Ísafold - 28.11.1914, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.11.1914, Blaðsíða 3
f ISAFO LD 367 Emden og foringi hennar. Þegar farið verður að rita sögu Norðurálfuófriðarins í heild, mun einhver æfintýrlegasti kaflinn verða sá er hermir frá þýzka beitiskipinu Emden og foringja þess v. Miiller höfuðsmanni. Emden var elt á röudum af brezkum skipum í beng- alska flóanum, en á henni varð eigi Reimleikinn í Yetleifsholtsheili. Eftir tilmælum ritstj. ísafoldar fór eg á sunnudaginn 22. nóv. austur að Vetleifsholtshelli og um Vetleifs- holtshverfið til þess að fá sem ábyggi- legastar sagnir um atburð þenna. Eg vil geta þess þegar í byrjun að þessi skýrsla mín er aðeins bygð á frásögn þess fólks, sem sjálft hefir verið sjónar- og heyrnarvottar að eftirfarandi dulbrigðum. Og sneiði eg algeilega hjá öllum þeim mögn- uðu kynjasögum, sem eg hefi heyrt víðsvegar út í frá. Vetleifsholtshellir stendur á örmjó- um rima 20 mínútna gang fram af Vetleifsholtshverfinu, og er mýri alt í kring. Þar bjó Sigurður Guð- mundsson áður en hann fluttist að Selalæk og á hantt öll íbúðar- og fénaðarhús, sem þar standa. Sigurð- ur hefir þar nokkuð af fénaði sínum og gætir Þórður Gíslason hans og hefir hann haldið þar til með fjöl- skyldu sinni síðastliðin 7 ár, Eg kom fram að Vetleifsboltshelli kl. að ganga 9 um kvöldið og með mér voru: Jón bóndi í Ási og Ól- afur Óiafsson yngri búfr. í Lindarbæ. Við vöktum þar alla nóttina og fór- um þaðan aftur kl. að ganga tíu um morguninu. Ekki gátum við orðið varir við neitt óeðlilegt á þessum tíma, enda þótt við reyndum að veita því eftirtekt. Varð eg því að láta mér nægja annara sögusögn. Frásögn Þórðar Gíslasonar í Vet- leifsholtshelli er á þessa leið : Snemma í október morgun einn í birtingu varð hann fyrst var við þessi dul- brigði. Heyrðist þá einhver lifandi vera þjóti með feikna hraða meðfram baðstofu þilveggnum. En þannig var húsagerð háttað, að innaní stórri tóft Var bæði baðstofa og heyhús, þil- veggur var eftir endilangri tóftinni °g að skildi hann baðstofuna og hey- húsið. Afturendi baðstofunnar var notaður fyrir eldavél. í heyhúsinu Var dálítill heystapi og var húsið lokað að utan, Engin skepna var Þar inni hvorki hundur né köttur, og Utn rottur er ekki að tala í þessari sýslu. Upp úr þessu fór þetta smátt smátt að endurtaka sig ogfærast * vöxt> þó nokkuð mismunandi stund- Utn heyrðist skurk og brestir bæði bak við þilvegginn og í afturenda aðstofunnar. Stundum heyrðist brak- hönd fest fyr en hún var búin að gera brezka flotanum og brezkum löndum hinar mestu skráveifur, sökkva hverja skipinu á fætur öðru og skjóta á borgir. Foringi skipsins hefir og hlotið hina mestu aðdáun, eigi að eins á Þýzkalandi, þar sem hann er orðin þjóðarhetja, heldur og út um víða veröld. Veldur þessu einstakur kjarkur, en eigi siður frá- hljóð i súðinni uppi yfir fólkinu og eins í gólfinu. Um miðjan október fór Þórður í suðurferð. Var þá kon an ein eftir heima með tvo drengi annan á 12 ári og hinn 4 ára. Fyrstu nóttina, sem Þórður var að heiman, bar með mesta móti á þessu og lýsti