Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1991, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 198. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna: Langbesta vörnin gegn allri áreitni - segir Landsbergis forseti Litháens Vilníus, Kennenbunkport. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Bandarikin viður- kenndu sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og væru reiðubúin að hefja nú þegar viðræður við ríkisstjórnir þeirra um að taka upp stjórnmálasam- band við þau. Mörg ríki heimsins hafa viður- kennt sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna, eftir að Island tók upp stjórn- málasamband við þau 26. ágúst. Þegar Bush var inntur eftir því hvort Bandaríkin væru ekki seint á ferð- inni með viðurkenningu miðað við önnur ríki svaraði hann: „Þegar sag- an er skráð mun enginn muna eftir því að Bandaríkin voru tveimur sól- arhringum á eftir íslandi." Hann sagði að yfirlýsing Míkhaíls Gorb- atsjovs Sovétleiðtoga á sunnudag þess efnis, að hann myndi ekki standa í vegi fyrir því að Eystrasalts- Svíþjóð: Smáflokkur í oddaaðstöðu? Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. Jafnaðarmannaflokkurinn er í sókn og það saxast stöðugt á forskot borgaralegu flokkanna fjögurra í Svíþjóð, ef marka má nýjustu skoðanakannanir. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var 23. — 29. ágúst, fá borg- aralegu flokkarnir aðeins þremur þingsætum meira en jafnaðarmenn og Vinstriflokkurinn. Bæti vinstri- flokkarnir við sig nokkrum þing- sætum kemst flokkurinn Nýtt lýð- ræði í oddaaðstöðu og hefur það í hendi sér hvort vinstri- eða hægri- stjórn verður mynduð eftir þing- kosningarnar 15. september. Nýtt lýðræði fengi 6% fýlgi ef kosið yrði nú, samkvæmt könnuninni. ríkin öðluðust sjálfstæði hefði gert honum kleift að taka þessa ákvörð- un. „Ég held að sú staðreynd að við höfum beðið þar til nú hafi ekki ein- ungis mætt skilningi af hans hálfu [Gorbatsjovs], heldur hafi það verið honum mjög að skapi, og vonandi öðrum í Sovétríkjunum." Forsetar Eystrasaltsríkjanna hafa fagnað þessu og sagt að þetta sé mjög mikilvægt fyrir þau. Vytautas Landsbergis, forseti Litháens sem er nú í heimsókn í Ungvetjalandi, sagði í gær að viðurkenning Banda- ríkjanna myndi „veita okkur bestu og fullkomnustu vömina gegn allri mögulegri áreitni". Ungverska þingið samþykkti í gær einróma að taka aftur upp stjórnmálasamband við Eystrasalts- löndin, en meira en fjórir áratugir eru liðnir frá því að stjórnmálasam- band þjóðanna rofnaði. Major heimsækir Kína Reuter John Major, forsætisráðherra Bretlands, er í opinberri heimsókn í Kína um þessar mundir. Hann er fyrsti vestræni leiðtoginn sem fer í slíka heimsókn eftir að atburðirnir á torgi hins himneska friðar áttu sér stað í júní 1989. Á myndinni sést hann kanna heiðursvörð ásamt Li Peng, forsætisráðherra Kína, skömmu eftir komuna til Peking. Sjá nánar frétt á bls. 28. Fulltrúaþing Sovétríkjanna: Tillögur um umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Moskvu, Tiraspol, Karachi. Reuter. MÍKHAIL Gorbatsjov Sovétfor-1 seti og leiðtogar tíu Sovétlýðvelda lögðu í gær fyrir æðsta löggjafar- þing landsins tillögur um að stokka rækilega upp stjórnskipan landsins til að koma í veg fyrir að Sovétríkin leysist endanlega upp í frumeiningar sínar. Nursult- an Nazarbajev, forseti Kazakhst- ans, las tillögurnar upp á fulltrúa- Vopnahléið rofið á fyrsta degi í Króatíu ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SVEITIR Serba í búningi varasveita júgóslavneska sambandshersins réðust með offorsi út úr herbúðum í bænum Petrinja í Króatíu í gær eftir að fulltrúar allra sambandsríkja gömlu Júgóslavíu skrifuðu und- ir samning um vopnahlé fyrir tilstilli Evrópubandalagsins. Þær skutu úr skriðdrekum og virtust vilja valda sem mestu tjóni að sögn heimild- armanns Morgunblaðsins, Miljenkos Stuhne, í iðnaðarborginni Sisak, rúma 10 km frá Petrii\ja. „Sveitirnar skutu á kjötvinnsluverksmiðjuna og kveiktu í henni, á lögreglustöðina, kaþólsku kirkjuna og einnig var skotið í átt að stálverksmiðju og olíuhreinsunarstöð við Sisak. A.m.k. tveir féllu.