Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 19 Jón Loftsson, skógarvöróur og Þór Þorbergsson, tilraunastjóri ó Skriðuklaustri. s Meðan blm. var fyrir aust- an, fór fram fyrsta vigtun á fénu í tilraunahólfunum. Lömbin höfðu þyngzt að meöaltali um 350 g á dag og raunar allt upp í 400 g. Ágæt þyngdaraukning á samsvarandi tímabili á af- réttum er talin um 200— 250 g á dag. Vigtun þessi er ekki marktæk nema aö hluta, en skýrist þegar kemur fram á haustið og næsta vígtun fer fram. Myndin var tekin þegar sauökindur voru boðnar velkomnar í Hallormsstaðarskóg í fyrsta skipti í sjötíu og fimm ár — í tilraunaskyni að vísu. fisk í sjó, ef landið verð- ysis okkar og fávísi..." lands, því til stjórnar félagsins og Skógræktar ríkisins, að þessir aðilar veiti því brautargengi, að stjórnvöld landsins veiti slíkri skógræktar- og búskaparáætlun þann fjárhagsgrundvöll, að hún verði framkvæmd með nauðsyn- íegum hraða og að hafizt verði handa þegar á næsta ári. Er það álit fundarins, að aðstæður í Fljótsdai, samfara nálægð hans við Hallormsstað, með þeirri ágætu reynslu í skógrækt, sem þar er fengin, leiði styrk rök að því, að Fljótsdalur sé öðrum stöðum ákjósanlegri til upphafs skipu- legrar skógræktar í búrekstri bænda hér á landi." í áætlun þessari er miðað við, að teknir yrðu til skógræktar samtals 1500 hektarar lands næstu 25 árin. Höfðu farið fram viðræður við flesta bændur og ýmsir ábúendur voru jákvæðir og tóku af landi til skógræktar. Var miðað við, að framkvæmdinni yrði dreift á 25 ára tímabil og 60 hektarar teknir árlega til skóg- ræktar. Þegar áætlunin varð nú tíu ára á þessu ári, efndi Jón Loftsson til boðs fyrir sveitungana og beitti tímavélinni: hann sýndi þeim hvernig umhorfs var fyrir tíu árum, hvernig skógurinn lítur út nú, og loks fór hann fram í tímann, allt til ársins 2012 og sýndi, hvernig þá gæti verið um- horfs. Mér heyrðist á ýmsum, sem ég hitti á flakki mínu um Fljóts- dal, að menn hefðu hrifizt af þessari sýningu. Skógrækt ríkisins sér um að girða landið og planta í það. Jón er á því, að í þessu máli þurfi að sýna stórhug og „það þýðir ekkert að vera að taka einhver frímerki undir svona lagað.“ Kemur þar m.a. til hve girðingar eru kostnað- arsamar. „Bændur hafa verið beðnir um að leggja land undir skógrækt og líta þá svo á að það sé glatað sem beitiland. En sá flötur er nú kominn upp, að svo sé ekki: í fyrsta skipti síðan Hallormsstað- arskógur var friðaður, árið 1905, hefur það gerzt, að rollur hafa verið boðnar velkomnar í skóg- inn.“ „Það var í júlí við hátíðlega athöfn" segir Jón og brosir við „þegar hafin var tilraun sem framkvæmd er sameiginlega af Skógræktinni og Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins-RALA. Girt voru tvö hólf og í annað settar þrjár rollur með sex lömb, og í hitt sex rollur með tólf lömb. Hvort hólf er 3 hektarar að stærð. Er annað þeirra létt beitt, en hitt hóflega beitt. þetta er tilraun sem ætlað er að gefa svör við mörgum spurningum á næstu árum. Við ætlum að reyna að finna út, hvað skógurinn gefi í beit. Það hefur verið sett fram sú kenning, að hann gefi fimmfalt það sem venjulegur úthagi gefur. Er þessu haldið fram eftir viðeig- andi mælingar. Þessar tilraunir nú fara einvörðungu fram í birki- skógi. Við ætlum að fylgjast með því, hvaða plöntur hverfa fyrst og almennt hvernig skógurinn stend- ur af sér beitina. Meðal þeirra spurninga sem við viljum einnig fá svar við er hvað skógargróður- inn framleiðir þunga dilka og hvernig gróðurgreiningin kemur út, þegar upp verður staðið. Gróðurinn var rannsakaður ít- arlega fyrir tilraun og nú verður til dæmis fróðlegt að sjá, hvaða plöntur hverfa á fyrsta ári, og hvort þær koma aftur, hversu þung beitin megi vera áður