Morgunblaðið - 26.04.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1915, Blaðsíða 1
Mánudag 26. apríl 1915 HOBGDNBLADID 2. árgangr 171. tölublað Ritstjómarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 499 Stærsti bruni á íslandi. Þrettán hús í Reykjavík brenna á svipstundu. Guðjón Sigurðsson úrsmiður og annar maður biða bana i eldinum. Ailur Miðbærinn í voða. Tjónið nemur mflrgum hundruðum þúsunda. í fyrrinótt um þrjii-leytið kom upp eldur i Hótel Reykjavík og brann það á svipstundu og sömu- leiðis hið mikla hús, sem var áfast við það, þar sem Th. Thorsteinsson kaupmaður hafði vefnaðarvöruverzl- Un sina. Eldurinn var svo magnað- Ur, að við ekkert varð ráðið. Kvikn- aði nú i einu vetfangi i Godthaab, Landsbankanum, s^ölubúð Hjálmars Guðmundsens, búð Egils Jakobsens, Kjötbúðinni, Edinborg, tveim hús- Um Gunnars kaupmanns Gunnars- sonar og Ingólfshvoli. Brunnu þau öll til ösku, nema Landsbankinn og Ingólfshvoll. í bankanum brann þó alt sem brunnið gat. Eldhafið var nú svo ógurlegt að litlar líkur voru taldar á þvi að tak- sst mnndi að hefta frekari útbreiðslu Þess. Stóð þá allur Miðbærinn í voða. Hið eina lán í þessu óláni ^ar það, að veður var kyrt, að eins Wgur vestan blær og hjálpaði það til þess, að stöðva eldinn að vestan. Tókst brunaliðinu að bjarga ísafold, I'Úsi Ólafs Sveinssonar og húsi Gunnars Þorbjörnssonar. Hreptu þau iitlar skemdir eða engar. í nýja Pósthúsinu kom upp eldur, en hann v®rð slöktur. Einnig varð þvi haml- að Godthaab kveikti i nokkru W út frá sér. Var ægilegt um að Jitast niðri í bænum um þetta leyti. tivert stórhýsið á fætur öðru stóð i Jíósutn loga og léku eldtungurnar við himinn. Reykurinn var svo ^ikill í strætunum, að eigi sá handa- 5^il oft og einatt. Símþræðir féllu úlður og flæktust um fætur manna, Ctl hvarvetna voru vagnar á ferð og ^tnsslöngur bornar, en neistaflugið ^3r sem þétt hrið. Allsstaðar voru ^enn að reyna að bjarga og voru °rin út húsgögn úr mörgum hús- sem þó eigi kviknaði í. Varð 8Öt, öllu þessu svo mikil þröng á fnum að trauðla varð þverfótað, 1 a streymdi að fólk jafnt og þétt Þess að horfa á bálið. Var mönn- A* * i • C1gi rótt ínnanbrjósts og er þetta Austurvöllur T3 *-» «a £ £ U4 00 O w -c a í_i <L> Vallarstræti Tn. Th. Hótel Reykjavik Herdísar- hús ísafold Austurstræti Landsbank- inn Nath. &01s. E. Jacobsen Kjötbúðin Hús Ólafs Sveinss. Ingólfs- hvoll Edinborg Eimskipafél. íslands Gunnar Gunnarss. Hafnarstræti Afgr, Eim- skipafél. ísl. Fisksölu- húsG. H. Brimasvæöið. hin mesta skelfing sem dunið hefir yfir höfuðstaðinn. Upptök eldsins. Á laugardagskvöldið stóð brúð- kaupsveizla i Hotel Reykjavik. Voru þau þá gefin saman Mr. Hobbs fiski- kaupmaður og jungfrú Jósefína Zoöga, dóttir Helga kaupmanns Zoéga. Sat þá veizlu margt fólk og stóð hún fram til klukkan þrjú. Fór þá hver til sins heima, og urðu engir elds varir áður þeir færi. En þeim brá í brún er þeir komu heim og sáu þá hotelið standa í björtu báli. Enga vissu hafa menn fyrir því hvernig eldurinn kom upp. Er lik- legast talið að kviknað