Morgunblaðið - 06.03.1915, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.03.1915, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Tlíjómíeikar Tfyeódórs Ttmasonar verða endurteknir , ' G71 jhLTt BÍÓ sunnudag 7. þ. m. M. 4 síðd. Að; S°nSumiðar seldir í dag í bókverzl. ísafoldar og Sigf. Eymundssonar °g á morgun eftir kl. 2 í Gamla Bió og kosta kr. l.OO. xwell bílarnir koma. Eiturmál 'lfist mannaeyjum. Símfregn. Vestmanneyjum í f'œrkveldi. ^ðindamaður vor í Vestmanna- iiutn skýrir oss svo frá seint í §asrkvöldi: ^aður býr að Sæbergi í Vest- aiatv í(S 5onu naeyjum, Þorsteinn Sigurðsson °afni. Hann var skilinn við 5tej sína og átti með henni son, ** ná er nokkra ára gamall. Þor- lQn þessi bjó með bústýru, Sig- lótgu Sigurðardóttur að nafni. Þau eitt barn, stúlku, sem er Vl^na er þetta gerist. — ^ Sasbergi búa hjón í kjallaran- “8 k. lóhann nokkur Guðmundsson ^ kona hans Guðný Stefánsdóttir ^tbergi þeirra beint undir svefn b6_rbergi þeirra Þorsteins og Sigur ,jbr8ar. Uppi á lofti sefur beitu ^ngur Þorsteins — svo eru kall b ,r Unglingar þeir í Eyjunum, sem 'ta lóðir sjómanna — i litlu þak- ergi. — l ^kkaft 7 um kvöldið þ. 3. marz ^ur beitudrengurinn heim, eins og b nla bar til, og skamtar bústýra ^ Utn mat. Þorsteinn var þá hátt- °g hefir sennilega verið búinn ^otða kveldmat inni hjf sér. L 5rs mataðist heimilisfólkið — Hti 5teinn, Sigurbjörg og beitudreng- *nn ......... vanalega í eldhúsinu og i„^Ku ætíð kókó að máltíðinni lok- H^°rsteinn háttaði kl. 7, bústýran • 8. Skömmu fyrir þann tíma, Verntíma milli kl. 7 og 8, kem- Halla að nafni, inn til Qiargar> og drakk hún kaffi hjá ' Þorsteinn var þá vakandi H |^eri kvaðst þá vilja sofa. Kvaddi , og hélt heimleiðis. ^ar klukkan var nær 9 fór Jó- W ^uðtnundsson, sá sem býr í atlum, að heyra hrotur miklar í Þorsteini. Þótti honum þær óvenju- miklar. Um kl. 10 fór barnið að gráta. Lá það í vöggu fyrir framan rúm þeirra Þorsteins og Sigurbjargar. Tók nú Jóhann að berja í loftið í herbergi sínu til þess að vekja Sigurbjörgu, því þeim hjónum sárn- aði, að móðirin skyldi ekki vakna til barnsins. Heyrðist þeim, sem bústýra vildi vakna til barnsins en gæti ekki. Um kl. 12 fór Jóhann upp á loft og vakti beitudrenginn og bað hann hjálpa sér að vekja Þor- stein. Gekk nú drengurinn niður og börðu þeir nú bæði i kjallara- loftið og á hurðina. En þau Þor- steinn og Sigurbjörg sváfu þungt. Herbergi þeirra var lokað að vanda. Klukkan 2 hringdi vekjaraklukka á borðinu hjá Þorsteini, óg einum stundarfjórðingi siðar tók kona jó- hanns að berja upp í loftið aftur. Hafði Þorsteinn beðið hana um það, og hún gert það undanfarið, að vekja hann ef hann vaknaði eigi við klukkuhringinguna. Eu þótt hún berði i loftið, vöknuðu þau Þorsteinn eigi að heldur. Klukkan hálf þrjú sendu þau Jó- hann til eins af hásetum Þorsteins, því sjóveður var gott. Atti sá að vekja Þorstein til skrafs og ráðagerða eða róðurs. Hásetinn kom og reisti stiga upp að glugga á svefnherbergi Þorsteins og barð:, en fekk ekkert svar. Braut hann þá rúðu í glugg- anum, því hann óttaðist að ljósreyk- ur mundi ef til vill hafa kæft þau, er inni voru. Hann kallaði inn um gluggann, en fekk ekkert svar. Sótti hann þá járn og sprengdi upp hurðina á svefnherbergi þeirra. Reyndi hann þá en að vekja þau en alt kom fyrir eigi. Þá var sent eftir lækni. Barnið var ekki mjög órótt nema fyrst framan af, um klukkan 10. Var það kyrt í herberginu til morg- uns, en þá flutt í annað hús. Þegar leið á daginn I gær fór Þorsteinn að sofa léttar, en