Heimskringla - 17.09.1914, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.09.1914, Blaðsíða 4
»LS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. SEPT. 1914. Heimskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum fimtudegl. trtgefendur og eigendur THE VIKING PRESS, LTD. Tert5 blatSslns i Canada og Bandarikjunum $2.00 um árlð rirfram borgati). ent til Islands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábs- ■aanni blabsins. Póst eba banka ATtsanir stýlist til The Viking Press, Ltd. Ritstjórl RÖGNV. PÉTURSSON RátSsmatSur H. B. SKAPTASON Skrifstofa 729 Sherbrooke Street, Wionipeg BOX 3171. Talsfmi Garry4110 Islenzka kenslan við háskólann. Það er nú sannspurt, að hætta eigi við íslenzku kenslu við háskól- ann. Sá frægðardagur er nú liðinn, að það tillit sé tekið til þjóðflokks vors, að mál vort verði kent þar framvegis. Hefir kensla i íslenzku staðið þar i rúm tíu ár, og að þvi búnu á hún nú að hætta. Og hún er látin detta þar úr sög- unni, án þess nokkur segi orð. Lik- ast til vita íslendingar ekkert um þetta; hafa máske gleymt því, að hún hafi nokkurntíma verið kend þar. Annað eins sinnuleysi hefir borið við áður viðvikjandi sérmál- um vorum hér í álfu. Þetta metnaðarleysi vort, íslend- inga, er að verða því argara, sem það er að verða meiri undantekn- ing meðal skandinavisku þjóðanna. Einmitt nú, þegar íslendingar láta leggja niður kenslu í sínu eigin máli við þann háskólann, er þeir hafa sótt mest, og haft mest áhrif við, eru Norðmenn og Sviar að róa að þvi öllum árum, að fá tungumál sin tekin upp á kensluskrá miðskóla og háskóla i öllum ríkum Banda- rikjanna, þar sem þeir búa. Er nú sænska og norska kend við flesta miðskóla og æðri skóla i fimm rikj- um í Bandaríkjunum. Ríkin eru: Illinois, Iowa, Wisconsin, Minne- sota og Norður-Dakota. Auk þess eru mál þessi kend við alla betri háskóla Bandaríkjanna. Hafa Skand- inavar getið sér góðan orðstír fyrir þenna lofsverða dugnað sinn og ræktarsemi við bókmentir, tungu og sögu feðra sinna. — Ekki verður það þó sagt, að arfur vor íslend- inga, í bókmentum og sögu frá fornri tíð, sé minna verður, en frænda vorra Norðmanna og Svía. Því ef svo væri, bæri ættland vort nafnið Sögu-eyjan” til engra nota. Einsog alkunugt er, sækja Norð- menn og Svíar allar sinar heimild- ir fyrir fornum fræðum til feðra vorra. Ef forfeður vorir hefðu ekki skrásett og varðveitt Eddurnar og sögurnar, hefði orðið lítið um nor- ræna fornfræði á Norðurlöndum. — Saga hinna norrænu þjóða hefði þá náð skamt aftur í iímann; norræn goðafræði orðið tildraga-snauð. Það er ekki fyrr en komið er fram á seytjándu öld, að þeir fá nokkurt veður af því, að slíkur fjársjóður sé til, — Eddurnar, Norðmanna og Danakonunga sögur, saga Orkneyj- inga og Vínlands —, að þeir hafa ; átt þjóðarsögu. En síðan hafa þeir líka varðveitt þann sjóð vel. En það erum vér íslendingar, sem látum oss finnast fátt til um þann j arf. Vér hirðum ekki um, að skila honum áfram til arfa vorra. Það er svo miklu eðlilegra, að börn vor, þau, sem til menta eru sett, læri, það lítið, sem þau fræðast um sögu norrænna þjóða, af ramskökkum þýðingum og misskildum frásögum, — heldur en að þau eigi greiðan aðgang að heimildunum sjálfum! Um hin þarf ekki að hugsa, — þau mega þakka