Ísafold - 31.10.1914, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.10.1914, Blaðsíða 1
iwHMninninni iinniiiiiiuiiiwim Kemur út tvisvar í viku. Yerð árg. 4kr., erlendis 5 kr. eSa l^dollar; horg- Ist fyrir miðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. XLI. árg. Reykjavík, laugardaginn 31. október 1914. ■............ Uppsögn (skrlfl.) bundln við áramót, er ógild nema kom- in só til útgefanda fyrir 1. oktbi. og só kaupandi skuid- laus vlð blaðið. 84. tölublað Alþýðafól.bókaaafn Templaras. 8 kl. 7—9 Borgaratjóraskrifstofan opin virka daga 11 8 og 6—7 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og : ~7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og > íslandsbanki opinn 10—21/* og 61/*—'7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 >ibd. Alm. fundir íid. og sd. 81/* síbd. Landakotskirkja. Gnbsþj. 9 og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—61/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. Landsskjalasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunnud. Pósthúsið opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6 Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.3 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifllstabahælib. Heimsóknartimi 12—1 I>jóbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2, Skrifstofa Eimskipafélags íslands. LaDdsbankanum (uppt). Opin daglega kl. 5—7. Talsimi 409. Hjðrtur Hjartarson yhrdóms- lögmaður, Bókkl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima 12^/2—2 og 4—^1/^. Sjálfstæðisfélagið. Fundur laugardaginn 31. okt. kl. 9 í Goodtemplarahúsinu. 1. Sveinn alþm. Bjðrnsson talar (Ameríkuförin o. fl.) 2. Félagsmál. Allir sjálfstæðismenn velkomnir. Otna, eldEivélar og alt sem þar til heyrir Selur enginn ódýrar og vandaðra en Kristján I»orgrímsson. Minningarritið um Björn Jónsson, fyrra bitidi með mörgum myndum, er komið út og fæst í bókaverzlunum. Verð: 1.50. Kolin í Dufansdal. Svolátandi tilkynning hefir ísa- fold borist frá verkfræðingafélaginu: Að gefnu tilefni samþykti verk- fræðingafélagið á fundi í gærkveldi svohljóðandi ályktun: »Verkfræðingafélag íslands álit- »ur, eftir framkomnum uplýsing- »um um kolin frá Dufansdal, að »svo framarlega sem ráðist er »frekari rannsókn á kolanámunni, »þá sé öldungis nauðsynlegt að »rannsóknin þar á staðnnm sé »framkvæmd af manni með þekk- »íngu á brúnkolanámum og ís- »lenzkum jarðmyndunum«. Th. C. Krabbe. K. Zimsen. Ef svo færi — ? Sjaldan hefir utanför ráðherra vorra verið fylgt með meiri eftirvæntingu en utanför núv. ráðherra í öndverð- um þessum mánuði. Sú eftirvænting er skiljanleg, þvi að hann hafði meðferðis á konungs- l’und tvö fjöregg íslenzks þjóðarsjálf- stæðis: stjórnarskrána og ýánann. Annarstaðar þar sem er þingbund- in konungsstjórn má því nær ætíð telja víst, að það sem hið þjóðkjörna úng vill vera láta, verði einníg stað- lestur vilji konungsvaldsins. Hjá oss eru netin svo úr garði gerð, að þingsins vilji er enn eigi sjálfsagður til staðfestingar konungs- valdsins — þó svo atti að vera. Því er það, að menn þrátt fyrir alt bíða með óþreyju úrslita þessara tveggja stórmála i konungsgarði. Utn fánann er þó það að segja, að þar þarf ekkert að óttast, þar sem iegar er fenginn yfirlýstur konungs- vilji um, að hvað sem öðru líður fáist þríliti fáninn, önnur tillaga al- libgis, staðfestur. LJm stjórnarskrána er að því leyti öðru máli að gegna, að engin yfir- ýsing liggur fyrir um þóknun eða vanþóknun konungsvaldsins á að- gerðum alþingis í því máli, heldur að eins sú von núverandi ráðherra, sbr. ræðu hans í Sam.