Ísafold - 24.10.1914, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.10.1914, Blaðsíða 2
329 ISAFOLD óðfús mjög að ganga í lið með banda- mönnum, en hinn gamli konungur aftók það og átti hann svo mikið undir sér, að eigi tjáði móti að mæla. En um hinn nýja konung vita menn fátt — hver hugur hans muni vera. Ferdinand I er 49 ára að aldri, bróðursonur fyrirrennara síns. Hann er kvæntur þýzkri prinsessu, Maríu frá Sacbsen-Koburg-Goíha, og er hún annáluð fyrir fríðleik. Réttur smárikjanna (Grein þessi er eftir JamesBryce sendiherra Breta íWashington, fyrrum ráðherra (f. 1838), einhvern nafnkunn- asta núlifandi stjórnmálamnn og sagn- fræðing Breta. James Bryce er og Is- lendingum að góðu kunnur, hefir kynt sór íslenzk fræði og nokkuð um ísland ritað. Sfðari kafli greinarinnar kemur f næsta blaði). Ofriðurinn hefir beint athygli ment- aðs heims að kenning einni, sem prédikuð er í Þýzkalandi. Þessi kenn- ing kemur einna ljósast fram bók eftir Bernhardi hershöfðingja, sem út kom árið 1911 og heitir: »Þýzkaland og næsti ófriður*. Að sögn höf. er grundvöllur bókarinnar fyrirlestrar eftir hinn fræga sagnfræðing Hein- rich von Treitsche, prófessor. Bók þessi verkar á hvern óþýzk- an lesara, sem vottur hinnar örg- ustu herdrotnunarvaldskenningar. Og sjálfir Þjóðverjar munu verða fyrir Ifkum áhrifum. Þetta ril virðist sprott- ið af viti sneiddu þjóðernis-drambi, sem komið er upp í heila manns, sem blindaður er af ófriðargræðgi. Þetta skrif væri lítillar athygli vert, ef ekki stæði svo á, að stjórn Þýzkalands (þótt eigi sé gert með samþykki þjóðarinnar að vér von- um) hefir fylgt þessuín kenningum í framkvæmdum sínum og með því móti sett á þær opinbert merki. Eftir það, er þýzka stjórnin hefir virt hlutleysi Belgíu vettugi, þetta hlutleysi, sem Þjóðverjar höfðu sjálfir lofað að tryggja með samningum, frá 1839 og 1870, og eftir það, er hersyeitir stjórnarinnar hafa farið fram í Belgíu með meiri hörku en dæmi eru til í styrjöldum vorra daga — getur stjórnin þýzka ekki neitað samábyrgð sinni á kenning- um Bernhardis. Eg tek það skýrt fram, að eg á við stjórnina, því að aldrei myndi mér detta i hug að láta þýzk vísindi, sem eg ber mikla lotning fyrir, sæta ábyrgðinni, né heldur hina borgaralegu embættis- stétt, sem er heiðarlegri en svo, að tvímælis orki. Þýzka þjóðin ber heldur ekki ábyrgðina, svo sem og verður ljóst af bók Bernhardis, því hann er sifelt að saka landa sina um oímikla friðarást. Með stilling get eg talað um þetta efni, þar sem eg um margra ára skeið hefi gert mér far um að treysta böndin milli Breta og Þjóðverja, þjóða sem ættu að vera vinir, sem aldrei hafa áður fjandskapast sin i milli. Ef vinátta þeirra hefði haldist, var von um, að vér og frændur vörir í Bandaríkjum gætum eigi að eins trygt frið i Norðursjónum heldur og mildað eitthvað kalann milli Frakka og Þjóðverja, svo að Norðurálfu friður hefði verið tryggur. Eg skal eigi fara frekar út í or- sakir ófriðarins á þessum stað. Einu verð eg satnt að lýsa yfir. Það að Bretland sýndi sig á vígvellinum er hvorki sprottið af öfund til Þjóð- verja, né vegna atvinnukepni gert. Á Bretlandi er ekkert hatur til þýzku þjóðarinnar, né nein löngun til að brjóta vald Þjóðverja á bak aftur. Allir stjórnmálaleiðtogar og andans leiðtogar Breta hafa haft sam- úð með sameiningarstefnu Þjóðverja (frá 1815—1866 og 1870) og sýnt þá samúð alveg eins og gagnvart Itölum, er líkt stóð á. Þessar tvær þjóðir eru náskyldar og tengdar margskonar böndum. í báðum löndum eru til ofsamenn, er vilja í ófrið, en í miklum minni- hluta. Ástæðan til