá 400—600 krónur og voru það þó truntur einar sem þeir fengu. Annaðhvort er nú slæmur hestaskortur hjá þeim, þrátt fyrir allap inDflutning, eða þá að hestar hafa hækkað geypilega í verði, og er það sennilegra. íslenzkir bændur ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir farga hestum sínum fyrir sama verð og áður, og enda þótt nokkuð hærra væri boðið. Brezk Iskip sigla undir sænsku flaggi. 16. f. m. kom sænskt gufuskip til Helsingborg i Svíþjóð frá Bret- landi. Skipstjórinn sagði frá því, að hann hefði séð tvö brezk kolaskip, sem notuðu sænsk flögg og höfðu sænsku litina málaða á skipshliðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.