fyrir að hafa gleymt, hverra manna þau eru, að vita ekk- ert um uppruna sinn eða ætt, og naumast það að þau séu til! Margur skyldi ætla, að þegar það spor var stigið, að koma á íslenzku kenslu við undirbúningsdeild há- skólans, þá yrði haldið áfram og ekki hætt fyrr en málið yrði fylli-! lega viðurkent á háskólanum sjálf-1 um, á sama hátt og þýzka og franska j — að aldrei yrði hætt, fyrr en því markmiði væri náð, hvort sem það tæki langan eða skamman tima. Að öll hin mörgu félög, sem hér eru á meðal vor, myndu vinna að því af alefli, nótt og nýtan dag, og þá ekki sizt Stúdentafélagið. En þvi var ekki að heilsa. íslenzku blöðin töl- uðu mikið um það þá, þegar kensl- an byrjaði, að þetta væri eini há- skólinn utan danska ríkisins, sem tekið hefði íslenzku upp á kenslu- skrá sína. Töldu þau, að nú væri málinu borgið. Nú væri það komið inn í háskólann og yrði kent þar um aldur og æfi; en engar frekari tilraunir voru gjörðar til þess að tryggja það. Auðvitað hefðu þau átt að vita, að svo var ekki. Inn í sjálfan há- skólann var það ekki komið, en inn í fordyrið var það komið, þar sem það var i undirbúningsdeildinni. En sá illi farartálmi fylgdi því þá, er að líkindum' hefir hjálpað til þess, að byggja því út nú, að kensl- an var að mestu leyti kostuð af ó- viðkomandi félagsskap háskólanum. Var þar því hætta búin, strax og sá félagsskapur hætti að leggja til kenslukostnaðarins, þá myndi há- skólinn hætta kenslunni. Nú á þessu hausti tekur háskól- inn sjálfur við allri tungumála-, heimspekis- og sögu-kenslu. Collegin skila því af sér, er haft hafa það með höndum fram til þessa, sam- kvæmt ráðstöfunum háskólaráðsins á síðastliðnu vori. íslenzka hefir verið kend við Wesley College, en kenslan ekki kostuð nema að nokk- uru leyti af þeim skóla; er henni því ekki skilað með hinum kenslu- greinunum til háskólans, og þar með látin detta úr sögunni. Ef svo hefði verið búið að ganga frá, að hún hefði verið viðurkend háskóla- inámsgrein, á sama hátt og þýzkan eða franskan, hefði ekki til þess komið nú, er háskólinn tekur loks við kenslu i öllum námsgreinunum. Ekki er þó hægt aðra um að saka en íslendinga sjálfa, að svona er komið. Það var þeirra skylda, að stuðla til þess, að tunga þeirra næði fullri viðurkenningu og væri kend við háskólann. En til þess hafa þeir ekkert gjört og oss vitanlega ekki látið til sín heyra eitt andmælingar- orð gegn þessari siðustu ráðstöfun háskólans. Þeir eru svo önnum kafn- ir við alt annað, og helztar líkur til, að þeir viti ekkert um það, að svona er komið. En ef fólki voru er ekki sama um þetta, fer tíminn að verða naumur nú á þessu hausti, að fá þessu kipt í lag. En á þessu hausti þyrfti það að gjörast, því erviðara verður það verk eftir því sem lengra líður frá. En hér verða Winnipeg-íslendingar að gangast fyrir. Hinir eiga enga hægð á því. Svo margt er hér menta- manna íslenzkra, að þeir ættu sann- arlega að geta bjargað þessu máli, ef þeir legðust allir á eitt. Hvað er metorð og hvað er við- urkenning þjóðflokks vors, ef ein- mitt það, sem hann mætti vera stolt- astur af — tungan, er troðin hér ofan i grómið og gjörð landræk frá mentastofnunum landsins? Það væri næstum hlægilegt, ef svo væri látið fara, ef nokkrum íslendingi dytti i hug eftir það, að