Ísafold - 27.02.1915, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.02.1915, Blaðsíða 1
 Kemur út tvisvar i viku. Yerð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 Va dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí erleudis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. L Uppsögn (skrifl.) bundin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé banpandi skuld- laus við blaðiö. XLII. árg. Reykjavík, laugardaginn 27. febrúar 1915. ié. tölublað Þögn! 1 Heimastjórnarherbúðunum hvílir þögn yfir stjórnmálavötnunum síð- ustu vikuna. Þögnin er að því leyti eðlileg, að engin úrræði voru hugsanleg, þá er yfirlýsingarnar frá þingmeirihlutanum voru kunnar svartar á hvitu, önnur en beint að játa blekkingar þær, er hafðar hafa verið í frammi af þeirri hálfu siðustu mánvðina — eða óbeint játa þær — tneö pöt>ninni. Það var sem sé ekki árennilegt að halda áfram að segja, að það væri hvítt, sem er svart og það svart, sem er hvítt — eftir jafnskýlausar og afdráttarlausar yfirlýsingar þeirra manna, er allra landsmanna bærastir voru til að bera sannleikanum vitni þ. e. þeirra manna, er sjálfir höfðu hugsað, samið og samþykt fyrirvar- ann. — Það var ekki árennilegt, að halda því áfram að þjóðinni, að konungsskil- yrðin • fyrir staðfesting stjórnarskrár- innar væru í samræmi við álpingis- skilyrðin eftir að sjálft þingið, er skil- yrðin setti þ. e. 24 þingmanna flokk- ur, sem þau samþykti, var búinn að votta, að konungsskilyrðin færu þvert i bága við þingskilyrðin. Það var ekki árennilegt að halda þvi fram, nð Skallagrímur vissi bet- ur, hvað þessir 24 þingmenn vildu, en þeir sjálfir. Þess vegna var pagnarleiðin valin. Og er þá með henni játað, að þungamiðjan í öllum hamhleypu- skap Heimastjórnarmanna i vetur, hafi verið reist á óslitnum blekkinga- vef, allar fullyrðingarnar um ósam- ræmi milli þings og ráðherra hafi verið reykur, bóla, vindaský. Og sízt er ástæða til þess fyrir oss Sjáifstæðismenn að vera óá- nægðir með þeuna árangur vetrar- vinnu Skallagrims og félaga hans í stjórnmálunum. í öðru efni hafa þeir Heima- stjórnarmennirnir einnig valið sér pagnarhjúpinn. Er það viðvikjandi utanför for- ingja þeirra um d.iginn. Alt og sumt, sem aðal-stjórnmálagagn þeirra, hefir um hana að segja er, að hr. H. H. hafi verið kvaddur til viðtals aj konungi. En um athugasemdir sjiILiæðis- blaðanna út af þessu rikir annars þögn, þögn og r.frur þögn, eins og ekkert sé fyrir i herbúðunum annað en standandi vandræði með að segja eitt orð til skýringar þessarri utan- för eða varnar. Er þetta hátterni Heimastjórnar- innar vissulega furðulegt, þar sem kunnugt er hversu miklum óhug hefir slegið á flesta íslendinga út af fréttinni um þessa utanför. Fyrirspurnum hefir rignt yfir ísa- fold um tilefni utanfarar H. H. og venjulega hafa síðustu orðin verið eitthvað á þessa leið: »Við trúum þvi ekki, að H. H. eða nokkur ann- ar íslendingur Ijái sig til annars eins og þess að traðka jafnákveðnum yfir- lýstum vilja mikils meirihluta þings og hér er fyrir hendi — taka við stjórninni með mjög lítinn minni hluta þings að baki og framkvæma það i stjórn og löggjöf landsins, sem