Ísafold - 29.05.1915, Blaðsíða 1

Ísafold - 29.05.1915, Blaðsíða 1
; Kemur út tvisvar , i vikn. Verð árg. ‘ 4 kr., erlendis 5 kr. eða l’/j dollar; borg- ist fy;rir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. L! Uppsögn (skiifl.) bnndin við áramót, er ógild nema kom- in sé til útgefanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. XLII. árg. Reykjavík, laugardaginn 29. mai 1915. 39. tölublað Alþ.ÝDufól.bókasafn Templaraf. 8 kl. 7—9 Borgarstjórasbrifstofan opin yirka daga 11 8 og 5—7 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og ‘ —7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. 5 kl. 12—8 og 5 íslandsbanki opinn 10—21/* og 51/*—7. X.P.U.M. Lestrar- og skrifstofa 8 árd.—10 JW. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. Gubsjpj. 9 og 8 á helgum Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, 51/*—61/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 6—6. Landsskialasafnih hvern virkan dag kl. 12—2 Landssíminn opinn daglangt (8—9) virka d^ga helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafnih opih l1/*—21/* á sunnnd. Pósthúsið opih virka d. 9—7 sunnud. 9—1. Bamábyrgh Islanda 10—12 og 4—6 Stjórnarráhsskrifstofurnar opnar 10- 4 dagl. Talsími Heykjavíkur Póstli. 3 opinn daglangl 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vífilstabahælib. Heimsóknartimi 12—J I*jóhmenjasafni5 opið sd., þd. fmd. 12—2, í»or&t. I»orsteinsson yfirdómslögm. Miðstrati 4 uppi. Heima kl. 2—3 og 7—8. Sími 515. Athugasemd við athugasemd. Síra Kristimi Dauíelsson skrifar grein i Ingólf 22. {>. m., sem hann nefnir »Nokkrar athugasemdir« og að mestu eru athugasemdtr við ræðu eftir mig, sem prentuð var í ísafold 7. þ. m. Grein þessi sker sig al- gerlega úr skrifum þeim, sem birzt hafa í Ingólfi um stjórnmálin síðustu vikurnar, í því, að hún er rituð stilli- lega og af vilja á að láta í ljósi skoðun greinarhöf. á málinu, frekar en peisónum, svonefndum aðferðum o. s. frv., sem liggur utan við málið að meiru eða rainna leyti. Eins og mönnum er kunnugt verð- ur málið enn eigi rökrætt til hlítar, þar sem eigi liggur enn fyrir opin- berlega á hvern hátt hugsað er að megi leysa úr stjórnmáladeilunni. En dilitla athugasemd tel eg mig þó geta gert við grein sira Kristins nú á þessu stigi málsins. Kr. D. telur mig eigi hafa heim- ild til að segja að hann hafi viljað á síðasta þingi að Danir (konungur) viðurkendu beint að uppburður sér- málanna væri sérrnál (»sammál« er vitanlega prentvilla; á að vera »sér- mál«). í þessu hafði eg fyrir mér nefndarálit Kr. D. í stjórnarskrár- málinu, þgskj. 487. Hann talar þar um þrent, sem orðið geti út af sam- þykt fyrirvarans. Fyrst telur hann það, að konungur »telji mótmælin fullgild og gangi að þeim«. Um þenna möguleika farast honum orð á þessa leið : »Einungis hið fyrsta getur komið stjórnarbótarmáli voru að haldi, að konunqur viðurkenni*) og gangi að mótmælum vorum«. í þessu atriði hafði Kr. D. að minu áliti sérstöðu, fór lengra en binir aðrir fyrirvaramenn og lengra en þeir hinir sjömenningarnir. Sami maður telur í þessu sama þskj. það vera vilja þingsins að tryggja hvorttveggja í senn: »óskertan rétt landsins