þingi 3. ágúst, að konungur gangi að ýyrirvara þeim, er sjálfsagður þótti samfaia samþykt- inni. Enn er ekki kunnugt um afdrif þessarra mála í utanför ráðherra. Allii treysta því að konungsvaldið fari eigi að ganga í bág við þings- og þjóðar-vilja í þessum málum. En vér vitum það samt eigi. Eng- inn vafi er á þvi, að mjög er á þá sveifina lagst af hálfu sumra mikils- megandi manna með bræðraþjóð vorri að láta að vettugi virða alþingisvilj- ann í öðru eða báðum málunum. En þeir menn hafa eigi á neinu öðru að byggja en »hnefaréttar«- kenningum, og fá því vonandi eigi áheyrn. Óhugsandi er það samt ekki að þingviljinn fái eigi að njóta sín. Minsta kosti er rétt að hu%sa sér, að það gæti orðið, þótt allir góðir íslendingar og allir þeir, sem vinna vilja að góðu sambandi milli Dan- merkur og íslands, óski þess af heil- um hug, að annan veg snúist. En cý svo ýceri —? Ef konungsvaldið, fyrir áeggjan danskra stjórnmálamanna, skyldi eigi vilja staðfesta stjórnarskrána með fyr- vara þingsins — þá »reynir á kapp- ann Tuma«. Það verðum vér að gera oss ljóst. Vér verðum allir að gera upp reikninginn við sjálfa oss: Hvort er betra að fá stjórnarskrána staðfesta, með þeim skammrifs-bögli, að upp- burður mála vorra fyrir konungi sé ekki lengur viðurkent sérmál, eða fá hana ekki staðfesta, og halda fast við að málauppburðurinn sé og eigi jafn- an að vera sérmál, sem íslendingum og konungi þeirra einum komi við. Alþingi síðasta hefir þegar svarað spurningunni með fyrirvara-samþykt sinni. Vér efumst eigi um, að sama verði svar þjóðarinnar, ef svo færi, mót öllum vonum, að spurning þessi þyrfti til hennar kasta að koma. Heldur að taka staðfestingarsynjun á stjórnarskránni — en að kaupa staðfesting með afsali á einum hyrn- ingarsteininum undir réttindum vor- um! Það er orðið búvísindanna fyrsta boðorð að gera ráð fyrir sem verst- um vetri, hversu ólíkleg sem koma lann virðist. — Fylgjum sömu reglu :i stjórnmála-vísindum vorum út á við, að kunna að gera ráð fyrir því versta, svo ekkert komi flatt upp á oss. Munum það, að ef svo ýari, sem gert er ráð fyrir hér að framan, að íugsanlegt kynni að vera, þótt allir óski og voni hið gagnstæða — þá verðum vér að taka því og standa á eftir sem einn maður! Mótmæli kaupmanna. Stjórnin og velferðarnefndin. Þess var getið í síðasta blaði, að á þriðjudagskvöld hefði kaupmanna- félagið í Reykjavík átt fund með sér og þar verið samþykt mótmæla-álykt- un út af meðferðinni á Vesturheims- vörunum. Ályktunin er á þessa leið: FUNDARÁLYKTUN. Að gefnu tilefni teljum vér ráð- stafanir landsstjórnarinnar á úthlutun á korn- og sykurbirgðum þeim, er keyptar hafa verið fyrir landssjóðs hönd samkv. heimild laga 1. ágúst þ. á. »um ráðstafanir