sér einkum með skurki og brestum, en mesl bar þó á þessum brestum í baðstofugólfinu fram við gluggann. Hélst þetta af og til alla nóttina. Konan vakti alla nóttina og flutti sig úr bænum daginn eftir. Þegar Þórður kom heim flutti hann sig aftur á bæinn. Urðu þau þá aftur vör við þetta sama, meira eða minna, Ekki var þetta bundið við neina vissa tíma, nema heldur minna á daginn. Einu sinni var Þórður einn inni um miðjan dag, heyrir hann þá að slegið var i hengilampa sem hékk í baðstofunni og sér að hann hreyfist til og frá eftir höggið. Annars segist Þórður aldrei hafa séð' eða orðið þess var, að nokkrir hlutir hafi hreyfst eða fluzt úr stað og ekki getað séð nein vegsummerki eða skemdir á neinu eftir þetta. Eina nótt á undan óveðursdegi segir hann að langmest hafi borið á þessum ólátum. Heyrðist brak og brestir bæði á þilveggjum og súðinni uppi og til og frá um baðstofuna, skurk og skellir líkast því að verið væii að skella saman járni. Þó vissi hann ekki til, að neitt af lausu járni væri þar inni. Eftir þetta flutti Þórður sig alfarið úr bænum. Tók þá Sigurður á Selalæk það til ráðs að rífa niður bæinn og flytja hann sunnar í rim- ann. Þegar búið var að koma bæn- um upp, fluttist Þórður í hann aftur með konu sína og 3 börn. Segir hann að einkis hafi orðið vart þar fyrstu vikuna, en úr því farið að bera á einhverju, sem þann kunni ekki bær drengskapur, sem hann er tal- inn hafa sýnt, með björgunar-afrek- um á skipshöfnum þeim er Emden hafði skotið skipin undan. Eins og kunnugt er náðu Bretar loks taki á Emden fyrir skömmu og brendu skipið, en tóku hinn hrausta foringja höndum. Emden var 3650 smálestir, en skipshöfnin 361 manns. við, svo sem dump á milli þils og veggjar. Frás'óour vökumanna. Guðjón Einarsson, bóndi i Rifs- halakoti, vakti í þrjár nætur og varð ekki var við neitt, nema einn morg- uninn kl. 9. Hann var þá í þann veginn að ganga út, heyrir hann þá smá þyt í ytri enda baðstofunnar og eins og riðið væri þekju og kom þá brakhljóð í þakviði alla. Hljóp þá Guðjón út sem skjótast til að gæta að því, hvort nokkuð væri upp á húsþekju, en varð engu vísari. Frásöqn Björns Guðmundssonar bónda i Götu. Hann vakti þar eina nótt með tveimur öðrum mönnum úr hverfinu. Það var eftir að fólkið hafði flúið bæinn. Þeir komu þangað kl. 9 um kvöldið. Sátu þeir í myrkrinu til kl. 11. Þá heyra þeir eitthvað óvanalegt. Þótti Birni það líkast því, þegar botnvörpungur hleypir út gufu. Svo verða þeir einkis varir fyr en kl. 2. Þá sér Björn bregða fyrir bjarma eða ljósbirtu, sem var til að sjá eins og maurildi í myrkri. Þetta var um eitt fet á hæð og í lögun likast stundaglasi. Svo hvarf þetta í eins skjótri svipan og það hafði birzt. Allan þriðja kl.tímann heyrðu þeir smá högg. Kl. 4 heyrðist þeim eins og dregin væri hörð húð eftir baðstofuþilveggnum baka til. Meira urðu þeir ekki varir við. Tvisvar segist Björn hafa séð ljós í gömlu bæjartóftunum. í seinna skiftið sá hann það um kvöldið 12. þ. m. og þá samtímis sá Sigurður í Vetleifsholti það lika. Lýsir Björn þvi svo, að það hafi verið rauðleitara en vanalegt