þingmeirihlutinn hefir algerlega for- dæmt það sem að hans áliti felur í sér stórkostlegt réttindaafsal og smeygja á oss danskri hnappheldu i einu af helztu sérmálum vorum, gera þetta á þessum alvörutimum, þegar sizt ætti að stofna til innan- landsdeila, heldur láta deilumálin hvíia og reyna að standa sem einn maður«. ísafold tekur fullkomlega undir þau orð almenningsálitsins: Vér trúum pessu ekki. Ef þetta ætti svo til að ganga, sem einstaka raddir hafa verið hræddar við: að H. H. tæki nú við stjórninni og hamraði fram stjórnar- skrárstaðfesting með dönsku skil- málunum — þá er óþarfi að tala lengur um þingræði og þjóðræði i þessu landi. Þá er ekki til neins að vera að hugsa framar um kosn- ingar og þesskonar hégóma. Þótt stórmikill meirihluti þjóðar- innar hafi áhuga á að koma einu málinu fram eða verja öðru fram- gangs og velji þvi stórmikinn meiri- hluta þings í samræmi við þenna vilja sinn — þá þýddi það eigi neitt, ef svo gæti farið, sem að framan er bent á. Ef konungsvaldið, eða réttara sagt stjórnin i Danmörku væri á annari skoðun en íslendingar um íslenzk áhugamál, er bara tekinn einhver minnihlutamaður, sem nógu fátt léti sér fyrir brjósti brenna, og látinn fara aftan að íslendingum, fótumtroða vilja þings, vilja þjóðarinnar og í skjóli dönsku mómmu þræla öllu áfram rem hún vill, hvað sem íslenzk þjóð og þing segir. Þá væri það ekkert annað en hé- góminn ejnber, kostnaðarfjarstæða og fyrirhafnarvitleysa að vera að ræða íslenzk stjórnmál í blöðum, vera að bjástra við kosningar, þing- hald og því um líkt. Nei — fyrir ætternisstapa með það alt saman! Ef menn gera sér þetta ljóst — væntum vér þess, að flestum þyki þær tiltektir, er af sér mundu leiða slíkar afleiðingar, svo óhugsandi, svo ótrúlegar, að því sem næst einum munni muni upp um það það lokið, að aldrei geti jyrir kotnið. Og skyldi það einhvern tíma fyr- ir koma eigi að síður, mundi það hátterni • svo fljótlega fordæmt og óþyrmilega ofsótt af þjóðinni, að það yrði ein einasta undantekning til að staðfesta regluna um að það megi aldrei fyrir koma. Vesturför Gullfoss Hún mun nú fullráðin, vesturför fyrsta íslenzka eimskipsins — um 10. apríl. Báru ýmsir kvíðboga fyrir því, að eigi mundi nægir flutningar fást til þess, að ferðin bæri sig. En úr þvi hefir ræzt mikið vel. Þegar ísafold spurðist fyrir um það í gær, hve mikið flutningsrúm væri pantað, fengum vér þá vitneskju, að alt væri pantað, nema 100 smál. þ. e. 800 af 900 smálestum. Hefir eitt verzlunarhús hér (Ó. fohnson & Kaaber) pantað langmest flutningsrúmið og á því aðalþáttinn að þvi, að úr þessari fyrstu ferð gat orðið. Enn eru viðskiftasambönd við Vest- urheim eigi orðin það víðtæk að verzlunarhús hér gæti alment not- að sér ferðina. En með þessari ferð er brautin rudd og erum vér eigi í neinum vafa um, að fleiri muni á eftir farnar og að það muni sýna sig, að á heillabraut hafi haldið ver- ið, þegar tekið var að beina viðskiftum vorum vestur um haf. Hafi þeir þökk fyrir, er að því hafa unnið að auka viðskiftasambönd vor þar og beina þangað samgöng- um vorum. Traustyfirlýsingar til ráð- herra berast viðsvegar af land- inu fyrir gerðir hans i ríkisráði 