Alþýðublaðið - 20.05.1952, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.05.1952, Blaðsíða 1
GSA ' --------------N ' 70 þúsund krónum sfolið úr læsfusn peningaskáp! (Sjá 8. síðu.) V___________________________________________) XXXIII. árgangur. Þriðjudagur 20. maí 1952. 112. tbl. Lík eins af áhöfninni fannsf í flak- inu, en Carlsen aftur á siónum, Kurt cariæn, hinn J dpnsk-ameríski skip- stjóri. sem frægur varð af hetjudáð sinni siðastliðinn vetur, er hann barðist hálfan mánuð við storma og öldur Atlantshafsins, einn síns liðs, á sokkvandi skipi sínu, ,,Flying Enterprise“, hef- ur nú fengið nýtt skip og er kominn á því til Le Havre á Frakk- landi. Hið nýja skip kallar hann „Flying Enterprise II”, og um borð í því hefur hann ekki aðeins hina gömlu stýrimenn sína, heldur og 18 aðra af sinni gömlu skipshöfn. Á myndinni sést Carlsen skipstjóri í aðdáendahóp meðan hann dvaldi heima í Ameríku og beið hins nýja skips síns. Orænland ekki samfellf land, heldur eyjar undir ísnum! -------------- Brezkur leiðangur ætiar að kanna þetta með sprengingum i ísnum í sumar. ------*------- ,SOCIAL-DEMOKRATEN‘ í Kaupmannahöfn flytur þá frétt, að stór, brezkur rannsóknarleiðangur, sem gerður verði út til Grænlands í sumar, ætli mcð sprengingum viðs vegar á Grænlandsjökli að ganga úr skugga um það, hvort Grænland sé samfellt land eða máske tvær eða fleiri eyjar, þó að ísbreiðan sé svo samfelld, sem kunnugt er. Neyðarsendisloftnef, sem fannst, bendir þójil, að einhver hafi Hfað flugslysið af. ........♦--------- AMERÍSKA björgunarflugvélin, sem týndist á föstudaginn, fannst skömmu eftir hádegi í gær allhátt á Eyjafjallajökli suðvestanverðum. Hún var á kafi í snjó, mikið brotin og á hvolfi, og lík eins manns úr áhöfn hennar fannst í flakinu. Hinir fjórir af áhöfninni voru ófundnir, er síðast fréttist í gærkveldi, og ókunn- ugt um afdrif þeirra. Ncyðarsendiloftnet sem fannst á sunnudaginn norð- austan á jöldinum bendir þó til þcss að einhver eða ein- liverjir af áhöfn vélarinnar hafi komizt lífs af úr sjálfu flugslysinu, hváð scm síðar hefur hent. Slíkt loftnet höfðu flugmennimir með- ferðis og þykir engin önnur skýring koma til greina en sú, að einhver af áhöfninni hafi eftir slysið náð að setja það upp til að koma skeyt- um til manna, en það síðan foki’ð og borizt með vindin- um norður á jökul, enda vind j áttin mjög í stefnu frá flak- k inu á þann stað, þar sem loft netið fannst. Of falleg. Miss : Audrey, White heitir þessi unga, fallega stúlka og er „mannequin", í Lonöon. Hún varð skyndilega fræg, er blögðin sögðu frá því, að henni hefði verið neitað um þularstöðu við brezka sjónvarpið vegna þess, að hún væri of falleg! Forráða- menn sjónvarpsins óttuðust, að hún myndi draga svo að sér athygli áþorfenda, að þeir gæfu sjálfu prógrammi sjónvarpsins engan gauml Hinn brezki rannsóknarleið- angur, sem sagður er munu verða sá stærsti, sem Bretar haía gert út til heimskautalanda síðan Scott fó rhina frægu suð- urskautsför sína, verður undir stjórn Dr. R. A. Hamilton og fer til Norðaustur-Grænlands í júlí. Þaðan ætlar hann upp á Grænlandsjökul og býst við að hafa aðalbækistöð á ísnum um 600 km. norðar en hinn þekkti franski Grænlandskönnuður, Paul Emile Victor, undanfarin ár. Hinn brezki leiðangur mun leggja mikla áherzlu á að kanna þykkt jökulbreiðunnar, og ætlar hann að gera það með sprengingum víðs vegar í ísnum með um 20 km. millibilum. Er talið að með mælingum