Lögberg - 22.10.1914, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.10.1914, Blaðsíða 1
27. ARGANGUR | FRÉTTIR AF STRÍDINU. Liðið frá Canada kom ekki við land á Englandi í Southampton eins og fyr var frá skýrt, heldur í Plymouth, og var þegar fært til herbúða á Salisbury völlum, er brezkt heimalið hafði áður setið á. Háskota sveit frá Montreal fór fyrst, þarnæst riddara- lið frá Alberta, þá Saskatchewan riddarar, þá stórskotalið og síðan hver fylking af annari. Skilja má það, að enskir fyrirliðar muni stjórna æfingum með hinum canad- isku. Ferðin yfir hafið gekk seint, en slysalaust. Einn spæjari hafði fundist með liðinu og var sá hnept- ur í varðhald, og verður líklega ekki lengi undirhaldihn á opinberan kostn- að. Hestar höfðu allmargir farist á leiðinni, líklega helzt vegna þess, að þröngt var um þá, þegar velta var á skipunum. — Mjög margt af lið- inu voru enskir varaliðar, eða gamlir hermenn, sem ef til vill verður stungið inn í enskar fylkingar, er þeir hafa áður tilheyrt. Vel er sagt að fara muni um hermenn vora, meðan þeir eru á Englandi. Veður er þar milt og hlýtt og aðhlynning sögð hin bezta. Viðureign á sjó. Á laugardags morguninn lagði úr höfn við Ermarsund ein beiti- snekkja Breta af nýjustu gerð, og fylgdu henni nokkrar minni. til þess ætlaðar, að eyða tundurbátum. Þær hittu fyrir sér nokkur herskip þýzk, er virðast- hafa ætlað að læðast inn til Antwerp, eftir Schelde fljóti. Hin ensku skip eltu þau og börðust viö þau, þar til öll hin þýzku skip voru sokkin. Orusta sú stóð í hálfan annan klukkutíma; ekki mistu Bret- ar menn svo nokkru næmi, en af þýzku skipunum var bjargað að eins um 40 manns, er brezktt skipin tóku af sundi Vel er hinttm þýzktt borin sagan fyrir hreysti og harðfengi; höfðu staðið við byssurnar og skotið af þeim, þar til skip þeirra sttkku. Almenningi á Englandi létti mikið við þetta, er það sýndi sig, hverstt vel sjómenn þeirra duga í orustum. Hin brezka beitisnekkja Yar- mouth, rúmlega 5,000 smálestir á stærð, hitti á þýzkt gufttskip nákegt Sumatra og sökti því. Það skip hét Markomannia, eign Haniburg-Ame- rican Itnunnar, 4,500 smálestir á stærð. Hin sama enska beitisnekkja náði grísku skipi og rak til hafnar. er ásamt hinu þýzka hafði verið í för með þýzka herskipinu Emden, sent unnið hefir hervirki á brezkum kaupförum í Indlndshafi, og vænt-an- lega flutt því kol og vistir. Sjötta eða sjöunda herskip sitt mistu Bretar í Norðursjó á fimtu- daginn; þýzkt neðansjávar far komst þá í færi við beitisnekkjuna Hawke, laust hana tundurskeyti svo að hún sökk á fám mínútum; fimtiu menn björguðust af 400, er á skipinu voru. Skipið var 7,350 tons, gamalt að vísu, en allvel útbúið að stórbyssum. Bretar hafa nú enn nákvæmari eftirtekt en áður á þýzkum skipunt, er leitað hafa hafna í hlutlausum löndum, hlaðin ýmsum varningi. Eitt slíkt leitaði til hafs úr New York, með Bandarikja fána á stöng, með því að skift hafði það um eig- endur, að nafninu til, að minsta kosti, og verið skrásett sem eign Bandaríkja borgara. Var látið í veðri vaka, að þ»ð ætlaði til Egipta- lands. en tók stefnu, þegar í rúmsjó kom, til Vestindia, þar sem nokkur þýzk herskip leynast. Brezk her- snekkja var þar á sveimi og hafði gætur á skipinu, tók það þegar það breytti stefnu og lagði því inn á næstu höfn í Canada. Þýzkir voru innanborðs á skipintt