30. nóv. Nýlega hafa t. d. Oræfingar sent honum skrautritað þakkarávarp. Ef til kosninga kæmi nú um rik- isráðsatburðina 30. nóv. mundu þau kjördæmi teljandi hér á landi, sem létu sér detta í hug að kjósa nokk- urn þmn mann, er eigi væri full- kon.lega sjálfstæðisstefnunnar megin. ReykjaYÍknr-anDáll. Alþýðufræðsla. Nýstofnað félag ungra verzlunarmanna hér í bæ, Merkúr, hefir unnið það þarfa verk að stofna til sórstakrar alþýðufræðslu ttm viðskiftanaál. Á morgun kl. 5 Uytur Björn Kristjánsson bankastjóri erindi um t o 11 m á 1 fyrir fólagið í Iðnaðarmannahúsinu. Það hefir ekki verið gert mikið að því undanfarið, að veita almenningi fróðleik í þjóðmeg- unarfræði og er þess að vænta, að þessum tilraunum, sem hór eru gerð- ar, verði vel tekið, Skipafregn: B o t n í a kom til Leith á fimtudag. S t e r 1 i n g kom frá Breiðafirði í fyrradag. Meðal farþega: Hjálmar kaupm. Sigurðsson frá Stykkishólmi, Hreggviður Þorsteinsson kaupm. frá Ólafsvík. S t e r I i n g fór til útlanda í gær- kveldi. Meðal farþega: kaupm. Ólafur Árnason, N. B. Nielsen, Holg. Debell forsojóri með húsfreyju sinni, F. C. Möller umboðssall, jungfr. Preben- Hansen og eitthvað af fólki til Vest- manneyja. Eldur kviknaði á miðvikudagskvöld í húsi Siggeirs Torfasonar kaupm. á Laugavegi. Var verið að þýða vatns- pípur og kviknaði þá í súðinni. Hinu ötula slökkviliði tókst von bráðar að slökkva eldinn. Iðunn klæðaverkskiðjan verður seld á uppboði í dag. Nýtt Iðunnarfólag kvað stofnað til þess að kaupa verk- smiðjuna og reka áfram. Snorri Sturluson, botnvörpungur- inn, kom frá Khöfn beina leið hingað á miðvikudaginn. Flutti hann tals- verðan erlendan póss. Farþegi á skip- inu var Hrómundur Jósefsson skipstj. Raflýsing posthússins. Nú er tekið að vinna að raflýsing pósthúss- ins. Fimtán hesta hreyfivól hefir ver- ið keypt til reksturs. Pósthúsið og landsímastöðin verða saman um raf- lýsinguna og auk þess Guðjón Sigurðs- son fyrir húseign sína, Ingólshvol. Guðm. Hlíðdal hefir útvegað tæki öll, en Jón Sigurðsson frá Flatey sér um útbúnaðinn. Pústhúsið verður nvumast fullgert fyr en í maímánuði. Messað í dómkirkjunni á morgun kl. 12 síra Jóhann Þorkelsson; kl. 5 síra Bjarni Jónsson. Vegna safnaðarfundar, sem hald- inn verður í Fríkirkjunni á morgun kl. 4 e. m. verða messurnar þannig á sunnudaginn : I Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 12 á hád. síra Ól. Ól. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 6 síðd. síra Ól. Ól. Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utanríkisstjórninni í London. London, 20. febr. Utdráttur úr skýrslum Frakka : Brezka liðið náði aftur á vald sitt 15. þ. m. skotgryfjum milli Yser- Launakjör andlegra starfsmanna. Eftir Ketil Flatnef. II. Útgjöld. 