Morgunblaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 1
Sunnud. 1. *gúst 1015 2. argangr 267. tölublað Ritstjórnaibími nr. 500 | Ritstjóri: Vilhjálmat Finsen. |ísaíoldarprentsmiðja j Afgreiðslasimi nr. 499 mrn isskie Ofriðarmyndir. Indíánamyndir. 2 Gamanmyndir. Mjög hlægilegar. læknir er kominn heim. ’Hittist á venjulegum tíma io—12 og 6Va—8. E r i k a Kr. 200 ritvélarnar eru þær einu sem hafa verið reyndar hér á landi að nokkrnm mnn. Þær eru framúr- skarandi endingar- góðar, hávaðalitlar, léttar að skrifa á og með islenzkn 8tafrófi sem er rað- að niðnr sérstak- lega eflir því sem hezt hentar fyrir is- lenzkn. Skriftin er &ltaf fnllkomlega sýnilesr, frá fyrsta til siðasta stafs, og vélin hefir alla kosti, sem °okknr önnnr nýtizkn ritvél hefir. Nokkrar vélar ávalt fyrirliggjandi hér á Btaðnum. Einkasali fyrir ísland, G. Eiríkss, Reykjavik. Hafnarfjarðarvegurinn. Gott frumvarp er það sern þeir Björn Kristjánsson og Sveinn Björns- son fluttu fram í neðri deild í gær. Er það breyting á lögunum um vegí frá 22. nóv. 1907. Er þar stungið UPP á þeirri breytingu, að vegurinn milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur skuli framvegis vera þjóðvegur milli ^ögsagnarumdæmanna. Verði frumvarp þetta samþykt, Se«i líklegt þykir, ætti ekki framvegis þurfa að rífast um það, hverjum beri skylda til þess að halda þeim Vegi við. Hann hefir verið í því ^gnasta óstandi síðustu árin, þó aidrei verri en nú í sumar. Hann ,er vafalaust fjclfarnasti vegur lands- '°s og því ótækt að hann skuli ekki afa verið nirtur sem skyldi. En ef andssjóður tæki veginn að sér, þá er minni hætta á því, að hann verði ** skammar framvegis. Ingeniererne Erling Gjestland og 6. E. Bonde — Konsulenter, Bergen, Norge — Telegramadr.: »Ingeniörfírmaet«. Planlægger Bygriingsingeniörarbeider af enhver Art. Vasdragsreguleringer— Vandkraltsanlæg — Bergbaner — Tunneller — Bergboring med Presluft — Jern- og BetonkonstruktioneT. Opmaalinger, forelöbige og detaljerte Planer med Udredning og Overslag, Anlægsarrangement, Byggeledelse, Kontrol. Bedste referencer, Mange Aars Praxis ved Planlægning og Bygning av Kraftanlæg — fra de mindste til Europas störste. A. Guðmundsson heildsölnverzlun Lækjargöta 4 Talsími 282 hefir nu fyrirliggjandi hér handa kaupmönnum: Haíramjöl — Margariue — Rúsínm* — Sveskjur — Perur — Ananas — Pappíx*spoka. Brjóstsykursverksmiðjatt í Sftjkkisí)ólmi býr íil allskonar brjóstsykur úr bezta efni. Pantanir afgreiddar um hæl um alt land. Styðjið innlendan iðnað. Reynið Stykkishólmssætindin — og þér kaupið aldrei annarstaðar! Eitiar Pigfússon. Hittist á Hotel.Island nr. 9, fyrst um sinn. Frá alþingi. Sjávarútvegsnefndin hefir sent frá sér álit um frumv. til laga um Löggilta vigtarmenn. Hljóðar álitið svo: Þar sem það er nú mjög farið að tíðkast, að framleiðendur hér á landi, eða kaupsýslumenn selji vöru sína til útlendra kaupenda, hér við land á skipsfjöl, eða eins og það ei nefnt á verzlunarmálinu: »fob«, þá virðist nauðsynlegt að hér á landi sé skip- aðir löggiltir vigtarmenn, er gefi vottorð um, að vigt vörunnar sé sú, sem farmskrár og