til þess að ttyggja landið gegn hættu, sem staf- að geti af ófriði í Norðurálfuc, vera óheppilegar og misráðnar. í fyrsta lagi teljum vér það mis- ráðið, að selia nú þegar áður greind- ar vörur, sem alþingi mun hafa ætl- ast til, að yrðu notaðar sem forða- búr landsmanna ef í nauðir ræki og flutningar til landsins teptust um lengri eða skemri tíma, sem alt af getur að borið, ef Danmörk lendir ' stríði eða ef sjóorustur hefjast Norðursjónum — aðal siglingaleið íslendinga við útlönd. Jafnframt viljum vér bend.t á, að hætta gæti stafað af því, að ábyrgðartilfinning kaupmanna fyrir því, að jafnan væru fyrirliggjandi nægilegar kornvöru- birgðir handa viðskiftamönnum, rén- aði svo, að áður en menn varði yrði vöruskortur að rreira eða minna leyti. í öðru lagi með: Með skírskot- un til fréttaviðtals »ísafoldar« við ráðherra íslands (sjá ísafold 41. árg. tölubl. 36. 2. sept.), þar sem ráð- herra »leggur mikla áherzlu á, að vörukaup landssjóðs mættu með engu móti draga úr framkvæmdum kaupmanna að útvega landinu vör- ur«. Með skfrskotun til þessa og fram- tíðar velferðar landsmanna, teljum vér það bezta ráðið að vörurnar væru geymdar fyrst um sinn og á sínum tima seldar eingöngu kaupmönnum og kaupfélögum, og þá jafnframt, ef þörf þætti, ákveðið hámark út- söluverðs þeirra. Söluaðferð þá á vörunum, sem nú er viðhöfð, teljum vér i fvllsta máta óhæfa og rang- áta gagnvart kaupmannastétt lands- ins, sérstaklega með tilliti til ofan- greindrar hvatningar ráðherrans, að caupmenn sjái landinu fyrir sem mestum matvörubirgðum á þessum ófriðartíma, er vér verðum að álíta að þeir hafi yfirleitt gert«. Samskonar ályktun hefir stjórnar- ráðinu og borist frá kaupmönnum í Hafnarfirði. ísafold fann landritara að máli í gær til þess að heyra hvað stjórnar- ráðið segði við mótmælum kaup- manna. Hann benti fyrst og fremst á, að jessi mótmæli hefðu átt betur við miklu fyr, seint í sept., því að >á hafi verið kunnugt orðið, að þessa aðferð ætti að hafa við úthlutun var- anna, sbr. viðtal ísafoldar við ráð- lerra (blaðið 30. sept.). Ef mót- mælin hefðu þá komið fram, mundi rafa verið hægt að taka þau til íhug- unar, en nú komi þau eftir dúk og disk. í öðru lagi benti landritari á, að ekki hafi verið hægt að geyma vöru- birgðirnar til langframa, ekkert hús- næði fáanlegt, sem hentugt væri til þess. -r í þriðja lagi kvað landritari rangt af kaupmönnum að tala um úthlut- un á sykurbirgðunum, eins og hún væri þegar framkvæmd. Sykurbirgð- irnar ókomnar og óráðið hvernig með þær verði farið. í fjórða lagi væri það svo sum- staðar á landinu, t. d. í Dalasýslu, að þar hefði eina ráðið til þess að útvega fólki nauðsynjavörur verið að veita hreppsnefndum hallærislán ti vörukaupanna, kaupmenn þar og kaupfélög engar vörur haft og eng- ar getað útvegað. í fimta lagi kvaðst landritari og vilja benda á, að í mótmælum kaup- manna væri eigi einu orði minst á velferðarnefndina, svo að þannig mætti líta á, að hún hefði verið á annari skoðun en stjórnin. Sann- leikurinn væri sá, að þessi meðferð á vörunum væri sameiginleg ráð- stöfun velferðarnefndarinnar og lands- stjórnarinnar. Landritari tók það fram