og framgang stjórnarskrár- *) letnrbr. min. innar á næsta ári« (þ. e. 1915). Um þetta er eg honum alveg sammála. Og þetta vil eg, að reynt sé að gera, pótt eigi takist jafnframt að fá beina viðurkenninqu konungsvaldsins fyrir því, að uppburður sérmálanna sé sér- mál. En eg skil svo grein Kr. D., sem hann vilji sætta sig við að fá ekki þessa beinu viðurkenningu, ef viðunanlega fæst leyst málið að öðru leyti. Og þá fara skoðanir okkar að nálgast mjög. í viðræðunum á þingmannafund- unum benti Kr. D. á nokknr atriði í uppistungum þeim, er við þrímenti- ingarnir höfðum meðferðis, sem hon- um þótti óljóslega orðuð eða vafa- samt, hvort nógu trygg væru fyrir vorn málsstað. Eg býst við að hann eigi við þessi atriði, er hann talar um »vafninga«, sem reyna eigi að friða oss með. Þessum atriðum mun einmitt gert ráð fyrir að fá breytt í skýrara form, svo eg geri mér beztu vonir um, einnig af þessu, að við Kr. D. getum átt samleið í málinu áður en lýkur. Ekki er það rétt hermt hjá Kr. D. að við þrímenningarnir ætlum að brjóta á bak flokk vorn og koma fram í trássi við hann samningum, sem við höfum sjilfir gert. Við höf- um enqa samninqa qert Við höfum aðeins flutt uppástungur á milli kon- ungs og þingmanna. Okkar hlut- verk var að tjd þingmönnum þá breyttu málavöxtu, sem við töldum vera og okkur þóttu þannig vaxnir, að gerlegt væri að halda áfram til raunutn til að leysa úr deilunni. En er nokkrir menn voru, sem ekki vildu neinar tilraunir gera eða aðrar uppá- stungur til að ráða fram úr ástand- inu, þi vildi eg fyrir mitt leyti ekki láta þá Jáu menn stjórna mér. Hver þingmaður verður auðvitað fyrst og fremst að fara eftir sii.ni eigin sann- færingu um stórmál þjóðarinnar. Ef hann telur skoðun sína í samræmi við skoðun flokksbræðra sinna, þá fylgjast þeir að. Ef ekki, þá verða leiðir að skilja. Eu sá maður væri ekki góður flokksmaður, sem styddi að því að 24 manna flokkur léti kúgast f sliku stórmáli af ofstopa 4—5 manna, sem auk þess hafa enga stefnu fram að bera í málinu. Það er rétt, að eg átti við Kr. D. sem uppástungumann að því að setja inn aftur orðin »i rikisráði«. (Eg felst á að ónákvæmlega sé orðað að segja »setja inn« orðin; réttara að falla frá þeirri breytiugu á stjskr. að fella þau burt). Mér finst þetta vera undanhald, en Kr. D. finst það ekki. Hér greinir okkur d. Eg skal að sinni, í viðbót við það sem eg hefi sagt um þetta atriði, bæta við þess- ari spurningu: Getur það talist annað en undanhald af hálfu þeirra manna, sem hafa haldið fram þeirri skoðun að í upptöku orðanna »í rík- isráði* í stjórnarskrá vora hafi falist innlimun ? Þessir sömu menn hafa barist fyrir því að fá orðin numin burt. Þeir hafa fengið alt þingið til að fallast á það með sér að fella burt orðin. Ef þeir nú verða valdir að þvi að þau komist aftur inn í stjórnaiskrána, er það þá ekki und- anhald? Eg geri ráð fyrir því, að samkomulag sé um, að í uppástung um okkar þrímenninganna felist ékki ný innlimun, enda enginn haldið því fram til þessa. Kr. D. hefir misskilið orð mín, ef hann hefir haldið að i þeim fælist sú skoðun, að ráðherra E. A. væri óskeikull og því beri að »trúa hon- um í blindni*. Það er