Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.04.1915, Blaðsíða 3

Lögrétta - 28.04.1915, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 7i Á myndinni hjer er sýnt Dardanellesundiö og umhverfi þess. Tölurn- ar sýna: 1. Adrianópel, 2. Saros-flóa, 3. Gallipoli, 4. Marmarahafið, 5. Chanak, 6. Ked-el-Bahr, 7. Hamide, 8. Seddil-Bahr, 9. Kun-Kale. 5—9 eru vígi við sundið. Strídid TiUsyxtning. Þar eð við í eldsvoðanum 25. þ. m. mistum allar bækur okkar og skjöl, vildum við hjer með mælast til þess við ALLA VIÐSKIFTAVINI OKKAR, að þeir sendu okkur, SEM ALLRA FYRST, afrit af viðskift- unum frá árinu 1914 og það sem af er þessu ári. Við væntum þess fastlega að allir okkar viðskiftavinir verði við þess- um tilmælum okkar, og leyfum við okkur jafnframt að tilkynna, að verslun okkar heldur áfram eins og að undanförnu. Skrifstofur okkar verða fyrst um sinn í Tjarnargötu 5 B. Talsímar nr. 45 og 335. Símnefni: Activ. Reykjavík 27. apríl 1915. Virðingarfylst Nathan & Ölsen. Nýtísku fataefni 60—70 teg. komu nú með e|s Botníu, öll án verðhækkunar, frá Þýskalandi. — Notið tækifærið, því alt er selt með nær inn- kaupsverði. — Saumastofan afgreiðir fljótt föt, á 12—14 tím- um. — Lægstu vinnulaun og vönduð vinna. sími 377. Grudm. Sigurðsson kiæðskeri. Nokkurar jarðir í Rangárvallasýslu fást keyptar í vor. Upplýsingar gefur Pjetur Magnússon. Grundarstíg 4. (Heima kl. 5—6 e. h.) í síðustu símskeytum segir frá því, að nú sjeu að hefjast að nýju árásir á Dardanellavígin liæði af flota og her. Hafði nú um síöastl. helgi verið sett herlið á land á Gallipóliskaga undir vernd herskipa bandamanna. Segir í skeytum frá ensku stjórninni, að landgangan hafi tekist vel, þrátt fyrir ramma mótspyrnu frá óvinun- onna hálfu, er lágu i skotgröfum með gaddavírsgirðingum fyrir framan. Siðustu skeyti segja einnig, að við- ureignin sje nú mjög að harðna norð- an til á vesturherstöðvunum, nálægt Ypres. Hafa Þjóðverjar sótt þar á cg orusturnar verið ákafar og með miklu mannfalli á báða bóga, en ekki er þó svo að lieyra sem nein veruleg breyting hafi orðið á afstöðu her- anna. Frjettir. Gullfoss kom frá Vestfjörðum á mánudagsmorgun og fór hjeðan á- leiðis til New-York í gærkvöld. Á Vestfjarðahöfnunum var Gull- fossi tekið með viðhöfn og fögnuði. f Stykkishólmi bauð Páll Bjarnason sýslumaður hann velkominn með ræðu, en Eggert Claessen yfirrjettar- málaflutningsmaður þakkaði fyrir hönd Eimskipafjel.stjórnarinnar. Hún hafði síðan boð úti á skipinu fyrir ýmsa af Hólmverjum og voru þar aftur ræðuhöld, en sjera Sig. Gunn- arsson færði þar skipinu að gjöf skrautbundna biblíu. Á ísafirði heilsaði Magnús Torfa- son bæjarfógeti skipinu með ræðu, en Olgeir Friðgeirsson svaraði fyrir i.imskipafjelagsins hönd. Þar var síð- an boð fyrir ýmsa af ísfirðingum og margar ræður fluttar. Með Gullfossi fóru vestur yfir 20 farþegar, þar á meðal kaupmennirnir Jón Björnsson og Jónatan Þorsteins- son, Sveinn Oddsson áður prent- smiðjustjóri, allir snögga ferð, og svo Karl Friðriksson frá Winnipeg, stjúp- sonur sjera Stefáns Björnssonar á Búðum í Fáskrúðsfirði, er með hon- um kom hingað til lands í fyrra, en fór nú alfarinn vestur aftur. Nýtt blað er farið að koma út á Akureyri, hið þriðja þar, og heitir „íslendingur", ritstj. er Sig. Einars- son dýralæknir. Dáinn er síðastl. miðvikudag úr lungnabólgu sjera Böðvar Eyjólfsson í Árnesi í Strandasýslu, rúml. fertug- ur að aldri, og verður hans nánar minst síðar. Elektron heitir nýtt blað, sem farið er að koma út hjer í bænum, kostaö af fjelagi íslcnskra símamanna (F. L S.). Aðeins 6 blöð eiga að koma út á