bjóða sig fram í skólaráð bæjarins, og þó er það eitt af þvi, sem einhver landa vorra ætti að gjöra, er því væri vaxinn, og það við fyrstu hentugleika. Hvað hefði hann til að sýna, að vér sem heild létum oss varða á nokkurn hátt upp- fræðslumál þessa lands, er hvorki hefðum haft menningu eða nenn- ingu til þess að vernda viðhald vorrar eigin tungu við háskóla fylk- isins, eftir að hún var þar upptekin sem námsgrein um tíu ára tíma? Það gæti lika verið nógu gaman að spyra að því, hvað vér ætluðum nú að segja næsta íslendingadag um viðurkenninguna, er vér værum bún- ir að afla oss í þessu landi, sem sér- stæður þjóðflokkur, ef tungu vorri, er hrundið burt nú, frá háskólanum, eftir að búið er að sýna oss þá viður kenningu, að kenna hana þar að einhverju leyti í síðastliðin tíu ár? Eitthvað finnum vér upp til þess að stæra oss af, — alveg er víst um það. Ef ekki væri öðru til að dreifa, mætti snúa hátíðinni upp í barna- sýningu, og væri þá rétt að sýna eldri börnin, fullorðnu börnin, sem i eitt sinn fengu málið, en eru nú bú- in að missa það, og veita þeim verð- launin, er minsta tilfinningu hefðu af þvi að þau hefðu mist það, og gætu þvi ekki lengur talist mann- eskjur. Islendingar í Canadahernum. 1 síðasta blaði var getið um tólf, er gengið hefðu í herinn og héðan væru farnir. Er þar rétt skýrt frá um alla, nema einn, þann áttunda í röð- inni hr. G. G. Hávarðsson, Guðjón Guðmundsson Hávarðssonar, við Siglunes; er sagt að hann hafi farið með nítugustu herdeildinni héðan þann 24. ágúst. Hann fór með “100 Grenadiér” herdeildinni föstudag- inn 28. ágúst; og eru hlutaðeigendur beðnir að afsaka þessa villu. Síðast- liðna viku hafa oss borist nöfn þrigga íslendinga í viðbót við þá, sem áður eru taldir, er einnig hafa farið austur. Eru þá alls 15 farnir, en sjálfsagt munu þeir þó vera fleiri, þó ekki höfum vér heyrt þeirra get- ið. Mennirnir eru þessir; 14. Thórhallur Blöndal, sonur Benedikts Blöndal, fæddur í Vatnsdal í Húnavatnssýslu, nær þrítugu. Hefir verið þrjú ár i Bandaríkjahernum á Filipps- eyjunum. Fór með The Army Hospital Corps héðan 24. ágúst. 14. Christian G. Sigurðsson, frá Yorkton, Sask. Fór með 16. deild Yorkton fótgönguliðsins seint í ágúst. Hann er fæddur í Winnipeg, og er tæpra 23. ára að aldri. Faðir hans er Teitur Sigurðsson í West Selkirk. 15. Magnús Andrés Sigurðsson Breiðfjörð, sonur Sigurðar Magnússonar Breiðfjörð, við Churchbridge, í Þingvallabygð, Sask. Fór með 16. deild York- ton fótgönguliðsins seint i á- gúst. Hefir hann Lautenants nafnbót við herdeildina. 16. Benedict Thorláksson, frá Ver- non, B.C., með British Colum- bia riddaraliðinu (B. C. Horselý í “A” Squadron 30th Begiment. Hersveit þessi var kölluð saman 11. ágúst og hefir haldið uppi stöðugum æfingum síðan. Bíður hún nú þess, að kallið komi. — Benedict er sonur Þorláks Þor- lákssonar, frá Fjalli í Kolbeins- dal i Skagafirði; fæddur hér í landi, 21 árs að aldri. óskandi væri, að aðstandendur vildu gjöra oss aðvart með, ef ein- hverjir fleiri hafa farið en nú eru taldir, svo Heimskringla geti birt nöfn allra íslendinga i hernum. Þá væri gaman, að upplýsingum þeim fylgdi, hvað piltarnir væru gamlir, hvar fæddir, hverra manna og hvað- an ættaðir af íslandi. Þátttaka ís- lendinga í þessu stríði myndar