Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1915, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.01.1915, Blaðsíða 1
r M 4.-5. Reykjavik 80. janúar 1915. XXIX. árg. Hvað tekiir þá við? (Fánamálið. — Stjórnarskránnálið.) --oOo- Mjög hefur „Lögrétta11 — og monsjör Skalla-Grími, meðhjálparannm hennar — orðið skrafdrjúgt um það, síðan er kunn urðu úrslitin á ríkisráðsfundinum 30. nóv. síðasth, hvað vér, sjálfstæðismennirnir, ætluðum nú til bragðs að taka, til að „komast út úr ógöngunum11, sem í væri komið. Sjálfstæðismenn hafa, sem komið er, svarað þessu yfirleitt fáu1), — kannast og, sannast að segja, alls ekki við það, að það sé skylda þeirra — fremur en sjálfum gott þykir —, að hafa jafnan svör til taks, hverju sem „Lögréttu11 og hennar liði þóknast að spyrja. Ekki geta sjálfstæðismenn heidur litið svo á, sem „Lögrétta“ — eða Skaila- Grímur (nú orðið) — séu í þeim kunn- ingja-hópnum, aö þau geti ætlast til þess, að vér, sjálfstæðismennirnir, gerum þau þegar að trúnaðarmönnum vorum, eða segjum þeim þegar allt af létta, sem í landsmálunum kann fyrir oss að vaka. Afar-fjarri fer því og, að vér fáum við það kannast, að það sem gerðist á ríkisráðsfundinum 30. nóv. siðastl., sé þess eðlis, að rétt sé að kveða svo að orði, sem i ógöngur sé komið. Að því er til tánainálsins kemur, þá er það öllum Ijóst, og fyrir því höfum vér þá og orð konungsins sjálfs, að þar rœdir ad eins um frestun, — frestun, sem gert er (á n'kisráðsfundinum 30. nóv. síðastl.) beint ráð fyrir að eigi standi nema stuttan tíma. Vitanlegt er það og öllum, að því er til fánamdlsins kemur, að fullnægt var á síðasta Alþingi skilyrðunum í konungs- úrskurðinum frá 22. nóv. 1913 að fullu og öllu. Og þar sem vér nú í konungsúrskurð- inum, er nú var nefndur, höfum alveg skýlausu loforði konungs sjálfs á að byggja, þá er að sjálfsögðu alls engin ástæða til þess að ætla, að oss bregðist það. Hvað fánamálið snertir, má því — hvernig sem allt að öðru leyti veltist — óefað telja þad vist, að lyktir þess fá- um vér mjög bráðlega, þ. e. þær lykt- ir þess, er síðasta Alþingi bjóst við, og fyrgreindur konungsúrskurður heitir, — fáum þær að minnsta kosti áður en Al- þingi kemur næst saman. 1) Grein hr. Guðin. prófessors Hannessonar, seui birt var i „ísafold“ mjögr nvskeð, gefur þó glögg svör, og greinileg, eins og hann — fyrir sitt leyti — telur nú réttast, að i málin sé farið. Sk. Th. Vátryggið eigur yðar (hús, húsgögn, vörur o. fl.) tyrir eldsvoða i brunabótafélaginu „General” stofnsett 1885. Aðal-umboðsmaður fyrir Island: Sig. Thoroddsen adjunkt. Umboðsmaður fyrir- Norður-lsafjarðar- sýslu er Jón Hróbjat tsson verzlunarstjóri Ekki íelst neitt það í því, sem á rik- isráðsfundinum 30. nóv. síðastl. gerðist, er gefið gæti ástæðu til að ætla, að það drægist lengur. — Að því er þá næst til stjórnarskrár- málsins kemur, þá ber þess að geta, að þar ræðir að vísu — enn sem komið er — alls eigi um annad en það eitt, að mál- ið bíður óútkljáð i bráðina. Stjóinarskráifrumvaipi sidasta Alþing- is hefur, sem kunnugt er, enn eigi verið staðfestingu synjað. Á hinn hóginn hefur þad þó þegar gjörzt, hvad stjó) narski á) málid snertii — sem eigi fátt ísl. kjósenda hefur fundið sér skylt að votta núverandi ráðherra vorum