Dagblaðið - 28.11.1914, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 28.11.1914, Blaðsíða 1
sr Dagblaðið »2 t • • • • • • • • • • • • • • • • •• • • • • • • • • • • • •♦ • • • • • • • ••• • • • ■•-••• ••••••••♦• Ritstjóri Sig. Einarsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar. Erlendar símfregnir. Tilkynning frá bresku utanrikisstjórninni i London. London 27. nóv. kl. 1,08 drd. Breski bryndrekinn Bulwark sprakk í loft upp hjá Sheerness. Sennilegt er, að slysið liafi orsakast af sprengingu í skipinu sjálfu. Bulwark var gatnalt skip, 15,000 smálestir að stærð og lítið gagn að pví til hernaðan London 27. nóv. kl. 2 síðd. Rússar tilkynna, að orustan geisi hjá Lodz. Rússar telja sjer sigurinn vísan. Þjóðverjar undirbúa undanhald sitt í Póllandi, sem best peir geta, en ýmsar herdeildir peirra hörfa undan óskipulega og í illu ástandi í áttina til Brezin. í viðureigninni við Austurríkismenn hefir Rússum veitt betur, ogtóku peir tvær herdeildir með herforingjum og undirforingjum, samtals 8000 manns. Reuters-Bureau London. London, 26. nóv. kl. 6 siðd. Pað virðist svo, sem til úrslita dragi í orustunni miklu í Pól- landi. Rússar hafa pegar talið sjer sigurinn vísan. Daglega koma margar járnbrautarlestir með pýska fanga til War- szawa. Við Missy í Aisnetijeraði á Frakklandi hafa Pjóðverjar beðið feikna manntjón. Einkaskeyti frá ráðherra Sig. Eggerz til Morgunblaðsins og Isafoldar. Kaupmannahöfn 27. nóv. árd. Ríkisráðsfundi var frestað til mánudags. Verður par stjórnar- skrár- og fánamálinu ráðið til lykta. Væntanlegur til Reykjavíkur annaðhvort með e.s. „Pollux" eða e.s. „Skálholt". Eftir JVIorgunblaðinu í Reykjavík 27. nóv. kl. 8 síðd. »Jón söngur.« Einar skáld Benediktsson skrifaði ný- lega í blaðið »Ingólf« um rjettarstöðu Qrænlands. Hann skrifaði vægðarlaust og rjett um kúgun þá, er danskt prangaravald beitir enn þann dag í dag gegn fátækum, þrælkuðum og siðlaus- um Skrælingjum úti á hala veraldar, í þessu aflæsta skúmaskoti danskrar á- níðslu og yfirgangs, — Grænlandi. — Hann vekur jafnframt máls á því, að ef Grænland sje nokkurrar þjóðar eign að alþjóðalögum, þá sjeu íslendingar Óettbornir til valds yfir landinu, því íslendingar komu þangað fyrstir siðaðra þjóða Og námu landið. Loks færir Einar rök að þvf, að einmitt nú sje tími kominn til þess að íslending- ar veki máls á rjetti móðurlandsins gagnvart Grænlandi; slíkar kröfur gætu vel orðið teknar til greina íslending- um til hags á þeim iniklu landskifta- og byltingatímum, er nú virðast vera i aðsigi- Á móti grein þesari skrifar einhver »Jón söngur* f gær í »Dagblaðið«. En rödd þessa óþekta söngfugls er ekki »fögur« eða »hugljúf« eða »hrein«. Hún er líkari náhljóði aldagamals þrælkunarvalds og kúgunar. Hver er þessi »JÓn söngur« ? Það er ekki trú- legt, að hann sje einn af niðjum þeirra manna, sem áður voru húð- strýktir með sömu svipunni, sem enn er látin dynja á Skrælingjum í Græn- landi. Hver er sá maður meðal vor, sem gerist málsvari miðaldalegrar kúg- unar á heilli þjóð, þó að Skrælingjar eigi hjer hlut að máli en ekki íslend- ingar? »Jón söngur* dregur dár að hinni íslensku þjóð fyrir það, hve hún sje vesöl og fámenn, hæðist að þeim stofnunum, sem hjer hefir verið kom- 'ð á fót til viðreisnar og sjálfstæðis landinu, svo sem stofnun Háskóla ís- lands. Alt þetta er ekki svaravert, en andinn er ekki íslending samboðinn. »Jón söngur* virðist hafa þá skoð- un, að hag Skrælingjanna sje prýði- •ega borgið með því prangarafyrir- komulagi á stjórninni, sem nú á sjer s*að. r. d. flytji verslunin engan glys- varning til Grænlands. Hvers vegna skyldu Danir flytja glysvarning til landsins ? Þeir taka hvort sem er a 11- a r þær vörur, sem Skrælingjar geta af höndum látið, og ákveða sjálfir verðið; hvers vegna skyldu þeir þá kosta upp á að flytja vörur til lands- ins fram yfir það, sem er nauðsynlegt til þess að Skrælingjarnir haldi lífinu? Slfkt væri ekki í samræmi við anda einokunarstjórnarinnar. Ennfremur á það að vera þakkar- vert, að Danir meini öðrum að flytja brennivín til Grænlands. Er þá danskt brennivín betra eða hollara en annað brennivín? Það er ómótmælanlegt að meðferð

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/171

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.