“ Petrinja er tæpa 60 km sunnan við Zagreb, höfuðborg Króatíu. Um 15.000 manns búa í bænum en hann er í norðuijaðri svæðisins Banija þar sem Serbar hafa tekið hvert þorpið á fætur öðru á undanförnum vikum og mánuðum. Sjúkrabílar komast ekki á milli borgarinnar Sisak og Petrinja til að sækja særða og fallna þannig að erfitt er að gera sér grein fyrir manntjóni. 50 blaðamenn sem voru að skoða herbúðirnar komast ekki leiðar sinnar. Samkvæmt óstað- festum heimildum bauðst herinn til að aka þeim til Sisak en varnarsveit- imar króatísku neituðu því af ótta við að það yrðu ekki blaðamenn sem kæmu heldur vopnaðir Serbar. Stuhne segir að stór hluti íbúa Petrinja hafi flúið að undanförnu vegna ófriðarástandsins á svæðinu. Ibúar Sisak, sem eru um 50.000 talsins, eru hins vegar flestir um kyrrt. „Margir Serbar .sem starfa fyrir herinn eru farnir,“ sagði Stuhne. Hann sagði að varnarsveitir Króatíu stæðu vörð um borgina en íbúar hennar voru hvattir til að leita hælis í loftvarnabyrgjum í gær. „Leiðtogar Serba í Belgrað urðu að samþykkja vopnahléið í andstöðu við vilja hersins af því að annars hefðu nágrannaríki okkar viðurkennt sjálf- stæði Slóveníu og Króatíu umsvifa- laust," sagði Stuhne. „En hendur Serba hér í Banija og á öðrum ófrið- arsvæðum Króatíu eru blóði drifnar og þeir gefast ekki upp fyrr en þeir hafa valdið sem mestu tjóni. Herinn starfar leynt eða ljóst með þeim og hefur þegar rofið vopnahléið gróf- lega. Króatía þarf nú að fá loftvarna- byssur tafarlaust erlendis frá svo að hún geti varist." Sjá frétt á bls 30. þingi landsins, þar sem yfir 2.000 fulltrúar-eiga sæti. Tillögurnar gera ráð fyrir að núgildandi sljórnarskrá verði afnumin og tvö ráð og ein nefnd verði sett á lag- girnar til að fara með öll mál Sovétríkjanna á meðan verið er að semja nýja. Þá er gert er ráð fyrir því að hvert lýðveldi sem ákveður að vera áfram í ríkjasam- bandinu ákveði sjálft skilyrðin fyrir aðild sinni. Þetta virðist óhjákvæmilega hafa í för með sér að Sovétríkin verði að laustengdu ríkjasambandi fullvalda ríkja. Fulltrúaþingið kemur saman tvisvar á ári og það kýs Æðsta ráð- ið sem er eiginlegt löggjafarþing Sovétríkjanna. Nýju tillögurnar virt- ust koma flestum á fulltrúaþinginu á óvart. Þegar eftir að Nazarbajev hafði lesið þær upp var gert hlé á störfum þingsins til þess að fulltrú- arnir gætu rætt þær sín á milli. Um 200 harðlínumenn sátu sem fastast fyrst um sinn og virtust forviða. Umbótasinnar tóku tillögunum vel og sagði Edúard Shevardnadze, fyrr- um utanríkisráðherra, að þær væru „góð byrjun". Borís Pankín utanrík- isráðherra tók í sama streng. Einn fulltrúanna, Alexander Obol- enskíj, setti sig mjög á móti tillögun- um og krafðist þess að Gorbatsjov segði af sér. „Við verðum að hætta að koma fram við stjórnarskrána eins og vændiskonu og breyta henni eftir geðþótta hvaða leiðtoga sem er,“ sagði hann. Fulltrúar allra lýðveldanna lýstu yfir stuðningi við tillögurnar, þótt sumir tækju fram að það breytti ekki því að lýðveldin sæktust eftir fullum pólitískum aðskilnaði frá Sov- étríkjunum. Átta af fimmtán Sovét- lýðveldum hafa lýst yfír sjálfstæði eftir valdaránið og tvö höfðu gert það áður. Gorbatsjov sagði að það væri á dagskrá þingsins að fjalla um sjáif- stæði Eystrasaltsríkjanna, en það mál hefði flækst af því að önnur lýðveldi hefðu lýst yfir sjálfstæði. Fyrsta degi fulltrúaþingsins lauk án þess að gengið væri til atkvæða um þessi tvö meginmál, sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og róttækar stjórnarskrárbreytingar. íbúar Dnestr-héraðs í Moldóvu, sem eru að mestu rússneskumæl- andi, lýstu í gær yfir sjálfstæði frá Moldóvu, sem virðist vera að tengj- ast Rúmeníu æ sterkari böndum eft- ir sjálfstæðisyfirlýsinguna í síðustu viku. Hið sama gerðu íbúar Nag- orno-Karabakh-héraðs þegar þeir lýstu yfir sjálfstæði frá Ánneníu, að sögn útvarpsins í Moskvu, íbúarn- ir nefndu hið nýja lýðveldi Armeníu- lýðveldið Nagorno-Karabakh. Músl- ímar sem eru í útlegð frá Sovétríkj- unum í Pakistan brenndu í gær sov- éska fánann og kröfðust þess að íslamskt ríki yrði stofnað í Sovétlýð- veldinu Úzbekistan. Sjá fréttir á bls. 27 og 28.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.