nýj- an og sérstakan þátt í sögu þjóðar vorrar. Væri því æskilegast, að heimildirnar til þess kafla væru sem sannastar og greinilegastar. Auðn- ist þeim að komast á orustustaðinn og geta sér þar hreystiorð, verður framboð þeirra í herinn til sæmd- ar sjálfum þeim og hinum vestur- flutta hóp íslendinga og allri þjóð- inni íslenzku. Eins er með þau bréf, er þeir kynnu að skrifa ættingjum og vin- um, væri oss einkar-kært að birta þau, eða það úr þeim er ekki væri of heimullegt til prentunar. Skul- um vér lofa því, að sjá um, að þau bréf, er oss væru send í þeim til- gangi, yrðu send eigendunum strax og innihald þeirra væri afritað. Deila Jónasar Pálssonar við Heimskringlu. Mál þetta getur ekki talist eitt af stórmálunum og sízt af öllu nú. á öðrum eins ófriðar tímum og þess- um. En af því vinur vor Mr. Páls- son vill ekki huggast láta og kemur með svar í síðasta blaði gegn at- hugasemdum vorum við hina fyrri grein hans, þá þykir hlýða að gegna því fáum orðúm þó ekki sé til ann- ars en að gjörast ekki brotlegur við liið forna boðorð “gætið yðar að þér ekki fyrirlítið neinn af þessum smælingjum.” Er hann enn að reyna að finna þeim orðum sínum stað að, “á rit- stjórnar tímabili núverandi rit- stjóra hafi hinir ósvífnustu sleggju- dómar rekið hver annan frá rit- stjóranum.” Kemur hann nú með önnur dæmi þess, en í flestu líkjast þau hinum fyrri, að það er vitnað ýmist í greinar er birtust í blaðinu löngu áður en vér tókum við, eða þá í ritgjörðir og fréttir er sendar hafa verið blaðinu í vetur sem leið og alls ekki skrifaðar af oss. Eru tilvitnanir hans á þessa leið: 1. —29. jan. 1914 birtist grein í Hkr. um Brynjólf Þorláksson organleik- ara, eftir Theodor Árnason. 2. —1 sama blaði er þess getið í bæjarfréttum að Mr. Þorláksson ætli að leggja fyrir sig að stemma Piano, og fylgja fréttinni nokkur meðmælingar orð frá blaðinu, með Brynjólfi, til Islcndinga hér í bæn- umum er þektu hann ekkert, að þeir láti hann sitja fyrir þvi verki. Er þar tekið svo til orða, “hann kann það verk betur en aðrir og er þess utan, bæði hinn bezti söng- kennari og smekkvísasti meðal ís- lendinga bæði austan hafs og vest- an.” Grein þessi er stýluð af oss og skulum vér athuga það sem hér er sagt síðar- 3. —“Og enn heldur Hkr. áfram og segir 25. sept. 1913” frá fiðluleik Theo- dors Árnasonar við Gaity leikhúsið. Og enn heldur hún áfram segir höf- undurinn, lætur sér svo sæma að vitna 4 mánuði til baka.! Hver þessa grein hefir samið vit- um vér ekki því hún birtist í blað- inu mánuði áður en vér tókum við, og það vissi Mr. Pálsson en lætur sér þó sæma að færa hana fram kæru sína til stuðnings, gegn oss. 4. —Samkomu frétt birtist í bæjar- fréttum í Hkr. er út kom 13. nóv., 1913, er þar lokið lofi á fiðluleik Theodors Árnasonar- Yér höfum þegar gjört grein fyrir eftir hvern þessi fréttagrein er, í neðanmáls- grein við svar Jónasar og þarf ekki að endurtaka það á ný. Með þessum fjórum dæmum er tilvitununum lokið. Af þessum 4 greinum er ein einasta eftir oss, og greinin er þannig til komin eins og vér skýrðum frá að hún er tilmæli við íslendinga að þeir vilji unna ókunnugum landa sínum þeirrar vinnu er þeir þurfi að láta gjöra, en hann geti gjört, öðrum betur sem sé að stemma Piano. Hér er ekki verið að