jafnframt dró af Sigurbjörgu. Maður var feng- inn til þess að vaka yfir þeim ásamt kvenfólki. Maður þessi álítur að Þorsteinn muni hafa vaknað þá um kvöldið, en ekki lét hann á sér bæra fyr en um tvöleytið í nótt. Þá fékk hann sér að drekka og klukkan 4 talaði hann fyrst við vökumann. Bústýran dó um miðjan dag í dag eftir 40 klukkustunda-legu, en Þor- steinn mun hafa raknað við eftir 30 klukkustundir. Lík konunnar var flutt á likhúsið, en áður en það var gert, var barn Blómfræ og Blómlaukar: Hyacinter, tulipanar, Narciser og ca. 20 teg. af blómfræi til utanhúss- og innan. Ennfremur allskonar mat- jurtafræ, gulrófufræ, fóðurrófufræ og grasfræ, hefir reynslan sýnt og sannað áð er bezt frá fræverzlun Óskars Halldórssonar Klapparstíg 1 B. Sími 422. Stúlka, vel þrifin og heilsugóð, óskast í vist á fáment heimili 14. mai næstkom- andi. Ritstjóri vísar á. þeirra Þorsteins skírt, eftir beiðni hans sjálfs, og blaut nafnið Sigur- björg. Líkið var krufið, og kom þá i ljós að eitur hafði orðið henni að bana, en læknirinn getur enn eigi sagt með neinni vissu, hvaða eitur það muni hafa verið. Verður likið senni- lega flutt til Reykjavikur og rann- sakað þar. Þorsteinn segist ekkert vita til þess, að hann hafi tekið inn eitur, eða drukkið nokK_rn óvanalegan drykk og hvorugt þeirra. Próf i málinu hefjast á morgun. Mönnum hér kemur þetta mjög á óvart, þvi enginn hafði álitið að ástæður þeirra Þorsteins væru svo, að þau mundu kjósa að stytta sér aldur, þótt margt bendi á að svo muni vera. Hann er i ágætum efn- um, er reglumaður og duglegur for- maður og á einsamall heilan vélbát. Það þykir og einkennilegt, hafi þau tekið inn eitur að yfirlögðu ráði, að konan hafði tekið til þvott um kvöldið, sem hún ætlaði að þvo dag- inn eftir og einnig lagt brauð. Þor- steinn hafði og nýlega útvegað sér byggingarefni til þess að stækka hús sitt. Læknir álítur, að Þorsteinn muni vera úr allri hættu. Hann er all- hress, en töluvert þjakaður. --------------- Erl. simfregnir. frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. K.höfn 5. mars. Stórbruni. í gœr kviknaði eldur í Hotel d’Angleterre, sem gereyðilagðist. Tjónið er metið 1 miljón krónur. Litill óskast nú þegar. Pétur Þ. J. Gunnarsson. Allskonar Blómstur og matjnrtafræ fæst hjá Maríu Hausen, Lækjarg. 12. Heima 11—12 og 2—4 ^ díaupsRapur Ljómandi fallegir grimubúningar til sölu. Uppl. i Sápuhúsinu. Fæði og húsnæði fæst altaf hezt og ódýrast á Laugavegi 23. K. Dahlstedt. ÁFrakkastig 6a. eru til sölu 32 hefti af »Snorre Sturlason Norges Konge- sager* ásamt fleiri námshókum, með mikl- um afsiætti. £&iga >j|f í b ú ð, 4—5 herbergi með eldhúsi, þvottahúsi og geymslu til leigu i Þing* holtsstræti 18. í öarðshorni er sólrik gtofa og svefnherbergi tii leigu frá 14. maí. O s k a að fá litla, snotra i b ú ð. Ár- sæll Arnason, Safnahúsinu, einnig i sima 47; Eitt kjallaraherhergi til leigu á Amtmannsstig 4 frá 14. mai. Tvö herbergi og eldhús eru til leigu 14. mai. R. v. á. Litið, snoturt h ú s eða 4—5 herhergja íbúð óskast til leigu frá 14. mai. R. v. á. Barnlans fjölskylda óskar eftir 2—3 herbergja ibúð með eldhúsi. R. v. á. 1 eða 2 ibúðir til leigu frá 14. maí. R. v. á. Sjálfstæðisfélagið heldur fund i Goodtemplarahúsinu laugardaginn 6. marz kl. %lj2 síðd. Alþingisinaður Sveinn Björnsson talar. Sjálfstæðismenn einir hafa aðgang að fundinum. Niðursoðið kjðt irá Beauvais þykir bezt á íerðalagi. Líkkistur fást vanalega tilbúnar á Hverfisgötu 40. Sími 93, Helgi Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.