þakkir sínar fyrir —, ad l)önum, eða dönsku ráðherrunum þó öllu fremur, ei ordid þad Ijóst: að staðfestingu stjórnarskrárlaga- breytinganna kaupum véríslend- igar eigi því verði, að leyfa að skert séu á nokkurn hátt lands- réttindin, sem þegar eru fengin, eða — réttara sagt — viðurkennd orðin. Þeim er oidid þad Ijóst, ad á vald danska löggjafarvaldsins viljum vér eigi ad einu né neinu leyti leggja það, sein er, og æ á að vera á valdi sjálfra vor eingöngu, þ. e. hvar sérmál vor skuli borin upp fyrir konunginum. Hinu, sem í svipinn flaug þó reyndar fyrir: ad sambands- eda ný-heimastjórnai- flokksmennirnir vœru þess nú albúnir, að vinna það til valdanna, adganga ad dönsku skilyrðunum, ad því er til stadfestingar stjórnaiskráibreyt- inganna kemur, trúum vér á hinn bóginn tæplegast. Sennilegast að þeir hugsi sig þó um tvisvar áður en þeir gjörast svo djaríir, að ganga þannig þvert ofan í ótvíræðar yfirlýsingar Alþingis. Og sé nú svo, að þeir heiglist þó á því, er til kemur, hvað sem í huga sumra þeirra, heiðurshetjanna, kann í fyrstu að hafa búið, þá má ad Ukindum telja það vist, að stjórnarskrárbreytingarnar geti þá eigi annað en verið alveg úr sögunni að þessu siuni, þar sem vist er um það, ad i flokki vor sjálfstœdismann- anna þekkist sá enginn, er i »dönsku skil- yidin« taki, eða gæti tekið, ödiu visi en rádher r a vor (hr. Sig. Eggerz) gerdi. En verði nú þessi málalokin að þessu sinni, sem við er búið, þá er spurnmgin, hvað þá eigi nú að gera? Um þetta hefur sjálfstæðisflokkurinn enn alls enga ályktun tekið. Málið og enn — þótt séð þyki örlög þess — að vísu eigi úr sögunni, en ad eins hvílandi, — og svo hitt, að sjálfstæðis- flokksstjórnin mun og ad sjálfsögdu vilja hafa kjósendurna, viðs vegar um landið, sem mest og bezt í ráðum áður en fulln- aðaráiyktun er tekin. En þó að allt sé þá enn ór ádid í þessu efni, dylst þó eigi, að þegar svo er komið, að stjórnarskrárbreytingin er að þessu sinni að fullu og öllu strönduð, þá getur verid, og er, urn einhvetn þeirra þriggja vega, er nú segir, ad velja: 1. ad þingið haldi málinu að öllu leyti til streitu, þ. e. samþykki að nýju á tveim Alþingum, með þingrofi og nýjum þingkosningum á milli, breyt- ingar á stjórnarskránni, ogfariþar hinu sama fram, að því er til „rík- isráðsáKvæðisins“ kemur, sem gert var í frumvarpinu, sem nú er að sofna. 2. ad málið sé lagt á hyliuna, þ. e. ekk- ert við því hreift um ótiltekinn tíma, og loks 3. ad þingið samþykki stjórnarskrárbreyt- ingar að nýju á þinginu í sumar, er kemur, en haldi „ríkisráðs-ágrein- ingnum“ þá alveg þar utan \ið, svo að ekki frestist bráðnauðsyniegar umbætur á stjórnarskránni, hans vegna, að nýiu. Þetfa er það þá, sem kjósendurnir verða nú að íhuga. Að um fyrsta eða næst fyrsta veginn, sem getið er hér að ofan, verði þá að rffk.a, virðist þó tæpiegast mjög trúlegt. ímsar umbætur á stjórnarskránni — sbr. t. d.: afnám konungkjömu þmg- mannanna, rýmkun kosningar- og kjör- gengisréttarins, og þá eigi hvað sízt, að því er til kvennþjóðannnar kemur o. fl. o. fl., sem að kallar svo bráðan, að biðin þolist eigi, né heldur að allt strandi um óákveðinn tíma á þjarkinu, um rikisráðið, við Dani. Yandinn því reyndar ekki stór, að

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.