Ísafold - 01.08.1914, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.08.1914, Blaðsíða 1
[i«iiiniiii<iiuiiiimiii»iiu»iiiniiii»iiiiiiiimiiiiii Kemur út tviavar [ í viku. Verðárg. ! 4 kr., eriendis 5 kr. | eða 11 dollar; horg- | ist fyrir miðjan júlí | erlendia fyrirfram. | Lausasala 5 a. eint. 1 ■ 1111 ■ 1111 «i 111 ■ 11; iTÍ: 111«i; i n 11: n 1111 ■ í 111 ■ i ■ i:»r XLI. árg. Reykjavík, laugardaginn 1. ágúst 1914. ti'llllll.lilllll.lltl.iiBHI.l Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbi. og só kaupandi skuld- Iaus við blaSið. imiiiiiiimiimiimiinuimiiinnmiiimiiniiiiiií I 59. tölublað Alþýðufól.bókasafn Templaras. 9 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 )-~B Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4 -7 Bœjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og 5—7 íslandsbanki opinn 10—2* 1 2 3 4/* og B1/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 íiðd. Alm. fundir fid. og sd. 8x/« siðd. Landakotskirkja. Gubsþj. 9 og 6 á helgam Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, B1/*—01/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—3 og B—8. Útlán 1—8 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 32—2 Landsféhirðir 10—2 og B—6. Landsskialasafnið hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga d&ga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafnið opið l1/*—21/* & sunnud. Pósthúsib opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6 Stjórnarráðsskrifatofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavikur Pósttí.3 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstaðahælið. Heimsóknartimi 12—1 I»jóðmenjasafnið opið sd., þd. fmd. 12—2, Skrifstofa Eimskipafélags íslands. Austurstræti 7. Opin daglega kl. j—7. Talsími 409. H ár við íslenzkan og utlendan búning, hálsfestar, úrfestar, armbönd o. fl. úr hári bezt og ódýrast í Þingholtsstræti 26. Sent burðargjaldsfrítt út um land. Talsími 436. Kristín Meinholt. Síöustu afskifti þingsins i dag út af ófriðnum. Föst velferðarnefnd kosin. Þingdeildafundum var aflýst i dag. Ráðherra ætlaði að halda stefnuskrár- ræðu sína í dag. En verður frestað til mánudags. Kl. i2.komu allir þingmenn sam- an á einkafund út af ófriðnum og skýrði ráðherra frá öllu því, er stjórn- arráðið hafði fengið skýrslur um. Eftir nokkurar umræður var sam- þykt að kjósa þegar 5 manna nefnd þá, sem gert er ráð fyrir í frum- varpi því, er alþingi samþykti í gær upp á væntanlegt samþykki samein- aðsþings; á hún að vera til ráðuneytis landsstjórninni fyrst um sinn út af ófriðnum. Var fundi síðan slitið, en kvaddur saman af nýju kl. 1 til þess að kjósa nefndina. Kosningu hlutu: Björn Kristjánsson bankastj. Sveinn Björnsson yfird.lögm. Hannes Hafstein fyrv. ráðh. Jón Magnússon bæjarfógeti. Matthías Olafsson ráðunautur. I Þessi nefnd 'tekur þegar í dag til starfa með ráðherra; kl. 3 átti að halda fund i stjórnarráðinu með til- kvöddum kaupmönnum bæjarins. Erí. símfregnir. Frá Norðurálfu-ófriðnum. Khöfn 30. júlí, kl. 5,50 síðd. Austurrikisher hefir tekið Belgrad herskildi. 