Morgunblaðið - 04.08.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.08.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hvað er Danolit-málning? Það er nýjasta, bezta en samt ódýrasta málningin til allrar útimálningar Jafngóð á stein, tró og járn. Danolit er búinn til af Sadolin & Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn. Aðalumboðsmenn: Nathan & Olsen. Framsögn Guðmundar Kambans rithöfundar verður endurtekin með litlum breytingum miðvikudaginn 4. ágúst kl. 9 síðd. i Bárubúð. Aðgöngumiðar fást í Bókv. ísafoldar og við innganginn. Reventlow greifa í »New York World* og segir að aðalmarkmið greifans sé að hrósa þýzka flotanum. »Það er eigi ætlan min að gera lítið úr hugrekki eða snilli þýzku sjó- mannanna. Eg efast eigi um að þeir hafi gert alt það er í þeirra valdi hefir staðið^ bæði í heiðarlegum hern- aði, sem þeim hefir eflaust verið sagt að þeir ættu að heyja, og eins i óheiðarlegum hernaði, sem yfir- menn þeirra hafa skipað þeim að heyja. Greifinn segir að oss hafi mistek- ist að fá Þjóðverja til þess að koma út og leggja til orustu við oss. Það er satt, en tæplega verður það talið þeim til frægðar. Það er örþrifaráð sem þó réttlætist af því að þeir hafa minni flota og óduglegri foringja*. Balfour rekur því næst það hvern- ig Þjóðverjum hafi mistekist að höggva skörð í brezka flotann og segir að i engri orustu, nema orust- unni hjá Chile, hafi nokkru brezku herskipi verið sökt né nokkurt skip hlotið stórkostlegar skemdir. Það er ekki þýzk uppgötvun að nota kafbáta. Það sem er nýtt við notkun þeirra er það að þeim skuli beitt gegn varnarlausum kaupförum. Floti Breta hefir gert alt það er nokkur sanngirni getur krafist. Flot- inn hefir verndað verzlun vora og bandamanna vorra og útilokað verzl- un og siglingar Þjóðverja. Herskip óvinanna hefir hann gert gagnslaus og gert þeim ómögulegt fyrir að flytja lið til nýlendna sinna til þess að verja þær. Og hann gerir oss það kleift að senda hergögn og mat- væli til hersveita vorra hvar sem þær eru. ........—.............. Símfregnir. Eyrarbakka í gær. Veður ágætt um alt Suðurlands- undirlendið. Afli mikill hér og á Stokkseyri, bæði síld, þorskur og langa. Barnaveiki hefir stungið sér niður í Flóanum. Á Hraungerði liggur barn og heyrst hefir að sjúkdómur- inn sé á nokkrum öðrum bæjum. fjóðverjar taka amerískt skip. »Kölnische Zeitung* birtir ný- lega símskeyti frá Stettin þess efnis, að ameriska skipið »Portland« hafi verið flutt til Swinemtinde. Kafbát- ur stöðvaði það í hafi og setti menn á skipsfjöi með þeirri skipun að halda beint til Swinemtinde. Búast má við því, að ekki batni vinfengið milli Þjóðverja og Banda- rikjamanna við þetta. ...■—" - «■»*<» ...... Ný heyskaparaðferð. Ófriðurinn kennir mönnum margt. Eitt af þvi er það, að nota vélar sem mest i stað mannafla, þvi mann- skortur er nú víða. í Bretlandi hafa menn fundið upp á þvi að beita bifreiðum fyrir sláttu- og rakstrar- vélar. Og þá kemur það upp úr kafinu að þessi heyskaparaðferð verð- ur mörgum sinnum ódýrari en nokk- ur önnur aðferð, sem áður hefir þekst. Nálægt Maidenhead er landspilda nokkur, þar sem þessi nýja aðferð var reynd. í fyrra kostaði það 33 pund sterling að slá og hirða þessa landspildu, en í sumar kostaði það að eins 7 pund sterling. Auðvitað er ekki hægt að koma bifreiðum við annars staðar en þar sem rennisléttir akrar eru, svo senni- lega verður þess langt að bíða, að þessi heyskaparaðferð verði tekin upp hér á landi. Yiðeyjarförin 1. ágúst. í henni voru mörg hundruð manna úr Reykjavík. Fólkið skemti sér vel, og sýndi mjög margt eyjarskeggj- um þá kurteisi og lítillæti, að fara beint inn á túnið til að ganga þar um og leika sér, þrátt fyrir beiðni og margitrekað bann, sem sumir jafnvel mætir borgarar bæjarins, létu sér særna að svara fullum hálsi. Eg var með öllu óviðbúinn svo fjölmennri heimsókn. Og túnið, sem