kveða Upp neina dóma, hvorki “ósvífna sleggjudóma” eða annarskonar dóma. Þetta eru þá allar sakirnar sem vinur vor Mr. Pálsson hefir til þess að hlaupa í oss, að frátöldum auð- vitað sálarlegum innrætis hvötum er vér skulum ekki segja um hverjar eru. Og sakirnar virðast tæplega nógu stórar til þess að hallmæla oss fyrir, jafn gífurlega og hann gjör- ir. En þcgar þess er gætt, hvað höf- undurinn aðallega finnur sér til, að talað er góðgjörðnum orðum í garð Brynjólfs Þorlákssonar, manns, sem hér var bráðókunnugur og kom hingað til að leita sér atvinnu, og hins líka að báðir stunda sömu at- vinnugrein, þá má það undarlegt virðast að það skuli vera það eina sem hann finnur last vert í fari blaðsins. Hefði Hkr. sett eitthvert ódæma lof upp á Jónas Pálsson sjálfan, kunnugan mann, sem allir þekkja að frábærum dugnaði, hefði verið öðru máli að gegna. Yér vit- um hve geypilega hann hefir and- mælt því, þá sjaldan það hefir kom- ið fyrir að blöðin hafa gjört úr honum “Eúsa á Hala,” og sagt eitt- hvað fallegt um hann. En á því getur hann ekki borið oss sök. þeir steðjatónar eru enn til baka sfðan vér tókum við blaðinu—þrátt fyrir alla vora “ósvífnu sleggjudóma.” Vér vonum líka að hann misvirði það ekki við oss. En sé nú hitt, að hann deili á oss fyrir það, að vér höfum ekkert því- líkt tákn gefið honum, sem oss þyk- ir afar skelfing ólfkt, þá getum vér ekki svarað honum með öðfum orð- um en þessum velvöldu og hug- hreystandi orðum heilagrar ritn- ingar: “Ekkert tákn skal honum gefið nema tákn Jónasar.” Og jafnframt því vildum vér þá óska þess líka og biðja hann að annast ekki við sínum “fákunnandf’ bróð- ur, þó hann um stundarsakir— stuttar stundarsakir—kunni að hafa leitað sér skýlis undir “njólanum góða” sem hann sjálfur hefir setið undir í svo mörg ár. Vísum vér svo öllum þessum sak- aráburði vinar vors af vorum hönd- um. Þjóðræknis-fundurinn. Fimtudagskveldið 9. september var fundur sá haldinn í Good- Templara húsinu, sem boðað var til i báðum íslenzku blöðunum vikunni fyrir, og var húsfylli. Mr. B. L. Baldwinson var forseti og ó. S. Thorgeirsson skrifari. F’orseti skýrði tilgang fundarins, sem væri sá, að íhuga á hvern hátt íslendingum, serrí brezkum borgur- um, bæri að taka í ófriði þeim, sem íú stæði yfir i Evrópu. Skylda hvíldi á þeim, að leggja sinn skerf fram, bæði hvað snerti að senda menn á vígvöllinn og til fjárframlaga. Síðan þeir hefðu flutt til þessa lands hefðu þeir að ofurlitlu leyti tekið þátt í þeim styrjöldum, sem Bretar hefðu staðið í, einkum uppreistinni hér i Vestur-Canada 1885, þangað hefði dálítill hópur íslendinga farið, og staðið þar sér til sóma. Til Suður- Afríku, i Búastríðið, hefðu nokkru færri Islendingar farið; þar lægi undir grænni torfu æskuvinur sinn heiman af íslandi, sem fallið hefði fyrir Búunum, o.s.frv. Næstur ræðumaður var Dr. B. J. Brandson. Gaf hann yfirlit yfir til- drög stríðsins og sögu til þessa dags. Talaði um peninga-samskot, sem hafin væru allstaðar um brezka rík- ið til styrktar fjölskyldum og að- standendum þeirra, sem farið hafa í stríðið. Sömuleiðis gaf hann yfir- lit yfir starfssvið The Bcd Cross fé- lagsins. Og að lokum lagði hann fram eftirfylgjandi uppástungu, sem fundurinn samþykti í einu hljóði: Vegna þess, að það er ekki