1000 manns hefir fallið. Orusta geysar við Foca. Serbar hraktir. Evrópustyrj- öld óumflýjanleg. Rússland og Austurríki hafa slitið viðskiftasam- bandi sínu. Þjóðverjar draga saman lið. Frakkar hafa dregið saman lið á landamærunum. Eystrasaltshafnir lokaðar og vitar slöktir. Herflotar ríkjanna kallaðir saman og orustubúnir: Svíafioti í Karlskrona, Norðmanna i Arendal, Þjóðverja í Kiel og Wilhelms- hafen, Englendinga í Portland, Portsmouth og Malta. Svartahafinu hefir verið lokað. Hollendingar kalla saman allan sinn her og búast til að sprengja járnbrautarbrýr og hleypa vatni á landið. Allir ferðamenn farnir frá Kaupmannahöfn. Almennur ótti hefir gripið þjóðina. Umferð á götum borgarinnar geysileg. Þýzkir, franskir og austurríkskir sparisjóðir hrynja unnvörpum. Khöfn 31. júlí. Svohljóðandi skeyti barst ráðherra frá islenzku stjórnarskrif- stofunni i Kaupmannahöfn: Horfurnar voðalegar. Annað skeyti (til kaupmanns hér í bænum) hermir: Bannaður kornútflutningur frá Þýzkalandi. Leith 31 júlí, 11,53. Viðbúnaður tilj allsherjar styrjaldar fer fram í kyrþey, en af kappi. Horfurnar eru mjög ískyggilegar, þó ekki sé vonlaust (um frið). Vöruverð fer hækkandi. (Skeyti þetta hefir hr. Ásgeir Sigurðsson, ræðismaður Breta, látið oss í té). __________ 31. júlí. Þýzka ræðismanninum hefir borist skeyti um að Victoria Luise komi ekki aftur hingað í sumar. Herinn hefir ekki enn verið kallaður saman í Þýzkalandí né Danmörku. __________ Khöfn 31. júlí, kl. 3,50 síðd4 (Svohljóðandi hraðskeyti fekk yfirdómslögmaður A, VJ Tulinius og leyfði oss að birta): Rússar og Þjóðverjar kalla saman alt sitt herlið. Hvarvetna er talið að ófriður sé óumflýjanlegur. Khöfn 31. júlí, kl. 10.48 e, h. Hald hefir verið lagt á þýzku Ameríkuskipin Imperator 0. fl. í Hamborg og þéim bannað að sigla til Ameríku. Á að nota þau sem aukasnekkjur, ef til ófriðar kemur. Khöfn 31. júlí kl. 11.52 e. h. Belgrad brennur. Suðurafríkuher Breta reiðubúinn í ófrið. Þýzkaland verið lýst í ófriðarástandi. Kornútflutningur bannaður frá Þýzkalandi. Heimskauphöllum lokað. Voða ringulreið alstaðar. Einstaklingar byrgja sig að nauðsynjavörum. Aðsúgur gerður að sparisjóðum, Menn skifta á seðlum og kornmat. Kolaútflutningsbann frá Bretlandi sennilegt. Khöfn 1. ágúst, kl. 10,55. Kolaútflutningur bannaður frá Bretlandi, Rússlandi og Þýzka landi. Ritsíminn til Þýzkalands lokaður. Danir hervæðast. Símanum lokað milli Danmerkur og Rússlands. Þýzkur fioti kominn að Sjálandsströndum. Til stjórnarráðsins barst i morgun (1. ág.) opinbert skeyti um, að Danir séu búnir að kalla saman her og flota og hafi jafnframt gefið út auglýsing um hlutleysi sitt í ófriðnum. Johnsson & Kaaber umboðssölum barst í morgun skeyti frá hinu stóra kolafirma Burns & Lindemann í Glasgow um, að þeir gætu útvegað kol, en ekkert skip væri fyrir hendi. Jes Zimsen ræðismaður fekk í morgun skeyti um, að Þjóð- verjar hefðu flutt danska ritstjóra í Suður-Jótlandi og aðra danska íeldri menn suður á bógkm.___________ Aths. Skeyti þau, sem hér eru birt, hafa þar sem eigi er annnars getið, verið send ísafold og Morgunbl. frá Khöfn og tekin eftir skeytum Ritzaus Bureau. % Ráðstafanir alþingis út af Norðurálfustyrjöldinni. Út af ófriðarhoífunum komu flokkarnir á alþingi sér saman um >að í fyrramorgun að skipa 9 manna nefnd til þess að íhuga afleiðingar >ær, er væntanleg Norðurálfustyrjöld gæti af sér leitt fyrir oss íslendinga og gera tillögur til þingsins í því efni. í þessa velferðarnefnd voru kosn- ir þessir þingmenn: Björn Krist- jánsson, Einar Arnórsson, Kristinn Daníelsson, Magnús Pétursson, M. Ólafsson, Ólafur Briem, Sigurður Stefánsson, Steingrímur