Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 212. tbl. 79. árg. FIMMTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandaríkin: Viðbúnaðiir efld- ur við Persaflóa Bush kveðst ekki búast við að gripið verði til hernaðaraðgerða Grand Canyon í Arizona, Washington, Sameinuðu þjóðunum, Bagdad. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær ekki búast við því að gripið yrði til hernaðaraðgerða gegn írökum á næstunni þótt hann hefði gefið leyfi fyrir því að bandarískt herlið aðstoðaði eftirlitssveitir Sameinuðu þjóðanna við að framfylgja ákvæðum vopnahléssamningsins. „Við höfum ekki ákveðið neinn frest en ég hef ákveðið að skilmálum bandamanna verði hlýtt,“ sagði for- setinn. Heimildarmenn í Hvíta húsinu sögðu að hafinn væri undirbúning- ur að því að flytja á næstu dögum nokkrar sveitir herflugvéla til Saudi-Arabíu til að gera írökum Ijóst hver alvara væri á ferðum. Dick Cheney varnarmálaráðherra vildi hvorki játa né neita þessum orðrómi. Stjórnvöld í Bagdad skýrðu ekki frá orðrómnum um liðsflutninga Bandaríkjamanna í gær. Sam- kvæmt fregnum síðdegis var talið líklegt að írakar myndu samþykkja kröfu öryggisráðs SÞ um að eftir- litsmenn samtakanna fengju ótak- markað leyfi til að fljúga yfir ír- askt landsvæði til að kanna staði þar sem grunur leikur á að gerðar séu tilraunir með kjarnavopn, einn- ig tilraunastöðvar þar sem hægt er að framleiða efna- eða sýkla- vopn. Stjóm Saddams Husseins hefur áður hafnað þessari kröfu. Fulltrúar SÞ segja Iraka torvelda eftirlitsstarf þeirra með ýmsum hætti. Eftirlitið er í samræmi við vopnahléssamninginn sem írakar samþykktu. Enn eru um 33.000 bandarískir hermenn í löndunum við Persaflóa auk fimm þúsund manna úr flug- hernum. Þegar Persaflóastríðinu lauk 28. febrúar sl. voru um 540.000 bandarískir hermenn á svæðinu. Flugvélamóðurskipið Abraham Lincoln er á Persaflóa og annað skip af sama tagi, Forr- estal, á Miðjarðarhafi. Hvort skip ber um 150 flugvélar og þyrlur. Heimildarmenn í Washington sögðu að hermenn í ýmsum sveit- um bandaríska flughersins hefðu fengið fyrirmæli um að vera við- búnir því að fara til Persaflóa með skömmum fyrirvara. Fyrirmælin hefðu meðal annars náð til sveita, sem hafa yfir Stealth-orrustuþot- um og árásarþotum af gerðinni F-15E að ráða. Reuter Georgíuþing ræðir tillögur stjórnarandstöðunnar Drengur gengur á götuvígi í miðborg Tbilisi, höfuð- borgar Georgíu, þar sem andstæðingar og stuðnings- menn Zviads Gamsakhurdia forseta hafa skipst á um að efna til útifunda síðustu vikur. Lögregla reyndi að rífa götuvígi í borginni í gær en lét undan síga fyrir fólkinu eftir nokkuð karp. Fregnir bárust af því að þingið, þar sem liðsmenn forsetans hafa naum- an meirihluta, hefði slakað til og ákveðið að ræða í dag tillögur stjórnarandstæðinga um hraðari einka- væðingu, umbætur í landbúnaði, fjölmiðlafrelsi til handa öllum flokkum og jafnframt að almenn um- ræða yrði um stjórnmálaspennuna í landinu. Einn helsti leiðtogi andstöðunnar er í haldi, sakaður um samsærisáform. Sjá „Sílajev segir brýnt ... “ á bls. 22. Kína: Bann lagt við kossaflensi Peking. Reuter. NÁMSMENN við háskólann í Peking verða að nota tím- ann til 5. október vel til að kyssast, faðmast og haldast í hendur, því frá og með þeim degi verður slíkt athæfi bannað. Kínversk yfirvöld telja að atlot af þessu tagi „spilli sið- gæði almennings“, samkvæmt opinberri tilkynningu sem sett hefur verið upp við háskólann. Námsmenn við skólann, sem létu mjög til sin taka í mótmæl- unum 1989, taka því þó eflaust verr að jafnframt verður bann- að að púa og flauta á almanna- færi og hið sama gildir um að safnast