að- eins borgaraleg og þjóðræknisleg skylda sem heimtar að skylduliði þeirra, sem nú eru lagðir út á vig- völlinn til að berjast fyrir land og þjóð, sé forðað frá örbyryð og skorti, heldur er það lika kristileg skyda allra manna að bæta úr böli annara eins langt og kring- umstæður leyfa, — þá skorar þcssi fundur á alla íslendinga í þessum bæ, að leggja fram eftir efnum í þjóðræknissjóð þann, sem Winni- peg búar eru nú að stofna, og von- ar sterklega, að tillög íslendinga í Winnipeg verði svo rífleg, að um þau muni verulega, og verði þannig góðu málefni til verulegs stuðnings og þeim sjálfum til sóma. Enn fremur vill þessi fundur skora á alla fslendinga, bæði í Winnipeg og annarsstaðar, að gjörast meðlimir í hinu alkunna líknarstarfsemis félagi, THE BED CBOSS, undir hvers umsjón mörg hundruð manns nú starfa, með það eitt fyrir augunum, að bæta eftir megni i'ir því hörmulega á- standi, sem nú á sér stað á þeim svæðum, sem hafa orðið fyrir því óláni, að verða aðal-orustuvöllur- inn i þessu stórfengilegasta stríði, sem heimurinn hefir séð, — að bæta úr ástandi, sem er svo öm- urlegt, að við, sem hér búum, get- um naumast gjört oss neina veru- lega grein fyrir. Þá talaði næst H. M. Hannesson lögmaður, og sneri máli sinu eink- um að stofnun íslenzkrar herdeild- ar. Og lagði fyrir fundinn eftirfar- andi uppástungu: Þessi fundur ályklar, að vér ís- lendingar í Winnipeg eigum nú þegar að stofna sjálfboðaliðsfthkk og að sá flokkur sameini sig ein- hverri af þeim herdeildum, sem myndast hafa hér i borg. Thomas H. Johnson þingmaður studdi uppástungu Mr. H. M. Hann- essonar og talaði frekar út í það mál; gaf skýringu um, hvernig slik herdeild yrði stofnuð. Gat þess, að engin lagaleg skylda hvildi á Can- adamönnum til herþjófiustu, en sem sannir borgarar þessa lands bæri þeim að inna af hendi skyldu i þessa átt einsog nú stæði á. Væri hann sannfærður um, að íslending- ar myndu eigi draga sig í hlé,— þeir væru af því bergi brotnir, vikinga- blóðið rinni þeim heitt i æðum. Forseti bar þá upp til atkvæða uppástungu Mr. H. M. Hannessonar og var hún samþykt i einu hljóði. Mr. J. .1. Bíldfell lagði spurningu fyrir forseta, hvort upplýsingar væru fyrir hendi hjá nefnd þeirri, sem þetta mál hefði haft með hönd- um, hvort likindi væru til, að slik herdeild gæti orðið mynduð meðal íslendinga. Forseti svaraði því, að þegar hefðu boðið sig fram 15 menn. Mr. Árni Eggertsson talaði út i þetta mál. Lagði til, að þeir, sem fúsir væru til að gefa sig í herþjón- ustu og væru á þessum fundi, gæfu sig fram við skrifara fundarins, sem hefði með höndum umsóknarform. Þá talaði Mr. S. J. Austmann. Var það að mestu frásögn um, hvernig gengið hefði með undirbúning í Indíána-uppreistina 1885. Gat þess, að hann hefði þriggja ára æfing í herþjónustu. Væri nú orðinn of gamall sjálfur til herþjónustu, og því hefði hann sent son sinn. Félli son- urinn og til þess kæmi að hann (sjálfur) yrði kallaður í striðið,. mundi hann þá fara og hefna hans. Nikulás Ottenson talaði fáein orð um, hvað þyrfti til þess að mynda herdeild og vera hermaður. Stephán Oliver, hermaður í 90. herdeildinni, var síðasti ræðumað- ur. Var eigi þvi samþykkur, að stofna íslenzka herdeild nú sem stæði; áleit skynsamlegast, að þeir, sem fara vildu, gengju í þær her- deildir, sem þeir helzt kysu sér að standa í. Og að ekki yrði stofnsett alislenzk herdeild fyrr en þessir menn svo kæmu til baka og striðið væri á enda. Að síðustu var samþykt uppá- stunga frá Dr. B. J. Brandson um, að forseti skipi fimtán manna nefnd, sem hafi með höndum og komi i framkvæmd þeim málum, sem þessL fundur hefir samþykt. 