Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTLTDAGUR 12. SEPTEIWBER 1921, . Eþíópíu og þá lá leiðin oft á heim- ili Shamebós. Og fyrir ári kom ein dóttir hans hingað til lands til að læra á tölvur. Samúel greiddi götu hennar og bjó hún hjá þeim hjónum. Gamli Shamebó lést einnig mánu- daginn 2. september svo saman héldu þeir heim til Drottins. Eftir heimkomuna frá Eþíópíu í lok árs 1986 hóf Samúel störf hjá Lyijaverslun ríkisins sem fjármála- og starfsmannastjóri. Honum líkaði starfið vel og hann eignaðist þar marga vini. Kristniboðinu lagði hann lið og var alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd er þess var þörf. Hann var einnig formaður „Brúar“, félags áhugamanna um þróunarlönd, í tvö ár, og í bygging- arpefnd íþróttafélags fatlaðra, var þár gjaldkeri. En hugur hans var í Afríku, þessarí álfu andstæðnanna og þangað vildi hann og fjölskyldan svo gjarnan fara aftur. Það var því mikil gleði hjá Samúel og fjöiskyld- unni er honum var boðið starf í Úganda á vegum Dönsku þróunar- samvinnustofnunarinnar. Draum- urinn hafði ræst. Ég og fjölskylda mín samglöddumst þeim innilega þar sem við skildum svo vel þessa löngun og þrá eftir því að starfa í Afríku. Stuttu áður en þau fóru af landi brott komu þau í heimsókn og þá létum við hugann reika og ræddum um framtíðina og starfið sem biði hans. Fyrir nokkrum vikum barst okk- ur fyrsta bréfið frá þeessum vinum okkar. Allt virtist svo bjart fram- undan. Fólkið í Úganda var svo vinalegt og hjálpsamt, landið yndis- lega fallegt og starfið, sem Samúel fékk, sérstaklega sniðið fyrir hann. En óveðursskýin gera ekki alltaf boð á undan sér. Og nú nístir sorg- in hjartað og spurningarnar hrann- ast upp. Þeim verður ekki öllum svarað meðan við erum hér á þess- ari jörð en það er gott til þess að vita að Samúel trúði á Drottin sinn og frelsara, hann sem veitir huggun og styrk þeim er til hans leita. Er harmafregnin barst kom í huga mér 23. Davíðssálmur. Megi hann verða okkur góðu vinum óg aðstandendum Samúels til trausts og huggunar. Ég votta þeim inni- lega samúð mína og fjölskyldu minnar. Megi Guð blessa þau og styrkja og minning um góðan dreng lifa. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum gi'undum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mina, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns sín. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Jónas Þórir Þórisson og fjölskylda. Kveðja frá Brú, félagi áhugafólks um þróunarlöndin í dag kveðja Brúarfélagar hinstu kveðju góðan félaga og fyrrum formann félagsins, Samúel Jón Ólafsson viðskiptafræðing, sem lést við störf í Afríkuríkinu Uganda. Fregnin af andláti Samúels barst okkur eins og reiðarslag í byijun síðastliðinnar viku. Við höfðum öll kvatt Samúel og fjölskyldu hans með bestu óskum síðastliðið vor er þau lögðu hamingjusöm land undir fót og fluttust öðru sinni til Afríku til að búa þar og starfa. Þau höfðu lengi þráð að snúa aftur til Afríku og taka til við þróunarstörf, en við þau höfðu þau unnið á árunum Minning Semjum minningargreinar, afmælisgreinar, tækifærisgreinar. Önnumst milligöngu við útfararstofnanir. Sími 91-677585. Fax 91-677586. V _________________ 1982 til 1986 í Afríkuríkjunum Súdan og Eþíópíu. Þau unnu þá fyrir Hjálparstofnun íslensku kirkj- unnar og síðar fyrir Hjálparstofnun norsku kirkjunnar. Þróunarlöndin og málefni þeirra voru Samúel og fjölskyldu hans afskaplega hug- stæð. Þau skilja svo vel þá hugsjón, sem allt of fáir skilja, að brúa verð- ui' bilið milli norðurs og suðurs, milli þróunarríkja og iðnríkja, milli fátækra og ríkra, milli læsra og ólæsra, milli hungraðra og mettra eigi að búa börnum þessa heims lífvænlega framtíð. Samúel og fjöl- skylda lögðu sitt af mörkum til að brúa hið stóra bil. Eftir heimkom- una frá Afríku síðla árs 1986 réðst Samúel til Lyfjaverslunar ríkisins sem fjármála- og starfsmanna- stjóri. Því starfi gegndi hann til síðastliðins vors er hann réðst til DANIDA, dönsku þróunarsam- vinnustofnunarinnar. Samúel og öll fjölskylda hans gerðust félagar í Brú, félagi áhugafólks um þróunar- löndin. Samúel varð kosinn formað- ur félagsins í apríl 1988 og gegndi formennsku þar til í apríl í vor sem leið. í Brú fann Samúel farveg til að vinna að áhugamáli sínu, að efla skilning íslensku þjóðarinnar á þró- unarríkjunum, kynna'menningu og sögu þeirra, kynna lífshætti fólks í þeim _og stuðla að auknum stuðn- ingi íslands við þróunarsamvinnu og neyðarhjálp. Samúel var ósér- hlífinn við að vinna að þessu mál- efni. Margt dreif á daga undir for- mennsku Samúels í Brú. Hæst ber þó líklega einn ijölmennasti fundur sem haldinn hefur verið um þróun- armál hér á landi, sem haldinn var í nóvember í fyrrahaust, með helstu stjórnmálaleiðtogum landsins að viðstöddu fjölmenni. Ekki er ólík- legt að þessi fundur hafi að ýmsu leyti hreyft við mörgum