ljós, likast því er ljós sést á glugga i gegnum rauð glugga- tjöld. Ekki er gott að gera sér grein fyrir því, hvað þetta muni vera. Reyndar hefi eg heyrt ýmsar getgát- ur, sem litið er á að byggja. Ástæðu- laust sýnist vera að segja alt þetta eintóman hugarburð og uppspuna þeirra sem við þetta hafa veiið riðnir. Æskiiegt hefði verið að Sigurður hefði lofað bænum að standa óhreyfð- um fyrst um sinn, svo að hægt hefði veiið að ransaka þetta betur. Svona atburðir nú á tímum eru svo sjald- gæfir, að tæplega má ganga fram hjá þeim órannsökuðum. Ola/ur Isleifsson. ReykjaYíkar-annáll. Brydesverzlun, ein af elztu verzl unum Reykjavíkurbæjar, er nú að syngja sitt síðasta vers, hættir undir miðjan næsta mánuð. -— Mestöll hús verzlunarinnar hafa umboðskaupmenn- irnir Johnson & Kaaber keypt. I þessu l/sir framsókn innlendrar verzl- iunar sór all-einkennilega, þar sem ein hver máttugasta selstöðuverzlunin, um margra ára skeið, verður að leggja ár- ar í bát og einhver elztu selstöðuverzl- unarhúsin verða að skrifstofum fyrstu öflugu innlendu umboðverzlunarinuar. Er þetta í rauu og veru einn, eigi ó- merkur kapítuli í íslenzkri verzlunar- sögu. Þeim fer að fækka nú dönsku verzlununum í Reykjavík. Hvað er eig- inlega eftir af þeim? Ný botnvörpusbip voru nokkur í smíðum í Þ/zkalandi, er ófriðurinn hofst, m. a. eitt fyrir útgerðarfélagið Ý m i í Hafnarfirði. Til stendur nú að Hjalti skipstjóri Jónsson fari utan með Sterling næst til þess að rannsaka hvað botnvörpungssmíði þeirri líður og hafa umsjón með henni um tíma. Galdra-Loftur, hið nyja leikritJóh. Sigurjónssonar verður jólaleikur Leik- fólags Rvíkur. Jens Waage á að leika sjálfan Loft, en Árni Eiríksson annað mesta karlmannshlutverkið. Kvenhlut verkin tvö hin helztu eru falin þeim frú Stefaníu og jungfrú Emilíu Indriða- dóttur. Mesaur: í fríkirkjunni á morgun kl. 12 síra Ól. Ólafsson, kl. 5 síra Jóh. Þorkelsson. Yörukaup landssjóðs. Landssjóður hefir bætt við sig nokkurum birgðum af haframjöli frá Quaker Oats & Co. í Chicago (umboðsm. Blöndahl & Sívejt- ssn). Dóinkirkjuviðgerðin er nú all langi á veg komin. Má búast við, að messu- fært verði í kirkjunni um miðjan des. Skipafregn : Á u k a s k i p frá Sam.fól á að fara frá Khöfn kringum 12. des. Kong Helge er væntanlegur hingað fyrstu dagatia í des. með kola- farm. Niðurjöfnunarnefndin. Þaulkunn- ugir menn og verkhæfir eru á lista þeim, sem Sjálfstæðisfólagið mælir með og birtur var í siðasta blaði. Samúel Ólafsson söðlasmiður efst. Ættu menn eigi að telja á sig að skreppa suður í Barnaskóla á mánudag og greiða þeim lista atkvæði. ----— -frí-ar ---- Island erlendís. Nýr doktor íslenzkur. Sigurður Nordal magister, sonur Jóhannesar ís- hússtjóra, á að verja doktorsritgerð við Khafnarháskóla 1. des. næstk. — Rit gerðin heitir : »Om Olaf den hel- liges Saga. En kritiskUn- d e r s 0 g e 1 s e«. Er þetta mikil bók og vafalaust merkileg. En á því brest- ur oss vit. ísafold væntir þess að fá sérfræðing til þess að rita um hann á næstunni. Utanríkismál íslands. Knúti Berlín verður mikill matur úr frásögn Skalla- gríms