og neituðu að gera nokkurt handarvik til að koma skipinu til hafnar; höfðu jafnvel til- raunir í frammi til að eyðileggja það, en þær tilraunir mistókust. Meðfram Ermarsundi. Jafnskjótt og Þjóðverjar höfðu tekið Antwerp, sendu þeir her suður eftir landi og þóttust allir vita, að þeir ætluðu sér að vinna sem flestar borgir meðfram sundinu og vinna sem flest í einu: hindra greiðan flutning liðs frá Englandi, eignast hentugar stöðvar til áhlaupa á loft- skipum til Englands, og ennfremur fá færi til að komast á hlið við her bandamanna, knýja hann með þvi úr viggirtum herstöðvum og keyra hann á undan sér suður eftir landi. Þeir drógu lið að sér sem mest þeir | máttu, af vigvelli á Frakklandi,' af Belgíu og austan úr Þýzkalandi, ó- grynni riddaraliðs, stórskotalið og stórar fylkingar fótgönguliðs, og skyldi nú sverfa til stáls. Þessi ráðagerð er nú að engu orðin; för þeirra er ekki að eins heft, heldur hafa bandamenn tekið svo hart í móti, að hinn óvígi her Þjóðverj- anna varð að hopa á hæli. Svo sem 30 mílur suður af Ostend er sjávarborgin Dunkirk nyrzt á Frakklandi, - ramlega víggirt, en landamæri Belgíu og Frakklands mitt á milli þeirra. Meðfram lítilli á, er þar rennur til sjávar, hafa orðið óg- urlegar sviftingar, dag eftir dag. Með Frökkum hafa þar varist leifar Belgíu hers og brezkt lið, og svo segja Þjóðverjar, að herskip Breta hafi lagst meðfram ströndinni og látið dynja skotin á þann arm hins þýzka hers, sem til sjávar vissi, og um það hafi munað mest. Aftur hörfuðu Þjóðverjar við mikið mann- fall, en að öðru leyti segir fátt af vopna viðskiftum, að vanda. Á ein- um stað lá leið Þjóðverja hers yfir skurð mikinn, eða síki, sem þá var þurt; franskir verkfræðingar náðu þeirn lokuni er opna mátti til þess að hleylpa vatni í síkið og hélt fylk- ingununl við druknun er voru að fara yfir það, þegar vatnið kom foss- andi yfir j)á. Þrír jjýzkir þutu á mótorhjólum að hleypa aftur lokun- um, efla hefði alt land umhverfis farið undir vatn; einn féll, annar særðist, sá þriðji fékk stíflað vatn- ið, en sprengikúla sprakk svo nærri honum, að hann tókst á loft og þeytt- ist út í síkið, og var bjargað af sín- um félögum, og heftist ekki för jieirra í það sinn. Gefið er Jjað í skyn í sumum frétt- um, að hinir þýzku séu jafnvel hraktir úr Ostend, eða hafi orðið að láta borgina lausa, til þess að her þeirra verði ekki afkróaður, og tæpt er jafnvel á Jjvi, að enn sé von Kluck í vanda staddur, en ekki eru J>ær fregnir staðfestar. Þó rná það víst teljast, að áhlaup hins jjýzka hers meðfram Érmarsundi hefir mis- hepnast, og að hann hefir orðið und- an að láta í svipinn. Þeir, sem fréttirnar flytja, segja það alveg víst, að úrslitanna á Jjessum hluta vígvallarins verði ekki langt að bíða. f vesturarmi hins forna vígvallar, frá Belgíu suður að hinum oftnefndu ámótum Oise og Aisne, hefir verið áköf orrahríð. Nálægt bænuni Arr- as hefir verið barist í tíu daga sam- fleytt, og ýmsir aðrir staðir eru nefndir, Jtar sem sóknin hefir verið óð og vörnin hraustleg á báðar hlið- ar. En alt virðist hnigið hafa á einn veg hina síðustu daga, þann, að bandamenn hafi unnið á og lirakið óvinina undan sér, hægt og seint að visu, en þó svo að um hefir munað. Reyndar er ekki ntikið látið yfir því í opinberunt skýrslum hinnar frönsku stjórnar; í jteim er aldrei látið mik- ið yfir neinu, hvort