ári, á stærð við Kirkjublaðið. Rit- stjóri er Ottó Björnsson símritari. Garðyrkjumenn. Tveir íslendingar hafa í vor útskrifast frá garðyrkju- skólanum á Vilvorde á Sjálandi, eru það þeir Ragnar Ásgeirsson Eyþórs- sonar í Reykjavík og Sigmar Gutt- ormsson Vigfússonar í Geitagerði. Einn Islendingur, Einar Þlelgason. hefur áður tekið próf við þennan skóla. Ragnar kom heim með „Gull- fossi“, og verður aðstoðarmaður hjer við gróðrarstöðina, og Sigmar kemur bráðlega til Austurlandsins og verður við gróðrarstöðina á Eiðum. Húsbruni varð á Arnarstapa á Snæfellsnesi 31. f. m. og brann þar stórt íbúðarhús úr timbri, eign Sig- fúsar Sveinbjarnarsonar áður fast- eignasala, sem nú býr á Stapa. Prentvilla var í siðasta tbl., þar sem segir í byrjun greinarinnar um komu „Gullfoss", að hann hafi komið hingað á fimtudagsmorgun. Hann kom á föstudagsmorgun. HOLGER WIEHE MAGISTER. Á fjárlögum Dana hefur nú verið samþykt 4000 kr. fjárveiting á ári næstu 5 ár til þess að launa mag. H. Wieh við Háskóla íslands, og á hann ' að halda þar fyrirlestra um danska tungu og bókmentir. Hann mun koma j hingað í júlí í sumar með fjölskyldu sína. Mjög hefur K. Berlín prófessor lagt sig fram til að spilla þessu, en það hefur ekki tekist, sem betur fór. Ósannindum hnekt. Templarar hjer höfðu aldrei ætlað sjer að gera að blaðamáli „Botníu“- brennivinshneykslið hjer 17. f. m., en hjá því verður þó naumast komist sökum tilhæfulausra fregna um það mál í „Vísi“ 18. og 20. f. m., (1361. °& Í363- tbl.) með fyrirsögninni „Borgarstyrjöld í Vestmannaeyjum". — Sannleikurinn í þessu máli er ofur einfaldur, og vel kunnur frjettarit- urum „Vísis“, og er á þessa leið: Tveir menn hjer, sem ekki eru Templarar, en hlyntir Templurum og bannlögum, gerðu Templurum aðvart um það, þann dag, sem „Botnía“ var hjer, 17. f. m., að vin mundi hafa ver- ið flutt á land úr skipinu upp á svo nefnt „Eyði“, sem er norðan megin hafnarinnar. Menn þeir, sem þeir á- litu seka um þetta, væru á heimleið, og væri því rjettara, ef brot þetta ætti að komast upp, að gera þegar í stað gangskör að þvi að hitta menn- ina. Tveir Templarar lögðu þegar á stað þangað, sem þeir áttu von á mönnum þessum, og sáu þá brátt und- ir Hlíðarbrekkum, og voru þeir þar að bauka eitthvað hjá stórum steini. Stefndu þeir beint þangað, höfðu tal af mönnunum, sem þá voru komnir nokkuð á heimleið, og fundu þegar, er að umræddum steini kom, blikk- brúsa, með víni á, grafinn niður. Brúsa þennan var farið með til sýslu- manns og honum gefin upp nöfnin á mönnunum. Brá sýslumaður þegar við, og hitti á götu forsprakkann, og tók hann heim með sjer á skrifstofu sina, en sendi eftir hinum tveimur, sem einnig mættu. Enginn ys eða hávaði varð við þetta, þótt frjettarit- arar „Vísis“ kunni að nefna þennan þátt borgarastyrjöld. Þá kemur að síðara þætti, og þá ef- laust það, sem sært hefur hinar við- kvæmu taugar frjettaritaranna: Menn nokkrir sáust ölvaðir á báti á leið frá „Botníu“ og stefndu inn á Eyði og lentu þar. Templarar tveir fóru landleiðis inn á Eyði; hittu mennina ölvaða, tóku þar af þeim brennivínsbrúsa, fengu sjer bát og fluttu mennina og brúsann yfir höfn- ina. Þegar upp á bryggjuna var kom- ið, ærðist annar hinna ölvuðu manna, heimtaði brúsa sinn og bjó sig til að slá þann, sem varðveitti ílátið, en því var afstýrt af öðrum manni, Templ- ara. Var síðan farið með hvort- j tveggja, mann og brúsa, til sýslu- manns og játaði hann þegar brotið. Uppþot átti sjer ekkert stað, en margt fólk var að vinnu á bryggjunni, þar sem athöfn þessi fór fram, og nokkrir menn fylgdu eftir af forvitni, þegar maðurinn, sem brúsann átti, leiddur af einum, fór upp á fckrifstofu sýslu- manns. 