sölureikningar greina. Er þetta trygging fyrir kaupanda og getur sparað seljanda óþarfa tortryggni og aðfinslur frá hendi kaupanda. Sjálfsagt þykir, að slíkir menn sé eiðsvarnir og hefir því nefndin lagt til, að svo sé ákveð- ið í lögunum. Þótt nefndin geti fallist á, að lögreglustjórar tilnefni vigtarmennina hver I sinu umdæmi, þá telur hún þó heppilegra að Stjórn- arráðið gefi þeim erindisbréf, með þvi að þá yrði fullkomið samræmi milli þeirra. Þá telur og nefndin sjálfsagt, að vigtarmennirnir hafi stimpla, er þeir setji á vottorð þau, er þeim er skylt að láta fylgja hverri vörusending, er þeir hafa vegið. Virðist rétt að landssjóður beri kostn- að þann, er af því leiðir, svo sem verð stimplanna, sending þeirra o. s. frv. Nefndinni þótti rétt, að taka það fram i lögunum sjálfum, að vottorð vigtarmanna væri full sönnun, gagn- vart kaupanda, um þyngd þess, er vegið er. Til umtals kom í nefndinni, hvort eigi mundi ástæða til að fela slikum eiðsvörnum mönnum að mæla og gefa vottorð um rúmmál vöru, er send væri, eða send kynni að verða til útlanda, eftir rúmmáli. En bæði er það, að til þess þarf meiri þekk- ingu en alþýðumenn hafa alment og hins vegar mun alls engin vara héðan af landi seld á þennan hátt. Meiri ástæða gæti verið til að krefj- ast vottorðs þeirra um talda vöru, svo sem lambaskinn og refa, þótt nefndin hafi eigi gert það að tillögu sinni. Nefndin leggur þvi eindregið til, að náttvirt neðri deild Alþingis sam- þykki frumvarpið. Nýtt emb. við háskólaun. Matthías Ólafsson, Jón Jónsson og Sv. Björnsson vilja láta stofna nýtt kennaraembætti við Háskóia íslands I haqnýtri sdlarýraði. Á hann að hafa á hendi visindalegar tilraunir til að bæta vinnubrögð í landinu. Að öðru leyti á hann að hafa sömu skyldur NÝ J A BÍ Ó Astar-kenjar. Sögulegur sjónleikur í 3 þáttum, 60 atriðum. Gerist i Frakklandi nú á dögum. Aðalhlutverkið leikur hin franska leikkona Suzanne Grandais, sem annáluð er um allan heim fyrir leiklist sina. Biðjið ætíð um hina heimsfrægu Muslad öngla. vO Búnir til at 0. Mustad & Sön Kristjaniu. Hringurinn selur blóm eins og undanfarið, 2. ágúst. Ágóðanum verður varið til styrkt- ar berklaveikum, eins og venja hefir verið. Stjórnin. Bifreið fer austur að Stokkseyri á morgun kl. 8 árdegis. 3 menn geta fengið far. — Kristján Siggeirsson, Laugavegi 13. og réttindi sem prófessorar við há skóiann hafa. Um dýraverndun. Þingmenn höfuðstaðarins, Sveinn Björnsson og Jón Magnússon, hafa flutt fram svohljóðapdi frumvarp um dýraverndun: 1. gr. Sá sem misþyrmir skepn- um eða gerir sig sekan um illa með- ferð á þeim með því, að ofbjóða þoli þeirra, með vanhirðu eða á annan hátt, skal sæta sektum frá 10 til 1000 krónum, eða einföldu fang- elsi, ef miklar sakir eru. 2. gr. Skyldir skulu allir ! úandi menn að hafa næg hús fyrir allan búpening sinn. Brot gegn þessu ákvæði varða sömu viðurlögum, sem brot gegn 1. gr. 3. gr. Stjórnarráð íslands setur reglur um slátrun búpenings, um rekstur og annan flutning innan- lands, svo og um meðferð á hestum. Skal það gert með reglugjörð, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.