sent ósigur eða sigur hefir að hendi borið; en jtví er staðfastlega haldið fram i blöðum, að Þjóðverjunt séu farin að sviða slögin svo sárt, að þess verði ekki langt að bíða, að þeir linist. Frá því er sagt, að fylkingar þeirra hinar nýjustu séu skipaðar ungum svein- um fyrir innan tvítugt, og miðaldra mönnum, enda sé ótrúlega margt fallið af liði þeirra og ekki aðrir til að fylla skörðin en Jteir, sent varla séu herfærir. Eftir siðustu hriðina við Ermarund fluttu seytján vagn- lestir særða rnenn þýzka af vígvelli, en í hverri lest voru fjörittíu vagpi- ar; ef mannfallið hefir farið þar eftir, má vel sjá hversu dýrkeypt þeint verða áhlaupin. Frá þvi er sagt, að vestur frá borginni Lille sendu Þjóðverjar riddarafylkingu mikla til áhlaupa á hersveitir, er þeir höfðu áður látið stórskotin dynja á. Bandamenn tóku það ráð, að hleypa upp flugvélum allmörgum; þær svifu yfir fylking- una og létu sprengikúlum rigna yfir hana og varð af mikið mannfall; riddararnir köstuðu um hestunum og tvístruðust viðsvegar, þeir sem af komust, en valkestir lágtt eftir hvar- vetna í slóð þeirra. A pýzkri lóð. Þó að grimmilega hafi verið bar- izt í vesturarm fylkinganna, þá hef- ir engin hvíld orðið á bardaganum annarsstaðar. Þjóðverjar veittu á- kafa aðsókn nálægt bænum Roye og ætluðu sér að kljúfa fylkingar bandamanna á þeim stað, en hafa WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGÍNN 22. OKTÓBER 1914 NÚMER 43 orðið frá að hverfa, vegna óbifan- legrar íuótstöðu, einkanlega af Breta hálfu. Nálægt Rheims hafa einnig staðið blóðugir bardagar og lauk Jteint á þann veg, að hinir Jtýzku hafa látið undan síga og skilið eftir skotskurði sítja fulla af dauðra manna búkum. Enn austar hafa Frakkar sótt hart á óvini sína, til þess að forða því, að Verdun komist á vald þeirra, en þá ramgirtu borg liafa Þjóðverjar sótt lengi. Þeir skutu fram ofur- efli liðs ntilli Verdun og Toul, til Jjess að einangra hina fyrnefndu borg og konta byssum sínum að henni bæði að norðan og austan; þeir sóttu og suður fyrir vestan hana unt Jjykka skóga, en náðu ekki að komast eins langt og þeir þurftu. Frakkar földu vélabýssur i skógar- trjám og hvar sem leyni voru og feldu mikið lið af óvinunum. og urðu þeir frá að hverfa. Frakkar hafa unnið á Jjar eystra á ýmsum stöðum, og gert ntikið mannspell, en þeir þýzku veita harða vörn undir forustu krónprinzins, og taka ann- an daginn þorp og bæi, sent þeir missa hinn. Suður með landamær- um alt til Svisslands eru orustur á hverjum degi, en ekki má enn á milli sjá, hvorir bera hærra hlut. Þó er því lýst yfir af Frakka stjórn nú í vikubyrjun, að Þjóðverjar hafi látið þar undan stga og haldi Frakk- ar austurhliðum Vogesa fjalla, og nokkurri sneið af Elsass suður Jjað- an til landamæra Svisslands, og hafi barið af sér öll áhlaup hinna þýzku á þeim stöðvum. Þó að sú sneið sé ekki ýkja stór, þykir Frökkum mik- ils um það vert, að her þeirra hefir sigrað Jjar afarharða mótstöðu og komist inn fyrir landamæri óvin- anna. Ekkert er Frökkum jafn- hugleikið og Jjað, að ná aftur Elsas og Lothringen, er Prússar tóku af þeim eftir stríðið 1871; þó að íbúar þeirra héraða séu sumir af þýzku kyni, þá vilja þeir Jjó fyrir hvern mun sameinast Frakklandi, er fylk- in höfðu tilheyrt í margar aldir. A Póllandi. Austur Prússland nær langt inn á Rúyssaveldi norðantil, meðfram