hafi út frá gaslampa og orðið gassprenging í húsinu. Á annan veg er eigi unt að skýra það hvað eldurinn varð magnaður á svipstundu, og gasinu mun það einnig að kenna að húsið funaði upp á andartaki eins og það hefði verið tréspónahrúga. Vissu menn þetta og var þá stifluð gas- leiðslan og má vera að það sé þvi að þakka að eigi varð af enn meira tjón en raun er á. Menn farast í eldinum. í Hotel Reykjavik brann inni maður að nafni Runólfur Steingrims- son. Var hann vinnumaður hjá frú Margrétu Zoéga og svaf uppi á lofti. Hefir eldurinn sennilega náð honum i rúminu, en engin tiltök voru að bjarga honum þegar hans var saknað. Guðjón kaupmaður Sigurðsson var kominn á fætur nokkru áður en kviknaði í húsi hans, Ingólfshvoli. En er húsið logaði ofan réðst hann til uppgöngu og kom eigi siðan. Beið hann þar bana og mun hafa kafnað i reyk. Þegar eldurinn var orðinn nokkuð viðráðanlegri réðust menn til uppgöngu þangað er þeir áttu hans von. Fundu þeir þar lik hans og var það eigi mjög brunnið. Er fráfall hans jafn sviplegt sem sorglegt. Hans mun nánar getið i Morgunblaðinu síðar. Tjónið. Það verður eigi metið að svo stöddu, enda getur enginn gert sér i hugarlund, hve miklu það nemur. Húsin, sem brunnu algerlega, voru vátrygð fyrir rúmum 265 þúsundum. Landsbankinn var virtur á 88.000 og Ingólfshvoll á 78 þús. Er það því alt til samans rúml. 4^1 þús. kr. En þá er eftir að meta hitt, sem brunnið hefir, og er það ekk- ert smáræði. Þarna voru milli 10 og 20 verzlanir og sumar stórar. Þar voru 2 vefnaðarvörudeildir Th. Thorsteinssons, vefnaðarvöruverzlun Egill Jakobsen, verzlun Gunnars Gunnarssonar, Kjötbúðin, Edinborg- arverzlun, umboðsverzlunNathans og Olsens, verzlun Guðjóns Sigurðs- sonar, verzlun Hjálmars Guðmunds- sonar, umboðsverzlun John Fengers og fleiri, þar á meðal Godthaab, en þar var áður verzlun P. J. Thor- steinsson & Co. Nú var þar eigi nema lítið eftir af vörum og ætlaði N. B. Nielsen að fara að verzla þar í sumar. Skrifstofa Eimskipafélags Islands var uppi á lofti í Edinborg, en Sigriður Zoéga hafði ljósmynda- stofu fyrir ofan verzlun Th. Th. Þá er og Landsbankinn og þar uppi á lofti hafði Samábyrgðin bækistöð sína. íbúð var því eigi nema í 3 húsunum, Hótel Reykjavik, Ingólfs- hvoli og húsi Gunnars kaupmanns Gunnarssonar. Verða því eigi svo tiltakanlega margir menn húsviltir, enda hefði það farið illa þegar annað eins húsnæðisleysi er í bænum sem nú er. Einhverju var bjargað úr flestura húsunum, en menn geta sagt sér það sjálfir að það er geisilegt tjón, sem eldurinn hefir unnið, þegar þeir hugsa til þess hve mikið var þar af varningi alls konar og öðru verð- mæti. Mest megnið af því hefir auðvitað verið vátrygt en margt hefir og verið óvátrygt. Svo var um hús- gögn á Hótel Reykjavík og sagt er að Gunnar Gunnarsson hafi mist mikið af óvátrygðum munum. Bank- inn mun eigi hafa mist neitt af sín- um verðmætu skjölum. Slökkviliðið. Oss rak i rogastans við að sjá tiltektir slökkviliðsins. Vill slökkvi-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.