Fréttablaðið - 30.10.1914, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.10.1914, Blaðsíða 1
40. tbl. — Akureyri föstudag, 30. októbe-, 1914. — Útgefandi Jón Stefánsson. — Prentsmiðja Odds Björnssonar Lögmenn. Böðvar Jónsson yfirdómslögmadur Hafnarstrœti 102. — Simi 12. Björn Líndal yfirréttarmálaflutningsmaður Brekkugata 19, — Sími 57. Júlíus Havsteen yfirréttarmálaflutningsmaður Strandgata 37. —- Sími 93. Frá blóðvellinum. London firntudag 29. okt. Moritz prins af Battenberg frændi Georgs konungs er dáinn af sárum. Bandaherinn vinnur áfram fyrir norðan og austan Ypres og milli Caprin og Arras. Botha yfirhershöfðingi hefir tekið 80 yfirliða úr liði Beyers hershöfð- ingja til fanga og rekið uppreisn- armenn á hraðan flótta. Símað frá Petrograd að í stóror- ustu við Pultava hafi lið Austurrík- ismanna og Þjóðverja verið klofið í tvent og hrakið á flótta með gríðar mannfalli. Brezkt kaupfar sprakk í loft upp í gær norður við írland, hafði rek- ið sig á þýzkt tundurdufl. London föstudag 30. okt. Opinberlega tilkynt frá París. Or- ustan geysaði æðisgengin í allan gærdag. Þjóðverjar gerðu fyrri hluta dagsins hvert áhlaupið öðru harð- ara en urðu hraktir aftur. Einkan- lega miðaði Bandahernum áfram umhverfis Ypres og suður «ð Arras, á milli Aisne og Argonne og í Aprement-skógunum. Marconi-loftskeytastöðvum er lok- að í Englandi og Danaveldi. SauBagærur hernaðarvara. Rvik í dag. Frá Khöfn er sfmað til stjórnar- ráðsins að bannað sé opinberlega að flytja sauðargaerur út úr Danmörku. Talið að orsök bannsins sé, að ó- hemju mikið af sauðargærum hafi ver- ið flutt frá íslandi til Kaupmanna- hafnar til þess að senda þaðan áleið- is til Þýzkalands, en þar séu þær ætl- aðar þýzka hernum til notkunar og varnar gegn kulda í vetur. Bœjarstjórnartíðindi. Ár 1914 þ. 12. oktober kom hafn- arnefndin saman á fund á skrifstofu bæjarfógetans. Allir nefndarmenn á fundi. Gerðist það er hér segir: 1 Var iagt fram erindi frá F. Witte & Co. um leigu á hafnarbryggjunni á Akureyri Nefndin samþykti að leigja honum næsta sumar sama pláss og í sumar með sömu kjörum þ. e. 20 aura fyrir hverja fiskipakkaða tunnu þó þannig að minsta gjald sé jooo kr. 2. Var samþykt að leigja Otto Tulinius austurhluta hafnarbryggjunnar á Akureyri til síldarverkunar gegn 15 aura gjaldi fyrir hverja fiskipakkaða tunnu sem söltuð er þar og lögð þar en 10 aura íyrir hverja tunnu sem söltuð er þar en lögð annarstaðar, þó þannig að minsta gjald sé 800 kr. yfir sumarið. Það er tekið fram, að síldarskipin er við framenda brygg- junnar Iiggja eru skyld til að vfkja fyrir flutningaskipum sem sigla eftir fastri áætlun, þann tíma sem þau þurfa til afgreiðslu. 3. Var rætt um leigu á nýju brygg- junni en engin ákvörðun tekin. 4. Var samþykt að leyfa »Jörundi« að liggja í skipakvfnni til maí næst- komandi fyrir 75 kr. gjald og sömu- leiðis »Súlunni« fyrir 100 kr. gjald yfir sama tíma. Ennfremur ákvað netndin að leyfa að draga skip á grinningarnar í kvínni gegn 5—10 króna gjaldi eftir stærð skipsins. 5. Þar sem nú eru orðin vandkvæði á að fá uppsáturstað fyrir þilskip, samþykti nefndin að láta rannsaka hvar hentugast mundi vera að fá upp- sátur og hvað kosta mundi að undir- búa eða búa út uppsátursstað. Fleyra gerðist ekki. Slysfarir. í gær fórst vélar-fiskibátur með fimm möíinum frá Bolungarvík. Formaður- inn Sumarliði Magnússon og tveir há- setar, Enok Einarsson og Bjarni Ás- geirsson, voru kvæntir og áttu börn, en tveir hásetar, Hjalti Jónsson og Friðgeir Einarsson, voru ókvæntir og barnlausir. Mennirnir voru allir lff- trygðir, en báturinn var ekki vá- trygður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/178

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.