Eystrasalti og Galizía sömuleiðis, sunnantil, meðfram Kárpatafjölluni. MiIIi Jjeirra liggur Pólland, er Rúss- ar eiga, svo að hinir fyrnefndu stað- ir skaga langt fram á báðar hendur við Jjað. Áin Visla f'Vistula, Weich- sil) hefir upptök sín í Galizíu. renn- ur fram hjá Varsjövu, sem er hundr- að mílur í austur frá Iandamærum T_>ýzkalands og til sjávar i Austur- Prússlandi, og má af þessu sjá, að rússneska Pólland er innilokað bæði að nor$an og sunnan. Af Jjessu mun ]>að hafa stafað, að Rússar hófu strið í þessum löndum, hafa ætlað sér að hreinsa til á báðar hliðar við sig, áður en þeir héldu skemstu leið inn á Þýzkaland. Herferðir þeirra með fram Eystrasalti og Karpata- fjöllum, hafa verið harðlega sóttar og leit út fyrir um stund, að ekki mundi fyrir þeim standa. En þó kom að því, að för þeirra var heft, bæði í hinum víggirtu foræðum Prússlands og við ramgirta kastala í Galizíu. í annan stað gerðu Þjóð- verjar út óvígan her inn á Pólland, er stefndi að Varsjövu og Ivangor- od, en þær borgir standa báðar við ána Vislu. Á þeim stöðvum hafa orðið snarpir bardagar, og eru ýmsar sögur sagðar af mannfalli í beggja liði. Við Prsmyzl i Galizíu er einnig harist af mikilli grimd og er sagt, að Rússar hafi mist þar um 40 þúsundir. Þar sækir á vígstöðv- ar Rússa allur her Austurríkismanna og segir svo x frétt frá Vin, að ekki hafi unnið á fylkingar Rússanna fremur en kastalamúr. Gefið er i skyn, að ekki sé alt kyrt á Rússlandi og muni herlið hafa verið sent til Kaukasus, að sefa upreisn. Kvartað er um það, af herstjórn Rússa, að Gyðingar reynist ótrúir og haldi njósnum fyrir Þjóðverja, svo að ekki sé unt að koma Jjeim á óvart. Sjóorusta í nánd. Gefið er í skyn, að innan skamrns muni koma til sjóorustu með Bretum og Þjóðverjum. Sjóliðar, er hinir síðarnefndu höfðu i Antwerp, nokkr- ar Jjúsundir að tölu, hafa verið kvaddir til flotastöðva í Kiel. Sagt er og, að þýzkir hafi starfað kapp- samlega að þvi að búa flota sinn, skifta um skotvopn og flytja á skipin skotbákn þau hin miklu, er þeir ein- ir höfðu í byrjun striðsins og svo Jjungum skeytum kasta. að eitt slikt getur riðið stáli vörðum vigdreka að fullu, eftir því sem þeir sjálfir segja. Sú er ein sagan, sem eftir þýzkum er höfð þessa dagana, að eina nýja skotvél hafi þeir smíðað, er flytji 25 milur, og henni skuli Jjeir beita frá sjávarbakkanum við Ermarsund og stugga með því enskum herskip- um frá ströndinni, svo að ]>au skakki ekki framar leikinn í orustum á landi. Lokið vínverzlun Rússa- stjórnar. Fyrir rúmum hálfum mánuði tók Jjáverandi fjármálaráðherra Hússakeisara, hinn frægi Witte Jjað ráð, að taka tilbúning og söltt áfengra drykkja af einstökum mönnum og reka þá atvinnu á rík- isins reikning. Síðan hefir stjórn- inni reynst þetta hin mesta féþúfa, en drykkjuskapur meðal lands- manna hefir aukist með ári hverju svo að mörgum, og einkum keisar- anum, var farið aö standa stuggur af. Þegar stríðið skall á, gaf keisari Jjú skipun, að ekki mætti selja neina áfenga drykki í ríki hans, meðan ófriður stæði. Þessu var tekið með fögnuði af öllum góðum mönnum, og svo vel lvefir þetta gefist, samkvæmt frásögn ýmsra blaða, að keisari hafi haft við orð, að réttast væri að láta bannið haldast. Nú er Jjetta fram komið. Forseti allra hinna sameinuðu bind- indisfélaga í Rússlandi sendi keis- ara beiðni um