Vestri


Vestri - 30.01.1915, Blaðsíða 2

Vestri - 30.01.1915, Blaðsíða 2
»4 VESTRI hafi tjáð sig mótfallinn því, að Ktaðfesta stjói narskiána með þess- u;n fyrirvara. Þvert á móti tekur hann það skýrt fram, að uppburður sérmál- anna í ríkisráði verði að skoðast íslensk sérmál, en það atriði var þungamiðjan í öllum fyrirvaranum. En þvi heldur liann fast fram, að ráðherra jafnframt staðfesting stjórnarskrárinnar undirskrifi hinn marg um talaða konungsúrskurð, þar sem ákveðið væri að sérmálin væru borin upp i ríkisráðinu. Samkvæmt yfirlýstum viija Al- þingis gat frá ráðherrans hálfu ekkert verið því til fyrirstöðu, að hann undirskrifaði konungsúrskurð- inn eins og konungur fór fram á. Það var bein skylda haus. Hann hafðiþarfyrirvarann „hinn trygga vörð uni réttindi Isiands" að bakhjaili ásamt Alþingi. Með undirskriftinni var því bund. inn endi á málið, stjórnarskráin staðfest að óskertum öllum rétti indum vorum, samkvæmt yfirlýs- ingu ráðherrans sjálfs frammi fyrir öllu þingiuu. Enginn efi heldur á því, að þá hefði fánamálið verið afgreitt. Alt gat þannig fallið í Ijúfalöð, váðherra komið heiœ sigri hrósandi og Oskum og kröfum þingsog þjóðar að öllu leyti fullnægt. En í stað þess koma þessi fárán- legu 8innaskifti ráðherrans. í stað þess að reka endahnútinn á stjórnaiskrármálið með staðfesti ingu konungs, fer hann í ríkisráðinu að fimbulfamba um það, að hann geti ekki viðurkent, að sambandi Islands og Danmerkur sé svo háttað, að nauðsynlegt sé þess vegua að bera íslensk sérmál upp i ríkisráðinu, rétt eins og honum hefði verið falið á hendur af þinginu að fá því framgengt hjá konungi, að sérmáliu yrðu tekin úr rikisráðinu, atriði, sem þÍDgið ekki hafði nefnt á nafn og gat ekki nefnt á nafn, þar sem það og konungur voru á einu máli um að sérmálin skyldu þar uppborin. Svo fer hann emnig að þvæla um konunglegu auglýsinguna 20. okt,. 1913 og virðist vilja fá hana afturkallaða eða ónýtta samkvæmt fyrirvara Jóns frá Hvanná, sem hann sjálfur ásamt neðri deild haíði greitt atkvæði á móti, en fer miklu lengra en Hvannárfyrirvarinn í ríkisráðsspurningunni, því að í þeim fyrirvara var ekki með einu orði int að því, að sérmálin skyldu tekin úr jíkisráðinu; í því eíni voru báðir fyrirvararnir samhljóða. Bæði framsögumaður og ráðherra sjálfur höfðu fullyrf á þinginu, að fyrirvarinn gerði konunglegu aug« Jýsinguna hættuiausa fyrir lands. réttindi vor og þingið staðfestþað með samþykt sinni á fyrirvaranum. En þrátt fyrir það heldur ráð- herra hiuum felda fyrirvara Jóns á Hvanná til streitu, og fer enda lengra en hann, vitandi vei, að með því var hann að ganga að stjórnarskiármálinu dauðu, þvert ofan i vílja Alþingis. Það verða engÍD skynsamleg rök færð fyrir því, að konungur helði ekki fúslega staðfest, stjórnarskránn, ef ráðhetra hefði flutt inálið fyiir honum samkvæmt vilja og tilætlun Alþingis. Rábherra einn á þvi sök á þvi, að staðfestingin er enn ekki fengin. Ma gir spyrja hvað valda muni þessari kúfvenaÍDg ráðherrans. Svarið liggur að mestu leyti í rikisráðsumræðunum. Það ei'U símskeyti, sem ráðherra kveðst hafa fengið frá