saman án sérstaks leyf- is. Ennfremur verður bannað að bijóta flöskur því litið er á slíkt athæfi sem andóf gegn valdamesta manni kommún- istastjórnarinnar, Deng Xiaop- ing, þar sem nafn hans hljómar eins og orðin „litlar flöskur" á kínversku. Carrington segir hörmulegt stríð vofa yfir í Júgóslavíu ÁgTeiningnr innan EB um hvort senda eigi friðargæslusveitir á vettvang Zagreb, Belgrad, París. Reuter. CARRÍNGTON lávarður, sem vinnur nú að því að koma á friði í Júgóslavíu, sagði í gær enn of snemmt að útiloka að vopnahléssam- komulagið, sem undirritað var á mánudag og gekk í gildi á hádegi í gær, nægði til að koma á friði þrátt fyrir að harðir bardagar hefðu enn einu sinni brotist út í Króatíu. Hann bætti þó við að ástandið væri því miður þannig að „hörmulegt stríð“ vofði yfir í Júgóslavíu. „Það hefði verið mikil bjartsýni að ætla að klukkan tólf linnti öllum skærum. Við verðum að bíða í sólar- hring' og sjá hvernig staðið verður við samkomulagið," sagði lávarður- inn í viðtali við Radio France Inter- national. Hann lét einnig þau orð falla að þetta vopnahléssamkomu- lag væri síðasta tækifærið til að koma í veg fyrir allsheijar borgara- styijöld í Júgóslavíu. Stipe Mesic, forseti landsins, sem er Króati, sagði í útvarpsviðtali í gær að hann hefði ekki trú á því að serbneskir skæruliðar myndu hætta að beijast við sveitir Króata. Króatar væru reiðubúnir að virða vopnahléð en það ætti hins vegar ekki við um Serba. Hann sagði Júgóslavíu nú einungis vera til að nafninu til og að hann myndi segja af sér 7. október nk. þegar sjálf- stæðisyfirlýsingar Króatíu og Slóv- eníu ganga í gildi. Júgóslavneski fTotinn og flugher- inn héldu í gær uppi harðri skot- hríð, frá sjó og úr lofti, á sveitir Króata í hafnarborginni Split. Þá börðust sveitir Króata og sam- bandshersins í fjölmörgum borgum, þar á meðal Sibenik, Vukovar og Osijek. Króatískir fjölmiðlar sögðu að 25 manns hefðu fallið á einum sólarhring. Luka Bebic sagði af sér embætti varnarmálaráðherra Kró- atíu, að því er virðist vegna ágrein- ings við Franjo Tudjman forseta um þá ákvörðun hans að króatískir þjóðvarðliðar skyldu hætta að ioka vegum að stöðvum júgóslavneska hersins í lýðveldinu. Leiðtogar EB voru ekki á einu máli um hvort senda ætti vopnaðar friðargæslusveitir tii Júgóslavíu eins og Hollendingar, sem nú fara með forystuna innan bandalagsins, lögðu til á mánudag. Ruud Lubb- ers, forsætisráðherra Hollands, sagði að ekki stæði til að fela friðar- gæslusveitum að koma á friði, held- ur að fylgjast með því að staðið yrði við samkomulag um vopnahlé. John Major, forsætisráðherra Bret- lands, tók í sama streng eftir fund með Lubbers. Þjóðveijar, ítalir og Frakkar eru hins vegar þeirrar skoðunar að á fundi utanríkisráðherra EB í dag eigi að fela Vestur-Evrópusam- bandinu að senda lið til Júgóslavíu Reuter Niðurlútir Króatar bíða eftir því að geta farið úr neðanjarðarbyrgi í Zagreb, höfuðborg Króatíu, eftir að loftvarnaflautur höfðu enn einu sinni verið þeyttar þar í gær. til að binda enda á bardagana. Vopnahléssamkomulagið, sem undirritað var af fulltrúum Serba, Króata og sambandsstjórnarinnar á mánudag, er það níunda í röðinni frá því bardagarnir hófust fyrir tæpum þremur mánuðum og það fjórða sem EB hefur haft milligöngu um. Franskur embættismaður skýrði frá því í gær að Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands, kynni að leggja til á fundi allsheij- arþings Sameinuðu þjóðanna í næstu viku að samtökin sendu frið- argæslusveitir til Júgóslavíu. Til- lagan yrði lögð fram ef Evrópu- bandalagið skærist ekki í leikinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.