það, að hann léti bannið haldast. Keisarinn svaraði honum aftur með sínts^eyti á þessa leið; “Þú skalt hafa þökk fyrir bæn þina. Hg hef fvrir löngu fast- ráðið að banna metf öllu og um alla æfi að selja áfenga drykki á Rússlandi fvrir stjórnarinnar reikn- ing.” 1,000 hesta ætla Frakkar að kaupa bráðlega af Bandaríkjaniönn- um. Auk ýmsra annara skilyrða, sem sett eru, verða þeir allir að vera dökkir á lit. Fær enginn ofbirtu í augun af að horfa á þann hóp. —Járnsmiður i Three Hills, Alta., iefði fengið sér heldur mikið neðan í Jjvt einn daginn og gerðist" æði róstufullur. Varð það að ráði, að loka hann inni í íshúsi þangað til af honum rynni vírnan. Hefir veslings manninum sjálfsagt ekki þótt þar j vistlegt gistihús, því þegar hann fann að Jjað var harðlokað og af viði gert. þá hugffcvæmdist honum það óskaráð að kveikja í kofanum og vinna sér Jjannig til frelsis. En svo illa tókst til að áður en húsið brann svo mikið að hann gæti komist út, var hann sjálfur hniginn að velli. Gœfuraun. Það er enn í öllurn löndunt Auðna mest ins giftusama, Þegar fólk hans farariama Fangráð gefur inum rama: Landsins gæfu, frelsi, frama Fleyta cinn með ráðvands höndum. Smár þó lifir loks að hverfir Lársveig krýndum minninganna— Hvað er óvild öldunganna, Öfugspvrnan gegn því sanna! Noðí’/j-verðlaun ef þú erfir Yngri tima og betri ntanna. 10—10.T4. Stephan G. Stephansson. ! Tvö stórbœnda efni. Skarð í skáldahóp. Þorsteinn Erlingsson lézt aðfara- Hann hefir sjálfsagt gleymt því áð- | n®tt Jjess 28. f.m., úr lungnabólgu, ur en hann tók þetta til bragðs, að hann vr sjálfur innan en ekki utan veggja. —Málaferlum, sem risu út af slys- réttra 56 ára að aldri; fæddur 27. Sépt. 1858 i Hlíðarendaköti í Fljóts- hlíð. Hann var af óríku bændafólki, en komst til menta með því móti, að skáldin Steingrímur og Matthías inu á St. Lawrence- fljótinu, þegar j Jjóttust finna, að sveinninn væri efni Entpress of Ireland sökk og 1,000 j í skáld og styrktu hann ' til skóla- Skákað af hervaldi. Setið hafa á ráðstefnu í Mexico þeir sem til þess voru kvaddir, að gera upp á milli þeirra stórbokka, sem til æztu valda stunda, og reyna að koma skipulagi á stjórn lands- ins. Carranza hcitir sá, sefn nefndur var forseti meðan verið var að bola Huerta á brott, en í móti honum gengur nú herfóring- inn Yilla, sem áður barðist undir merkjum hans, en vill nú sjálfur taka forseta tign. Þegar ráðstefna jjessi stóð sem hæst og treysti sér sem bezt til að ráða úrslitunum, kom Villa öllum í opna skjöldu með 20 þúsundir hermanna. Carranza hafði og haldið á lið- safnaði, en ekki var hans lið komið svo nærri þingi þessu. að þvi síæði geigur af. Nú er Villa aðeins bæj- arleið frá þingstaðnum og má þá nærri geta, hvert frelsi þingmenn hafa til óháðra samþykta. Villa þessi hefir verið ræningja höfð- ingi og hinn mesti stigamaður, harðfengur og kann ekki að hræð- ast, manna grimmastur og mjög heiptúðugur. glaður og lítillátur við alþýðu og Jjykir auðséð, að hann muni bíta af stalli þá sem við hann keppa til æztu valda í Mexico. Hitt er eftir að vita, hve langgæð- ur hann verður í völdunum. manns mistu lífið, er enn ekki lokið. Krefjast eigendur Storstads nýrrar rannsóknar í málinu og er því enn óráðið, hvernig málinu lýkur. — Eftir því sem næst verður komist litur út fyrir að korn upp- skera heimsins ' verm fjögur