Vestri


Vestri - 22.05.1915, Blaðsíða 1

Vestri - 22.05.1915, Blaðsíða 1
 XIV.árg. Ef þú átt heita hugsun — (Lauile^ þýðinjr). Ef þú átt heita hugsun, hjartkœri vinur minn lát hana lýsa og Ijóma, leyf henni að bera blóma hélgan um himininn. Lát hjartað göða glœða hið g'ófga og fagra alt. Lát hugann leita hæða og helgra Ijóssins gœða, þá bcetitt bol vort alt. F. Þegnskylduvinnan. Svo virðist sem hugmyndin um þegnskylduvinnu sé að vinna sér meira og meira fylgi i hugum margra manna, og er það að vonum. Heimsstríðið, sem nú stendur yfir, hefir fœrt mönnum svo áþreifanlega heim sanninn um það, hve voða mikla kvöð föðun landið heimtar af fulltíða sonum sfnum á stríðstfmunum. Þótt þessi bióðtórn sé síst til þess að auka veg og hamingju þjóðanna, þá sýnir hún skyidu< kvöðina miklu, sem allir verða að lúta. Hugmyndin um að inna af hendi kvöð i þágu ættlandsins, hernaðarskyldan, er ekki ýkja gömui; og það er þessi skylda sem hefir gert herþjónustuna aðlaðandi. En strfðið og hermennskufyrir' komulagið hefir átt sér harðsnúna mótstöðumenn f öllum þeim löndum, er nú berast á bana< spjótum. Mætti þá segja að vér héidum kjarnanum en köstuðum hisminu, et vér Islending&r gætum hagnýtt okkur skyiduna til þes að bæta landið, en ekki tii þess að eyði- leggja það. Mætti svo fara að þvf yrði veitt eftirtekt víða um lönd, þvf eng« inn vafi mun á þvf að f lok þessa ótriðar munu öfiugir flokkar koma til skjaianna, sem heimta hervaldsfyrirkomulagið rifið til grunna. En hinar Ijósu hliðar herþjón- ustunnar: reglusemi, hlýðni, sam- heldni og iðjusemi eru svo mik< ilsverðir menningarþættir, að vart VESTR Kitstj.: Krlstján Jónsson frá Garðsstöðum. ÍSAFJÖRÐUR. 22. MAÍ 1915. 20. bl. Er i n di. Án er ilt gengi ncma heiman hafi, bvo er kynfylgj* hvers og eíni, ýmist goðkynjuð eða NifiheimBsettuð. Þaðan liggja rök að regintúni ofmetnaðar og auðnuleysie. Herbrestir dynjandi, hervélar drynjandi hraðfara geysast um lönd og sjá. Drepandi, æðandi, — dauðablóð flæðandi, drepsótt og volæði gista hvern ná. Menningin fræðandi, friðarhug glæðandi fellur í rústir helsærð, hrjáð, umhugsun tapandi. — Illvætti gapandi enginn þart biðja um grið né náð. Hervélar brakaudi, holbrjóstin flakandi hundruðum þúsunda f einum hóp hrekjast þar deyjandi, hástöfum segjandi: Hjálpa oss herra, sem alheiminn skóp. * * * Vígöld, vargöld, vindöld, veðraöld, voðaöid bölvunar, neyðar og striðs. Skeggöld, skálmöld, skotöld, skálpöld skilaðu fjörvi hins þjakaða lýðs. * * * Sígur sól of fold f svartan mar, blóði storkin og banadreyra, en einn Guð ræður örlögum og aldurtila. F. munu þjóðirnar vilja sieppa henni með öllu. í fslenskum blöðum hefir nokk< uð verið rætt um þegnskyldu- hugmyndina nú í vetur. Jón Þorláksson verkfr. vill að menn verði skyldaðir til að vinna að járnbrautarlagning (sbr. Lögr.). Matth. Ólatsson ráðunautur Fiski< iélagsins hefir skrifað í »Ægir< nýlega um nauðsyn á skólaskipi er verði nokkurskonar verklegt námsskeið fyrir sjómennina — Hugmyndin er að ýmsu góð og gagnleg og verðskuldar athygli. En hvort henni ber að koma á í sambandi við þegnskylduvinnu er vafasamt. Et það yrði kvöð, sem allir þeir, sem sjómensku ætluðu að stunda, ættu að inna af hendi, þá yrði námstíminn svo stuttur, að námið yrði ekki annað en eintómt kák, og að þvf er ekkert gagn. — Heppilegra virt- ist að hafa námstímann nokkuð lengri og láta nemendur greiða eitthvað meðlag með sér, að minsta kosti fyrir fæði. Mundi varla þurfa að kvíða fyrir nem< endaskorti á skólaskipinu. Það verður aldrei til þess að tefja fyrir tramgangi þess máls. Enn ritar Sigurður Guðmunds* son meistari með þegnskyldu< hugmyndinni í mafblað Skintaxa. Gerir hann ráð íyrir að þegn< skylduvinnan verði einungis rækt i þágu landræktarinnar og vill breyta nafni á henni og neina landrœktarskyldu. En við svo búið má eigi standa. Málið er svo mikilsvert að ekki má hrapa að því óathuguðu, og með lausum hugleiðingum og léttmsBtu skrumi um nauðsyn og ágæti þegnskylduhugsjónarinnar verður hugmyndin aldrei holdi klædd — ef svo mætti að orði komast. Nú vantar tillögur um fyrir- komulagið. Hvernig vetkinuyrði hagað. Hvaða verk skyldi unnið. Hvort unnið skyldi á fleirum en einum stað f senn. Hvað langan tíma skyldi unnið í senn. Á hvaða aldri menn yntu þegm skylduna af hendi. Áætlun um kostnað o. fl. o. fl. Á sumt at þessu er Htillega drepið f ritgerð Hermanns Jónas- sonar f Andvara, en engar ákveðnar tillögur settar tram. En meðan engar ákveðnar tillög; ur koma fram, verður alt tylgi við hugmyndina þokukent og óákveðið. Ungmennafélögin œttu að heita verðlaunum fyrir best skrifaða ritgerö um fyrirkomulag þegn- skylduvinnunnar og kveðja síðan valinkunna menn með ráði lands- stjórnarinnar til þess að dæma um ritgerðirnar. Ekki þyrfti að efa að lands* sjóður hlypi undir bagga með félögunum til þess að koma rit- gerðunum á prent, ef með þyrfti. Þegar þetta væri fengið, væri loks fenginn sæmilegur grund- völlur til að ræða máiið á. Glft eru 20. þ. m. Óli Steim bach<Stefánsson tanniæknir og ungfrú Guðríður Benediktsdóttir. Afli. Stærri vélbátarnir hafa margir ekki getað sótt sjó sökum haffssins, 8em verið hefir að hrekjast á útmiðunum. Róðrar< bátar úr Hnífsdal fengu góðan afla f gærdag, en fyr hefir ekki orðið flskvart í Djúpinu. Sfldan vart hefir hvergi orðið ennþá. Hafísinn. Hann er að hrekj' ast hér úti fyrir, en inn f Djúpið hefir hann ekki komið. Stein* grfmsfjörður var sagður fullur af ís í gær og í morgun var Bitru- fjörður að fyliast Flora er að leggja hér upp vörur til Húna- flóahafnanna, en ætiar að freista að komast beint tii Siglufjarðar. Fer kl. 6 í dag. — Með Floru er mesti fjöldi farþega. Héðan ætlaði lfka margt manna en mun flest setjast aftur. Tíðin. Góðviðri og* btíllur undanfarna viku, en fremur kalt.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.