Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1991 Morgunblaðið/Sverrir Haukur Morthens tekur lagið. k i liim Þessir tíu kappar voru allir á Þyrilsnesi árin 1941 og 1942. Chap- man, sem var undirforingi, er fyrir miðju í aftari röð. Hópur breskra hermanna á Þyrilsnesi veturinn 1941. Fimm þeirra sem á myndinni er voru meðal þátttakenda á síðustu árshátíð hópsins. NAUSTIÐ Haukur Morthens aftur við hljóðnemann Hér er hópurinn samankominn. vinBS Hittust á Þyrilsnesi 1947 og hafa hist árlega síðan Haukur Morthens, sá góðkunni söngvari, tekur lagið á Naust- jnu á laugardagskvöldið við undir- leik hljómsveitar sinnar, en það eru ein sex ár síðan að hann söng þar síðast við góðan orðstý. Var mál manna, að hin góða stemming sem þá var jafnan á Naustinu væri hæfíleg blanda af frammistöðu veit- ingamannanna og Hauks. Morgun- blaðið tók Hauk tali í vikunni og spurði hann hvernig tilfínningin væri að koma nú fram í gamla góða Naustinu á ný. „Það er mjög góð tilfinning, það var alltaf mjög sérstakt að syngja í Naustinu og það er gaman að vera á leiðinni þangað inn aftur. Þetta byijar á laugardagskvöldið, en það er ætlunin að við félagarnir verðum á föstudags- og laugar- dagskvöldum fram eftir vetri og jafn vel fram á næsta vor. Með mér eru þeir Eyþór Þorláksson gít- arleikari, Guðmundur Steingríms- son trommuleikari og Guðni Guð- mundsson hljómborðsleikari." Það er dálítið dansgólf í Naustinu, en Haukur sagði það ljóst að það gætu ekki margir svifíð þar um í einu. „Við verðum fyrst og fremst með gömul og góð klassísk dægur- lög og eitthvað af óskalögum þótt við getum ekki verið með topptíu á hreinu. Hugmyndin er að lofa fólki sem er ungt í anda, hvorum megin við fertugt sem það er, að hlýða á góða dansmusík á sama tíma og það gerir sér dagamun og snæðir góðan mat og fínu veitingahúsi. Við ætlum að ná upp ákveðinni stemmingu sem gefur kvöldinu aukið gildi,“ sagði Haukur. Fyrir skömmu kom saman hópur uppgjafa breskra hermanna í Reading í Englandi og hefur sá hópur haldið nokkurskonar árshátíð ár hvert allar götur síðan árið 1947. Þetta eru meðlimir 249 Battery deildar í Royal Artillery, en árin 1941 og 1942 var herflokkur sá staðsettur á Þyrilsnegi, eða þar til í september síðarnefnda árið, er bandarísk herdeild leysti Bretanna af. Einn bresku hermannanna, W.E.Chapman hefur ritað Morgun- blaðinu bréf þar sem hann reifar afdrif herdeildar sinnar og greinir frá árshátíðunum, en þrátt fyrir að árin séu orðin mörg síðan að her- flokkurinn var og hét og menn tíni tölunni í áranna rás, hittust engu að síður 30 kempur er hópurinn blés til samsætis íýrr T sumar. 249 BRA deildin var stofnuð upp úr stærri deild sem var mjög virk í fyrri heimsstyijöldinni. í upphafi seinna stríðsins var deildin í nokk- urs konar hlutastarfí í hermennsku ef þannig mætti að orði komast, þetta var varalið þar sem félagar störfuðu allir eitthvað annað í þjóð- félaginu. Chapman, tíðindamaður Morgunblaðsins, var til dæmis sölu- maður á fasteignaskrifstofu og deildarforinginn, maður að nafni Weir, var lögfræðingur í Lundún- um. I byijun stríðs var deildin köll- uð til og þjálfuð í loftvörnum og fyrsta ár stríðsins var hún á fleygi- ferð að skjóta á þýskar orrustuflug- vélar sem komu til árása á breskar borgir og bæi. 1941 og 42 var deild- in með varðstöðu í Hvalfirði, en var svo kölluð heim er Bandaríkjaher yfírtók hersetuna. Fóru deildarmeð- limir þá í tveggja ára þjálfun og tóku síðan þátt í innrásinni í Nor- mandy og börðust síðan í Hollandi, Belgíu og Þýskalandi áður en yfir lauk. Það þarf minna til heldur en þátttöku í stríði til þess að efla samkennd með hópi og því leið ekki á löngu þar til blásið var til sameig- inlegs kvöldverðar, þegar árið 1947. Síðan hefur veislan verið árleg og menn keppst við að sýna sig og rifja upp liðnar stundir. Andrúmsloftið í Naustinu er ómótstæðilegt þegar Haukur Morthens og hljómsveit hans laða fram létta tóna við dansgólfið fram efdr nóttu Haukur Morthens og hljómsveit í Naustinu Naustið býður ljúffengar krásir af helgarmatseðlinum eða sérréttaseðlinum í umhverfí sem á engan sinn líka - og svo ef til vill lítinn dans við ljúfan söng Hauks Morthens. Vesturgötu 6-8 • Reykjavík • Sími 17759
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.