Morgunblaðið - 19.04.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.1915, Blaðsíða 1
Uppboðið íjeldur áfram í Godffjaab í dag kí. 4. GAMLA BIO Svarti gimsteinninn. Fallegur og áhrifamikill sjónleik- ur i 3 þáttum, með eðiilegum litum. Útbúin af Pathé Fréres í París. Leikið af beztu leikurum Belgíu. Leikurinn fer fram bæði í Ant- werpen og í frumskógum Afriku. Sézt þar tigraveiði eðlilegri og áhrifameiri en dæmi eru til áður. Framúrskarandi efni. — Jafn skemtilegt fyrirfullorOnaogbörn. Theodor Johnson Konditori og Kafé stærsta og fullkomnasta kaffihús í höfuðstaðnum. — Bezta dag- og kvöldkaffé. — Hljóðfærasláttur frá 5—7 og 9—ii1/^ Naumann nýtfzkn Banmavélar, ern til gagns og prýði & hverjn heimili. aumann reiðhjólin frægn, endast bezt allra hjóla á is- lenzknm vegnm. „Cona“ kaffivélin, býr kaffið til fljótast og bragð- bezt. Er alveg vanda- lana með að fara. UmboÖBmaðnr fyrir ísland, G. Eiríkss, Reykjavík. Erl. simfregnir ^rá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn, 18. april. ■ðusturrikisfloti fékk tvö Zeppelins- l°ftför hjá Þjóðverjum. Annað fórst Undireins er það var á flugi yfir '^tfrfuhafi; allir skipverjar druknuðu. . It&lska blaðið »Milan Secolo* herm- lr að 15 austurriskir hermenn hafi farið yfir landamæri ítaliu og vaðið 2 milur inn í landið. Þeir sluppu undan itölskum hermönnum, sem eltu þá. Enn um Hellu- sundsvigin. Hvað eru þau ramger? Þýzkur prófessor, sem Leo Brenn- er heitir, hefir nýlega birt grein um það, hversu Hellusundsvígin séu ramger. Hefir hann oft og mörg- um sinnum verið þar syðra og kynst þeim flestum mönnum betur. Enda kveður hann svo ramt að orði, og segir svo margt um vigin, að það mundi eigi á ókunnugra valdi. Að vísu er vígjunum lýst eins og þau voru áður en ófriðurinn hófst, en lýsingin hlýtur þó að vera rétt i öll- um aðalatriðum, enda þótt vígin hafi verið endurbætt mikið og styrkt síðan. Fyrsta vígið, Evrópumegin við mynni sundsins, er Sedil Bahr. Þar éru stórir steinvarparar (viðar fall- byssur sem hlaðnar eru grjóti) og framanhlaðnar fallbyssur. Það vígi hefir enga hernaðarþýðingu. En til styrktar víginu hafa verið settar þar fjórar nýtízku fallbyssur og vita tvær til sjávar en tvær fram að sundinu. Þær eru frá Krupp. Meðan friður hélzt var setuliðið þarna hér um bil 1700 manns. — Sundið er um þess- ar slóðir 4 rasta breitt. Hinu meg- in við það er Kum Kale vigið. Það er nú eigi lengur mikils virði, en neðan við vigið, fram við sjóinn, eru fallbyssur frá Krupp og þetta vígi verja 1650 menn. En sem fyr er sagt, bæði i skeytum og greinum, voru þessi vígi lögð i auðn þegar i öndverðu er floti bandamanna hóf skothríðina á bæði lönd við Hellu- sund. Innar þessu breikkar sundið aft- ur og verður þar 7 rastir. A skaga einum, sem nefndur er Kap Kafez, eru þrjú nýleg vígi, en þau hafa nú þegar fengið nóg af skothríð skip- anna. Aftur breikkar sundið innan við þessi vígi, og litlu innar er það þrengst. Þröngsundið er 8—10 rasta breytt og þar eru flest stærstu og sterkustu vígin. Asíumegin standa þau vigi, er svo eru nefnd: Tschanak Kale, Hamedieh og tvö önnur vígi. Þar eru stórar fallbyssur frá Krupp. Litlu norðar er Sultanie Kale. Er það steinsteypt vígi og ramgert mjög og eru þar stórar fallbyssur frá Krupp — allar frá Krupp. Áður en ófrið- urinn hófst voru þarna 2100 menn til varnar. Evrópumegin er vigið Namasgia, innan við Kilid Bahr og þar er setu- lið 2200 manns. Þar eru margs- konar fallbyssur, smáar og stórar, nýt- ar og ónýtar, svo sem gerist um gömul vígi. En merkilegt er það, að þar eru kúluvarparar (Mörsere) frá þeim dögum er Múhamed ann- ar sat að rikjum, og kasta þeir 800 kilogramma steini engu óléttilegar en menn kasta knetti. Þar eru og fallbyssur sem Armstrong hefir smíðað. Það er einkennilegt við þessi vigi að þau eru ýmist of sterk eða þá bráðónýt. En það sem Tyrkjum er mestur hagurinn að er það, hversu vel hagar til við sundin til varnar. Eitt er þó einkennilegt. Höfund- urinn segir það, að áður ófriður þessi hófst hafi þar hvorki verið tundur- dufl né tundurskeytatæki á landi. Áfengisbannið á íslandi. Smyglunin aldrei verri en nú. »Tidens Tegn* flytur 28. f. m. eftirfarandi bréf, sem »Nationaltid- ende* hefir fengið frá Reykjavik: NÝ J A BÍ 6 Bófafél. „Spaða-ás“ eða Nick Winter aftnrgenginn Ákaflega spennandi leynilögreglnsjón- leiknr i 3 þáttnm, leikinn af alþekt- um frönsknm leikurum. — Foringja bófanna leikur hinn sami er áður lék >Zigomar<. Mynd þessi er einhver hin allra bezta leynilögreglnmynd sem sýnd hefir verið hér, útbúnaður allur gerð- ur af hinni mestu snild. Verð hið sama og venjulega „Merkur“ fundur í kvöld kl. 9 í Bárubúð (uppi). Þetta er seinasti fundurinn á vetr- inum og eru menn þvi beðnir að fjölmenna. Stjórnin. »Hér í bænum hafa þegar komið fyrir mörg meira og minna athuga- verð brot á bannlögunum og hefir bæjarfógetinn haft nóg að gera að halda yfirheyrslur og dæma söku- dólgana í sektir. Ennfremur hefir orðið uppvist um nokkrar leyniknæp- ur og gerðar upptækar ýmsar vín- tegundir sem álitið er að eigendur þessara knæpa hafi fengið í skipum þeim, er gangi milli íslands og Kaup- mannahafnar. Yfir höfuð getur maður sagt að smyglunin hafi aldrei verið meiri en nú og þar sem alls engin tollgæzla er á íslandi, er þessi smyglun eðlileg afleiðing bannlag- anna. Stjórnarráðið hefir nýlega ákveðið, að á islenzkum skipum, sem fara til útlanda og fá þar áfengi, megi skipshöfnin að eins neyta þess áfeng- is á leiðinni landa milli en ekki meðan þau eru á ferð við ísland. Allar vinbirgðir sem islenzk sk p, er frá útlöndum koma, hafa meðferðis, skulu því vera innsiglaðar meðan skipið er hér við land, og það þótt þau séu fyrir utan landhelgina. Annars hefir hingað til verið al- ment álitið, að bannlögin islenzku næði að eins til landsins sjálfs og landhelginnar en þessi stjórnarráðs- úrskurður vill aftur á móti láta lög- in hvað islenzk skip snertir, einnig ná út fyrir landhelgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.