málsmetandi alþingismönnum, meðan hann dvaldi í Höfn. „Málsmetmdi alþingismenn", hverjir eða hve mavglr veit al- menningur ekki, hafa því með símskeylum til ráðherra hringsnúið honum og þannig ráðið þessum afdrifum stjóinarsktárinnar. í laumi, á bak við þing og þjóð, reyna þessir herrar að ónýta alt stai f þings og þjóðai í þessu máli, sem kostað hefir laDdið ógrynni fjár, og ráðherra tekur höDdum saman við þá. Fyrir þessi myrkraverk getur þjóðin orðið af miklum réttirbótum og mannréttindum og stjóvnar- skrármálinu stefnt, út í hina mestu ófæru. Meiri lítilsvirðiDg á Alþingi, meira virðingarleysi fyrir sjálfum sór, og meiri löðrung á þingræði einnar þjoðar er naumast hægt að hugsa sór. Knútur Berlín er lika ekki lítið hrófugur yfir þessum aðförum og fær ekki fullþakkaða þessa frammi- stöðu ráðherra, enda er hann nú vongóður, um að stjói narskrár- og fánamálið sé fyrst um sinn úr sögunni. En SjálfstæðÍ8flokkurinn getur enn bjargað málinu sé honum eins ant um framgang þess eins og hann heflr látið og geti hann látið sér skiljast, að ráðherrann hafi ekki farið rétt að ráði sínu. Konungur útnefnir sem allra bráðast, eftir bendingu flokksins, ráðherra með viti og vilja til að framkvæma vilja þingsins 1914 í þessu máli. fá getur st.jóinarskráin orðið staðfest fyrir næsta þing og vinnist ekki t.ími til nýrra kosninga má með bráðabirgðalögum fresta þeim og framkvæmd stjórnarskrármnar að öðru leyti til næsta árs. Á því er eDginn efl, að hinir þingflokkarnir myndu fúslega taka höndum saman við Sjálfstæðis- flokkinn í þessu efni. Með þessu væri landinu sparað stórfé, deiluuum, sem þegar eru byrjaðar, Jinti og mikiu meiri líkur en ella, til þess að vér getum unnið i friði og sátt að nauðsynja- málum vorum. Þetta ættu allir góðir menn að athuga. Vigur, 23. jan. 1915. bigurður Steiánsson. Hagskýrslurnar. Vestri hyggur að mörgum þyki fróðlegt að sjá ýms atriði úr Hagskýrslunum. Tölur þær sumar, sem þar eru birtar. skýra betur hag lands og þjóðar á iiðnum árum, en margar langar blaðagreinar gera. Hér fara á eftir nokkur fróð- leiksatriði undan og ofan at, og mun þeim verða haldið áfram eftir því sem atvik leyfa. — o — Tala og stærð fiskiskipanna 190L— iy?2. Árið 1904 gengu als 160 skip til þorskveiða hér við land, þar af að eins eitt botnvörpuskip. 1906 hafa flest skip gengið 173, en fæst 1909, 137 Árið 1912 hata gengið til liskveiða 159 skip; þar af 20 botnvörpaskip. Smálestatala skip* anna var 1904 samtals 7581, en 191210,812. Eru það botnvörpu. skipin, sem því valda. Útgerðarmönnuru hefir fækkað mikið á þessu tímabili, 1904 voru þeir 78, 1906 flestir 90, en ekki nema 46 1912. Það er niður* laguing þilskipanna svo margra, sem þessu veldur. Aflinn. Mestur afli á tímabiii inu hefir verið árið 1912 23^/3 miljón fiska, er það 1 milj. meira en 1911 og 4 milj, meir en afl* aðist að meðaltali á árunum 1909 til 1911. Hækkunin statar af fjölgun botnvörpuskipanna, en bátafli var ekki meiri það ár en áður og */4 miljón minni en 1912, Á vélbáta og róðrarbáta hefir aflast það ár trek 12 ll^ miljón. Bátfiskið er ennþá öflugasti liði nrinn í sjávartramleiðslunni. Lifrarailinn nam árið 1912 265 þús. kr. Síidaraflinn hefir sama ár numið 239 þús. kr. Lax og silungsvelði. Árið 1912 hafa veiðst 7675 laxar, og 361,100 silungar. Selveíði. 