í Lögr. af bók G. B. landl.: Yanrækt vandamál. Ritar hann um það langt mál í K 0 b e n h a v n 22. okt., og önnur dönsk blöð lepja upp. Endar grein K. B. á þessum orðum : »Þessi íslenzku ummæli þurfa naum- ast danskra sk/ringa. Þau syna hvað hin óvænta framsókn í fánamálinu hef- ir haft víðtækar afleiðingar. íslenzkar kröfur eru nú að komast að hámark- inu: sórstök utanríkisstjórn, er í norsku sambandsdeiluni — fyrir- mynd Islendinga — varð bein orsök til fullnaðar skilnaðar Svía og Norð- manna«. Ofriðar-fróðleikur. Heimsstyrjöld. Nú þegsr Japanar eru komnir með í stríðið og Bretar farnir að ráðast á n/lendur Þjóðverja í Afríku og við Kyrrahafið, má svo að orði kveða, að upp só runnin h e i m s- styrj öld. Um 60 °/0 af bygðu landi heimsins er flækt inn í ófriðinn. í Norðurálfu er rúmir s/4 hlutar allrar álfunnar í ófriði, í Asíu er rúmur helmingur í stríði, í Afríkn u/12 hlut- ar álfunnar, í Ameríku er Kanada með og auk þess mest öll Eyjaálfa. — Þetta er gert upp áður en Tyrk- ir lótu sig skifta stríðið, svo að nú má allmjög auka við ófriðarlönd Asíu. 42 cm. fallbyssurnar, sem unnið hafa meira gagn en tölum verði talið í ófriðnum, eru algerlega undir um- sjón verkfiæðinga frá Krupps-verk* smiðjum. Úr þeim er skotið með raf- magnsafli í mikilli fjarlægð, því eng- um manni er óhætt nálægt þeim, er skotið ríður af. Sjálf kúlan vegur 1900 pund og skotfæri fallbyssunnar 4 mílur íslenzkar. Hvert skot kostar 30.000 kr. Siðusíu simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. Rússar vinna á við Weichselfljótið. London 23. nóv. kl. 1.20 árd. Skeyti frá aðalstöðvum Rússa, sem komu i kvöld, flytja mjög góðar fregnir, er þangað hafa borist frá vígstöðvunum milli Weichselfljóts og Warta. Tilkynt er að Þjóðverjar hörfi undan frá mjög þýðingarmikl- nm aðstöðum. Sigur Rússa í Kákasus. Herstjórnin í Kákasus tilkynnir að Rússar hafi unnið sigur bæði við Kara Kilisse og í héraðinu við Khanessuphæðirnar. Þar tóku Rúss- ar nokkurn hluta stórskotaliðs óvin- anna. Þýzkur tundurbátur sekkur í Eyrarsundi. Þýzki tundurbáturinn S 124 sökk eftir árekstur við danskt gufuskip í suðurhluta Eyrarsunds. De Wet. Uppreisnarforinginn De Wet er nú flóttamaður. Tveir af sonum hans hafa gefist upp og einn er fall- inn. Menn hafa hitt á slóð De Wets sjálfs og nú er verið að elta hann. Viðureignin við Weichel. London 25. nóv. kl. 1.20 e.h. Eftirfarandi opinber tilkynning hef- ir komið frá herstjórn Rússa: Orustan milli Weichel og Warta heldur áfram og virðist muni verða langvinn enn norður af Lodz. ■ Allan daginn þ. 22. þ. m. gerðu Þjóðverjar æðisgengin áhlaup, en voru alstaðar brotnir á bak aftur. í Wieltunhéraði kom fram nýtt lið Þjóðverja, sem reynir að hrekja vinstra herarm vorn aftur á bak. Engin breyting hefir orðið milli Czestochovo og Kraká. 21. nóvember tókum vér meira en 5000 austuríska fanga. □8S mu D § D § / Bankasfræti nr. 8 fáið þér beztar Vefnaðarvörur, Prjónavörur, Smávörur. Bráðlega verður Jólabazar opnaður í verzluninni. Jón Björnsson & Co. D § D

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.