aftur í viðræðulok, að sér hefði fundist þessi mótmæli hafa átt að koma fram fyr, minsta kosti er kunnugt varð um fyrirætlanir stjórnar og velferðar- nefndar í þessu efni og raun- ar helzt í ágústmánuði, þegar verið var að undirbúa vörukaupin vestan- hafs. Ef þá hefði komið fram slík mót- mæli og yfirlýsing um það, að kaupmenn treystu sér til að birgja landið, mundi hið opinbera alls ekki hafa farið að eiga neitt við þessi viðskifti. Vér spurðum að síðustu hversu gengi salan, og fengum það svar, að haframjöl væri útselt með öllu og talsvert gengið á aðrar vörubirgðir. Afengisbannið á Rússlandi. Bréf frá Petrograd. Boðskapur keisarans. Undanfarna áratugi hefir öll áfengis- gerð í Rússlandi verið í höndum stjórn- arinnar (»áfengiseinokun«). Stjórn- in hefir svo haft brennivín (vodka) á boðstólum í hverri sveit, hverjum kima i öllu Rússaveldi, og ríkissjóð ur gífurlegar tekjur af þessu brenni- vínsbralli, en þjóðin ægilegt böl og bágindi. Önnur áfengisnautn (öl og vín) hefir ekki verið teljandi, ekkert á við brennivínssvolgrið. í fjárlögum Rússa fyrir árið 1913 eru ríkistekjurnar af áfengisverzlun- inni áætlaðar 50.777.000 rúblur (1 rúbla = 1 kr. 90 aur.). í sumar, þegar sagt var sundur friðinum og safnað liði um land alt, tók Rússastjórn upp það ráð, að banna alla áfengissölu meðan stæði á liðsafnaði. Það var ráð sem dugði, svo vel, að liðsafnaðurinn gekk miklu greiðar en við var búist. Fréttamanni enska blaðsins »Daily Mail« farast þannig orð í bréfi frá Petrograd (í Daily Mail 21. okt.): »Liðsafnaði er löngu lokið. Nú gengur alt sinn gang hér í höfuð- staðnum (Petrograd), en ekki vana- ganginn. Áfengisbannið er enn í gildi. Veitingahúsum er lokað stundu fyrir lágnætti og bannað alt dufl í gildaskálum, svo að nú eru allir gengnir lil hvildar á lágnætti, en áður var það siðurinn, að þá hófst jafnan sukk og svall í hverri krá. Þessi siðaskifti hafa reynst holl í höfuðstaðnum, og út um sveitir hafa þau þegar orðið til stórblessun- ar fyrir alla alþýðu. Áfengiseinokunin hefir verið feikna arðsöm fyrir ríkissjóð, en hörmuleg óhamingja fyrir þjóðina. Drykkju- skapurinn hefir stórum færst í vöxt, komið fjölda manna á vonarvöl, svo skiftir hundruðum þúsunda, og vald- ið siðspillingu, sorg og mæðu á heimilum þeirra. En nú horfir öðru vísi við, síðan ófriðurinn hófst. Nú er burtu brennivlnið. í upphafi átti sölubannið ekki að haldast lengur en stæði á liðsafnað- inum. En svo mikil heill hlauzt af banninu, að öllum varð það eitt að orði: »Burt alt brennivínt. Kven- þjóðin hóf upp þá raust; karlmenn tóku undir, fyrst í hálfum hljóðum, en brátt i fullum róm, þegar það kom í ljós æ betur og betur, að brennivínsbannið reyndist undraverð blessun í búi á hverju heimili. Og stjórnin gaf fullan gaum að þessum alþýðuróm; hún feldi þann úrskurð, að bannið skyldi haldast ófriðinn á enda. Meðan á styrjöldinni stend- ur verða útgjöldin það mikil, að ekki munar öll ósköp um þennan tekjumissi; hann verður einn liður í herkostnaðinum. En nú er orðið auðsætt, að ekki verður látið þar við lenda. Fjár- málaráðherrann hefir lofað að ekki

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.