enginn mað- ur gæddur slíkum óskeikulleik, held- ur ekki að mínu áliti. Kr. D. felst á það, að spurning sú, sem hér er að deila um, fyrirvarinn, sé lögfræð- islegs efnis. Eg sngði að >Sjálfstæð- ismenn hefðu hingað til treyst E. A. til að hafa réttan skilning á þ e s s u atriði og spurði svo, hvers vegna þessi skilningur E. A., sem hingað til hefði verið talinn af Sjáifstæðis- mönnum réttur, væri nú alt í einu orðinn rangur. Um önnur atriði í grein Kr. D. sem mig langaði til að athuga, get eg eigi rætt nú. Þau verða eigi rædd út í æsar nema með því að rjúfa þagnarskyidu þá, sem enn hvílir á mér. Sveinn Björnsson. Gullfossi fagnað í New-York. Eftirfarandi bréf hefir ísafold bor- ist um viðtökur Gullfoss í New- York: New-York, 10. maí 1915. Islendingar í New-York héldu sam- komu 13. mai. Komu þar saman 90 íslendingar og íslandsvinir úr New-York og nágrenninu til þess að heiðra komu Gullfoss. Ekki kostaði það litla fyrirhöfn að undirbúa þessa samkomu, þar sem íslendingar eru lítt kunnir hver öðrum og búa á víð og dreif um alla þessa feiknastóru borg. Fregnir um skipkomuna bár- ust fyrst vestur um miðjan marz. Fyrsta hugmyndin um að fagna komu skipsins var frá Þorláki Björnssyni. Tóku menn vel undir hana, studdu hana, einkum Jón Antonsson og Ólafur Ólafsson. Hafa þeir unnið vel og ósleitilega að framkvæmd hennar um langan tíma. Hingað til hefir enginn félagsskapur verið með- al íslendinga í New-York. Var því mjög örðugt að ná öllum íslending- unum saman og vekja áhuga hjá þeim fyrir þessu málefni. En fyrir áhuga og dugnað þessara manna hepnaðist loks að ná saman 15 íslendingum á einn stað, til þess að ræða þetta mál. Tóku allir þessu hlýlega og fanst það eiga vel við að fagna Gullfossi með veizluhaldi, í virðingarskyni við ættjörð og þjóð, fyrir dugnað hennar að stofna Eim- skipafélagið. Var þar kosin nefnd til þess að annast samkomuna. For- maður hennar var Ólafur Ólafsson, A. Björnsson féhirðir, og skrifari St. Ólafsson. Eins og áður var getið var sam- koman haldin 13, maí, í veitinga- húsi einu í New-York. Fór sam- koman fram hið bezta, og skemtu l\yi ^54 því að eg hefi keypt Skrautgripaverzlun Guð- jóns heitins Sigurðssonar hér i bænum, læt eg hina heiðruðu skiítavini verzlunarinnar vita, að hún var opnuð að nýju i dag, á sama stað og áður, og leyfi eg mér að óska eftir að þeir sýni verzlaninni sama traust og velvild og að undantörnu. Reykjavík 29. mai 1915. Tfalldór Sigurðsson. menn sér ágætlega. Helztu ræðu- menn vorn : skipstjórinn, danski kon- súllinn í New-York, form. nefndar- innar Ó. Ólafsson, B. Hvoslef for- maður skipaafgreiðslufélagsins, sem afgreiddi Gullfoss, B. Hille umboðs- maður skipsins, H. G. Leach ritstj. The american scandinavian rewiew’s og A. Björnsson bankastjóri. Herra Hvoslef talaði um landnám Ingólfs, um söguritun Snorra og þýðingu íslands í veraldarsögunni. Hann mintist þess, að það væri söguleg vissa að Leifur hepni, sonur Eiríks rauða, hefði fyrstur fundið Ameríku árið 1000, og Columbus hefði dval- ið einn vetur á íslandi og fengið þar upplýsingar um undralandið vest- an hafs, sem þeir nefndu »Vínland hið góða«. Einnig benti hann á það, að fyrsti hvíti og kristni mað- urinn, sem jarðaður var í amerik- skri jörð, var íslendingurinn Þor- valdur Eiríksson, — að Þorfinnur Karlsefni hefðistofnaðfyrstu evrópsku nýlenduna í Vesturheimi, ogað fyrsta barnið af evrópsku blóði, sem opn- aði augun í nýja heiminum, var barn Snorra [Þorsteinssonar?]