hundruð miljón bushelum minni en í meðal ári. Uppskera var víða með lakara móti og auk þess hefir hún ódrýgst ekki lítið vegna ófrið- arins. — Trésmiða verksmiðja Ruberts Nenilles i Montreal brann 16. þ. m. Auk verksmiðjunnar sjálfrar brann mikið af allskonar timbri; skaðinn er metinn um $100,000. — Á litinn bæ í Frakklandi lögðu Jjýzkir 35,000 dala herskatt; J>ang- að var fluttur úr orustunni við Marne einn af sonum keisarans, allmjög sár. Til hans var sóttur einn velmetinn læknir bæjarins, náms, eða til að byrja það, að minsta kosti. Á háskóla lagði hann fyrst stund á laganám'að sögn, síðar norræna málfræði. Við háskólaveru hans er það sögidegt, að hann fékk áminning háskólaráðs, sem fágæt er, fvrir svæsin orð í garð Dana, i tæki- færiskvæði nokkru um merkismann- inn R. Rask. Ekki skertust við það réttindi hans og ekki er að vita, hvort þar af stafaði, að lítið varð úr námi hans eftir Jjað. Hann hafði upp frá því fyrir heimili að sjá og ómegð hlóðst á hann, sem dauðinn tók til sín sfnámsaman að vísu, en fyrir sér og sínum varð hann að vinna og stundaði að kenna tungu- mál. Tiíefnið til þess, að hann tók aft- ur til að yrkja, mun hafa verið það helzt, að ritstjóri Sunnanfara fDr. J. Þ.J og siðar útgefandi Eimreiðar fDr. V. G.J gengu eftir kvæðum hjá honum. Hann kvað strax “við slark- arabrag" eins og séra Matthías komst Tveir ungir inenn fóru hér um fvrir helgina og fengu blaðamenn til viðtals við sig á íínasta hóteli borg- arinnar. Þeir voru frá New York, prúðbúnir á þeirrar borgar vlsu, synir auðugs ntanns þar, er vildi vita þá á vísri braut til auðs og gæfu, áður en hann félli frá. Sá aldratfi ntaður telst framsýnn og fjölfróður um þær brautir, sem liggja til fjár og frama, bæði í sinni heimaborg og annars staðar, en ekki tjáist hann aðra betri vitað hafa, heldur en að kaupa jörð handa sonum sínum í Alberta og láta þá reisa þar bú. Jörðin er 22,000 ekrur á stærð og er sumt af henni keypt af C.P.R. Svein- arnir eiga að læra búskapar aðfcrð á Claresholm búnaðarskóla í Alberta og vinna á jarðarskikanum að sumr- inu, stimda þar “mixed farming", svina rækt og gripa og einkanlega hveitirækt. Það eru fleiri en at- vinnulausir bæjarbúar, sem leita út á landið, eins og menn sjá. Slétt- urnar okkar eru orðnar frægar um allan heim, sent gullnáma fyrir Jjá, sem hafa hug eða orku til að leggja þær undir sig og elju til að verja kröfttim sinttm til að r.ota sér kosti þeirra. Nýir ráðherrar. Úr ráðaneyti Bordens eru gengn- ' tveir póstmála ráðgjafinn Pelletier og Nantel er veitt hefir forstöðu þeirri stjórnardeild er landssjóðs tekjur innanlands hafa heyrt und- ir. í stað hins fymefnda er kom- inn T. Chase Casgrain en Blondin heitir hinn, og hefir verið varafor- seti á þingi. Nantel hefir fengið tekjumikið emblætti í jámbrauta- mála nefnd, en Pelletier hefir enn- J>á ekki fengið mjúkan og hægan sess að hvíla sig í, eftir hita og Jjunga embættis síns. Sá maður fær það orð, að hann hafi jafnan setið við þann eldinn, sem hann ætlaði bezt brenna og sýnist virð- ing hans og vinsældir fara þar eftir, ef marka má þær kVeðjur sem óháð blöð láta fylgja honum úr stjómarsessinum. Báðir hinir nýju ráðherrar eru af frönskum ættum. íneð því að þýzkra lækna var ekki afs nrísi- kvaS hvelt og bart gegn völ. Hinn franski læknir vann sitt verk vel og trúlega, en 35,000 dali setti