átti að slá um miðjan þennan mánuð, er nú niðurtraðkað og stór- skemt. Til þess því framvegis að fyrir- byggja allan misskilning hjá þeim, sem kynnu að halda að Viðeyjar- túnið eigi engan rétt á sér, pá er hér með öllum óviðkomandi, að við- laqðri sekt að löqum, Jyrirboðið að fara um túnið eða qanqa par innan girðinganna aðra leið en ves’ina. Viðey 2. ágúst 1915. Björn Jónsson, bústjóri. Keisarinn talar. Vilhjálmur Þýzkalandskeisari hefir nýlega látið birta opið bréf frá sér til þýzku þjóðarinnar. Segir hann þar m. a.: Hroðalegt blóðbað hefir orðið í Norðurálfu og víðar í heiminum. Bæði gagnvart guði og sögunni hefi eg hreinar hendur. Eg vildi ekki að ófriður yrði. Með þakklæti og lotningu getum vér sagt að guð hafi verið með oss. Óvinirnir stærðu sig af þvl, að þeir mundu halda innreið sína í Berlínarborg nokkrum mánuðum eftir að ófriður var hafinn. Þessum óvinum höfum við hrundið langt inn í þeirra eigin lönd og mannfall þeirra hefir verið afskap- Brindi er boristhafa alþingi 1915, auk þeirra er áður hefir verið getið: Umsókn frá Fornleifafélaginu um alt að 300 kr. árlegan styrk til að kosta útgáfu á skýrslu um Forn- gripasafnið (Ufylgiskjal). Erindi frá alþingiskjósendum í Barðastrandarsýslu um afnám grisku- dósentsembættisins, ásamt áskorun til Alþingis um að spornað verði við þeirri siðspillingu, að einstakir þing- menn verzli með atkvæði sln, landi og lýð til stórtjóns. Erindi frá Bjarna Bjarnasyni bónda á hjáleigunni Bjarghúsum í Þverár- hreppi um kaup á ábýlinu. Erindi frá Guðmundi alþm. Ólafs- syni um alt að 300 kr. styrk til sundlaugar á Reykjum i Húnavatns- sýslu. Erindi frá hreppsnefnd Svinavatns- hrepps um styrk til vegabóta í hreppnum. Alitsgjörð Jóns verkfræðings ís- leifssonar, dagsett 10. maí þ. á., með 4 fylgiskjölum og 4 uppdrátt- um, viðvikjandi hafnargjörð i Þor- lákshöfn. Erindi frá Loðmfirðingum, dags. 19. f. m., með einu fylgiskjali, við- vikjandi símalagningu frá Seyðisfirði til Loðmundarfjarðar, ásamt umsögn landsimastjórans. Erindi frá Benedikt Þorkelssyni á Kvíabekk um ellistyrk. Bréf frá Stefáni Stefánssyni 2. þm. Eyfirðinga, ásamt teikningum af fyrirhugaðri bryggju á Siglufirði með skýringum Th. Krabbe’s verk- fræðings. Erindi frá Guðmundi Lýðssyni, Ágúst Helgasyni, og Bjarna Þorsteins- syni um að veitt verði lánsheimild nægileg til að gera megi áveitu úr Þjórsá yfir Skeiðin. Erindi frá Jakob Björnssyni yfir- síldarmatsmanni á Siglufirði um alt að 600 kr. launaviðbót. Erindi frá skógræktarstjóranum um sandgræðslu. Erindi frá Akurnesingum um styrk til að gera bátabryggju í Lambhús- sundi. Erindi frá sjúklingum í Laugar- nesi um að settur verði miðstöðvar- hiti ( spítalahúsið. Umsókn frá Brynjólfi Þórðarsyní um 800 kr. árlegan styrk til að fullkomna sig i málaralist. Erindi frá byggingameistara Guð' jóni Samúelssyni um bygging húss til að geyma í listaverk Einars Jóns- sonar, ásamt uppdrætti af slíku húsi. Bréf stjórnarráðs íslands, ásamt erindi frá Rögnvaldi Ólafssyni bygg' ingameistara um stækkun geðveikra- hælisins á Kleppi. Erindi frá meðlimum Bóksalafé' lagsins í Reykjavik um að Sigurði Erlendssyni bóksala verði veittuf ellistyrkur. Erindi frá þingmönnum Húnvetn' inga viðvíkjandi ýmsum styrkveit' ingum til kjördæmis þeirra. Erindi frá Ólafi' lækni GunnarS' syni um 2000 kr. árlegan styrk tii sérlækninga í liða- og bein-sjúkdóm' um. Erindi frá Þorgrími Þórðarsyt11 lækni um 400 kr. styrk til að hald* aðstoðarlækni um vetrarvertíðina. Erindi frá Jóhanni Eyjólfssyni alþ03' ásamt útdrætti úr sýslufundargjö^ Mýrasýslu árið 1915, þar sem þesS er beiðst, að kostnaður við að byggl3 brú á Langá, verði greiddur úr laö^s sjóði að öllu leyti. Erindi frá sama þm., ásamt u drætti úr sýslufundargjörð Mýtasýs' 1915, þar sem skorað er á alþlD^ að veita fé til þess að m*'a innsiglingu á Borgarfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.