Morgunblaðið - 27.03.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.03.1915, Blaðsíða 1
Laugard. 27. fliarz 1915 MORGDNBLADID 2. árgangr 143. tðlublað Ritst)órnarsími nr. 500 Bio Reykjavlknr Biograph-Theater kl. 9-10. Ohepni á svefngöngu. Gamanleikur í 2 þáttum leik- inn af frægum itölskum leikurum. Aðalhl.v. leikur Camillo del RÍ80 bezti skopleikari ítala. Vakningarsamkomur ^erða haldnar í samkomusal Hjálp- rseðishersins frá 21.—28. marz, hvert kvöld kl. 8. Allir velkomnir. K, F. U. M. A morgun kl. xo: Sunnudagaskólinn. Dansæfing fyrir þá, sem hafa lært nýtízkudansa mér í vetur, bæði i Hótel Reykja- ^ik og í Bárubúð, verður iaugardagskvold 27. þ. m. í Iðnó kl. 8% Óskað að sem flestir mæti. ^tefanía Guðmundsdóttir. Notið eingöngu: »Nigrin« og »Fuch8« ágætu skósvertu og skóáburð i öllum litum, D^llCr feitisvertu, Pascha fægiefni, Kosak ofnsvertu, Sápuduftið »Goldperle«, »Schneekönig« »A« »B« og »BS«. ^rildsölu fyrir kaupmenn, hjá G. Eiríkss, Reykjavík. ^ipshöfnin af Dresden. nska flutningaskipið Crama kom ^j^lpariso með 17 særða menn ^ resden. Þessir særðu menn sögðu ^ tnenn hafi fallið i bardaganum manns hafi druknað. höf .'P^ióri og 340 menn af skips- * thiini eru heilir á húfi í Juan °ahdes eyjum. Ritstjóri: Vilh)dlmur Finsen. | Isafoldarprentsmiðja | Afgxeiðslusími nr. 499 Málverkasýning Einars Jónssonar verður opnuð sunnudag 28. þ. m. í gamla Hotel Reykjavík Vesturgötu 17 opið kl. 10 f. m. til kl. s e. m. Erl. símfregnir. Opinber tilkynning frá brezkn utanríkisstjórninni í London. (Eftirprentun bönnuð). Þýzkum kafbát sökt. London, 25. marz. Flotamálastjórnin hefir gilda ástæðu til að ætla að þýzka kafbátnum «U 29« hafi verið sökt með allri áhöfn. Erl. simfregnir. frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Khöfn 26. marz. Afturhaldsmenn í þinginu hafa komið fram með nýtt grundvallar- lagafrumvarp, sem allir flokkar virð- ast ætla að sætta sig við. Símfregnir. J kureyri i %œr. tJdalfundur Kaupfélags Eyfirðinga hefst í dag. Sýslunefndarfundurinn er nú á enda. Fjdrkláða hefir orðið vart við hér í sýslunni, m. a. á Fagraskógi hjá Stefáni alþingismanni. Mjölner kom til Fáskrúðsfjarðar i gær. Ceres er væntanleg að Borð- eyri í dag. Hafis enginn fyrir Norðurlandi. Bezta veður hér Norðanlands alstaðar Isajirði i qœr. Hafísinn er nú nær horfinn úr Djúpinu, en frézt hefir að töluverð- ur hafís sé undir Hornströndum. Bátar reru héðan i dag, en eru ó- komnir að enn. Stýrimannaverkfall Björgvinjarfélagsins. Fyrir skömmu auglýsti af- greiðslumaður Björgvinjarfélagsins hér i bænum, að Flóra mundi ekki fara frá Bergen á ákveðnnm tíma, vegna þess að stýrimenn félagsins hefðu hafið verkfall. Þess var jafn- framt getið, að félagið byggist við því að geta sent skip í íslandsför í byrjun næsta mánaðar. í norskum blöðum, frá 15. og 16. þ. m., sem gefin eru út i Bergen. er töluvert ritað um verkfall þetta og virðist helst vera útlit fyrir, að verkfallið muni heldur grípa um sig en hitt, að félaginu takist að komast að samningum við stýrimennina að svo stöddu. Verkfall þetta hefir vofað yfir all- lengi — síðan Norðurálfuófriðurinn hófst. í síðastliðnum septembermáa- uði fóru hásetar og vélamenn félags- ins fram á það, að kaup þeirra yrði hækkað, bæði vegna hættunnar, sem sjómenska á þessum timum hefir í för með sér, og eins vegna dýrtíðar sem orðið hefir i Noregi. Félags- stjórnin gekk þá inn á kröfur sjó- mannanna að mestu leyti og frá 1. janúar þ. á. hafa allir starfsmenn á skipum Björgvinjarfélagsins haft tölu- vert meira kaup en áður — allir nema stýrimennirnir. I byrjun marzmánaðar sneri stjórn stýrimannafélagsins i Bergen sér til gnfuskipafélagsins með beiðni uœ kauphækkun fyrir stýrimenn á skip- um, sem eru í förum til útlanda. En beiðninni var synjað. Stýri- mennirnir hófu nú verkfall og marg- ir af stallbræðrum þeirra í öðrum norskum borgum lofuðu að hjálpa þeim eftir mætti. Þannig stóðu sakir, er síðast frétt- ist. Norsku blöðunum þykir mjög sanngjarnt, að kaup stýrimanna sé hækkað og hvetja gufuskipafélagið til þess. En stjórn félagsins virðist vera ófús á að greiða hærra kaup. NÝJA BÍÓ Konuslægð. Franskur kvikmyndasjónleik- ur í tveim þáttum. Aðalhlut- verkið leikur hin fræga danska leikkona Charlotte Wiehe. Nafn hennar eitt er nægilegt til að tryggja mönnum góða leiklist._______________ Leikfélag Reykjayíknr ímynd u narveikin eftir Moliére. Sunnud. 28. marz kl. S1^. Aðgðngumiða má panta í Bók- verzlun ísafoldar í dag. Pantaða aðg.m. verður að sækja fyrir kl. 3, daginn sem leikið er. Hvaða gagn er að anglýsingnm. Ameriskur blaðamaður segir svo frá: Eg var í æsku starfsmaður hjá blaði nokkru í Nebraska og átti þar meðal annars að sjá um auglýsing- arnar. Eg fekk auglýsingar hjá öll- um kaupmönnum þar í þorpinu nema sænskum kaupmanni, sem C. O. Carlson hét. Það var ómögulegt að þoka honum til þess að auglýsa. — Það borgar sig ekki, sagði hann jafnan er eg kom á fund hans. Eg les aldrei auglýsingar í blöðun- um og aðrir gera það ekki heldur. Eg hefi að visu trú á þvi að aug- lýsa, en ekki í blöðunum. — Jæja, mælti eg. Viljið þér auglýsa hjá okkur ef eg fæ sannað yður það að menn lesa auglýsingar ? Hann lofaði því. Daginn eftir setti eg þessa spurn- ingu með minsta letri sem til var, milli tveggja auglýsinga um undra- lyf: — Hvað er það sem C. O. Carl- son hefir í hyggju að gera? Næsta dag streymdu menn úr öll- um áttum til Carlsons og spurðu hann hvað þessi leyndardómsfullu orð ættu að þýða. Hafði hann eng- an stundlegan frið á sér og bað mig í öllum hamingjunnar bænum að gefa mönnum einhverjar upplýs- ingar þessu viðvíkjandi. Og þá bætti eg svarinu aftan við spurning- una: Hann ætlar auðvitað að fara að auglýsaí Eftir það vissi Carlson að almenn-* ingur les auglýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.