165 168 inn efi á því, að þeir eru að koma upp nauð-framsiglu.“ Jeg ljet skipverja vera klukkustund að miðdegisverði, en þá voru þeir kallaðir upp. Þann tíma var svo lítill munur á brigginni og oss, að eigi var hægt að segja, hvor betur sigldi. „Nú skulum við snúa við, piltar góðir, og komast nær þessum fjelaga og sjá, hvernig fer nieð oss.“ Skipverjar voru hugrakkir og vongóðir °g langaði, ekki síður en mig, að vita, hvernig leikurinn færi. Á 10 mínútum fór- um vjer fram hjá brigginni á mílu milli- lúli og höfðum þrisvar skotið á hana með löngu fallbyssunni, en hún hafði sent oss sín skeyti frá allri hliðinni. „Je& hy&g hún hafi langar 12 punda kúlu fallbyssur," sagði Bob Kross; „að ‘minsta kosti eru þær harðskeyttar. Vjer höfum mist fram- 0g afturstag, en það segir lítið.“ Þegar briggin var 3 leiðarsteinsáttir aft- ur af kinnungnum á voru skpi, snerum vjer við og tókum að skjóta. Engu skoti var skotið til ónýtis af vorum mönnum; jeg kygg, að gat hafi komið á briggina í hvert Slnn, en hún hafði og gert spjöll hjá oss. Reiðinn var mjög sundraður; nokkrar kúl- ur höfðu farið gegnum segl vor og tveir menn voru sárir. Það þótti mjer því sár- ara, þar eð vjer höfðum engan lækni. Að- stoðarlæknirinn, er hafði verið á skonnort- unni, var á sjúkrahúsinu og engan var að fá. í hans stað, er vjer sigldum. Þó höfð- um vjer einn mann frá sjúkrahúsinu, nokk- urs konar lyfjamann, er vel kunni að fara með þau sár, sem eigi voru hættuleg. Vindinn hafði lægt smámsaman og gekk oss því ekki eins vel áfram, þar eð seglin voru og götótt; þar af leiddi, að kl. 2 var jndlibilið milli vor og óvinarins eigí orð- rS nema hálf mila, og gránaði þá leikur- lnn- Hliðarfallbyssunum Var því beitt, og studdu þær oss mjög, því að vjer mið- uðum þeim á segl og reiða, en löngu fall- byssunni skutum vjer á skrokkinn fyrir neðan vatnsbrúnina. Briggin hafði fleiri fallbyssur, en hin langa vor var skæðari, Kl. 3 skutum vjer niður framsigluna, og gátum þá komist fjær, er var mikil mildi fyrir oss, því að vjer höfðum beðið mikið tjón; 8 menn voru sárir og annar vesa- lings undiroffíserinn fallinn; vjer höfðum og fengið nokkur göt á oss, en er vjer höfðum getað fjarlægst, var heldur von fyrir oss, því að langa fallbyssan var miklu skæðari en fallbyssur briggskipsins. Kl. 5 varð stafalogn, og bæði skipin sneru hvort að öðru; þetta var oss til mikils hagnaðar, þar eð vjer gátum snúið löngu fallbyssunni hvert er vjer vildum, en briggin freistaði að snúa sjer við með árum, til þess að geta skotið á oss frá allri hliðinn og hjelt því orustan áfram þangað til nátta tók. 25. kapítuli. Eins og geta má nærri, voru menn min- ir yfirkomnir af þreytu og hita dagsins, og Kross sagði: „Það er ekki að vita, hvern enda þetta hefur, herra Keene, en eigi að síður erum vjer eigi ver farnir, sem stend- ur-“ — „Nei, Bob,“ svaraði jeg, „en jeg vildi, að menn mínir væru ekki orðnir eins úttaugaöir og þeir eru.“ — „Hvað þvi við- víkur, herra, get jeg fullvissað yður um, að ef þjer gefið þeim betur í staupinu og svo sem hálfa tvíböku og talið svo til þeirra, munu þeir halda áfram, þó það ætti að vera i 24 tíma enn þá.“ — „Hafi þetta þessi áhrif, skal jeg freista þess,“ svaraði jeg. „En hvort á að koma fyrst?“ — „Æ, tvíbökurnar, svo groggið og síðast orðin.“ — „Fjelaginn þarna hefur ekki skotið sein- ustu 5 mínúturnar; má ske hann óski að geyma það til morguns, en það vil jeg ekki; komið því með groggið og hafið það sterkt; jeg ætla sjálfur að fá mjer ofur- lítinn bita, því að jeg hef ekkert borðaö í allan dag.