Jónsson og Sveinn Björnsson. Áttu þeir fund með sér þann dag síðdegis ásamt landritara og kvöddu sér til ráðuneytis 3 verzlunarfróða menn, þá Carl Ólsen, Garðar Gísla- son og Ólaf Johnson. Um kvöldið kl. 11 var svo að tillögum nefndarinnar kvaddur sam- an fundur í sameinuðu þingi til þess að ræða horfurnar og tillögur þær, er nefndin hafði komið sér saman um. Stóð fundur sá lengi fram eftir nóttu, fyrir luktum dyr- um, en var síðan frestað þangað til um dagmál í gærmorgun. Var þá eftir allmiklar umræður samþ. svolátandi þingsályktunartillaga frá velferðarnefndinni: Álþingi ályktar að skora á lands- stjórnina að vixla öllu handbæru fé landssjóðs í gull, svo sem unt er og nauðsyn krefur, vegna innkaupa fóðurs eða annara birgða, er nauð- synleg kunna að verða sökum yfir- vofandi eða byrjaðrar Norðurálfu- styrjaldar. Auk fundarins í sameinuðu þingi var.og kvatt til fundar í þingdeild- unum til þess að fjalla um bjarqráða- frv. er nefndin hafði samið. Var það að lokum samþykt í gær við 3 umræður í hvorri deitd — i þess- um búningi: Bjarqráða frv. velferðarnefndarinnar. 1. gr. Sameinað alþingi kýs jafn- skjótt, sem verða má, 5 manna nefnd, til þess að vera landsstjórn- inni til ráðuneytis um ráðstafanir til að tryggja landið gegn hættu, sem því geti stafað af ófriði stórvelda i Norðurálfu. 2. gr. í þessum tilgangi heimilast stjórninni, ef þörf gerist, 1. að kaupa frá útlöndum fyrir landssjóðshönd hæfilegar birgðir af nauðsynjavöru, svo sem korni, kolum, salti, steinolín, vé.laoliu, veiðarfærum, læknislyfjum o. s. frv. 2. Að verja til slíkra kaupa hand- bæru fé landssjóðs, er hann má missa frá öðrum lögmæltum út- gjöldum, sbr. þó 4. lið. 3. Að taka ennfremur alt að 500 þús. kr. lán til slíkra kaupa. 4. Að stöðva fjárgreiðslur þær, sem taldar eru i fjárlögunum fyrir ár- in 1914 og 1915 í 13. grein, B. II—XVIII, svo og allar lánveit- ingar úr viðlagasjóði, er heimil- aðar eru í fyrgreindum fjárlögum, — þó svo, að eigi komi í bága við þegar gjörða samninga og ráðstaf- anir um verk eða loíorð um lán- veitingar á þessu ári. 3. gr. Landsstjórninni er og heim- ilt, að leggja bann að einhverju leyti eða öllu við útflutningi eða sölu úr landi á öllum aðfluttum nauðsynja- vörum, svo sem matvælum, veiðar- færum, salti, kolum o. s. frv., ef slík ráðstöfun skyldi reynast nauð- synleg vegna yfirvofandi eða hafins Norðurálfu-ófriðar. —- Þó má eigi meina skipum að taka hér kol eða aðrar birgðir, er þeim eru nauðsyn- legar til þess að komast heim til sin. Á sama hátt heimilast landsstjórn- inni að leggja bann við útflutningi íslenzkra matvæla, ef aðflutningur til landsins af útlendum matvörum heftist svo, að til voða horfi fyrir landsmenn. Heimilt er stjórninni ennfremur að ákveða í reglngerð refsingar fyrir brot gegn þessari grein. 4. gr. Landsstjórnin ákveður, hvort gera skuli framangreindar ráð- stafanir og hve nær, svo og á hvern hátt skuli ráðstafa birgðum þeim, sem keyptar kunna að verða sam« kvæmt lögum þessum, og hvernig skuli selja þær, Ennfremur má landsstjórnin, ef almenningsþörf í einhverju bygðar- lagi krefur, taka eignarnámi matvæli og eldsneyti hjá kaupmönnum, eða framleiðendum, enda komi fult endur- gjald fyrir. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað og gilda þar til næsta Alþingi kemur saman.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.