hann upp fvrir það. Féhirð- ir hinnar Jjýzktt herdeildar borg- aði orðalaust það sem upp var sett, í Jjýzku gulli. — Suður i St. Louis hafa sendi- menn Frakklands stjómar keypt ríkjandi skoðttnum á landstjórn. trú og siðum. Jafnframt birtust eftir hann kvæði um ættjörðina, slík sem íslenzkir kvæðamenn , búsettir í Khöfn, hafa löngttm kveðið, og eink- anlega þótti mikið , koma til kvæða hans nokkurra um ástir Jjeirra Ragn- heiðar biskupsdóttur og hennar pilts. Út af öllu Jjessu komu vinir hans þvi tbúðarhús (Blockj í Monjtreal með 9 íbúðum og þrem verzlunar- búðum, var sprengt i loft upp að kveldi 20. þ. m. Ekki er enn sannað hver framdi illvirkið, en haldið að tveir menn sem fórust samstundis, hafi gert pað. “Tveir menn segjast hafa verið á gangi skamt frá húsinu. Þykjast þeir hafa séð tvo menn bera dökk- leitan hlut á milli sin inn í húsið. Þegar þeir lögðu hann niður í ganginn, varð hvellur mikill og húsið virtist hoppa upp af grunn- inum. Þeir segja að annar þeirra ir tveir franskir. samherjar hans, manna sem t>eir lara 5nn 1 húsið, hafi hrotið út á gangstétt- 46,000 hesta, er afhendast skulu til leiðar. að hann fluttist til íslands allir innan tíu daga frá kaupdegi. j var stofnað vikublað handa honum á ------------- j Sevðisfirði og honttm útvegaðitr | styrkur úr landsjóði. Upp frá því I dvaldi hann lengst um í Reykjavík j og hafði ofan af fyrir sér með j kenslu, það sem styrkurinn ekki hrökk. Sprengikúla í Montreal veldur skemdum. Frá Vilhjálmi Stefáns- syni. Skeyti hafa nýlega borist til Ottawa frá Dr. Anderson, for- ingja Jjcss flokks Vilhjálms sem sunnar dvelur og nær mannabyg*- um en Vilhjálmtir sjálfur. Lsetur Dr. Anderson hið bezta af sér og. félögum sínum og kveður vera mikinn og góían árangur af starfi Jjeirra. Unt miðjan ágiist héldu þeir fé- lagar frá Herchel Island áleiðis til I’ank Land til að koma upp skýl- um fyrir veturinn. Hafði Sie- fánsson gert ráð fyrir að koma þangað á næsta vetri. Var tals- vert af ísi á leið þeirra Andersons undan Mackenzie fljótinu. T>r. Anderson býzt við að hafa vetrar- setu í grend við Cocburn Point. Skipið sem flutti þessi skeyti heitir Teddy Bear, Hafa þeir fé- lagar dvalið tvö ár á Norðurveg- um og rekið verzlun við Eskitnóa. Ekki þarf að búast við fregnum frá Vilhjálmi fyr en einhvent tíma seint í vetur. Frá Islandi. ina, þegar sprengingin varð, og var þegar örendur. Hinn hefir ekki fiyidist enn og er haldið, að hann liggi grafinn i rústunum. Flestr þeirra sem í húsinu bjuggu voru að kveldverði Jjegar ódáðaverkið var framið. Féllu sumir með húsinu og skriðu með veikum burðum út úr rústunum, en aðrir hrukku út um glugga eða sprungur sem á húsið komu. Þykir bað furðu gegna að nokkur skyldi komast ltfs af. Liggja nú margir hættulega særðir og er haldið að sumir þeirra Imissi lífið. Fyrirmyndarbú í Árborg Eftir að Þorsteinn kont til Islands, varð lítið af kvæðagerð hans, svo á almennings vitorði sé. Hin nýju kvæði lians i siðari útgáfu “Þyrna" stungu algerlega í stúf við hin fyrri, og framhaldið á kvæði hans “Eiður- inn”, sem út kom í fyrra, mun hafa bakað mörgum vonbrigð. Hinnar göntlu hagmælsku kennir þar, en fjörið vantar. Hann hafði valið sér erviða aðstöðu og kennir þess alls- staðar. En Jjó Þorsteinn hafi kveð- ið litið að vöxtunum, þá hefir hann liaft mikil áhrif. Hann bvrjaði á nýjum yrkisefnunt