þess að Bretar lentu í ófriðnam var að eins innrásin i Belgíu. Áköfustu friðarvinir hlutu að telja það helga skyldu sina að fylgja fram ófriði, eftir þetta brot á öllum gildandi lögum. Tillitið til sáttmála-bundinnar skyldu varð að meta af öllu mest. Kenningar Bernhardis hershöfð- ingja munu talin góð latína í þeirri stétt, sem hann er úr. Skal nú að nokkuru skýrt frá skoðunum hans — að mestu með hans eigin orð- um, nema þar sem óþarfa mála- lengingar eru: »Ófriður er góður í sjálfu sér cg líffræðisleg nauðsyn, sem eigi verð- ur hjá komist. Eigi verður ofsögum af því sagt, hversu óhjákvæmilegur ófriður er, blessunarríkur og hugsjónafrjór. Hann er eins og hressandi drykkur, á fram- sóknarbrautinni, drykkur, sem ekki er hægt án að vera. Ófriðurinn er helzti menningar- frömuður. Friðarstefnan er mjög skaðleg, ef hún beinist að því að hafa áhrif á stjórnmálin. Svo er og fyrir að þakka, að friðarstefnan er máttlaus í heimi undir vopnum, þar sem heilbrigð eigingirni er leiðarvísir stjórnanna. »Guðs forsjón mun láta ófrið fæðast við og við, sem styrkingarlyf fyrir mannkynið*, segir Treitsche. Sérhver tilraun sem gerð er til að útrýma ófriði er eigi að eins vitleysa, heldur siðspillingarmerki, sem er ósæmilegt mannkyninu. Hættuleg glapsýni er að ætla það að gerðardómstólar verði notaðir, því að með ætlunarverki sínu setja þeir sig móti lögmáli náttúrunnar og allrar framþróunar og mundi af því hljótast hörmulegustu afleiðingar fyrir alda og óborna. Sífeldur friður getur hvorki né má vera markmið stjórnmálaleiðtoga, Ef friðarvinirnir kæmust að sínu marki, mnndi af þvi hljótast þegar í stað afturför sú, er sjá má hjá hver- jum dýraflokki, sem eigi þarf að berjast lengur fyrir tilverunni. Fyrsta og síðasta markmið rikis- ins er vald og sá sem eigi þorir að horfa framan í þann sannleika, ætti ekki að hafa afskifti af stjórnmálum. Hvert riki hefir rétt til að hertaka lönd, ef eiginn hagur þess krefst. Að vernda sjálft sig er fyrsta grundvallarlögmál rikisins og í því efni má það beita ölium ráðum. Valdið er réttur. Að eins ríkið sjálft er fært um að dæma um réttmæti framkvæmda sinna. Ríkið stendur ofar lögum. Það sem er 'nauðsynlegt, það er löglegt. Viðurkend réttindi (t. d. sáttmála- bundin réttindi), eru ekki sjáljs'öqð réttindi. Þau eru búin til af mönn- um og breytast því eftir þörf manna. Stundum stendur svo á, að spjöll á viðurkendum réttindum eru rétt- mæt. Fyrir ríkið gilda sérstök lög. Smáar þjóðir eiga ekki sama til- verurétt og hinar stóru og sterku þjóðir«. Svona hljóða kenningar Bernhardis og munu suroar þeirra þykja nýstár- legar, þótt eigi sé nýjar, því að samkvæmt bók Platós »Ríkið«, hefir Thrasýrmachus þegar fyrir 2200 árum haidið því fram, að réttur væri ekki annað en »hnefaréttur«. Sérstaka athygli vekja þær rök- semdir Bernhards, að fyrsta aðal- markmið hvers ríkis eigi að vera að troða upp á mannkynið sihni menning og að sáttmála þurfi ekki að halda, heldur megi, ef svo býður við að horfa, skoða þá sem papp- írslappa. Þýzkir rithöfundar vorra daga skoða ríkið miklu voldugra en vér, Bretar og Ameríkumenn. Æðsta valdið á að felast í ríkishugtakinu. Það er eins og einhver dularfullur helgidómur, afl skapað af sér sjálfu, sem er miklu æðra einstaklingunum. Vér lítum öðruvísi á rikis-hugtak- ið. f vorum augum er ríkið svo og svo margir einstaklingar undir sameiginlegri stjórn. Ríkið er hvorki vitrara né betra en menn þeir, sem hafa myndað það eða stjórna því. Hefir ríkið þá enga siðferðis- ábyrgð? Vér spyrjum : Svo framarlega sem ríkinu ber réttur til að ræna og myrða