Vestri


Vestri - 02.08.1915, Blaðsíða 1

Vestri - 02.08.1915, Blaðsíða 1
XIV. árg. Hrafl frá alþingi, Frumv. til laga um icosningar til alþingis flytja þeir Jósef Björns- son og Magnús Pétursson. Frum- varp þetta er nær samhljóða frumv. því er H. Hafstein lagði fyrir þingið í fyrra. F.n á því þingi voru samþykt ákvæði um atkvæðagreiðslu þeirra manna, við alþingiskosningar, sem eru utan síns hrepps eða kaupstaðar þá er kosning fer tram. í þessu trumv. er þó ekki farið fram á neyna breytingu á núgildandi kjördæmaskipun, og virðist það þó eitt aðalatriðið. — Telja má víst að frumv. þetta taki miklum breytingum í þinginu. — Gert er ráð tyrir, í ákvæðunum um stundarsakir, að kosning land- kjörnu þingmannanna fari tram í lok marsmánaðar 1916, en kosning í kjördæmuoum 1.—10. júní n. k. Frum. um verötoll flytur Bjarni tráVogi. Gert ráð fyrir að greitt sé 3 at hundraði aí öllum vörum er til landsins flytjast samkvæmt innkaupsreikningi. Undanþegin gjalai eru þó heimilismunir manna er búterlum flytjast til landsins, farangur terðamanna, bækur og blöð, og ennfremur skip, er siglt er til landsins, Samhlj. frumv. var til meðferðar á þingi 1912. Um bregting á Landhelgissjóðs• lögunum frá 1913 flytja þeirjón á Hvanná og Þorl. Jónsson. Frumv. fet fram á að hækka til' lag landssjóðs til sjóðsins um 30 þús. kr. á ári. Um haröindatrygging búfjár. Frumv. um það flytur Bjarni frá Vogi. Er það samið af Torfa heitnum í Ólafsdal og hafði hann sent það út sérprentað f vor ásamt ítarJegum athugasemdum, og nefndi »Ávarp til íslend< inga«. Frumv. þetta er langt og fylgja því ítarlegar athugasemdir. Með lögum þessum á að nema úr gildi lög um korntorðabúr og viðauka við þau lög, um forða- gæslu, um heyforðabúr og lög um bjargráðasjóð. Frumv. um afnám forðagœslui laganna flytja þeir Eggert Pálss. Sig. Gunnars o. fl. Frumv. um breyting á frœöslu> lögunum flytur Matth. Ólafsson. Orðin í 4. gr. >gegn því að taka tiltölulegan þátt í skólakostnaði< falli burt. Um forkaupsrétt landssjóðs á jÖrötm flytja þeir Sig. Sigurðss. Símfregnir 27. júlí. Einkaskeyti til Mbl. frá Khöfn, 24. júlí, segir: fjóðverjar sitja um Ivangorod. ítaiir hafa sótt fram til Borissa. Búist er við að Rúmenia muni á hverri stundu ganga í lið með bandamönnum. 300,000 kolanámumenn í Wales lögðu niður vinnu nú nýlega og kröiðust hærra kaupgjalds. Eru nú sættir komnar á og er það einkurn þakkað milligöngu Lloyd George. Engar opinb. tilk. hafa komið síðustu dagana. Á alþingi hefir ekkert gerst Bögulegt undanfarna daga. — Frumv. heflr komið fram um breyting á fuglafriðunarlögunum, meðan á ófriðnf um stendur. Ivangorod er sterkasta víggirðing Póllands, fyrir utan Varsjá. Ef Fjóðverjum tekst að vinna kastalann innan skums eru sóð fyrir forlög Varsjár. 80. júli. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Khöfn segir: ítalir hafa ánýunnið stórsigur yið Isconcofljótið og tekið 18000 Austurríkismanna og Þjóð* verja til fanga. Danskur flugmaður fóli nýskeð úr ioftfari í Khöfn og beið bana. Aðstaðan við Varsjá óbreytt. Af opinberu skeytunum síðustu dagana virðist helst mega ráða, að Rússar sóu búnir að stóðva framsókn Þjóðverja, bæði í Eystrasalts’ löndunum og í Póllandi. Annars alt i sama þóftnu. Á alþingi gerist ekkert markvert síðustu dagana. Málin flest í nefndum og hafa þær engar skilað áliti enn þá. Björn Porláksson flytur frumvarp um breytingar á bannlöguuum, er fer í þa átt að hækka sektirnar og skerpa eftirlitið. 