“ Eftir tvo daga var Eldflugan ferðbúin, og skýrði jeg kafteini C. frá því. Sagði hann mjer að slaga 6 vikur og fara síðan á fund flotastjórans í Port Royal, nema ef svo kynni að fara, að mjer þætti ráðlegt að snúa aftur til eyjarinnar. Herskipabát- arnir voru látnir róa oss út úr höfninni og enn þá einu sinni var jeg þá kominn út á hið viða, bláa haf. Skonnortan hopp- aði áfram eins og höfrungur. Vjer slöguðum svo í hálfan mánuð, að vjer urðum einskis skips varir, nema Nai- adar. Jeg var hræddur um, að kafteinninn mundi skipa mjer að vera í fjelagi við hana, en þar eð hann áleit skip sitt því vaxið, að mæta brigginni og skonnortunni og hirti eigi um að vjer tækjum hluta af verð- laununum, ljet hann mig sjálfráðan og sagði hlæjandi: „Þeir taka yður eflaust, ef þeir hitta yður, en vjer munum ná yður aftur.“ — „Gott, jeg vona, að þjer gleym- ið ekki loforði yðar, herra,“ svaraði jeg; „jeg treysti á yður.“ Þá 14 daga, er jeg hafði verið á siglingu, lagði jeg mig i framkróka með að æfa lið- ið í því að skjóta fallbyssunum, einkum stóru fallbyssunni. Jeg hafði látið setja á- gætt mið á hana, er ekki var á henni, en með öllu nauðsynlegt. Tvo eða þrjá logn- daga ljet jeg skjóta eftir marki 3 eða 4 stundir á dag, og sá jeg, að skipsliðar voru mjög leiknir eftir þessa litlu æfingu og gátu hitt mjög lítinn hlut eftir að miðið var sett á fallbyssuna, en bestu skotmenn- irnir voru stórskytinn og Bob Kross. Nóttina eftir að vjer skildum við Noiad hjelt jeg suður á bóginn, þvi að jeg hafði heyrt kafteininn segja, að skipið Driver væri norðar en hann var. Næsta dag urðum vjer einskis varir; vindur var hægur og sjórinn sljettur; jeg sagði þá við Kross: „Mun eigi best að taka saman seglin í nótt? Það er eins gott og að halda á- fram; vjer getum þá líka sjeð þá, ef þeir koma á leið vora, en þeir munu ekki sjá oss.“ — „Það er ágæt uppástunga, herra Keene. Vjer verðum að hyggja vel að þeim; það er aðalatriðið.“ Vjer tókum þá saman seglin og ljetum tvo menn vera á gægjum, ásamt varðoffí- seranum, en hinir fengu allir að sofa í rúm- um sínum alla nóttina. Þegar dagaði voru tveir á gægjum uppi í siglutoppnum, en seglin voru eigi uppi, til þess að vjer gætum sjeð hvert skip, er kæmi, löngu áður en það sæi oss. Því bet- ur sem jeg hugsaði mig um, þvi sannfærð- ari varð jeg um haginn við það að fram- fylgja þessari stefnu. Jeg var á þeim stöðv- um, er jeg vildi helst vera, og gat því ekk- ert betra tekið til bragðs, meðan veðrið var svona gott. 24. kapítuli. Fjórar nætur og þrjá daga lágum vjer þannig, og höfðu skipverjar ekkert annað að gera en æfa sig við fallbyssurnar, og sá jeg um, að þeir skiftust á um það. Fjórðu nóttina var vindur nokkuð hvassari, en sjórinn alveg sljettur. Jeg hafði farið að hátta um kl. 12 og sofið einn tíma, er Bob Kross kom og kallaði á mig. — „Hvert er erindið, Kross?“ sagði jeg. — „Þeir eru hjerna, herra!“ — „Hverjir! Víkingarnir ?“ — „Já, herra! Briggin og skonnortan koma báðar beint undan vindinum; þær eru á kulborða við oss og munu fara fram hjá oss innan tveggja mílna, ef ekki nær.“ Jeg spratt upp úr rúminu og klæddist þegar. Síðan fór jeg upp á þiljur með sjón- pipu mína og miðaði henni á skipin, er sáust skýrt með berum augum. „Slökkvið ljósið í leiðarsteinskompunni, Kross,“ sagði jeg; „þeir kunna að sjá oss.“ Briggin, er var framar, var því nær kom- in fram hjá, fyrir aftan oss, en skonnortan var um mílu aftur af henni. „Vekið alla, Kross; látið alt vera búið undir orustu og til að vinda upp segl.“ —

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.