vegna eigin hagnaðar og af valdagræðgi, því skyldi þá eigi ein- staklingum þjóðfélagsins bera sami réttur ? Hættir siðferðisábyrgð ein- staklingsins á sama augabragði og hann gerir samband við aðra? Glæpur framinn af einstaklingum virðist, eftir kennigum Bernhardis, verða að hugsjónastefnu, ef ríkið stendur bak við þá. Frh. Látinn er 22. þ. m. í Landakotsspítala Guðmundur Gunnarsson, húsmaður frá Austvaðsholti á Landi (Rangár- vallasýslu). Hafði hann haft sjúkra- húsvist hér í Rvík síðan um mitt sumar. Hafði lærbrotnað i fyrra og brotið svo illkynjað, að nú stóð til að taka af honum fótinn, en áður til þess kom, lézt hann (úr heila- blóðfalli). Guðm. varð 56 ára (f. 22. marz 1858), kunnur maður mjög um alla Rangárvallasýslu fyrir ráð- deild, dugnað og drengskap. | Þórður .Jónsson óðals- bóndi að Laugabóli við ísafj. andaðist eftir langvarandi vanheilsu sunnu- daginn 18. þ. m. nær hálfsextugur að aldri. Hann var sonur bænda- öldungsins Jóns Halldórssonar á Laugabóli og Guðrúnar konu hans, en albróðir Magnúsar bæjarfógeta í Hafnarfirði, Halldórs búfræðings á Rauðumýri og þeirra bræðra. Þórð- ur sál. var kvæntur Höllu Eyjólfs- dóttur úr Reykhólasveit, er lifir mann sinn ásamt börnum þeirra hjóna, uppkomnum og hálfuppkomn- um, er öll eru mannvænleg mjög. Með Þórði sál. er að velli fallinn einhver hinn mesti merkisbóndi við ísafjarðardjúp, atorkumaður með af- brigðum og drengur hinn bezti. Hann bjó rausnarbúi miklu á föður- leifð sinni, unni mjög öllum fram- förum, lét sér umhugað um að manna börn sín sem bezt, gestrisinn var hann og gerðarmaður í hvívetna, sem hann átti kyn tilf vandaður og vinsæll í héraði. G. G. Áfengis-ófriður. Ur ritstjórnargrein í »The Times Weekly Edition. 25. sept. 1914. Blaðið ber þýzka hernum á brýn, að þar hafi verið allmikil brögð að áfengisnautn, og af þeim rótum muni runnin ýms skjótræðisverk þýzkra hermanna í Belgiu og á Frakklandi. Segir svo: »Alt öðru máli er að gegna um bandamenn. I Rússaveldi hefir nú verið gerbönnuð öll sala á brenni- vini (Vodka) og öli. í Frakklandi er nú bannað að selja absinlh; brezkar hersveitir halda þar til í héruðum, sem hafa alls nægtir af vín- föngum, en í bréfum, sem heim ber- ast, er þess iðulega getið, að þeir hafni víninu og hafi te til drykkjar í þess stað1). Hér í Iandi (Eng- landi) hafa menn gefið oflítinn gaum að þessum mikla sigri, sem Rússar hafa unnið á arykkjuskapnum. Síðan Kínverjar leiddu í lög ópíumsbannið hefir ekkert þvílíkt átt sér stað um allan heim. Það er ekki um að vill- ast, að Rússar hafa lagt að velli voða- legri óvin en Þjóðverjann, þar sem er áfengið. En ætli menn hingað til hafi gert sér ljóst, að af hálfu bandamanna, og í fyrsta sinni síð- an heimur bygðist, er nú háður ófriður, sem í raun og veru er »bindindis«-styrjöld ? Þessi röska barátta allra banda- þjóðanna gegn drykkjuskapnum er fyrirboði annars sigurs, sem þeim mun einnig hlotnast að lokum«. Fátt er svo í öllu ilt að ekki boði nokkuð gott. Er auðsætt að þessi hræðilega styrjöld mun hrinda áfengisbanninu langa leið áfram um víða veröld.’ í ófriðarbyrjun hefðu fáir trúað því, að svona mundi fara um áfengið, og »The Times«, fræg- asta fréttablað í heimi, hallast svona eindregið á bannsveifina. G. B. J) Sbr. áskorun lækna og hers- höfðingja á Bretlandi til enska hers- ins — að hafna allri áfengisnautn. Ýras tíðindi erlend. —«— Kosningar í Svíþjóð eru ný- afstaðnar. í þeim hafa jafnaðarmenn sótt sig, hægrimenn staðið nokkurn veginn í stað, en frjálslyndi flokkur- inn rýrnað. Aðalforingi hans, Staaff f. yfirráðherra náði samt kosningu. Flokkar skiftast nú þannig í sænska þinginu: Jafnaðarmenn 87, hægri- menn 86, frjálslyndi flokkurinn (Li- beralar) 57. Tuiinius og Hendriksen. Eins og menn muna varð talsverð deila í fyrra milli Þórarins Tulinius- ar og H. Hendriksen f. miljónafélags- stjóra ásamt Trier heildsala. Höfð- uðu þeir 2 mál móti Tuliniusi. ísafold hefir fengið skýrslu um málalok, símleiðina, frá báðum aðil- u:n. Skeytið frá Hendriksen hljóð- ar svo: »Tulinius sektaður bæði í máli Triers og okkar, 100 kr. í hverju auk málskostnaðar. Móðgandi um- mæli dæmd ómerk.« Skeyti Tuliniusar er á þessa leið: »Dómur fenginn um að staðhæf- ingar mínar sé réttar. Sektin fyrir meiðyrði, 100 kr., þess vegna svo litilfjörleg. Áfrýja.« Hljómleikar Haralds frá Kaliaðarnesi. Siðan Arthur Shattuck var hér fyrir rúmum 4 árum hafa Reykvík- ingar ekki átt kost á að heyra aðra eins píanósnild og hjá Haraldi frá Kallaðarnesi í gærkveldi. Og aldrei hefir neinum listamanni hér í bæ verið látið eins samhuga lófatak í té og þessum unga íslenzka snillingi í gær. Píanóleikur er eigi gömul list á. voru landi. Og framúrkarandi fimi á þetta hljóðfæri, hefir eigi verið til meðal vor fyr en á síðustu árum. En fullkomnun í píanó-leik er nú áreiðanlega fyrsta sinni að eign- ast íslenzkan fulltrúa, þar sem er Haraldur Sigurðsson frá Kallaðarnesi. Það þarf eigi sérfrótt eyra til að heyra framsókn hans á píanó-snild- arbrautinni ár frá ári. En nú finst leikmanni í þekkingunni á þeirri list Haraldur vera kominn eins langt og þeir, sem beztir þóttu í Khöfn fyrir 6—-io árum. Sjálfum mun honum þó finnast hann eiga enn mikið land óunnið, því að svo er um alla sanna lista- menn, að þeim finst þeir aldrei kornnir á hæsta tindinn. Haraldur túlkaði 4 heimssnillinga fyrir áheyrendum i gær: Beethoven, Ghopin, Brahms og Liszt og var það eins og máttur hans yxi með hverju viðfangsefni. Loks komst hann á hæsta stig í hinni óvið- jafnanlegu ungversku Rhapsódíu Liszt síðast. Þá var eins og hann lyfti öllum áheyrendum upp í hið undraverða tónaríki, sem hverjum manni er ógleymanlegt, þeim er þar hefir inngöngu fengið einu sinni. Engum þeim, sem nennir að hafa fyrir því að líta svona 15 ár aftur í tímann með athygli — getur blandast hugur um hina merkilegu framsókn, sem orðið hefir í iistum og íþróttum á íslandi. Þá — fyrir 15 árum — var viðvaningsbragur- inn einn drotnandi í þeim efnum. Naumast nokkur, sem léti sér detta í hug að komast lengra en á neðri hjallana. Nú er þetta sumpart orð- ið gerbreytt eða er að verða það, Nú taka menn sér fremstu snillinga heimsins til fyrirmyndar og keppa að því að ná þeim. Það sem á er- lendu máli er nefnt »Dilettantismus« þótti nægja áður meir. Nú helzt engum manni uppi að sætta sig við það. Þetta er áreiðanlega víst og það er hinn ánægjulegasti vottur um breyting á hugarfari með þjóð vorri — vottur um vöxt sjóndeildarhrings- ins, sem gefur vonir um síhækk- andi markmið og sivaxandi kröfur til sjálfra vor. Listamaðurinn, sem hreif hugi allra áheyrenda í gærkveldi, hefir fengið tækifæri til þess að heyra hið bezta sem veröldin hefir að bjóða í hans lista-grein, til að njóta einhverrar beztu kenslu, sem í henni getur. Og hann er svo hamingjusamur að hafa getað það, án þess að hafa þurft að leggja sjálfan sig á skilnings- leysis-metaskálar þröngsýnna þing- manna, sem altof oft hafa eytt meiru landsfé í þingskrifarakaup og prent- svertu en þeim fáu krónum í list- arinnar þágu, sem þeir hafa verið að streitast við að »spara« landinu með búrahætti sínum og svartmyrkurs-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.