1912 voru veiddir 830 tullorðnir selir og 5763 kópar og stendur sú veiði að mestu í stað yfir þann tíma, sem skýrslan nær. Dúntekia og fuglatekja. Arið 1912 var útflutt 4187 kg. dúnn fyrir samtals 112,446 kr. Mest er dúntekjan 1911 47J9 ^ 118,357 kr- en m‘nst *901—°5 3032 kg. á 63618 kr. samtals. Fuglatekjan hefir verið mest 1912, trek 385 þús, þar aflundi 210 þús., svarttugl 112 þús., fýlungi 45 þús. og rita 17 þús. Býll og framteljendiir. Bænd* ur eru taldir 6542, aðrir fram» teljendur 4772. Talið að bændur sem aðallega stunda iandbúskap séu um 6000, þar af 2261 sjálfs' eignarbændur, og 3773Íeiguliðar. 4. bt Búpcningur. Sauðfé er talið 600,181 og er það lang flest, sem verið hefir í landinu, næst er það 1910, 578,634. Greitíé var 1912 846. Hrossaeignin var 1912 45.847 °g stendur að mestu í stað en þó flest það ár. Naut- gripir voru 1912 26,285, en flestir 1910 26,338. Prentvilla í „Lögbirtiuga- blaðiuu*4. Ráðherrann hefir óski að þess getið í símtali 28. þ. m. út at greininni Stjórnarskrármál* ið í 2. bl. Vestra, að orðin; »Styð ég mig í því efni eigi beinlínÍ8 við etni Alþingisálykti unarinnar,< sé misprentað í »Lögbirtingabl.< en eigi að vera >Styð ég mig eigi einungÍ8< o.s. trv. (»blot< á dönsku) Jafnvel þótt Vestri sé eigi gefinn út til þess að leiðrétta prentviilur í opinberu málgagni 3tjórnarinnar, en telji það miklu tremur skyldu sína að benda á atglöp þeirra manna, sem nú eru að stotna landinu f voða, með hringlandahætti sínum og lausung og verða eðliiega að finna ein< hver ráð til þess að hylma yfir sviksamlegt atferli sitt gagnvart þingi og þjóð, þá skal þessa þó gatið, eftir tilmælum ráðherrans. Vestri hefir eðlilega hvorki heyrt á umræðurnar i ríkisráð' inu né séð staðfesta skýrslu um þær í handriti, og getur því ekk* ert um þetta borið trekar, en tek< ur orð ráðherrans trúanleg. En blaðið hélt hins vegar að óhætt væri að reiða sig á hið löggilta stjórnarvaldablað. En hvern skilniug þeirráðherra og Einar Arnórsson iögðu í »iyr« irvarannn< á þinginu í ár, er svo glögt sýot fram á af alþm. séra Sigurði Steíánssyni í blaði inu í dag, með þeirra eiginorði um, að um það þart ekki að deila frekar. Og það kemur alveg heirn við það sem sagt var í ritstjórnargrein í næst sfðasta bl. Vestra, að það yrði ekki séð af nefndarál. stjórnarskrárnefnd- arinnar að þingið œtlaðist til að konungur breytti hinum boðaða iirskurði á neinn hátt. Enda segir blaðið »Þjóðin<, sem tekur annars málstað ráðh.: „Meirihlutinn var knúður til þe88 af utanaðkomandi áhrifum, eftir að þingi var slitið, að bera fram fyrirvarann á þann hátt sem dugði.u o. s. frv. o: sem dugði til þess að setja stjórnar< skrármálið f strand. Þarf nú frekar vitnanna við? Sér þjóðin ekki hverjum loddara- skap er verið að beita i þessu máli? RJTSTJ. Bobert Henriques ritstjóri danska blaðsins »Vort I.and< lést 30. f. m.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.