en hún skaðar skóginn. Næsta skref er að gera tilraun með svo þunga beit, að við getum séð, hvernig gróður- og jarðvegseyðing hefst. Síðan verður gerður samanburður á hólfum eftir beit. Hvað helmingi meiri beit myndi gefa af sér og hvernig ástand gróðurs væri eftir hvert tímabil, hvort beitargildi minnkar með árunum, hvað skóg- urinn framleiðir og hver reynist — þegar til lengri tíma er litið — vera bezti undirstöðugróðurinn. Ef mælingar RALA-manna stand- ast, þ.e. fimmfalt meira beitar- gildi á hektara skóglendis en á úthaga, þá þýddi tuttugu ára friðun raunar að búið væri að endurreisa flóruna og þá er sá blettur, sem tekinn er undir skóg- lendi fljótur að skila sér í arðsemi. — Nú er eitt prósent af flatar- máli Islands vaxið skógi, heldur Jón áfram — en var um 20 prósent við landnám. Landið er að verða þvílík eyðimörk, að það tæki náttúruna eina og óstudda meira en ellefu hundruð ár að ná aftur því hámarki gróðurs, sem var við landnám. En við getum vissulega snúið þessu okkur í vil, ef ein- beitni og stórhugur er fyrir hendi. Við verðum að gera tilraunir með ýmsar plöntur, finna kvæmi (kvæmi er trjátegund sem hefur aðlagað sig ákveðnum vaxtarskil- yrðum á ákveðnum stað) sem hefur getu til að vaxa og fjölga sér á þessum stað og við þetta hita- stig. Eini mælikvarðinn, sem við höfum er að planta og sjá hvort viðkomandi planta eigi hér heima og geti dafnað. — Ar trésins hefur án efa haft mikil áhrif, segir hann aðspurður Ég hef fundið það í mjög auknum áhuga. Árið í fyrra hafði verið hið kaldasta á öldinni og nokkurt vonleysi greip um sig. Margir töldu að þetta þyrfti meiri undir- búning, en ég held það verði á endanum til þess að stappa stálinu í fólk og fái það til að trúa á réttmæti þess að við höldum okkar hlut og aukum hann smátt og smátt. — Það er mikið talað um friðun svo að þetta land verði byggilegt. Sérfræðingar sögðu okkur að fisk- urinn væri að hverfa og viðbrögð- in voru snör, enda þótt fæstir hefðu séð þorsk í grænum sjó. Það var færð út fiskveiðilögsaga og ákveðin friðun gerð á hinum ýmsu tímum. Þetta er gott og gilt. En það er ekki nóg að hafa fisk í sjónum, ef landið endar með því að verða örfoka eingöngu vegna hirðuleysis og fávísi okkar. Þótt margir hafi sýnt góðar undirtektir þarf þó miklu almenn- ari áhuga til að við getum gert okkur vonir um að endurheimta landgæði okkar. — Skógrækt er sem sagt ekki bara hugsjón og trú? — Ef gengið er út frá þeirri forsendu að núverandi ástand sé eðlilegt og sjálfsagt er skógrækt náttúrulega út í hött. Það kann líka vel að vera að náttúruvernd- armenn fari út í sínar öfgar. En ég held að skógrækt og friðun lands og uppgræðsla sé fyrst og fremst raunsæi, virðing og væntumþykja fyrir landinu okkar. — Ég vonast til að hér og víðar eigi á næstu árum eftir að gerast margt og mikið. Við verðum að hugsa í áratugum og öldum, ekki dögum og árum. Við höfum oft fengið smelli vegna hreta og það hefur komið bakslag og það er ekki við því að búast að nytjaskóg- ar þrífist út um allt. Uppgræðslu- menn verða að sýna ákveðið hóf og raunsæi. En um leið og við ræktum skóg erum við að græða upp landið. Reyna að skila ein- hverju til þess aftur sem við höfum tekið og þar með gera þetta land byggilegt fyrir okkur um 'angar tíðir. Þegar ég renndi úr hlaði á Hallormsstað var kojnið svartasta sveitamyrkur. Sem við Ladan keyrðum ofurvarlega, náttblindar báðar, í áttina til næturstaðar að Skriðuklaustri, mundi ég eftir svo ótal mörgu sem ég hafði nú fengið áhuga á að forvitnast um. En það verður bara að bíða betri tíma og sjálfsagt fer ég aftur að Hallorms- stað einhvern tíma seinna. Þá verður kannski kominn þriflegur lerkiskógur á Ásunum. Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.