Fréttablaðið - 18.09.1914, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.09.1914, Blaðsíða 1
21. tbl.—Akureyri, föstudag 18. september, 1914. —Útgefandi JónStefánsson, —Prentsmiðja Odds Björnssonar. Frá blóðvellinum. Höfuðorusta í vændum. London föstudaginn 18. sept. Símað er frá Bordeaux, að yfir- stjórn hermála Sambandsmanna, tilkynni opinberlega, að aftur-her- sveitir þjóðverja hafi háð snarpa orustu á þriðjudaginn og miðviku- daginn, yfir alla herlfnuna. Pær voru farnar að hörfa undan liði Sam- bandsmanna en þá komu megin- hersveitir þjóðverja þeim til bjargar. Álitið að þjóðverjar hafi látið aftur- fylkingar sínar halda uppi orustu svo megin her þ'eirra væri greiðara um undanhald. Aðalher þjóðverja hefir myndað volduga herlínu frá Metz um Verdun að Nion og þykja líkur til að barist verði til úrslita á Pví svæði. Fregnir herma mikinn viðbúnað þjóðverja. Þýzk herdeild umkringd og fallin ? Fregnriti »Daily News« við her- stöðvarnar símar áðan, að fullyrt sé, að Kluck hershöfðingi Pjóðvei ja og herdeild hans hafi verið un- kringd af hinum nýju hersveituin sambandsmanna í vesturarmi her- línunnar og herdeild Klucks hafi verið ger-eyðilögð, failið og tekin til fanga. Kluck hafði orð á sér fyr- ir að vera meðal duglegustu yfir- foringja Pjóðverja en þótti fífldjarf- ur. »Alt eftir áætlun!« Sambandsherinn fylkir liði sínu fyrir norðan Aisne. Mikill fögnuður í Frakklandi yfir að hepnast hefir að ná þeim vígstöðvum. Yfirher- stjórnin er farin að gefa út blað, svo þjóðin fái daglega áreiðanlegar fregnir frá vígvellinum og tilkynnir að enn hafi alt verið framkvæmt eftir áætlun. Hver ber hærri hlut? Dálítið ófriðar-yfirlit. Ragnar kaupmaður Ólafsson hefir eim- skipið »Gertrud«: á leigu í sumar, aðallega til þess að flytja hingað kol frá Englandi. »Gertrud« kom þaðan úr síðustu fetð á mánudaginn og lagði síðast frá Burnt-Island 11. seplbr. Vegna þess að skigagöngur eru ótryggar um þessar mundir og útlend blöð berast seitit, en símskeyla-fréttir ekki sem ítarleg- astar, símaði R. Ó. til erindreka sínsíLeith, Charles Mauritzen stórkauprnanns, og bað hann að senda yfirlit yfir, hvert sök horfir um óiriðinn og ýmislegt, er af honum flýt- ur. Mr. Mauritzen rak erindið trúlega og sendi hrafl af enskunt blöðum hinttm síð- ustu, og ennfretnur glöggan útdrátt um á- standið, er hér fer á eftir, orðrétt þýddur. Þakkar »Frbl.« hr. R. Ó. fyrir hugulsem- j ina, að útvega því ótilkvaddur þessa skýrslu og aðra um útflutning frá Englandi, setn I kemur út í næsta blaði. Þjóðverjar hafa, að þessu, haldið yfir Belgíu og Frakkland, án þess að nokkuð stæðist við, og nú er her þeirra kominn í nágrenni Parísarborg- ar. París er ramlega víggirt, og telja menn áreiðanlegt, að hún verjist mán- uðum saman, ef svo fer að Þjóðverjar setjast um hana. Ftakkastjórn er flutt til Bordeaux. Það sýnist því svo af þessu, sem útlitið lyrir Sambands- þjóðunum sé ekki giæsilegt. En hið einkenntlegasta við þenna óírið allan er, að þó meiri fjöldi hermanna taki þátt í honum en nokkru sinni áður eru dæmi til í sögu mannkynsins, og þó hann hafi nú varað yfir hálfan ann- an mánuð, hefir þó aldrei orðið nein úrsliía orusta enn þá, svo að annar aðilinn hafi vc ulega sigrað, eða lam- að mótpartinn, eða nokkurn hluta af her hans. Hinn sameinaði her Breta og Frakka, hefir hvað eftir annað og nær því daglega, átt orustur við Þjóðverja og hifa herirnir oftast til skiftis borið hærra hlut, þann og þann daginn, en niðurstaðan hefir stöðugt orðið sú, að Sambandsherinn hefir hörfað undan. Hvort það hefir verið gert af ásettu ráði, til þess að ginna Þjóðverja sem lengst inn í Frakkland, eða vegna þess, að þeir hafa ekki þorað að setja úr- slitin á odd, gagnvart her sem þeir hala talið sér yfirsterkari, er ekki hægt sð segja um sem stendur. En hitt er áreiðanlegt, að her beggja að- ila, bæði Sambandsmanna og Þjóð- verja er nú talinn jalnvígur að leggja til höfuðorustunnar sem sögð er vænt- anleg á hverjum degi Hér ganga sögur um að 250,000 rússneskra hermanna hafi verið flutt- ir frá Archangel yfir England, og það- an yfir Ermarsund til Frakklands, og nú séu þeir komnir til vígstöðvanna, til þess að berjast þar í höfuðorust- unni, móti Þjóðverjum. Að ölium máiavöxtum athuguðum, er því sennilegt að það hafi frá upp- hafi verið ráðagerð herstjórnar Sam- bandsliðsins, að draga höfuðorustuna svo á langinn, að nægilegur tími yrði til að draga sarnan á vígvellinum f Frakklandi, þann liðsafla er hún teldi nægilegan, til þess að fást við Þjóð-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/178

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.