þeim sem á honum voru og aukið skilning þeirra á gildi þróunarsamvinnu. Auk starfa sinna fyrir Brú hélt Samúel myndasýningar og kynn- ingarfundi fyrir ýmis félög og sam- tök hér á landi en hann átti bæði gott myndasafn og sérlega gott með að segja vel og skilmerkilega frá. Brúarfélagar varðveita minn- ingu fyrrum formanns síns og fé- laga, Samúels Jóns Ólafssonar. Við vottum eiginkonu Samúels, Ingi- björgu - Júlíusdóttur, og börnum þeirra samúð og biðjum drottin að styðja þau .og styrkja í sorg sinni. Blessuð sé minning Samúels Jóns Ólafssonar. F.h. Brúar, félags áhugafólks um þróunarlöndin, Stefán Þórarinsson Félagi okkar, Samúel Jón Ólafs- son, og vinur er fallinn frá. Það hvarflaði ekki að okkur er við kvöddum Samúel þegar hann fór til Úganda að það væri í hinsta sinn. Samúel byijaði að vinna með okkur í ársbyijun 1987 og setti svip sinn á lífið innan LR með sinni einstæðu kímnigáfu. Samúel var starfs- mannastjóri og þurftu því margir að leita til hans. Hann var jafnan úrræðagóður og leysti vanda fólks með miklum ágætum. Hann eignað- ist marga vini innan fyrirtækisins og reyndist þeim öllum vel, ekki síst þeim sem minna máttu sín. Samúel var einstaklega orðheppinn og gat komið mönnum gersamlega í ópna skjöldu með hnyttnum til- svörum. Við minnumst glampans í augum Samúels þegar hann minntist á fyrri dvöl sína í Afríku og samglöddumst honum innilega þegar hann fékk langþráð starf við þróunarhjálp í Úganda. Örlögin höguðu því þannig að hann átti ekki afturkvæmt til starfa með okkur, en hann var í leyfi frá störfum við LR um óákveð- inn tíma. Við sendum fjölskyldu Samúels innilegar samúðarkveðjur. Starfsfólk Lyfjaverslunar ríkisins. Ó blessuð stund er hátt í himnasölum minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá og við um okkar ævi saman töium sem eins og skuggi þá er liðin hjá. (M. Joch.) Við þökkum honum fyrir lífið og tímann sem hann gaf okkur. Hans er sárt saknað úr þessum hópi, en fordæmi hans gerir okkui götuna greiðari. Guð geymi elsku vininn. Kveðja frá eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barnabarni. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG GUÐRÚN HÖGNADÓTTIR frá Baldurshaga í Vestmannaeyjum, sem lést 3. september, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum laugardaginn 14. september kl. 11.00. Marta Sigurjónsdóttir, Ingólfur Þórarinsson, dóttursynir og fjölskyldur þeirra. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, MAGNÚSAR ÍSLEIFSSONAR, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Gróa Hjörleifsdóttir og börn. t Móðir okkar, FRÍÐA HALLGRÍMSDÓTTIR AUSTMANN, Aragötu 10, lést 10. september. Guðlaug Benediktsdóttir, Hreinn Benediktsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Stóru-Ávík, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 8. september. Minningarathöfn fer fram í Akraneskirkju í dag, fimmtudaginn 12. september, kl. 14.00. Jarðsett verður í Árnesi laugardaginn 14. september kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. 45 t Eiginmaður minn, HERMANN JÓNSSON, áður Vesturbraut 24, lést á Sólvangi 31. ágúst sl." Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jóhanna Hjörleifsdóttir, börn og tengdabörn. t Stjúpa okkar og föðursystir, PETRÍNA KRISTÍN JAKOBSSON, Fossöldu 5, Hellu, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. september kl. 13.30. Aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, HAUKUR GUÐMUNDSSON fyrrum verkstjóri, Vestmannabraut 56b, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 14. september kl. 14.00. Theódóra Óskarsdóttir, börn, systkini, tengdadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Faðir minn, ÞRÁINN ÞÓRÐARSON, Gunnarsbraut 8, Búðardal, er lést í sjúkrahúsinu á Akranesi 9. september sl., verður jarð- sunginn frá Hjarðarholtskirkju, Dölum, mánudaginn 16. septem- ber kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurlaug Nanna Þráinsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSTA KRISTBJÖRG BJARNADÓTTIR, Sólvallagötu 38b, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 14. september kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN GUÐNASON bóndi, Götu, Hvolhreppi, léót á heimili sínu 10. september. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Ástríður Jónsdóttir, Guðmundur S. Guðmundsson, Bjarghildur Jónsdóttir, Helgi Einarsson, Guðni V. Jónsson, Þórunn Björgvinsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför FANNEYJAR JÓNASDÓTTUR, Álfheimum 9. Jónas R. Jónasson, Guðrún Erla Jónasdóttir, Sigrún Jónasdóttir, Sigurvin Hannibalsson, Fanney Jónasdóttir, Guðsteinn Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabörn, Jón Húnfjörð Jónasson, Guðrún Jónasdóttir. Lokað Vegna útfarar STEINARS MAGNÚSSONAR verður fyrirtækið lokað frá kl. 13.00 í dag. Jötunn hf. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.