á berg- málstitringi neðan úr djúpun- um sé hægt að ákveða þykkt jökulsins, og eins hitt, hvort land eða ,sjó rer undir honum. En sú sköðun hefur skotið upp kollinum hin síðari ár, að Græn land sé ékki eitt samfellt land, heldur tvær eða fleiri eyjar, bundnar saman af ísbreiðunni. Joy ilolaforingi á förum frá Kóreu Harrington tekur við þar af honum. JOY flotaforingi, sem verið hefur formaður samninganefnd- ar sameinuðu þjóðanna í Pan- munjom í Kóreu, hefur nú ver- ið skipaður embættismaður í landvarnamálaráðuneytinu í Washington og cr væntanlegur þangað innan skamms. í Panmunjom mun einn a£ samningamönnum sameinuðu þjóðanna, Harrington, taka yrð af honum. Stjórn leitarinnar hefur flug umferðarstjórnin á Reykjavík ' urflugvelli, svo og stjórn flug- björgunarsveitarinnar, sem jlagt hefur til mestallan mann- I afl, en auk þess hefur verið 'haft allt samráð við Keflavík- urflugvöll. Milli þrjátíu og fjörutíu leitarmenn voru aust ur á Eyjafjallajöldi og við hann í gær og allt að því fimm flugvélar tóku þátt í leitinni og voru til aðstoðar, eftir að flakið fannst. Leitarmenn hafa talstöðvar, en sakir slæmra hlustunarskilyrða voru fregnir að austan nokkuð á reiki í gær og dálítið óljósar. ÓVEÐUR TAFÐI LEITINA. Leitin var í upphafi skipu- Framh. ai 2. síðu. Russar slöðva far- þegalesl frá Berlfn R.ÚSSAR stöðvuðu í gær :ar- ■þegalest á leið frá Berlín til Vestur-Þýzkalands. Engin skýr- ing var gefin á þessu tiltæki. Yfirlýsing Bernharðs Stefánssonar: r Obundinn af ákvörðun miðstjórn- ar Framsóknar um forsetaframboð --------4------- Framsóknarblaðið Dagur telur og ,fiokks “menn óbundna* af henni við kjör forseta --------------------■»------ DAGTJR, blað Framsóknarflokksins á Akureyri, flutti 14. þ. m. yfirlýsingu frá Bernharði Stefánssyni alþingismanni, þess efnis, að hann telji sig óbundinn af ákvörðun miðstjórnar Framsóknarflokk.sins um framboð forseta, enda hafi sú ákvörðun aldrei verið borin undir hann sem miðstjórnarmann. Yfirlýsing Bernharðs Stef- Nýja íslenzka land- helgin rædd I gær í brezka þinginu Alvarlegt máí fyrir Breta, segir Lloyd SELWYN LLOYD, aðstoðar utanríkismálaráðherra Breta, sagði við umræður í neðri mál stofu brezka þingsins í gær, að hinar nýju íslenzku fiski- veiðatakmarkanir væru hér um bil eins alvarlegt mál fyr- ir Breta og fiskiveiðatakmark anirnar við Noreg. Hann skýrði þingdeildinni frá því, að ís- lenzka stjómin hefði í vik- unni, sem leið, neitað að gera nokkrar breytingar á hinni nýju landhelgi; en málið væri nú til frekari athugunar hjá brezku stjórninni. Nokkrar umræður urðu um þetta í neðri málstofunni. og Framh. á 4. síðu. anssonar er, orðrétt, svohljóð- andi: „Samkvæmt gildandi stjórnskipun er forseta ís- lands ætlað að vera óhlut- drægur þjóðhöfðingi, en ekki pólitiskur leiðtogi. Kosning hans, ef ekki er allsherjar- samkomulag um hana, á því, að mínu áliti, að vera ópóli- tísk kosning um menn, en ekki um stjórnmálastefnur. I annan stað var ákvörðun miðstjórnar Framsóknar- flokksins um framboð for- setaefnis aldrei borin undir mig sem miðstjórnarmann. Af greindum ástæðum tel ég mig því óbundinn af á- kvörðun mi'ðstjórnar Fram- sóknarflokksins um fram- boð forseta. Bláðið Tíminn er vinsam- lega beðið að birta þessa yf- irlýsingu“. „FLOKKSMENN ÓBUNDNIR" í sama tölublaði gerir Dag- ux forsetaframboð miðstjórn- armeirihluta beggja stjórnar- Framh. a, 2. síðu. %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.