2. ágúst. Opinber bresk tilkynning 81. júlí segir: í gær gerðu óvinirnir SKotáhlaup á skotgryfjurnar fyrir norðan Hoode og réðust þeir síðan með snörpu áhlaupi á skotgryfjaraðirnar, notuðu þeir logandi vökva og brutust í gegn um fylkingarnar á 500 metra svæði. Matth. Ólafsson, Jón á Hvanná og Sveinn Björnsson flytja frumv. um stofnun kennaraembættis við Háskóla íslands í hagnýtni og sálar> fræði. Sv Björnssön flytur frumv. um að banna útflutning hrossá frá l. nóvbr. til 1. apríl, og aö eins só ieyfllegt að flytja hross á þilfari til útlanda á tímabilinu frá miðjum júní tii ágústmánaðarloka. og Sig. Gunnarss, — Landssjóði áskilinn forkaupsréttur að þeim jörðum. er hlutaðeigendur, ein- staklingar eða sveitaíélög, hafa enn eigi notað forkaupsrétt sinn að samkv. áður gefnum lögum. Um frestun á framkvœmd laga frá 1905 um sölu þjóðjarða og leigu, og frá 1907 um sölu kirkju> jarða flytja þeir Sv. Björnsson, Skúli, Pétur og Sig. Sig. Frumv. til hafnarlaga fyrir Akureyrarkaupstað flytur Magnús Kristjánsson. Um stofnun kennaraembœttis í líffœrameinafræði og sóttkveikju> frœði við Háskóla íslands flytur Guðm, Hannesson. (Framh.) íslenski fáuinil. Vansalaust er það ekki að sjá bæinn nær »alrauðan< í hvert skifti sem láni er á stöng dreginn. Vitaniega veldur eigi viljaleysi hjá bæjar- búum, heldur það, að islenski fáninn er og hefir verið ótáan: legur. Nokkrar verslanir í Rvík auglýstu hann til sölu fyrir all löngu, en þær hafa ekki getað uppfylt pantanir héðan ennþá. — En hvað lengi á slíkt að ganga? Væri það ekki stjórnarinnar hlutverk að sjá um að nægir íslenskir fánar væru á boðstólum, eða jafnvel að veita einni sér- stakri verslun leyfi til, undir eftirliti með verð og rétt hluttöll, að selja íslenska fánann? Að veifa fölsku flaggi lengi eftir að landið hefir fengið sinn eigin tána, er alveg ótækt. Mfnnlngargjafir. Jóhann P. Pétursson dbrm. á Brúnastöðum í Skagafirði og kona hans Elín Guðmundsdóttir, gáfu í vor hreppi sínum, Lýtingsstaðahreppi 10,000 kr. gjöf. Skyldi upphæðin lögð í sparisjóð Sauðárkróks og standa óhreytð í 85 ár, þá skyldu teknir hálfir vextirnir, en leggja helm- inginn átram við hötuðstólinn uns sjóðurinn væri orðinn 1 miljón któnur. Skyldu þá að éins lagðar 100 kr. árlega við höfuðstólinn, en vöxtunum varið til fram- kvæmda í búnaði í hreppnum. Annar bóndi í Skugafirði, Sfmo'n Eiríksson í Litladal, hefir og í vor gofið Akrahreppi 10,000 kr, er stofna skal úr sjóð til minningar um son hans, Skarp~ héðinn, er druknaði í Héraðs< vötnum í vetur. Af sjóðnum skal taka alt að 4000 kr. til byggingar samkomuhúss f hreppnum, en vöxtunum af þeim 6000 kr. sem eftir verða skal varið til að styrkja fátæklinga í hreppnum eg sérstaklega fátæka sjúklinga. Látfn er 31. f. m. Málfríður Daníelsdóttir, kona Jóhannesar pósts Póiðarsonar hór. — Malfi íður heit. haföi löugum verið veik síði ustu árin. Hún var mesta mynd> ar og sómakona; tiygg í luud og hrein í huga. Hún var á fimtugs aldri. Látinn er nýlega að höfða> strönd í Grunnavíkurhr. Kristján Jónsson (Arcórssonar bónda á Hötðaströnd, en nú f Hnífsdal); 27 ára gamall. Dáinn er nýlega á sjúkrahúsi inu hér í bænum Benedikt Bögn> váldsson húsmaður, roskinn mað- ur. Síldveiðin. Þrír stórir vélbátar hóðan Freyja (eign Karl Olgeirssonar), ,Hrólfur' og ,Leifur‘ (eign þeirra Helga Sveinssonar, Jóh. Péfurss. og M. Thorbergs) voru ákveðnir til síld- veiða í sumar og fengu eigendur þeirra allan útbúuað sem til hring- nótaveiði þarf í sumar. — Bryggju hefir O. G. Syre bygt inn við Grænagarð, og Magnús Magnússon kaupm. hefir einnig látið gera þar stóra og vandaða uppfylling (ból* verk) innan við skipabraut Tangs*

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.