4 í nefnd þessa voru skipaðír: — H. M. Hannesson, Skúli Hansson, Arni Anderson, Árni Eggersson, Thos. H. Johnson. J. B. Skaptason. t Dr. B. .1. Brandson. B. L. Baldwinson. Sigurður Johnson. Walter Johnson. H. J. Pálmason. B. Stefánsson. Skúli Johnson. St. D. B. Stephánsson. Jónas Jónasson. Síðan sagði forseti fundi slitið. ó. S. Thorgeirsson, ritari fundarins,. Norðurálfu stríðið. (Framhald) ist þar fyrir þeim sem annarsstaðar. Áttu þeir grimma orustu við Rússa hjá Mlawa og biðu algjöran ósigur, létu þar 50,000 manns, fallna, særða og til fanga tekna. Eru nú Rússar farnir að sækja á en hinir gjöra ekki annað en verjast. Eru Rússar í undirbúningi með að setjast um Königsberg og taki þeir borgina er allt austur Prússland á þeirra valdi Borgin Czernowitz höfuðstaður Bukowína héraðsins er í höndum Rússa og alt héraðið þar umhverf- is. Var Rússum þar engin fyrir- staða sýnd enda er héraðið Slav- neskt. Sainbandsherinn situr í Amiens, er þjóðverjar hafa yfirgefið. Eru þeir nú víðast reknir til baka úr Frakklandi og úr allri norður og vestur Belgíu. Tala þýzka hersins hefir mikið gengið saman. Ekki einasta við það sem fallið hefir, heldur líka með því sem týnst hefir. Sveit eftir sveit hefir orðið viðskila við meginherinn og er á hrakningi og dreifingu út um skóga og óbygð- ir og hafa svelt heilu hungri svo dögum skiftir. Gefast þær upp jafnskjótt og þær finnast. Hafa á þann liátt margir verið teknir til fanga. Eitt með því furðulegasta er sam- bandsherinn hefir orðið var við, er dlur sá fjöldi þýzkra hermanna er liggja dauðir bak við viggirðingar og virkisveggi, í skurðum og bak við skotgarða, með hlaðnar byssur og ósærðir með öllu. Er þess getið til að loftþrýstingurinn við stór- skota hríðarnar frá fallbyssunum Frönsku muni valda þessu og er það þó ekki sennilegt. Yfir það heila tekið eru fréttir þær sömu og í gær. Afstaðan er ó- breytt. Þjóðverjar eru á hraðri ferð til baka yfir landamærin, og skilja víðast hvar eftir sína særðu og dauðu. Veita Bretar og Frakk- ar þeim eftir för og drjúgar bak- slettur, taka af þeim vistir og skot- færi. Ber öllurn fregnum saman um að þýzki herinn líði miklar þrautir af hungri og þreytu. Líða svo sól- arhringar saman að menn þeirra fá engrar hvíldar að njóta en eru rekn- ir frá einum stað á annan, og sífelt á gangi. Þeir sem handteknir hafa verið bera yfirherforingjum illa sögu. Eru þeir sagðir hirðulausir um líf og heilsu hermannanna og hugsa aðeins um það eitt, að píska liðið áfram. Gremja og óánægja hefir risið yfir allt þýzkaland i'it af þessum óförum og er þjóðin nú óðum að sjá hversu fávíslegar allar þessar blóðsúthell- ingar eru. Heimta margir að samin sé friður, en aðrir, og einkum soeial demokratar, að keisaranum sé .vikið frá völdum. Telja þeir hann orsök allra þeirra hörmunga sem yfir löndin hafa leiðst síðan ó- friðurinn byrjaði.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.