Dagblaðið - 26.03.1915, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 26.03.1915, Blaðsíða 1
Föstud. 26. Mars 1915 Dagblaðið r: ► ••••••••••••#• • • • #-#^» t ♦ • •-•-•-•-#-♦-•-#-# » ♦♦♦ ##♦♦♦♦• f # Ritstjóri Sig. Einarsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar. Frá striðinu. Bresk herskip á siglingu Pinb'Oc>L-Q\/íi Morgunblaðsins frá LlllivuoívUy 11 Kaupmannahöfn 24. mars. Austurríkismenn hafa dregið saman mikið lið á landamærum Austurríkis og Ítalíu. ítalir hafa bannað allan útflutning á vörum til Þýskalands. Japanskt lið er á leið frá Mandsjúri til Rússlands. (JVIgbl. í Rvík. 26. mars kl. 10 árd.) Peningaútlát í stórum stíl, óánægja, vonleysi. Framhald. Ur bœnum og grendinni »Syndir annara« verða leiknar ann- að kvöld, eins og auglýst er hjer ánnarstaðar f blaðinu I dag. Er sagt að helst muni vera í ráði að leika þenna sjónleik f sfðasta sinn nú um næstu helgi. Svo nú fer að verða hvert sfðasta tækifærið að sjá hann. Ymsir bæjarbúar munu enn eiga eftir að sjá hann leikinn; en hver er sá Akureyrarbúi, sem getur verið þektur fyrir að hafa ekki sjeð hann í þetta sinnf Fjárkláðinn. Nú 5 síðustu árin hefir fjárkláðinn gjört vart við sig hingað og þang- að hjer í sýslunni og enda allvíða um land alt. Nú verður mörgum á að spyija, hvernig á pessu standi, eftir öll lætin um algera útrýming hans á Islandi hjer á árunum ekki alls fyrir löngu. Sú barátta er um garð gengin, og ekki dugir að sakast um orðinn hlut. Forvígismönnum peirrar bar- áttu gekk auðvitað ekkert nema gott eitt til þessa. Ætluðust þeir til þess, að sennan yrði stór en stutt; þar að auki voru þeir svo óheppnir að leggja alt framkvæmdarvaldið í hendurnar á manni, sem ekki var starfanum fyllilega vaxinn. Annars virðist eftirlitinu vera mjög ábótavant. En livernig á annað að vera. Stjórn landsins Itefir verið svo ósýnt um að búa þessa eftirlitsmenn kláðans svo vel úr garði, sem skyldi, um jafn mikilsvert mál. Peir hafa aðeins örlítið, en mjög ómerkilegt stækkunargler. Með því geta þeir að vísu sjeð og þekt kláðamaur, en ekki gert skíran greinarmun á maurategundunum. Þegar svona er farið virðist þessi aðgreining á kláða- maurum næsta varasöm ' Verður þetta því hættulegra, þar sem dýra læknaeklan í landinu er svo tilfinn- anleg. Ný útrýmingarbarátta svona í einu eða á líkan hátt og hin síðasta var háð, virðist mjög varasöm. Allir staðhættir hjer hjá oss ættu að benda oss á, að það yrði afar hæpið að vjer næðum fullkomnum sigri. En hvers virði er baráttan ef hún yrði ekki kórónuð með fullum sigri ? — Aðalfundur kaupljelags Eyfirðinga hefst í dag. Fjárkláðinn er nú fundinn á 2 bæ- jum hjer f sýslu. í Fagraskógi og Arnarnesi. Skipaferðir. *Mjölnir« kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkvötdi á leið 11 Akureyrar. »Ceies< er á leið frá Hvammstanga til Borðeyrar. Frá Hólum í Hjaltadal 25. marx. Bændanámsskeiðið stendur hjer yfir sem hæst Jónas Kristjánsson læknir hjelt mjög fróðlegan og vel fluttan fyrirlestur f gær um arfgengi og kynbætur á mönnum. Var gerður mjög góður rómur að fyrirlestrinum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/171

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.