i nýjunt tón og var hvassari og bermæltari en dæmi voru til áður á vora’tttngu. Þarhjá hafði hann hagmælsku nteð vand- virkni og var jafnvígur á rímnalög og aðra hætti, en einkunt rttddi það honum rúm. að hann kvaö við gust- nteiri tón en aðrir. Ágallar hans sem skálds, sem rýra gildi hans þeg- ar fram i sækir, svæsni i ádeilum og æsingur í tilfinningum, urðu einmitt til Jjess, að hann um stund tók ná- lega öndvegis sæti skálda í meðvit- und almennings á mjög stuttum tíma. Þorsteinn sál. var tæpur tneðal- maður á vöxt, almúgalegur i háttum og tali, viðræðisgóður og jafnlvndur, fjörmaður á yngri árum, meðan [ heilsan entist, og jafnan furðu hress Hvaðanœfa, —Stjórnin hefir orðið að hlaupa undir bagga með Indíánum, sem dvelja í norðurhluta landsins og lifa á loðdýraveiðum. Vegna stríðsins geta þeir litið selt af loðskinnum sínttm og mundu því líða hungur- •dauða ef ekki væri að gert. Nýtt stofnað og fjörugur með brjóstveiki þeirri. er hann átti mjög lengi við að stríða. fyrirmyndarbú verður skamms.' brczkum með á sunnu < , . , , — Köfunarbát Arborg tnnan skamms.! ., 6 sextan manns var sokt __________ Hefir verið til þess valin landeign daginn af Þýzkum herskipum i herra G. Borgfjörðs; Hggur hún Norðursjó, en ekki er greint náti í grend við Jjorpið. ^Þetta er ar ]lvar þag hafi skeð. Báturinn fjórtánda fyrirmyndarbúið í fylk- var bvgður í fvrra. Hefir vænt- inu _og njóta öll styrks úr ríkis-1 anlega ætlað að læðast í kafi að sJolSl- ( •' j þýzka flotanum, þarsem hann ligg- Þetta bú er góður gestur í bygð- um landa vorra þar nyrðra. Gefst þeim nú sjálfsagt færi á að kynn- ast ýmsum greinum landbúnaðar- ins, sem þeim eru áður lítt kunnar og mega koma þeim að góðu haldi. ur undir landvirkjum, umkringd- ur af tundurduflum í kafi. Leyfi til andaveiða endaði með deginum í gær, og leggjast þvt þær herferðir niður að sinni. Jón skipstjóri Þórðarson frá Ráðagerði drttknaði á Hjalteyri 22. sept., og segir svo frá slysinu í ísafold: Nánari fregnir hafa borist af því hörnntlega slysi, þær að hann mun hafa mist fótanna, er hann ætlaði í Iand úr vöruflutningaskip- inu Fenris, á plönkum, er lágtt frá skipinu að bryggjunni. Hafði vörð- urinn á Fenris heyrt hljóð og skvamp i sjónum, en er báti var skotið út, fanst ekki annað en húa jóns fyrst í stað, milli skipsins og br>ggjlllTnar. Befir Jón að lík- indum lent ttndir bryggjunni og vatn flotið alveg undir, svo að hann hefir kafnað áður en hann hefir getað haft sig undan bryggj- unni. Skallagrímur kom í gær hingað með lik Jóns og voru þá fánar dregnir á stöng víða um bæinn, og á öllum skipttm á höfn- inni. Á Hvanneyri i BorgarfirBi, skólabúi Suðttrlands, fengust í sumar 3000 hestar af þurru heyi og 500 hestar af súrheyi. Dáinn er Bjöm Bjömsson, kend- ur við Litlavöll, vel þektur maður nteðal gamalla Reykvíkinga, Egill Gunnlaugsson, kendur við Arabæ, háaldraður »taður og hrumur orðinn, Leifur stúdent Jóhannsson, prests Þorsteinssonar frá Stafholti Unt fisksölti til Englands segir Isafold: Nú er fátt tint islenzka 1 otn- vörpunga er til Englands fara að selja fisk sinn. Njörðnir er einna seigastur í þau ferðalög. Hefir hantt nýlcga selt afla sinn í Fleet- wood fyrir 760 pd. steri. eða nær 14000 kr. — Skipið er vátrygt fyr- ir stríðshættu, að hálfu andvtrðl þess.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.