. Hr Leach sagði, að þrátt fyrir fámenni íslands, hefði það þó á að skipa yfir hundrað góðskáldum, sem sumir væru heimsfrægir. Einar Jónsson sagði hann að væri með frægustu myndhöggvurum nú- timans, og að Jóhann Sigurjónsson væri eitt af beztu sjónleikaskáldum, sem nú væri uppi, og mundi Fjella- Eyvindur hans verða leikinn hér í álfunni áður langt liði. A. Björnsson bankastjóri sagði á- grip af æfisögu sinni hér vestanhafs. Hann kvaðst ekki hafs séð Islend- ing í 25 árin siðustu. Hann kom hingað 19 ára gamall og hefir dvalið hér um 45 ár. Þessi íslendinga- fundur sagði hann að vekti hjá sér ýmsar inndælar æskuminningar, sem nú stæðu eins ljósar fyrir honum og þegar þær skeðu. Hann mintist æskuvina sinna, sem sumir hafa orð- ið miklir og þarfir menn á íslandi. Sagði hann að miðnætursólin væri séi ógleymanleg, ásamt mörgu öðru i náttúrufegurð íslands. Hann kvaðst elska Ameriku og hefði hún reynst sér hið bezta. Hann kvaðst álíta, að hann gæti í einuj>æði verið góð- ur borgari Ameríku og þó elskað ættjörð sína engu að siður. Hann likti ást sinni á Ameríku við ást manns á konu sinni eða unn- ustu, en ást sinni á íslandi líkti hann við ást sonarins á móður sinni. Charles ih. Barnason, B. A. Steinqr. Arason. í fyrradag, um tvöleytið, fanst allsnarpur jarðskjálftakippur hér í Reykjavík. Um líkt leyti fundust snarpir jarðskjálftakippir um alt Suð- urlandsundirlendið. Ólafur ísleifsson læknir í Þjórsár- túni var á ferð í fyrrinótt og sá þá mökk allmikinn leggja upp úr Heklu- hrauni á sömu stöðvum og þar sem eldgosin voru 1913. En af því að hálfdimt var af nótt gat hann eigi svo gjörla greint það. Sennilegist er þó, eftir öllum lík- um að dæma, að eldur sé aftur uppi á þessum slóðum. Ofriður milli ítala og Austurríkismanna. í síðasta blaði var birt símskeyti um, að sprengikúlum hefði verið varpað á Feneyjar af Austurríkis- mönnum. Mátti þar af ráða, að ófriðnr væri hafinn. En skeytið um friðslitin hefir einhvernveginn mis- farist. En nú höfum vér fengið áreiðan- lega símfregn um, að ófriður hefir verið hafinn á hvítasunnudag af ítölum. Naumast fer hjá þvi, að þessi frið- slit leiði einnig til ófriðar með ítöl- um og Þjóðverjum. Þeim fjölgar hornunum sem Aust- urríkismenn og Þjóðverjar hafa að líta i, og eins og hið fornkveðna segir: Enginn má við margnum! ítalir hafa miklu liði á að skipa og hlýtur bandamönnum að verða ærinn styrkur að atfylgi þeirra. Annars segir fátt enn um ein- staka viðburði i þessum nýjasta ófriði, og í skeytum brezku utan- ríkisstjórnarinnar hefir hann eigi verið nefndur á nafn. Vafalaust koma samt nánari fregn- ir af honum á næstunni. * ---------— Maunslát: í gær lézt í Landakotsspítala Bjarni trésmiður Jónsson, er lengi bjó í Grjótaþorpi hér í bæ, en var síðast bóndi í Svarlagili i Þingvalla- sveit. Banamein hans var krabba-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.