1. Hver er meðálvegurinn 1 í fyrri kaflanum er bent á, að þarfir embættismanna eru að sumu leyti aðrar en þarfir alþýðunnar yfir höfuð. Allir andlegir starfsmenn þurfa að geta lifað fyrir ofan ákveð- ið mark til þess að njóta sín. Lifs- kjör þeirra og þar með útgjöld, verða að vera fyrir ofan ákveðið mark, og þetta mark verður að vera fyrir ofan (ef til vill litlu fyrir ofan) meðallag. Til þess að finna þetta meðallag, verður að hafa ýms gögn, skýrslur um útgjöld mikils hluta manna, skýrslur um tekjur og gjöld heimila. Til þess að komast að því, hve miklu embættismenn eyða á ári, þyrfti að fá sem flesta sbúreikn- inga« þeirra, þ. e. sundurliðaða reikn- inga yfir gjöld hvers árs. Og til þess aftur að komast að því, hve mikið þeir þurfa, hve mikið þeir með sanngirni geta heimtað, þarf svo að rannsaka, hvort þessir reikn- ingar eru hóflegir. Sumar aðfluttar skurðsins og Stelio, sem það hafði mist daginn áður. Bretar hafa nú á valdi sinu margar skotgrafir fyrir sunnan Ypres. Þar hafa staðið all- harðar orustur síðastliðna daga. Frakkar ráku af höndum sér á- hlaup, sem Þjóðverjar gerðu á skot- grafir þeirra fyrir austan Ypres. — Þetta gerðist 18. þ. m. Daginn áð- ur tóku Frakkar tvennar skotgrafa- raðir fyrir norðan Arras. Unnu þeir óvinunum mikið tjón og ráku af höndum sér grimmileg gagnánlaup þeirra. Þeir tóku margar fallbyssur og nokkur hundruð sprengikúlur. Þjóðverjar gerðu aftur áhlaup 18. þ. m., en urðu að hverfa frá og biðu mikið tjón. í Champagnehéraði unnu Frakkar á hjá Loivre, milli Vestur Perthes og Beausejour, náðu þar 3ja kilometra löngum skotgryfjum af Þjóðverjum og tóku nokkur hundruð fanga. Þjóðverjar gerðu gagnáhlaup næstu nótt en biðu ósigur. Aðfaranótt 18. þ. m. og að morgni þess dags gerðu Þjóðverjar 2 grimmi- leg gagnáhlaup enn, en voru alger- lega brotnir á bak aftui. Mistu þeir fjölda manns, þrjár vélbyssur og nokkur hundruð fanga. Frakkar hafa þannig haldið öllum þeim stöðvum, sem þeir hafa tekið og styrkt þær. Þjóðverjar hófu ákaft áhlaup í Argonnehéraði þ. 15. þ. mán., milli Four de Paris og hæðar nokkurrar vestan við Bourenilles. En því áhlaupi var algerlega hrundið og mistu þeir margt fallinna manna og hertekinna. Frakkar tóku hér um bil hundrað metra af skotgryfjum í De Malan- court-skógi. Þeir sóttu einnig fram i La Grurie-skógi og héldu því svæði er þeir náðu þar. Þann 18. þessa mánaðar sóttu Frakkar lengra fram á 263. hæðinni í Bourenilles-héraði. Norðvestan við Pont a Mousson vörutegundir eru þær, sem alment eru notaðar, og má af verði þeirra draga út meðaltal. Hér fer á eftir tafla yfir þessar vörur, verð þeirra i heild sinni (eftir verzlunarskýrslum x 911) og siðan er reiknað verðið á mann og 5 manna heimili En meðal heimili er 6 manna, þvi á landinu eru 85.183 menn og 14709 heimili (manntal 1910). Til þess að finna kaupverðið, verður að leggja 25 °/0 við verð aðfluttu vörunnar (sbr. verzlsk. bls. I). Hér fer sömu- leiðis á eftir reikningur yfir ársút- gjöld embættismanns, 5 manna heim- ili. . Skuiu liðir hans siðan athugað- ir, hver um sig. Það mun ef til vill þykja nærgöngult, að heimta heimilisreikninga embættismanna, og áætla opinberlega gjöld þeirra til heimilis, lið fyrir lið. Það minnir töluvert á það, er sagt var um suma húsbændur, að þeir skömtuðu i ask- ana. En til þess að komast að því með nákvæmni og vissu, hvers þeir þuna, sé eg ekki aðra • betri leið. En það væri lika fróðlegt, að fá »búreikninga« annara manna, sem lifa við lik kjör og telja verður hæfileg embættismönnum. L

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.